Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Borða meira en maður brennir = offita

Offita er sýnilegt vandamál  hér eins og í öðrum vestrænum ríkjum.Þyngdaraukningin er að mestu til vegna breytts lífsstíls.Þegar farið var að skoða ástæður þessarar þróunar kom í ljós að aukið vægi skyndibitafæðu í matræði almenningsværi stærsti orsakavaldurinn.

Offita veldur vaxandi  heilbrigðiskosnaði vegna aukinnar lyfanotkunar og einnig veldur offita skertu  starfsþreki,veikindum  og tíðari fjarveru frá vinni.

Heilsuhagfræði er ung grein á Íslandi.Tinna Laufey Ásgeirsd.doktor í heilsuhagfræði stýrir MS námi í greinnni við Háskóla Íslands.Hún hefur lagt fram tillögur til úrbóta í þessum efnum m.a.að bæta matræði barna og auka aðgengi þeirra að aðstöðu til hreyfingar o.fl.

Mín reynsla er að borða minna,en holla fæðu og hreyfa sig mikið.Mörgum hættir við að borða meira ef þeir auka hreyfinguna,það gefur náttúrlega engan árangur.Aðstæður til útivistar hér eru yfirleitt góðar og næsta nágreni við heimil  flestra  nægir oft.Tímaleysi er oft kennt um hreyfingarleysi fólks,oftar en ekki er það afsökun fyrir að gera ekkert í málinu.

Mikilvægast er að beina sjónum að börnunum.Heilbrigt líf í æsku er oft grunnurinn að heilbrigðu lífi fullorðinsáranna,bæði er tekir til matræðis og hreyfingar.Náttúran okkar beinlínis togar okkur til sín,veðrið er sjaldan slæmt það er bara hressandi og tilbreytingaríkt.Einbeitni og sjáfsagi er allt sem þarf til að losna úr viðjum offitunar.


Gaf ekki Jón Ólafsson Hannesi tækifæri að biðjast afsökunar,áður en til málaferla kom ?

Hannes Hólmsteinn Gissurason er sýnilega komin í mikil fjárhagsleg vandræði vegna þeirra málaferla , sem hann hefur staðið í við ekkju Halldórs Kiljan Laxness annars vegar og svo við Jón Ólafsson athafnamanns,sem virðist vera búinn að koma honum á hausinn í fjárhagslegum skilningi.Hannes skýrði frá því í Kastljósi , að hann væri búinn að greiða í málkosnað 23.milj.,skuldaði 7.milj.Hann væri búinn að nýta sér yfirdráttarheimildir í botn og selja húseign sína.

Nú stendur yfir fjársöfnun honum til handa,en ekki liggur fyrir um árangur söfnunarinnar.Hvernig getur akdemískur fræðimaður og prófessor lent í svona hremmingum að manni sýnist vegna kunnáttuleysis og mistaka sem rithöfundur og svo einnig kærður fyrir brot á meiðyrðalöggjöfinni.

Ef ég man rétt,þá bauð Jón Ólafsson Hannesi að biðjast opinberlega afsökunar á ósæmilegum og meiðandi ummælum um sig,áður en til málaferla kom,sem Hannes hafnaði.Þá væri líka rétt að upplýsa hvort umrædd  ummæli Hannesar um Jón hafi verið á vefsíðu Háskólans.Þarf ekki rektor Háskólans  þá líka að taka afstöðu til þessa máls varðandi stöðu Hannesar innan Háskólans.

Þetta er afar óvenjuleg eða einstök ástæða fyrir fjársöfnun.Við erum vön að taka þátt í fjársöfnunum af alls konar mannúðarástæðum og hörmungum.Kannski er þarna búið að finna nýja leið til fjáröflunar,sem mér geðjast ekki að.


Almennar mótmæla aðgerðir fari fram við Alþingi og Stjórnarráðið .

Aðgerðir atvinnubílstjóra í mótmælaaðgerðum sínum  undanfarna daga ættu að vera gerðar í samráði við lögregluna eins og lög mæla fyrir.Ég held að þær hefðu enn meiri áhrif og samúð og velvild almennings yrði enn meiri.Frumkvæði atvinnubifreiðastj.er lofsverður,þeir hafa sýnt og sannað hvað samstaðan getur áorkað.

Hins vegar skora ég á almenning að efna til fjöldafunda á Austurvelli og við Fjármálaráðuneytið eins oft og kostur er.Það þarf að mótmæla fleiru en háu eldsneytisverði t.d.verðbótum húsnæðislána, okurvöxtum bankana og hækkun vöruverðs o.fl.

Þjóðin á að sýna samstöðu og gera ríkisstjórninni það ljóst,að aðgerðarleysi hennar gegn verðbólgunni verður ekki lengur þolað.Tugþúsundir heimila stefna í gjaldþrot,fylgist ríkisstjórnin ekkert með lífsafkomu fólksins í landinu ?


Samfylkingin hafnar breyttri yfirstjórn löggæslu dómsmálaráðhr. í flugstöðinni.

Allt frá því Varnarsamningurinnn var gerður við Bandaríkin 1950 hefur lögreglustjóraembættið á Keflav.flugv.farið með yfirstjórn lögreglu og tollgæslu,en embættið hafði alla tíð á meðan varnarliðið var hér komið undir utanríkisráðuneytið.Eftir að varnarliðið fór voru sýslumannsembættin´á Suðurnesjum sameinuð í eitt embætti og Jóhann R.Benediktsson gerður að lögreglustjóra .

Samstarf milli lögreglu og tollgæslu á flugvellinum hefur alla tíð verið gott og árangusríkt.Hér er um að ræða lögreglu - og öryggisstörf ,tollgæslustörf,öryggisleit vegna brottfararfarþega og vegabréfaskoðun o.fl.Öll þessi löggæslustörf eru skipulögð í flugstöðinni samk.komu - og brottfararflugi til Keflav.flugv.Hér er um eitt heildar öryggis  -og skipulagskerfi að ræða,sem allir löggæslumenn taka þátt í að framkvæma með einum eða öðrum hætti.Yfirstjórnin verður að vera á einni hendi með samstillta liðsheild að baki svo hún virki fljótt og örugglega.Það er oftast ekki hægt að bíða eftir fyrirmælum,atburðirnir ske fyrirvaralaust og ákvarðatökur um aðgerðir á vettvangi verða að koma strax til framkvæmda.

Í skýrslu frá Ríkisendurskoðun á sínum tíma var lögð áhersla á að efla heildarstefnu um land all í fíkniefnamálum til nokkurra ára í tollamálum.Um allt land hefur verið samvinna lögreglu og tollgæslu,en fjárskortur hefur víða hamlað árangri.

Lögreglustjórinn Jóhann R.Benediktsson hefur sinnt sínum störfum af mikilli samviskusemi og sýnt færni,dug og þor þegar á þarf að halda.Starfsmenn embættissins eiga líka skilið miklar þakkir fyrir góð og árangusrík störf,sérstaklega er lýtur að fíkniefnamálum.Eins og fram hefur komið  í fréttum standa þeir þétt utan um sinn yfirmann,sem hefur látið að því liggja að hann og reyndar fleiri starfsmenn embættisins muni hætta störfum verði embættið látið koma undir þrjú ráðuneyti þ.e.fjármála -  samgöngu - og dómsmálaráðneytið.

Ég leyfi mér að skora á dómsmálaráðhr. að lýsa formlega yfir óbreyttu skipulagi og jafnframt að leggja til nægt fjármagn til reksturs embættinu.Við eigum alls staðar í landinu að efla löggæsluna,allt bendir til tíðari og alvarlegri afbrota en áður.Fjárveitingavaldið í landinu á ekki að spara fé til löggæslumála. 


Sterkt gengi krónunnar hafði engin áhrif á vöruverð - hvað gerist næst ?

Um leið og ljóst var að gengi krónunnar var að veikjast fóru kaupmenn strax að undirbúa hækkun vöruverðs.Þeim ætti þó að vera ljóst að aukin verðbólga dregur úr kaupmætti fólks og kennski lendir þessi snemmbúna hækkun þeirra verst á þeim sjálfum.

Sterkt gengi krónunnar lækkar aldrei vöruverð hjá kaupmönnum og lækkun á innflutningsgjöldum matvöru fór að mestu á sínum tíma beint í vasa kaupmanna og hjá aðilum í veitingarekstri kom  lækkunin aðeins fram hjá nokkrum aðilum  tímabundið.

Allir þekkja hækkun á eldsneyti bifr.Hún kemur  nánast samtímis fram  hér og tilkynnt er um hækkun á heimsmarkaðsverði.Fullir tankar af eldra elsneyti á lægra verði er hækkað samstundis hjá öllum ólíufélögunum á nánast sama útsöluverði.

Hvernig væri að kaupmenn tækju höndum saman með aðilum vinnumarkaðarins að halda niðri verðbólgu,sama gildir um banka og reyndar alla þjónustuaðila í landinu.Það þarf þjóðarátak,við eigum að vera eins stór fjölskylda,sem stendur þétt saman þegar svona árar.Við eigum lítinn og veikann Seðlabanka með óhæfa stjórn og ríkisstjórnin hefur ekki einnþá markað sér virka stefnu í peningamálum.Krónan okkar er aðeins nothæf í okkar eigin landi,erlendis móttekur engin hana sem peninga.Það er niðurlægjandi fyrir sjálfstæða þjóð  að geta ekki með sinni eigin mynt átt nein viðskipti við erlenda aðila.

Þjóð sem ekki á nothæfa mynt í erlendum viðskiptum er ekki sjálfbær.Flotmyntin okkar á ekkert föðurland lengur.hún er notuð af innlendum og erlendum aðilum til að grafa undan efnahagsstoðum þjóðarinnar.


Eldsneytisskattar ríkissjóðs á ökutækjum verði tímabundið lækkaðir um helming.

Ríkisstjórnin á ekki að kalla yfir sig frekari reiði almennings v/okurverðs á eldsneyti.Það er nánast á öllum sviðum verið að þrengja kjör almennings.Er ekki Sjálfstæðisfl.búinn undanfarin ár að tala um Íslands sem einn að ríkustu þjóðum heims?Hvar er ríkisdæmið þegar sverfur að hjá heimilunum í landinu?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband