Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Frábær frammistaða Íslendinganna í Moskvu.
17.5.2009 | 21:52
Raddfegurð Jóhönnu Guðrúnar er einstök,henni verður ekki lýst með orðum,við verðum að láta hlusunina nema hennar sérstæðu útfærslu og fullkomleika.Raddsvið hennar hefur svo fullkomið vald og næmleika fyrir laginu að það fangar strax hugnæmi tilfinninganna.
Bestu þakkir til alls hópsins sem stóð sig með prýði.Þá voru móttökur okkar við komu þeirra landi og þjóð til sóma.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að hlusta á viðtöl Ingva Hrafns við formann og framkvæmdastjóra LÍÚ.Það setur að manni þunglyndi að hlusta á þessa menn vegsema fiskveiðistjórnunarkerfið frá l984.Eins og flestir vita skuldar útgerðin nú yfir 500 miljarða.Sameign þjóðarinnar fiskurinn í sjónum hefur verið veðsettur fleiri ár fram í tíman og alls konar verðbréfaviðskipti banka og fleiri aðila tengjast útgerðafyrirtækjum.Þannig hafa hundruð miljarða kr.farið frá útgerðinni í hvers konar óskilt gróðabrask.
Allir þekkja leigu og sölu stórútgerðamanna á kvóta á okurverði.Hundruð smábáta hafa verið leiguliðar þeirra allt frá 1991,þegar lögunum var breytt.Þá hefur fjöldi sjávarbyggða misst frá sér kvótann,sem leitt hefur til atvinnuleysis og gert húseignir verðlausar.Þetta veiðikerfi leiddi til mikils frákast á smáfiski,sem var kastað í sjóinn og skekkti jafnframt stórlega niðurstöður fiskifræðinga á heildarveiðimagni.
Framkvæmdastj.og stjórnarmenn LÍÚ og þingflokkar Sjálfstæðisfl.og framsóknar sem komu á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi hafa ekki haft neinn hemil á græðgi peningavaldsins.Fiskveiðistjórnunarkerfið frá l991 leiddi til stærsta eignaflutnings Íslandssögunnar.Margir telja að þá hafi verið lagður fyrsti grunnurinn að þeirri græðgisvæðingu,sem nú hefur lagt efnahag þjóðarinnar í rúst.
Ingvi Hrafn,sem gerir magt gott með sinni sjónvarpsstöð ætti ekki að leggja þessum málum lið,það er slæmt innlegg fyrir hann sjálfan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það ætti nú að vera lýðum ljóst hvað býður þjóðarinnar um aðgerðir stjórnvalda varðandi íbúðarlán.
Í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur m.a.fram eftirfandi tillögur:
Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður.
Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
Heimild til að frysta afborgun í allt að 3 ár.
Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst.
Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40.
Heimild til íbúðarlánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði,sem sjóðurinn eignast á uppboðum.
Annað eins samansafn af rugli og fíflhyggju er vandfundinn
.Tillögurnar ganga út á að lengja,fresta og frysta lán,en engar varanlegar úrlausnir.
Nú þurfum við öll að spyrna við fótum og ekki síst við sem kusum þessa flokka til forustu.Hvort þessi ruglandi stafar af þekkingarskorti og vanhæfni eða einfeldni veit ég ekki,en þetta er ósvífni og algjört tillitsleysi við lántakendur íbúðarlána. Ég skora á bloggara að láta til sín heyra á þessum vettvangi
Dægurmál | Breytt 12.5.2009 kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engin heildar aðgerðaráætlun liggur fyrir,þó að upplýsingar séu um, að yfir 40 þúsund heimili eru svo skuldsett umfram eignir,að þau verða strax að fá greinargóðar upplýsingar ríkisstjórnarinnar um aðstoð.Öllum alþingismönnum hlýtur að vera fulljóst að þúsundir heimila þurfa daglega fjárhagslega aðstoð í formi matargjafa og daglegrar þjónustu við heimilishald.Neyðin er miklu alvarlegri en stjórnvöld hafa upplýst,enda er þjóðin stolt að eðlisfari og reynir að hylma yfir sárustu neyðina.
Verði ekkert aðgert á næsti dögum af hendi ríkisstjórnarinnar má fastlega reikna með hörðum átökum vegna fjármála heimilanna og jafnvel átaka götum úti .Reiði og sorg fólks stigmagnast með degi hverjum.Ríkisstjórnin virðist ekki hafa neina heildarsýn yfir aðstæður,hana skortir tilfinningar,skilning og skipulag.
90 daga stjórnarsetu Jóhönnu og Steingríms hefur skort alla staðfestu og upplýsingar til fólksins.Loforðin um að allt ætti að gerast fyrir opnum tjöldum hefur reynst innantómt bull.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)