Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gætu ekki tapað - Er um 100 miljarða umboðssvik eða fjárdrátt að ræða ?

Um er að ræða nokkra samninga upp á 100 miljarða ,sem gerðir voru við eigendahóp Kaupþings og félög á þeirra vegum.Samningarnir voru þess eðlis,að viðkomandi einstaklingar hafi ekki getað tapað á þeim.

Efnahagsdeild  Ríkislögreglustjóra hefur haft málið til skoðunar frá miðjum desember þegar þeim barst nafnlaus ábending um athæfið.Málinu hefur nú tímabundið verið afhent FME til athugunar til að kanna hvort rökstuddur grunur sé fyrir refsiverða háttsemi.Ég hélt nú reyndar að Efnahagsdeild Ríkislögreglustj.væri dómbær um,hvort hér væri um að ræða meint refsilagabrot.Ekki hefur komið fram að svonefnd skilanefnd Kaupþings hafi haft þetta mál til skoðunar.Furðuleg niðurstaða ef satt reynist.Skýrsla frá Price Waterhouse  Coopers um yfirlit bankans verður skilað inn 31.desember n.k.


Hef mikla andúð á ísl.stjórnsýslu.Fíflhyggjan allsráðandi.

Alltaf verða á vegi mínum fleiri og fleiri,sem eru að missa íbúðir sínar vegna verðtrygginga og okurvaxta.Hvernig má það vera  að ríkisstjórnin standi aðgerðarlaus mánuðum saman meðan höfuðstóll meðalhárra íbúðarlána hækkar  um 180 - 200 þúsund kr.á mánuði.Það er afar sárt að sjá sparifé unga fólksins loga upp í þessu verðtryggingabáli á 1 - 2 árum.

Er nokkuð veigameira til í þessu landi en að hjálpa heimilum unga fólksins,slá skjaldborg um framtíð þess  og eyða óvissu, ótta  og sorg.Það er ótrúlegt miskunarleysi samfara þekkingarskorti,sem  einkennir mat stjórnvalda á fyrirgreiðslu forgangsmála.Þar er unga fólkið augljóst dæmi um.

Það er augljós tímabundin lausn í þessum málum,að afnema verðtryggingu lána strax, þar til verðbólgan verður komin í 2 - 4 %.Það verður líka strax að skipta krónunni út,íhaldið á þar stærsta sök á  með Davíð í brúnni Seðlabankans og hinn úrræðalausa forsætisráðhr.,sem gegnir honum í einu og öllu.

Mikill fólksflótti úr landi er hafin og mun aukast stórlega eftir áramót.Þar er unga fólkið  að langstærstum hluta.Hin hömlulausa peningagræðgi og stjórnleysi hefur dregið þjóðina niður í svaðið.Undanfarnar ríkisstjórnir hafa dyggilega stutt við þessa þróun.

Ég hef fengið óskapa andstyggð á íslenskum stjórnmálum þetta er eins og heimsk trúfífl,sem baktryggja sig hver hjá öðrum.Græðgin tortímir sjálfri sér,en verst er að þjóðin fylgir með í fallinu. 


Krónan lækkar um 17% gagnvart evru á hálfum mánuði.

Enn bíður þjóðin eftir nýjum gjaldmiðli,sem hefur að stærstum hluta skapað l8% verðbólgu.Engin heilvita maður skilur lengur aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Engin viðspyrna gegn óðaverðbólgu og okurvöxtum og skuldir heimilanna vaxa um hundruði miljarða á ári.Það er líka komið í ljós,að ríkisstjórnin fékk fjölda aðvarana um stöðu ísl.bankanna  erlendis frá löngu áður en heimskreppan skalla á.Ríkisstjórnin svaf á verðinum meðan bankarnir uxu þeim marfalt yfir höfuð í skjóli ríkisábyrgðar á erlendum mörkuðum.

Meðan tugþúsundir heimila falla ofan í skuldagjána fara þingmenn í mánaðarfrí.Þeir ættu við þessar aðstæður að vera að vinna við neyðaráætlanir,heimila,fyrirtækja og uppbyggingu fjármálafyrirtækja. Um fimm Þúsundir heimila miklu fleiri en áður leita nú  til hjálparstofnana.Það er þung spor,þó svo Davið Oddsson hafi á sínum tíma orðað það svo: "hver vill ekki fá frían mat ef hann á þess kost".Fíflhyggjan kemur fram með ýmsum hætti,en fáir upplifa hana að eins og  Davíð.

 

 


Bestu óskir um friðsæla jólahátíð og farsæld á komandi ári.

Ég er þakklátur öllum sem hafa haft viðkomu á síðunni minni og ekki síður  þeim, sem hafa miðlað okkur á blogsíðum  margs konar fréttum og fróðleik.Nú fara tímar í hönd,sem þörf er á að fjalla  um menn og málefni af skynsemi og yfirvegun,en jafnframt á gagnrýnin hátt.

Lifið heil


Enn eru að koma í ljós aðgerðaleysi og mistök Geirs varðandi Icesave bankans.

Forsætisráðhr.,embættismönnum og ráðgjöfum hans var ekki kunnugt um tilboð breska fjármálaráðuneytisins um að 200 mil.punda hefðu dugað til að færa Icesave reikningana yfir í breska lögsögu,skömmu áður en ísl.ríkið  yfirtók Landsbankann.

Forsætisráðhr.hefur viðurkennt þessa mögnuðu yfirsjón.Ætti hann ekki sjálfur að stíga fyrstur út úr ríkisstjórninni og leiða Davíð sér við hlið ? Viðskipta - og fjármálaráðhr.hafa líka unnið sér inn fararleyfi.Það er alltaf eitthvað nýtt að koma fram þó ekki sé formleg rannsókn hafin hjá hjá settum ríkissaksóknara.


Ólafur forseti og Dorrit til fyrirmyndar - tóku vel á móti mótmælendum.

10 ungmenni komu til Bessastaða í erindum mótmælenda.Þar  hittu þau að máli forsetann og Dorrit,sem buðu þeim upp á kaffi og velgjörning.Fór vel á með þeim og dvöldu þeir þar í 45 mínútur,en fóru síðan með spekt og þökkuðu fyrir sig.

Þessi framkoma forsetahjónanna er til mikillar fyrirmyndar og sýnir gott fordæmi.Víst má telja,að ungmennin hafi fengið svör við ýmsum upplýsingum,sem þeim lá á hjarta,eins hafi forsetahjónin orðið vísari um þeirra sjónarmið á þjóðfélaginu.

Svona heimsókn hefur mikið gildi fyrir sjónarmið beggja aðila.Með rósemd, yfirvegun og háttvísi næst árangur,það skiptir öllu máli.


Óskapa andstyggð hef ég á íslenskum stjórnmálum.

Alltaf verða á vegi mínum fleiri og fleiri,sem eru að missa íbúðir sínar vegna verðtrygginga og okurvaxta.Hvernig má það vera  að ríkisstjórnin standi aðgerðarlaus mánuðum saman meðan höfuðstóll meðalhárra íbúðarlána hækkar  um 180 - 200 þúsund kr.á mánuði.Það er afar sárt að sjá sparifé unga fólksins loga upp í þessu verðtryggingabáli á 1 - 2 árum.

Er nokkuð veigameira til í þessu landi en að hjálpa heimilum unga fólksins,slá skjaldborg um framtíð þess  og eyða óvissu, ótta  og sorg.Það er ótrúlegt miskunarleysi samfara þekkingarskorti,sem  einkennir mat stjórnvalda á fyrirgreiðslu forgangsmála.Þar er unga fólkið augljóst dæmi um.

Það er augljós tímabundin lausn í þessum málum,að afnema verðtryggingu lána strax, þar til verðbólgan verður komin í 2 - 4 %.Það verður líka strax að skipta krónunni út,íhaldið á þar stærsta sök á  með Davíð í brúnni Seðlabankans og hinn úrræðalausa forsætisráðhr.,sem gegnir honum í einu og öllu.

Mikill fólksflótti úr landi er hafin og mun aukast stórlega eftir áramót.Þar er unga fólkið  að langstærstum hluta.Hin hömlulausa peningagræðgi og stjórnleysi hefur dregið þjóðina niður í svaðið.Undanfarnar ríkisstjórnir hafa dyggilega stutt við þessa þróun.

Ég hef fengið óskapa andstyggð á íslenskum stjórnmálum þetta er eins og heimsk trúfífl,sem baktryggja sig hver hjá öðrum.Græðgin tortímir sjálfri sér,en verst er að þjóðin fylgir með í fallinu. 


Góðar fréttir í kreppunni - Búið að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum

Það gleður okkur skíðafólkið mikið ,að nægur snjór er kominn til að opna skíðasvæðið og veðurspá hagstæð næstu daga.Vonandi fáum við tækifæri að skíða yfir jólin og fram yfir áramót svo skólakrakkarnir geti verið með.

Ég spái góðum skíðavetri eins og í fyrravetur og þá er bara að nýta sér vel hvítu ábreiðuna.Fátt er betra en njóta frelsisins, fegurðina og víðsýnið frá fjallatoppum Bláfjalla,sem eru víðsýnasta svæði hér á suðseturhorni landsins.

Hafið alltaf öryggið í fyrirrúmi,farið vandlega yfir skíðabindingarf og jafnframt að gæta þess vel að skóstærðir hjá börnum og unglingum passi vel.

Góða skíðahelgi og akið varlega vegna hálku á vegninum.


Er það brot á samkeppislögum að vera með lægsta vöruverðið í landinu ?

Samkeppnisstofnun hefur dæmt Bónus í hundruð miljóna kr.sekt fyrir brot á Samkeppislögum.Þeir hafi misnotað markaðsstöðu sína gangvart  samkeppisaðilum.Fróðlegt verður að sjá hvernig Samkeppnisstofnun grundvallar og skilgreinir þessa aðgerð.

Bónus hefur alla tíð auglýst,að þeir hafi markvist unnið að því að geta selt matvöru og ýmsa aðra vöruflokka á lægsta og sama vöruverði um allt land.Þeim hefur svo sannarlega tekist það með ágætum og hafa verslanir þeirra verið eftirsóttar í byggðalögum víðsvegar um landið og fólk haft að orði að Bónusverslanir væri besta launabótin.

Ég hélt að lágt vöruverð skipti íbúana mestu máli og þannig hafi Bónus átt þátt í lægra vöruverði annara samkeppnisaðila. Ég hef alltaf haldið að Samkeppnisstofnun væri að stuðla að lægra vöruverði með sínum aðgerðum.Ef ein verslunarkeðja verður of stór á þá að mínka hana eða skipta til samræmis við aðrar svo samkeppnin verði eðlileg.Þetta mun aldrei takast fremur en samkepnni banka,útgerðarfyrirtækja o.fl.

 


Hundruð miljarða þjófnaðir frá bönkunum verði tafarlaust skilað til þjóðarinnar.

Það verður ekki látið lengur viðgangast að 25 - 30 karlmenn og þrjár konur komist upp með það að setja þjóðina á hausinn með undanskotum fjármuna úr bönkunum í skattaparadísir víðsvegar um heiminn.Vitað er um ólögskráð hundruð ísl. fyrirtækji sem eru m.a. staðsett í Luxemburg,Mön,Karabískahafinu,Ermasundseyjum og víðar.Ekki er mér kunnugt um að fyrir liggi marktækar niðurstöður frá skattayfirvöldum um hversu háar upphæðir hér er um að ræða.en ætla má að þær skipti hundruðum miljarða.

Það verður ekki hjá því komist,að allir þeir sem bera ábyrgð í þessum efnum,hvort heldur þær eru persónulegar eða pólutískar verða að axla ábyrgð gagnvart landi og þjóð. Hin síðbúna rannsókn,sem dómsmálaráðhr.er nú loks að ýta úr vör með sérstökum saksóknara verður fróðlegt að sjá hvernig tiltekst.Það er mín skoðun að allir þeir aðilar,sem gerst hafa brotlegir samk.lögum verði refsað.Þá þarf sérstaklega að kanna hvort meintar mútur kunni að hafa haft áhrif á opinbera stjórnsýslu í þessum málum gagnvart bönkum,en eins og kunnugt er hafa ýms atvik komið upp í samskiptum þessa aðila,sem þykja bera með sér óeðlilegar niðurstöður.

Þjóðin hefur látið fjötra sig í auðhyggju,nautnagræðgi og hvers konar sálarlausu prjáli.Nú er tími breytinga og hreinsa út úr þjóðfélaginu frjálshyggju meinsemdina.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband