Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íhaldið sendir Framsóknarfl. út í kuldann,allt traustið farið út í veður og vind.

Tólf feit ár Framsóknarfl.í faðmi íhaldsins er lokið.Þeir misstu 8.þingmenn í samstarfi við íhaldið frá 1995.Þeir ætluðu samt að sitja áfram í ráðherrastólunum,þó 5. þingm.færu nú fyrir borð þ.m.form.flokksins og ráðherra.Halda kjósendur Framsóknarfl.að þingmenn þeirra og ráðhr.hafi í þessu samstarfi verið eitthvað að hugsa um málefnalega stöðu flokksins.Nei svo sannarlega ekki,þeir hugsuðu bara um eigið skinn og budduna sína.

Hugstjónamönnum í stjórnmálum fer stöðugt fækkandi,stjórnarsáttmálar flokka er oftar en ekki innrömmun í orði en ekki á borði.Margsvikin kosningaloforð er það sem kjósendur verða vitni að við hverjar kosningar og menn verða undrandi ef einhver flokkur stendur við gefin loforð.Almenningur treystir afar illa stjórmálamönnum eins og skoðanakannanir hafa leitt í ljós,en lætur samt draga sig á kjörstað af einhverjum gömlum vana.

Nú fá Framsóknarmenn góðan tíma til að stoppa í götin og leita að nýjum formanni.Það virðist ekki henta Framsóknarfl.að vega salt á miðjunni.Þeir þurfa að endurnýja sín pólutísku markmið ,vera ekki með þennan hrærigraut til hægri og vinstri.


Karlinn síbrosandi með ruslatínuna og kerruna,heldur bænum hreinum.

Ég hef árum saman horft á grannvaxinn,síðhærðan og síbrosandi starfsmann í Garðabæ,sem er á ferðinni um allan bæ með ruslatínuna sína og litla handvagninn.Ég hef nokkrum sinnum talað við hann og síðast í dag.Það er hreinlega mannbætandi að tala við þennan heiðursmann,sem búinn er að gegna þessu starfi í 12.ár.Hann segist vera mjög ánægður með þetta starf,vera sjálfs síns húsbóndi,anda að sér fersku lofti og þekkja mikið af góðu fólki.

Ef maður gerir ekki of miklar kröfur í lífinu þá er maður alltaf sæll og kátur,sagði hann.Hvað finnst þér um allt þetta rusl,sem fólk er að kasta frá sér? Ég væri ekki hér Kristján,ef þessir sóðar væru ekki til.Þetta leiðir hvort af öðru tilveran er svo breytileg,sagði hann og hló.Þú veifar oft til vegfarenda þegar þeir fara fram hjá þér,af hverju gerir þú það,spurði ég.Hann svaraði að bragði,ég vil vera vingjarnlegur og kurteis við alla,svo er líka gott að þeir taki eftir hvað ég er að gera,þá vonandi fækkar eitthvað þeim sem kasta ruslinu.

Það er mannbætandi að tala við svona mann,lífsgleðin, jákvæðnin,tillitssemi og kurteisin eru hans leiðarvísar í lífinu.Hann brosir og veifar til vegfarenda  hvernig sem viðrar og heldur stöðugt áfram að tína upp ruslið,það er náttúran sem geldur sóðaskapar,við verðum að vera umhverfisvæn,erum við ekki öll orðin græn,sagði hann brosandi um leið og hann kvaddi mig.Ætli nokkur maður vinni betra starf fyrir bæinn sinn,en þess maður? 


Samfylkingin lítur á Sjálfstæðisfl.sem höfuðandstæðing sinn í stjórnmálum.

Framsóknarfl.fékk verstu kosningaúrslit  í 90 ára sögu sinni rúm 11%.Formaðurinn féll og einn ráðhr.flokksins einnig.Á Stór - Reykjavíkursvæðinu fékk flokkurinn aðeins einn þingmann.Góð kosningaúrslit Sjálfstæðisfl.leiddu hins vegar  til þess, að ríkisstjórnin hélt velli með 1.sæta þingmeirihluta.Framsóknarfl.er varla búinn að sleikja sárin,þegar hann lætur að því liggja, að hann vilji halda áfram samstarfi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisfl.Hefur flokkurinn enga sjálfsvirðingu fyrir sjáfum sér eða kjósendum.Þjóðin gat ekki sent flokknum skýrari skilaboð um að halda sig utan ríkisstjórnar.

Ég ætla ekki að koma fram með á þesssari stundu neinar ákveðnar tillögur um samsetningu næstu ríkisstjórnar.Eitt get ég þó sagt strax,að mér hugnast ekki samstarf Samfylkingarinnar við Sjálfstæðisfl.Það yrði til að sundra ágætu samstarfi stjórnarandstöðunnar.Íhaldið mun leggja áherslu á að ná samstarfi við SF eða VG til að splundra þeirra samstarfi eins og þeir hafa áður gert.Það getur reynst erfitt að koma saman sterkri stjórn.Við teflum Samfylkingunni í dag fram, sem aðalvalkost og mótvægi fyrir kjósendur gegn Sjálfstæðisfl.um forustuhlutverk í stjórmálum framtíðarinnar , og viljum ekki eiga neina aðild með þeim að ríkisstjórn .Stæðarmundur flokkanna í 2.síðustu alþingiskosningum hefur verið frá 4 - 10%,sem er minni munur en á breska Íhaldsfl. og Verkamannafl.Þeir flokkar  hafa farið með ríkisstjórn landsins til skiptis,þeir myndu aldrei fara saman í ríkisstjórn nema á ófriðartímum.

Sjálfstæðisfl.hefur látlaust allt s.l.kjörtímabil. verið með róg og níð um ISG ,af því hann lítur á Samfylkinguna vera sinn megin andstæðing.Við  jafnaðarmenn lýtum  hins vegar á Sjálfstæðisfl.  höfuðandstæðing okkar í stjórnmálum,enda eru stefnumál flokkanna grundvölluð, sem kunnugt er  á gjörólíkum lífsgildum,annarsvegar félagshyggju grundvallaða  á jafnarðarstefnu  og frjálshyggju kapitalisma íhaldsins.


Falli ríkisstjórnin,hlýtur stærsti stjórnarandstöðufl.að fá umboð til stjórnarmyndunar.

Samfylkingin á raunhæfa möguleika að fá umboð  forseta Íslands til stjórnarmyndunar falli ríkisstjórnin.Þjóðin  hefur þá kveðið upp sinn dóm og hafnað núverandi stjórnarflokkum.Á s.l.vetri var eins og kunnugt er gert samkomulag milli Samfylkingarinnar,VG og Frjálslyndra ,að fengu þeir meirihluta í kosningunum myndu þeir fyrst reyna stjónarmyndun.Það væri því eðlilegt,að forsetinn gæfi Samfylkingunni tækifæri á slíkri stjórnarmyndun.

Það er löngu tímabært,að Sjálfstæðisfl.fái hvíld frá stjórnarmyndun eftir samfelld 16. ár í ríkisstjórn og lengstan hluta s.l.aldar.Það er hollt fyrir lýðræðið,að breyta um stefnumál og hugsjónir í atvinnu - efnahags - félags -heilbrigðis og menntamálum.Það er komin ákveðin þreyta og framkvæmdaleysi í þessa ríkisstjórn.Nú þurfum við flokka sem standa m.a. vörð um lýðræðið,janfréttis - og umhverfismál og sýna sjálfstæði og ábyrgð á alþjóðavettvangi.

Hvert atkvæði,sem Samfylkingin fær, færir hún okkur nær því , að fá umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningar og fá þannig möguleika í stjórnarsáttmála við aðra flokka að koma okkar veigamestu málum á framfæri s.s.velferðarmálin o.fl.Jafnaðarmenn um land allt klárum dæmið , við erum komin í innsiglinguna , það eru bara sárafá áratök í lendingu.


Ógnvænlegt okur.Tólffaldur verðmisunur á Glucosamine (liðaktín)í Bandaríkjunum og Íslandi.

Ég tel rétt að vekja athygli á þessum mikla verðmismun á þessu lyfi.Í Bandaríkjum kosta 240 töflur af 1500 mg.Glucosamine 12 dollara í verslunum eða um 800 kr.en 60 töflur hérlendis 500 mg.2500 kr.eða tólffalt meira.Sé hins vegar reiknað út frá styrkleika lyfsins verður verðmismunurinn 36 faldur. Aðflutningsgjöld eru ekki með í þessum útreikningi,enda myndu þau litlu þar um breyta.Þetta lyf er aðalega notað vegna  hvers konar brjóskeyðingar og liðslita og er unnið úr skelfiski,sem kunnugt er.Þúsundir Íslendinga nota þetta lyf með mjög góðum árangri samkvæmt læknisráði.

Í útvarpinu í dag hlustaði ég á viðtalsþátt,þar sem frá því var skýrt,að almennum verslunum yrði eftirleiðis bannað að selja lyfið,einungis lyfjaverslunum og var talið að verðið myndi þá hækka til muna,þar sem lítil sem engin samkeppni er á milli þessa verslana.Hvar er nú frelsið og samkeppnisandinn.Þetta er náttúrlega ekkert annað en okur af verstu gerð.Verðmismunur á flestum lyfjum í Bandaríkjunum og Íslandi er frá 6-12 faldur.

Enn og aftur verður maður vitni af  grímulausri auðhyggju og græðgi,sem engin bönd halda.Maður veltir fyrir sér hvort engin siðferðis - eða samkennd sé til á þessum vettvangi.Mest af þessu lyfi er notað af eldra fólki,þar sem margur hver hefur mjög takmörkuð peningaráð.


Fiskveiðistefnan hefur leitt til alvarlegra afbrota sjómanna og útgerðarmanna.

Þetta var niðurstaða Kompás þáttar um fiskstjórnunarkerfið,eftir að hafa rætt við tugi sjómanna um hvaða aðferðum er beitt við að brjóta reglur og lög þar að lútandi.Nú eru liðin 23. ár  síðan kvótakerfið svonefnda  var tekið í notkun við stjórnun fiskveiða innan fiskveiðilögsögunnar.Þetta kerfi átti að vernda fiskistofna og byggja þá upp,en hvorugt hefur gengið eftir eins og kunnugt er.Þess í stað hefur myndast í kringum þetta fiskveiðikerfi ein alls herjar óreiða,misferli og alvarleg afbrot eftir að lögunum var breytt 1991, er kvótinn var framseljanlegur og leigður.Allir vita þetta í öllum sjávarbyggðum umhverfis landið,að fiski er hent í hafið í tugþúsund tonna vís,aðeins komið með verðmesta fiskinn að landi,fiski landað fram hjá vigt í miklu mangi,hluti af lönduðum afla gefið upp sem ís og rangar fisktegundir gefnar upp m.a. á þann hátt að láta efst í fiskkerin þá fisktegund , sem gefin er upp við vigtun,t.d.verðminni fisk eins og ufsa yfir þorsk.Þá mun vera einhver misbrestur á magntölum  fiskútflutnings í gámum.Vitað er að þessi lögbrot varða tugum miljarða  ári,en ríkisstjórnarfl.vilja engu breyta

Hagsmunir sjómanna og útgerðarmanna fara saman í  þessum lögbrotum,báðir aðilar hagnast vel og enginn vill opinbera þessa verknaði.Stærstu kvótaeigendur þjóðarinnar,sem hafa mótað þetta kerfi með Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.sem standa vörð um óbreytt fiskveiðikerfi.Ég hef rætt við fjölda sjómanna,sem hafa allir verið viðriðnir  framangreind lögbrot í þessum efnum,en vilja náttúrlega ekki viðurkenna brotin opinberlega,enda fengju þeir þá þunga dóma fyrir verknaðinn.Brýn nauðsyn er á að rannsaka þessi mál til hlýtar,þar sem jafn ríkir þjóðarhagsmunir eru í veði.Þá þyrftu dómsyfirvöld að sjá til þess,að þolendur þessa kerfis fengju ekki refsingu fyrir að skýra rétt frá staðreyndum.Það verður að leiða fram með framburði þessa aðila alla þætti þessa rangláta og forheimskulega kerfis.

Færeyingar reyndu þetta kvótakerfi fyrir nokkrum árum í stuttan tíma,þeir töldu það óhæft með öllu og hættu við það.Töldu innbyggt í kerfið miklar freistingar til lögbrota og  vildu ekki gera sína sjómenn og útgerðarmenn að glæpamönnum,eins og þeir orðuðu það.Þeir töldu  íslenska kvótakerfið ekki vernda fiskistofna,heldur þveröfugt ganga á þá.

Kompás hefur enn og aftur sýnt lofsvert framtak að upplýsa glæpamál og nú í fiskveiðikerfinu.


Jón Ásgeir dæmdur fyrir 1. ákærulið af 58. Dómar í Baugsmálinu vega jafn þungt í réttarkerfinu og hnupl í verslunum.

Baugsmálið var alltaf kynnt , sem stærsta  og umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar.Það sem vakti mest athygli við upphaf málsins voru bein tengsl fyrrv.forsætisráðhr.Davíð Oddssonar og hans nánustu vina og áhrifamanna í Sjálfstæðisfl..Aldrei hafði upphaf sakamáls áður verið jafn tengd pólutískum aðgerðum og áhrifum og Baugsmálið.Sú réttarfarlega hörmungarsaga er löngu landskunn og verður ekki rakin hér,enda þjóðin haft þetta mál fyrir augunum í tæp 5 ár.

Stærstum hluta málsins hefur á þessum árum verið ítrekað vísað frá´Héraðsdómi og Hæstarétti,en sífellt skotið aftur í inn í dómskerfið ,án þess að sýnileg ný gögn hafi komið fram í málinu,sem gætu nokkru breytt um niðurstöðu þess.Alls var ákært í 58 ákæruliðum gegn Jóni Ásgeir,en aðeins dæmur fyrir einn ákærulið.Þessi langvinnu réttarhöld hafa reynt mjög mikið á þær fjölskyldur,sem rannsókninni var beint gegn,einnig bendir margt til þess,að þær hafi  orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni.

Nú er loks búið að kveða upp dóm í Héraðsdómi yfir Jóni Ásgeir og Tryggva. Jón hlaut 3.mán.skiloðrsbundinn dóm,en Tryggvi 9 mán.einnig skiloðrsbundinn dóm.Hvernig var hægt að halda úti samfelldri rannsókn og dómsmeðferð í málinu,ef sakarefni málsins var svo illa skilgreind og  nauðaómerkilegt,að þau réttlættu aðeins dóm ,sem svarar til minni háttar búðarhnupls.Svo virðist sem öll þessi atlaga gegn Jóni Ásgeir og föður hans hafi verið gerð til þessa brjóta Baugsveldið á bak aftur.Þeir menn sem koma við sögu málsins strax á frumstigi þess,Davíð Oddson þáv.forsætisráðhr.Styrmir Gunnarsson ritstj.,Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.og fyrv. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson.Allt eru þetta þungaviktarmenn flokksins með víðtæk sambönd í þjóðfélaginu.

 Baugs menn hafa þegar tilkynnt ,að þeir skjóti málinu til Hæstaréttar.Þessi málsmeðferð öll er einstök í ísl.réttarkerfinu,þar sem pólutíks spilling virðist kruma innan réttarkerfisins.Þá eykur það ekki traust manna , hvernig starfsráðningum er háttað innan þessa stofnana.

Ekki liggur ennþá fyrir hver heildarkosnaður málsins verður,bæði er tekur til verjenda sakborninga og kosnað ríkislögreglustj.embættisins,en ætla má að það verði á annað hundrað miljónir.Treystir dómsmálaráðhr.og ríkislögreglustj. sér að bera fjárhagslega ábyrgð á þessu máli.

Í kvöldafréttum skýrði Jón Gerald frá því  að forsvarsmenn KB banka og Glitnis,hefði boðið sér við upphaf málsins miljónir dollara ef hann drægi kæru sína til baka.Hann nafngreindi þess menn,en getur ekki sannað þessi ummæli þeirra.Jón gæti lent í slæmum skaðabótamálum,hann ætti nú að nema staðar.


Sífelld lýgi ríkisstjórnarinnar glymur í eyrum þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin heldur því stöðugt fram,að lískjör séu að batna hér á landi.Á sama tíma fjölgar stöðugt þeim fjölskyldum,sem leita framfærsluaðstoðar.Fátækt eins og hún er skilgreind  hér á landi hefur aukist stöðugt frá frá l998,þegar hún var 13 ,6%,en er nú um 30%,hefur rúmlega tvöfaldast.Þá  er um 30% öryrkja og ellilífeyrisþega undir fátækramörkum og 32% einstæðra foreldra einnig.Sé miðað við hin Norðurlöndin erum við með 2 - 3 sinnum meiri fátækt en hjá umræddum aðilum hérlendis.

Þessar niðurstöður afhjúpa lýgi ríkisstjórnarinnar um kaupmáttaraukningu þessa lálauna fólks.Þeir virðast trúa því , að stöðug og sífelld ósannyndi geti  orðið í hugum fólks að sannleika.Treysta á vanþekkingu kjósenda og beita sömu aðferðum og þekkt eru í alræmdum einræðisríkum,að endurtaka lýgina með upplognum tölum,sem verða til innan þeirra eigin stofnana.

Á þessu verða kjósendur að vara sig og byggja sína þekkingu á áreiðanlegum hagtölum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands ,ASÍ,Hagstofunnar.o.fl.aðila. 


Þeir sem loka fyrir blogg annara á heimasíðu sína,eiga ekki heima á blog.is

Bloggið byggist á því að hafa gagnkvæm skoðanaskipti með innkomu á heimasíðu hvors annars.Þetta er mjög áhugavert form og gefur notendum áhugaverð og slemmtileg tækifæri til skoðanaskipta.Í gegnum bloggið getur maður orðið sér úti um alls konar þekkingu og kynnst skoðunum fjölda manna.Það er gaman að fá sterk viðbrögð við sínum skrifum,hvort heldur menn gefa manni á snúðinn, klappa manni og allt þar á milli.

Ég hef verið skamman tíma með mína heimasíðu og haft af því gagn og gaman.Einn er þó sá þrándur í götu við bloggið,að nokkrir aðalega stjórnmálamenn t.d. ráðhr.Björn Bjarnason og Einar K.Guðfinnsson svo og Björn Ingi Hrafnsson o.fl.loka sínu bloggi fyrir innkomu annara.Þetta virkar á mig eins og þetta fólk vilji komast hjá  gangrýni annara bloggara inn á sína heimasíðu.Þetta sama fólk er duglegt og oft óvægið í gagnrýni sinni á aðra,en lokar strax á eftir sér og þorir ekki að koma til dyra.Svona fólk á náttúrlega ekkert erindi inn í bloggheima,það ætti að halda sér frekar við dagblöðin.Ég er steinhættur að lesa heimasíður þessa fólks og hef því m.a.misst af framhaldssögum Björns Bjarnasonar og veit því ekkert um heilsufar hans lengur.

Gaman að heyra álit annara á þessum málum.


Íslenska þjóðin losni úr fjötrum ríkisstjórnar ranglætis og óstjórnar vegna brota á almennum mannréttindum.

Í komandi kosningum gefst kjósendum tækifæri að losna undan auðhyggju íhalds og framsóknar,þar sem hagsmunir þeirra ríku búa við allt annað lagaumhverfi,en almenningur í landinu..Þetta óréttlæti kemur glökkt fram í álagninu skatta.Meðan almennur skattgreiðandi greiðir tæp 36 % í tekjuskatt og útsvar,greiða hinir hálaunuðu fjársýslumenn aðeins 10% fjármagnstekjuskatt,en ekkert útsvar.Hvernig getur svona óréttlæti og brot á almennum mannréttindum náð að rótfesta sig í samfélaginu,án þess að þjóðin fari í almennar mótmælaaðgerðir t.d.leggi almennt niður vinnu í nokkra daga og safnist saman á götum og torgum í friðsemd með afdráttarlausar og skýrar kröfur um réttmæta breytingu.Vitanlega eiga stéttarfélögin að leiða svona baráttu.

Þeir sem engin útsvör greiða til síns bæjarfélags eins og umræddir fjársýslumenn,eiga náttúrlega ekki rétt á neinni þjónustu frá sínu bæjarfélagi.Þetta tekur m.a.til umönnunar barna á leikskólum og annan kosnað vegna ungmenna í íþróttum og listum, sorphreinsun o.fl.Bæjarfélögin eiga að krefjast greiðslu frá þessum útsvarslausu aðilum fyrir öllum framlögðum kosnaði vegna þeirra,því vitanlega verða öll ungmenni að sitja við sama borð.Svo er náttúrlega ríkissjóður að tapa miljörðum árlega vegna þessa óréttlætis.

Framsókn og íhaldið settu lög um stjórnun fiskveiða fyrir rúmum 20.árum.Eins og kunnugt er var fiskurinn samk.þessum lögum sameign þjóðarinnar.1991 var lögunum breytt eins og kunnugt er og framsal og leiga á fiski heimiluð.Það með missti þjóðin sameign sína aðalega til nokkra stórra veiðihafa,sem hafa síðan ráskast með fiskveiðar að eigin vild og selt andvirði hans í verðbéfum fyrir tugi miljarða.

Þessari ríkisstjórn hefur tekist að skipta þjóðinni í nánast tvær aðskildar efnahagslegar einingar,hinna  ríku valdsterku sérhagsmuna manna.sem ríkisstjórnin verndar  og hinna sem eiga að geta lifað við önnur og lakari lífskjör.Við eigum og getum ekki búið við svona stjórnarfar,látum ríkisstjórina gjalda sinna verka.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband