Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landsliðið okkar í knattspyrnu er þokkalegt miðað við höfðatölu landsmanna o.fl.

Það eru aðeins nokkur ár síðan knattspyrnumenn hérlendis gátu farið að æfa reglulega innanhúss eftir að yfirbyggðir fótboltavellir komu til sögunnar.Þá keppir íslenska landsliðið 2 - 3 sinnum sjaldnar en flest önnur landslið í Evrópu.Þá hefur fjármagn til landsliðsins og alm.knattspyrnuþjálfunar verið að skornum skammti.Á því verður að ráða bót.Nú stendur börnum  og unglingum til boða betri þjálfun en áður,sem mun byggja upp sterkari liðsheildir en áður.

Það er þekkt hér sem annars staðar í heiminum að kenna landsliðsþjálfaranum um ef illa gengur.Oftar en ekki er það þó heildarumgjörðin og skipulag viðkomandi stjórna,sem ræður mestu um árangurinn.Núna er t.d.Eyjólfur að taka inn nýja leikmenn og gefa þeim tækifæri með landsliðinu.Hann sýnir kjark og djörfung í þeim efnum,sem á eftir að skila okkur árangri.

Hins vegar skal viðurkennt,að leikstíll landsliðsins er nokkuð sundurlaus og ómarkviss og stundum finnst manni vanta meiri kraft og neista í suma leikmenn.Það er óþolandi að sjá menn  á hálfri ferð í landsleik,við eigum alltaf að gera þá kröfu til landsliðsmanna,að þeir leggi sig alla fram.Hafi þeir gert það, en samt tapað leik ,geta þeir borið höfuðið hátt.Þessi fámenna eyþjóð okkar getur bitið frá sér,það höfum við sýnt í gegnum tíðina við ýms knattspyrnustórveldi Evrópu.Það er vissulega sárt að tapa mörgum leikjum í röð,en við stöndum fast með okkar mönnum,þeirra tími kemur.


Ætlarðu virkilega að éta hana ömmu mína?

Ætla nú að hvíla mig á pólutíkinni og fara að segja skemmtilegar sögur úr fortíðinni.

Ungur maður kom á tollpóststofuna og afhenti tollgæslumanninum tilkynningu um póstsendingu,sem hann væri að sækja.Tollvörðurinn sótti pakkann og opnaði hann í viðurvist móttakanda.

Í pakkanum reyndist vera glerkrukka,sem innihélt gráleitt duft.Tollvörðurinn opnaði krukkuna og handlék því næst efnið milli fingrana og bar að munni sér.Ungi maðurinn horfði agndofa á tollvörðinn og fórnaði höndum."Hvað ertu að gera maður?Veistu ekki,að þetta er hún amma mín.Ætlarðu virkilega að éta hana?"stamaði hann. "Guð minn góður sagði tollvörðurinn og spýtti hraustlega á gólfið,setti lokið á krukkuna og afhent hana piltinum með þeim orðum,að hann skyldi varðveita vel það,sem eftir væri af ömmu hans.

Það skal teki fram að viðkomandi tollvörður er samviskusamur og var nýbúinn að vera á námskeiði um fíkniefnamál.


Fyrrv.ríkisstjórn og Hafrannsóknarstofnun bera fulla ábyrgð á eyðingu þorskstofnsins.

Það virðist augljóst,að hinar gegndarlausu veiðar í aðalfæðu þorsksins loðnan,rækjan og kolmuninn eiga  stóra sök á samdrætti í þorskveiðum við Ísland.Þá hefur kvótasetningin frá 1984,sem hefur staðið samfleytt í rúm  23 ár og átti að vernda og auka  fiskstofnana engu skilað,hefur reyndar aldrei verið minni frá árinu 1937.Þetta kerfi var sett upp fyrir stærstu útgerðarfyrirtækin í landinu,til að soga til sín aflaheimildir frá minni sjávarbyggðum umhverfis landið.

Ég hef rætt við nokkra skipstjóra og sjómenn,sem ég þekki persónulega og þeir telja að 25 -27% af fiski hafi verið hent í hafið eftir að sala og leiga hófst á kvóta 1991,auk annara svikaþátta við löndun.Ef þessar tölur eru raunhæfar hefur veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar verið byggð á kolröngum tölum á aflamarki í 16 ár.

Ég hef skrifað tvær greinar nýverið á bloggið mitt,þar sem ég legg fram ákveðnar tillögur um samvinnu við alla hagsmunaaðila í þessum málum,til að ná fram sönnum heimildum um aflamark og jafnframt að gera heildarbreytingar á fiskveiðistjórninni.Hvet alla til að  kynna sér þessi mál vel,þau varða fjárhagslega hagsmuni allrar þjóðarinnar.


Misvísandi kannanir um notkun fíkniefna geta skaðað aðgerðaráætlanir gegn þeim.

Af og til berast yfirlýsingar frá viðkomandi hérlendum yfirvöldum ,nú síðast frá heilbrigðisráðhr.um að fíkniefnaneysla fari mínkandi hérlendis.Eru þá menn  væntanlega að lofa þær forvarnar - og aðgerðaráætlanir,sem hér eru til staðar og störf löggæslunnar.Vissulega ber að fagna því sem vel er gert í þessum efnum.Ég spyr hins vegar á hvaða gögnum slíkar mælingar eru grundvallaðar.Mér er ekki kunnugt um neina þjóð a.m.k.í vestur Evrópu, treysti sér að meta með ábyrgum hætti , hvort dregið hafi úr fíkniefnaneysla í viðkomandi löndum.Hins vegar er ljóst,að alþjóðlegir glæpahringir sem tengjast fíkniefnum verða sífellt hættulegri og eru nú farnir að gera sig gildandi hér á landi.

Ég þekki vel til þessara mála og get ekki með nokkrum hætti séð eða áætlað,að úr neyslu þeirra dragi,þvi miður.Nýleg viðtöl við Ófeig Þorgeirsson yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans benda fremur til versnaði ástands þeirra neytenda ,sem þangað leita vegna áverka.Þar er allt í hershöndum um helgar og lögregla til staðar.Lögreglumenn,sem starfa við fíkniefnarannsóknir telja ástandið verra en fyrir nokkrum árum,áverkar árása alvarlegri og meiri grimmd.Fyrirvaralausar árásir færast í vöxt,sem bendir eindregið til á aukningu á neyslu sterkra efna.Rán , linnulausir þjófnaðir og hvers konar skemmdarverk eru ekki vísbendingar á mínkandi fíknefnaneyslu.

Magnið sem næst árlega af fíkniefnum hjá tollgæslu og lögreglu,er ekki marktækur mælikvarði á aukningu eða samdrátt í innflutningi fíkniefna.Þar kemur aðalega tvennt til, aukning aðgerða löggæslunnar og hins vegar þegar næst til stórra fíkniefnasendinga ,þá er það ekki heldur neinn mælikvarði á  heildarneyslu fíkniefna í landinu.Þá er ekki  heldur vitað með neinni vissu , hvað mörg % neytenda leita til meðferðarstofnana.

Ég leyfi mér að vara stjórnmálamenn og yfirmenn löggæslu í landinu um að vera með einhverjar bjartsýnisspár eins og ástandið er í dag.Það verða allir ,að leggjast á eitt að berjast gegn þessari vá og auka stórlega fjármuni til forvarnar - og löggæslumála,en mikið hefur áskort ,allt frá því farið var að vinna að þessum málum l970,að svo hafi verið gert.

 


Fallið yrði frá refsingu sjómanna og útgerðarmanna fyrir að upplýsa meint brot á fiskveiðilöggjöfinni.

Þjóðin má ekki láta það viðgangast lengur,að augljós meint afbrot ,sem varðar tugi miljarða  árlega  á fiskveiðistjórninni séu látin afskiptalaus af viðkomandi stjórnvöldum.Í hverju byggðalagi umhverfis landið er fólk fullkomlega meðvitað um hversu víðtæk þessi afbrot eru og gera sér fullkomllega grein fyrir alvöru málsins.Sú spilling sem fylgir þessum brotum skapar virðingaleysi fólks fyrir lögum og reglum og reyndar Stjórnarskránni líka,þar sem fiskurinn er lögum samk.sameign þjóðarinnar.

Það er fullreynt ,að stjórnvöld hafa engan vilja eða getu að setja ný lög um fiskveiðistjórnun,en núverandi löggjöf veldur mestu um þau alvarlegu afbrot, sem eiga sér  stað.Þar eru viss ákvæði laganna eins og  framsal og leiga á kvóta o.fl.sem er innbyggt í kerfið ,sem beinlínis opnar smugur til lögbrota.

Í fyrri grein minni hef ég lauslega skýrt frá aðgerðum brota og sagt að sjómenn og útgerðarmenn verði sjálfir að höggva á hnútinn með þeim hætti að staðfesta skriflega allir sem einn,öll meint brot sín á fiskveiðilöggjöfinni, en þær skýrslur verði  ekki afhentar viðkomandi yfirvöldum , fyrr en fyrir  lagi, að  alþingi hefði staðfest að fallið yrði frá refsingu sjómanna og útgerðarmanna  vegna meintra brota á fiskveiðilöggjöfinni.

Sjómenn og útgerðarmenn leggi samtímis fyrir alþingi tillögur um nýja löggjöf á fiskveiðistjórninni,sem m.a.tryggi  óframseljanlegar fiskveiðiheimildir sjávarbyggða og framsal og leiga á kvóta sé bönnuð.Augljóst er að hluti af að núverndi kerfi, er varðar rekstur stærstu útgerðarfyrirtækjanna verður ekki breytt á skömmum tíma,en ríkisstjórnin á strax að tryggja smærri sjávarbyggðum varanlegar fiskheimildir,sem þeir geta byggt framtíð sína á.

Nú hættum við að blaðra um þessi mál og látum verkin tala.Fyrrv.ríkisstjórn hefur aðeins sinnt hagsmunum kvótaeigenda.Þessi mál varða hagsmuni allrar þjóðarinnar og því erum við öll þátttakendur að eyða þessari meinsemd. 


Eru sjómenn og útgerðarmenn í herkví LÍÚ og Fiskistofu?Eiga sjómenn og útgerðarmenn að höggva á hnútinn?

Í mjög athyglisverðum Kompás þætti Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan  kom m.a.fram ,að gýfurlegu magni af fiski væri kastað í sjóinn og aðeins verðmesta fiskinum landað.Þá kom einnig fram ,að landað færi fram hjá vikt í stórum stíl,hluti af lönduðum afla gefið upp sem ís ,magntölum á fisktegundum sé breytt í miklum mæli við löndun  með því að setja verðminni fisktegundir efst í fiskkerin o.fl.Allir sem að þessum málum koma virðast meðvitaðir eða beinir þátttakendur í svindlinu ,enda hagnast flestir vel á því. Eins og kunnugt er,er sökudólgurinn og orsakavaldurinn í allri þessari rúllettu, lögin um fiskveiðistjórnun frá 1991,þegar heimilað var framsal og leiga á kvóta.Þá opnuðust allar gáttir og hver reyndi með sínum hætti að hagnast sem mest á þessu arfavitlausa kerfi.

Þróunin hefur orðið sú, að leiguverð á kvóta  er það hátt,að engin rekstargrundvöllur er fyrir leigutaka, að hún beri sig ,nema þverbrjóta lögin eins og lýst er hér að framan.Þá er kaupverð á kvóta svo hátt,að þar er heldur enginn rekstrargrundvöllur og nýliðun í útgerð óhugsandi.Það sem vekur mesta athygli  nú, er algjört sinnulaysi og þögn stjórnvalda.Það er eins og allir séu múlbundnir eða úrræðalausir um að stíga fram og gera skyldu sína á þessum vettvangi.Er herkví LÍÚ og fiskistofu svo sterk,að allir sjó- og útgerðarmenn séu með skottið á milli fótanna af ótta við þessa aðila.Það hefur ákaflega lítið heyrst til Frjálslyndafl.um þennan Kompás þátt,vekur reyndar furðu mína.

Sjómenn og útgerðarmenn hljóta að gera sér grein fyrir því,að þessu fiskstjórnunarkerfi verður aldrei breytt nema þeir hafi forgöngu um það sjálfir.Er kannski til í dæminu,að það sé flestum í hag að búa til svona svindkerfi,sem allir geti eitthvað hagnast á?Hvar er eftirlit Fiskistofu og lögreglunnar,er búið að segja þeim,að horfa fram hjá afbrotum af þessum toga,sem ætla má að varði fleiri tugi miljarða árlega.

Hvernig væri nú, að hundruð sjómanna og útgerðamanna um land allt myndu kæra sjálfan sig til viðkomandi yfirvalda fyrir að brjóta framkvæmd þessa kolvitlausu laga og myndu þannig reyna að knýja fram nýja fiskveiðilöggjöf.Slík aðgerð væri einsstök í Íslandssögunni og myndi vekja heimsathygli.Þetta þarf að skipuleggja afar vel og gerast samtímist um land allt.Nauðsyn brýtur lög,er gamalt og gott máltæki,sem svo sannarlega á við í þessum málum.Hér er um að ræða umfangsmesta spillingar - og sakamál Íslandssögunnar,sem  daglega siglir á sléttum sjó fyrir framan nefið á ríkisstjórn,alþingi og viðkomandi yfirvöldum.Eru það ekki gjörspillt stjórnvöld,sem láta þetta viðgangast?


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar.Stefnt er að,unnið að,móta skal,áhersla lögð á.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru mörg áhugaverð mál,sem hún ætlar að láta til sín taka.Hins vegar finnst mér fjöldi mála hanga í lausu lofti vegna orðalags,sem ríkistjórnin getur auðveldlega skotið sér undan.

Þarna kemur m.a.fram eftirfarandi setning:"Stimpilgjald verði afnumið á kjörtímabilinu,þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa."En hvað,ef þær aðstæður skapast ekki,er ekki stimilgjaldið líka alfarið gjald sem rennur í ríkisstjóð?

Stefnt skal að því að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga segir einnig í yfirlýsingunni.Af hverju ekki að segja ákveðið , að skattar skulu lækkaðir á kjörtímabilinu.

Fjöldi greina í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar eru mótaðar af þessu þokukennda orðalagi,að stefnt sé að,unnið að,móta skal,áhersla lögð á o.fl.í þeim dúr.Persónulega er mér afar illa við svona vilja yfirlýsingar ,þó meiningin eða hugsunin ,sem að baki liggur  lýsi góðum ásetningi,er þetta opið í báða enda og auðvelt að smokra sér fram hjá slíkum yfirlýsingum.Vonandi fær þessi stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar skýrara tungutak þegar hún verður til umfjöllunar á alþingi.


Geir þorði ekki að rugga skútunni,aðeins ein breyting á ráðherralista flokksins.

Aðeins ein kona á ráðherralista Sjálfstæðisfl.Þorgerður Katrín Gunnarsd.Sturla lætur af ráðherraembætti,samgöngumálaráðhr.og Guðlaugur Þór kemur inn sem heilbrigðismálaráhr.Satt best að segja átti maður von á frekari breytingum. Geir hafði úr að velja hæfileikaríku,velmenntuðu fólki,sem hefði svo sannarlega sett nýjan og ferskan blæ á ríkisstjórnina og jafnframt skapað jöfnun kynjanna innan ríkisstjórarinnar.Þetta virkar á mig,að Samfylkingin verður að draga plóginn.

Ég er mjög ánægður með ráðherraval Samfylkingarinnar.Ingibjörg mun standa sig vel sem Utanríkisráðhr.eins og allt annað ,sem hún tekur sér fyrir hendur.Össur er fjölhæfur og dugmikill og mun skila  góðu starfi sem Iðnaðarmálaráðhr.Kristján Möller er forkur duglegur og fylginn sér og fékk Samgöngumálaráðurneytið og hentar  afar vel í það embætti.Jóhanna Sigurðardóttir á hreinlega heima í Félagsmálaráðuneytini,hún þekkir þar alla innviði ,er afburða dugleg, hefur ávallt jafnræði og réttlæti að leiðarljósi.Björgvin er ungur og fylginn sér og ætti að  skila góðum árangri sem Viðskiparáðherra.Þórunn Sveinbjarnard.þekkir afar vel til umhverfismála,er dugmikil og víðsýn kona.Þrjár konur og þrír karlar,fullkomið jafnræði kynjanna,glæsilegt hjá Samfylkingunni.

Nú bíður maður bara eftir stjórnarsáttmálanum á morgun.


Enn og aftur er sala á kvóta að leggja sjávarbyggðir í rúst.Samfylkingin verður að láta til sín taka í þessum málum.

Nú er það Flateyri,sem er að missa kvótann  að þessu sinni úr sínu byggðalagi.Hátt í helmingur atvinnubærra í manna í bænum missir atvinnu sína og enginn veit hvað við tekur.Á sama tíma verða húseignir óseljanlegar og enskis virði.

Mannlegar hörmungar vega sífellt að fólki,sem byggir atvinnu sína á fiskvinnslu.Framsal og leiga á fiskveiðiheimildum,sem alþingi samþykkti  1991 hefur leitt til þess eins og alþjóð veit,að flestar minni sjávarbyggðir hafa lent í miklum hremmingum.Að heimila sölu og leigu á  fiskinum,eru lög sem gengu gegn ákvæðum fyrri laga frá 1984 um ótvíræðan rétt þjóðarinnar á sameigin alls fisks innan fiskveiðilögsögunnar.Allt kjaftæði fyrrv.ríkisstjórnar ,að um nýtingarrétt fiskveiðihafa sé að ræða eru blekkingar,enda sjá það allir að meðhöndlun útgerðaraðila á öllum fiskveiðiheimilidum eru nýttar,sem um hreint eignarhald sé að ræða.

Samfylkingin getur ekki gengið til samstarfs við Sjálfstæðisfl.án þess að lögum um fiskveiðiheimildir verði breytt.Fyrsta aðgerð gæti verið að setja á byggðakvóta,sem væri óheimilt  að selja eða leigja út úr byggðalæginu.Ríkissjóður leggði byggðalögunum til fiskveiðiheimildir fyrir hæfilegt gjald,sem væri  að hluta til viðbót við heildarkvóta landsmanna í dag.Nýliðun í greininni væri hluti af þessum aðgerðum.Hér verður ekki greint frá þeim heildarbreytingum ,sem þarf að gera á þessu helsjúka kerfi,það tekur sennilega mörg ár.Við eigum að taka okkur til fyrirmyndar sjávarútvegsstefnu frænda okkar Færeyinga sóknarmarkið.


Þingvallastjórnin skal hún heita.Samfylkingin mun verða trú hugsjónum jafnaðarmanna.

Þingvallastjórnin mun verða full sköpuð innan þriggja daga,eru nýjustu innanveggja fréttir frá samningum flokkanna,sem ganga vel.Sú ríkisstjórn,sem nú kveður fær falleinkun á flestum sviðum efnahagsmála,verðbólgu,háa vexti með tilheyrandi verðbótum,útflutningsgreinar á heljarþröminni vegna sterkrar krónu,velferðakerfið með þúsundir sjúklinga á biðlistum, jafnréttismál í kyrrstöðu og kvótinn heldur áfram að rústa litlu sjávarbyggirnar.Það verður mikið verk að vinna að hreinsa upp eftir þessa ríkistjórn.Þar treystum við best Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur form.SF,hún sýndi hvað í henni bjó ,sem borgarstjóri Reykjavíkur í 12.ár.Vonandi hressist  Sjálfstæðisfl.að fá að njóta samstarfs við hugsjónaríka jafnaðarmenn. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband