Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Fjallagrös og blóðberg - rík af lækningaefnum og hollnustu.

Ég hef allt frá æsku tínt mikið af blóðbergi og fjallagrösum.Þessar jurtir eru auðfundnar allsstaðar á landinu og líka hér í nágreni höfuðborgarsvæðisins.

Blóðbergste er afar gott á bragið og líka má nota það við ýmsum kvillum.Fjallagrösin er einnig lækningalyf við magakvillum, hálseymslum o.fl.Þá er fjallagrasamjólk og grautur samk.margs skonar uppskriftum afar holl og bragðgóð fæða.

Ég þakka þessum heilsujurtum og alls konar græn - og grófmeti mikið mína góðu heilsu.Lýsinu má þó aldrei gleyma.Hreyfa sig daglega eða eins oft og unt er og láta ekki kulda og rigningu koma í veg fyrir það.Þá er golfið og skíðaiðkun gott innlegg inn í þennan heilsuræktarpakka.Hér eru engin ný sannindi um heilbrigt líferni,en gott að vera ávallt meðvitaður um það.


Seðlabankinn ræður engu um styrkingu krónunnar - það gera eigendur bréfanna.

Þetta er búið að vera ljóst allt frá því að krónan var sett á flot.Þessi örmynt varð að hafa eitthvað skjól, annars væri hún andvana fædd.Útrás bankanna og annara stórfyrirtækja gerðu Seðlabankann vanhæfan að gegna sínu hlutverki.Hann hefði þurft að vera með margfalt stærri varasjóð til að vernda krónuna,þetta vissu allir, sem höfðu einhverja þekkingu á fjármálum bankans.

Bankinn getur aldrei orðið sterkari,en stjórn hans.Þar situr úrræðalítill og þreyttur lögfræðingur  aðalbankastjóri,sem bíður og bíður eftir að krónan styrkist.Í æðandi verðbólgu öldum og okurlána starfsemi bankanna,þar sem gert er ráð fyrir innan tíðar a.m.k. þriðjungur fyrirtækja í landinu verði gjaldþrota og tugþúsundir heimila,þá eru ennþá alls engar aðgerðaráætlanir í gangi hjá forsætisráðhr.og Seðlabankastj.

Nánast öll stærstu samtök atvinnurekenda og stéttarfélaga í landinu eru búin að marglýsa andúð og vantrú sinni á stjórnleysi þessara manna og þá sérstaklega er lýtur að krónunni, okurlánunum og verðbólgunni.


Grein mín um meintar fiskveiðar Ásmundar horfin af bloggsíðu minni.

Veit ekki hvað af henni varð.Í greininni var ekkert,sem skemmdi mannorð eins né neins.Hins vegar lýsti ég  fiskveiðiheimildum þjóðarinnar með þeim breytingum sem á þeim varð við afsal og leigu kvótans.

Aðeins fjórðungur landmanna treystir forsætisráðhr.

Samk.Capacent könnun treystir aðeins fjórðungur landsmanna Geir til að leiða þjóðina út úr efnahagsþrenginum þjóðarinnar.

Sennilega er þetta ein versta einkun,sem forsætisráðhr.hefur fengið í stjórnmálasögu þjóðarinnar.Núll stefna Geirs í efnahagsmálum er farin að rista dúpt í þjóðarsálinni.Fyrirtæki og einstaklingar eru í hundraðatali orðnir gjaldþrota og með haustinu er spáð enn verri stöðu,enda hækkar verðbólgan,vextir og matarverð stöðugt.


Olíuverð lækki hér strax og heimsmarkaðsverð lækkar.

Nú hefur olíuverð á erlendum mörkuðum lækkað verulega s.l.tvo daga.Við gerum þá kröfu til olíufélaganna hér á Íslandi,að þau lækki  olíuverðið strax eins og gerist í Bandaríkjunum og ESB löndunum.Við erum vön að sjá veriðið hækka hér samdægurs og heimsmarkaðsverð hækkar.Þurfum við að búa við svona markaðskerfi,sem í reynd er ekkert annað meint afbrot?

Neytendur geta auðveldlega haft áhrif á þessi viðskipti olíufélaganna með þeim hætti að versla allir við það olíufélag,sem fyrst lækkar verðið og er ódýrast.Þannig væri hugsanlega hægt að efla einhverja samkeppni milli þeirra.Ég skal þó viðurkenna ,að það samráð ,sem þau hafa sín á milli með verð ,er ekki líklegt að hreyfa neinu.Samkeppnisráð , neytendasamtök og stéttarfélögin eru vita duglaus og láta þetta dæmalausa meinta afbrotakerfi olíufélaganna afskiptalaust.Það er ekki nóg að hræra einu sinni í pottinum eins og Samkeppnisráð gerði,það þarf að gera reglulega.


mbl.is Olíuverð heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka upp evru á grundvelli EES samningsins - Ágæt hugmynd dómsmálaráðhr.

Björn Bjarnason dómsmálaráðhr.hefur komið fram með þá hugmynd að taka upp evru á grundvelli EES samningsins.Krónan okkar er ónothæf og er jafnframt aðalorsakavaldur verðbólgunnar.Hana getum við ekki nýtt erlendis og ferðamenn sem hingað koma verða að skipta henni áður en þeir fara úr landi.

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún telja þessa hugmynd Björns ófæra og benda á viðtal við  Percy Westerlund einn af yfirmönnum fastanefndar  framkvæmdastjórnar  ESB,sem væri mótfalinn slíkri aðgerð.

Vitanlega á að kanna af fullri alvöru þessa hugmynd Björns og ræða formlega við ábyrga aðila í  ESB um þessi mál.Aðkoma að þessu máli í gegnum EES samninginn er rökrétt leið.

Þjóðin er orðin sár og reið yfir úrræðaleysi Geirs og Ingibjargar í efnahagsmálum.Þaðan koma alls engin úrræði,bara beðið eftir styrkingu krónunnar.Engar aðgerðaáætlanir í efnahagsmálum með handónýtan Seðlabanka á meðan höfuðstóll  tugþúsunda íbúðarlána gerir eignirnar verðlausar.


Kemur mál Paul Ramses frá Kenía undir Flóttamannasamning SÞ ?

Samk.2.tl.1.gr.Flóttamannasamningsins SÞ frá l951 sbr.viðkauka hans frá 1967,tels sá flóttamaður ,sem utan heimalands síns og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur v/kynþáttar,trúarbragða,þjóðernis ,aðildar að sérstökum félagsmálaflokkum og eða stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki v/slíks ótta hverfa aftur til síns heimalands.

Ákvæði þetta var fellt inn í 1.mgr.44.gr.laga um útlendinga á Íslandi nr.96/2002.

Ég tel eins og ég hef reyndar áður sagt, að Paul Ramses fullnægi þeim lagaskilyrðum að fá efnislega málsmeðferð.Þá er barn þeirra hjóna fætt á Íslandi,sem styrkir réttarfarslega stöðu þeirra til dvalarleyfis á Íslandi.Má þar m.a.benda til Samnings Sameinuðuþjóðanna um réttindi barna nr.18 frá 2.nóvember 1992 og fjölda annara samninga þar að lútandi.

Frá siðferðis - og manngildis sjónarmiðum á að sameina fjölskylduna strax.Við eigum að sýna fólki kærleika í neyð og eyða þeim ótta,sem sundruð fjölskyldan á nú við að búa.


Íslandsdeild Amnesty fer fram á endurskoðun á málsmeðferð Paul Ramses Odor frá Kenía.

Miklar umræður hafa farið fram á brottvísun  Kenía búans til Ítalíu,en þaðan kom hann til Íslands.Heimilt er samk.lögum að hafna landgöngu farþega  til landsins utan ESB svæðisins ef hann uppfyllir ekki alþjóðlegar reglur um landgöngu hér.Hann sótti hér um hælisvist,þar sem kona hans og barn búa hér,en hún kom hingað frá Svíþjóð.Paul taldi sig líka vera í lífshættu stjórnvalda  í Kenía vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum þar.Þá hafði hann  kynnst Íslendingum við hjálparstörf í Kenía.

Ekki verður hér lagður neinn dómur á réttarstöðu Keníabúans,enda mér ókunnugt um hvernig persónulegum háttum hans er varið.Hins vegar vekur  brottvísun hans úr landi athygli mína,hvernig að henni var staðið.Ég hefði talið sjálfsagt að umsókn hans um landvistarleyfi hefði fengið efnislega meðferð.enda í samræmi við Flóttamannasamning SÞ frá 1951.Rétt skal mönnum  að leita réttar og griðlands erlendis gegn ofsóknum.

Svo virðist sem hann gæti haft stöðu flóttamanns og því ætti hann að fá efnislega réttarmeðferð hér á sínum málum.Mér finnst frá mannúðar - og kristilegu sjónarmiði eigum við að stuðla að því að fjölskyldan geti búið hér eða í Svíþjóð.Hinn lagalegi rammi er grundvallaður á kærleika og mannhelgi,við skulum standa vörð um þau manngildi.


Taka endur unga í fóstur - Tvenn andarhjón skiptast á um að annast þá.

Á golfvellinum í Garðabæ eru nokkrar tjarnir,sem endur dvelja reglulega á,enda virðast þær fá þar nægja fæðu.Undanfarið hafa verið þar tvenn andahjón með ungana sína.Þær fara mikið yfir nýslegnar golfbrautir og eru mikið augnayndi okkar golfarana.

Það sem vekur mesta athygli mína er,að stundum er annað andaparið með alla ungana,sem eru 8 talsins.Það virkar á mann að ungarnir séu í pössun,á meðan hitt andaparið er alllangt frá að veiða í tjörnum.Ég hef reynt að fylgjast nokkuð með þessu háttarlagi andanna.Hef  nokkrum sinnum séð andapörin aðskilin með alla unganna á sömu tjörn.Þá fylgja 3 ungar öðru parinu en fimm hinu.Veiðibjallan fylgist vel með og hefur hugsanlega náð einhverjum ungum.Það sem vekur sérstaka athygli mína er hvað mófuglum hefur stórfækkað á golfvellinum.Ég tel fullvíst að veiðibjallan eigi þar stærstan hlut að máli.Hún var síflögrandi yfir svæðinu og steypti sér niður á völlinn til að ná sér í unga.Mófuglarnir hafa sýnilega fært sig til öruggari staða,þar sem þeir geta betur falið hreiður sín og unga.


Úrvalsvísitalan nú 4300 stig,lækkað meira en helming - krónan veikst um 35%.

Þegar ríkisstjórnin tók við völdum,studdu hana um 80% þjóðarinnar,en nú 52%.Það má segja að ríkisstjórnin,úrvalsvísitalan og krónan séu séu öll í frjálsu falli.Þetta er nokkuð áhugaverð þróun,fyrir stjórnmála - og hagfræðinga.að skoða vel.Verst af öllu er að stjórn - og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í vaxta, verðbólgu - og myntmálum er stærstu orsakavaldar þeirra hörmunga,sem stór hluti þjóðarinnar býr nú við.Stærsta vandamálið er verðtrygging íbúðarlána,þar sem höfuðstóll lána hækkar um miljónir á ári.

Fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hefa verið að draga pólutískt myrkur yfir höfuð varnarlausra manna og það sem verst er, það er biksvartur bakki út við sjóndeildarhringinn.Tugþúsundir ungra manna og kvenna eru búin að glata sparifé sínu vegna verðtrygginga íbúðarlána.Íbúðarverð er hætt að hækka,og bera því ekki lengur uppi verðbólguna,en ríkisstjórnin gerir samt engar ráðstafanir.né aðgerðaráætlanir í efnahagsmálum,eru sífellt að skoða eitthvað ,sem engin veit.

Hvernig getur ríkisstjórnin horft framan í námsmenn erlendis,sem eru að tapa stórfé vegna veikingu krónunnar og hætta námi og unga fólkið,sem er að tapa öllu sínu sparufé vegna verðtryggðra íbúðarlána.Vonandi verður þessi dæmalausi forsætisráðhr.og athafnasnauði þingflokkur hans til þess að þeir hafi ekki lengur frumkvæði í ísl.stjórnmálum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband