Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er mikil lyfjaneysla einhver mælikvarði á heilsufar þjóðarinnar?

Í einhverri könnum fyrir nokkrum árum um hvaða þjóðir nytu mestrar hamingju,var Ísland í fyrsta sæti.Nokkru seinna var önnur alþjóðleg könnun um notkun ákveðinna lyjaflokka.Þar reyndust Ísl.neyta meira af róandi - og svefnlyfjum og alls konar geð - og þunglyndislyfjum en aðrar þjóðir.Ég gat ekki áttað mig á hvernig þessu væri varið,að hamingjan kallaði á svona mikla notkun lyfja í þessum lyfjaflokkum.

Ég hef oft rætt þetta við lækna sem ég þekki,en þeir hafa ekki haft nein tiltæk svör.Eina ástæðu hef ég þó heyrt,að fólk hafi greiðari aðgang að læknum hér vegna fámennis okkar.Ég hef ekki heyrt um hvort landlæknir hafi reglubundið eftirlit með ávísun lækna á þessa lyfjaflokka.Hins vegar hafi embættið eitthvað eftirlit með ávísun á ávanabindandi læknislyf.

Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er sú , að fjöldi lyfjategunda slæfir mjög hæfileika fólks við akstur og er í reynd lítt betra en akstur undir áhrifum áfengis.Sama gildir að sjálfsögðu um alls konar tegundir fíkniefna.Þó svo að skriflegar aðvaranir  fylgi sumum lyfjum,að aka ekki undir áhrifum þeirra,þá hef ég ástæðu til að ætla að slíkum aðvörunum sé lítið sinnt.Mér finnst vanta stórlega þegar verið er að ræða um umferðarmál að taka þessi áhættusömu lyf i fyrir og fá til þess hæfa lækna.Það er líka athyglisvert hvað það er arðvænlegt að reka lyfjaverslanir á Íslandi.

 


Ríkisstjórnin játar sök sína um vanrægslu á kjarabótum til aldraðra og öryrkja með nýjum kosningaloforðum.

Loforð ríkisstjórnarinnar nú um ýmsar kjarabætur til lífeyrisþega og öryrkja eftir 12 ára setu í ríkisstjórn,  er augljós viðurkenning þeirra á langvinnri vanrægslu á málefnum þeirra,bæði er tekur lífeyris og hjúkrunarheimila o.fl.Þessi  framkoma ríkisstjórnarinnar sýnir mikla lítilsvirðingu í garð hinna öldruðu,sem öðrum fremur ætti að sína fyllstu virðingu eftir að hafa skilað sínu lífsstarfi fyrir land og þjóð öllum til heilla.

Eins og kunnugt er var Framkvæmdasjóður aldraðra stofnaður til að standa fyrir uppbyggingu hjúkrunaheimila.Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstökum skatti,sem lagður er á almenning.Ríkisstjórnin hefur misnotað þennan sjóð með því að veita fé úr honum í ýms önnur óskyld störf.Hér er verið að ganga á rétt aldraðra með ólögmætum hætti.

Önnur bein atlaga og sú alvarlegasta að kjörum eldri borgara er að skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu.Hún hefur lengst af verið í stjórnartíð ríkisstjórnarinnar milli 60 og 70 þús.kr.en er nú 90 þús.Ætti hins vegar að vera 139 þús.kr.Þessi aðför  ríkisstjórnarinnar að kjörum aldraðra og öryrkja heitir stjórnsýslu upptaka á fjármunum þeirra.Bak við þennan gjörning liggur ótrúlegur ódrengskapur, siðleysi og virðingarleys.Þegar menn njóta ekki lögmætrar kaupmáttaraukningar,sem verður í þjóðfélaginu hvað heitir það á mannamáli annað en svik og dæmalaus vanvirðing.

Samfylkingin vill að aldraðir og öryrkjar hafi lífeyrir,sem dugar vel fyrir framfærslu og lífeyrir fylgi launavístölu.Sé miðað við  framfærslukosnað lífeyrisþega  eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Samfylkingin leggur til að greiðslur úr lífeyrissjóðum beri 10% skatt í stað 35.72% sem nú er.Hjúkrunarvandinn er mikill,byggja þarf um 400 hjúkrunarrými og auka heimahjúkrun.Hér hef ég nefnt aðeins nokkur af þeim helstu baráttumálum Samfylkingarinnar,sem hún stendur fyrir í þágu aldraðra.


Raflínustaurar eyða öllum gróðri á stórum svæðum í nánasta umhverfi þeirra.

Fram kom hjá fréttamanni á stöð 2 í kvöldfréttum,að  á raflínustaurum byggðalínu til álversins í Straumsvík væri  algjör gróðureyðing við hvern staur ,sem næmi um 2000 ferm.Mosi og trjágróður virtist af myndum að dæma vera nánast svartur.Hér er um að ræða stórmál,sem verður að rannsaka nú þegar.Hvernig stendur á því að þessi mál hafa ekki verið upplýst fyrr,því svona eyðing hlýtur að eiga langan aðdraganda og verið línumönnum löngu kunn?Hverju er verið að leyna þjóðinni í þessum efnum? Þessir staurar falla mjög illa að landslaginu ,eru mesta  sjónmengun  í náttúru Íslands.Ofan á það bætast nú hugsanlega gífurleg landeyðing víðsvegar um landið.Þá er enn eftir að rannsaka alvarlega heilsuskaða af raflínum,sem eru í nálegð íbúðahúsa og við útivistarsvæði.Áhugavert væri að fá óvilhallan aðila til að reikna út hvað raflínulagnir í jörðu sé mikill hluti af heildarkosnaði af byggingu álverksmiðju og  virkjana.Verð til stóryðju í framtíðinni á að miðast við,að raflínulagnir séu í jörðu.Sú gamla kenning að jarðlagnir línu kosti  tífalt meira en loftlagnir þarf að endurskoða af óvilhöllum sérfræðingum. 

Ég treysti fréttamönnum á stöð 2 að að fylgja þessu máli vel eftir,þeir eiga heiður skilið fyrir að upplýsa þjónina um mörg hneyglismál,sem kunnugt er.

 


Framsóknarfylgið á fullri ferð milli Sjálfstæðisfl.og Vinstri Grænna.

Það virðist nokkuð ljóst,að um helmingur af fylgi Framsóknarfl.er enn á flökti milli VG og íhaldsins.Þetta má merkja greinilega á niðurstöðum úr  nýjustu skoðanakönnunum.Yfirlýsingar Framsóknarm.um áframhaldandi samstarf við íhaldið eftir kosningar ef þeir fá nægan meirihluta,ýtir undir enn frekara fylgistap þeirra til íhaldsins.Reynslan af löngu samstarfi smáflokka við stóra öfluga flokka er yfirleitt á einn veg,sá litli verður enn minni og getur hreinlega liðið undir lok.Samstarf Alþýðufl.í Viðreisnarstjórnni við íhaldið á sínum tíma staðfesti þessa þróun.Hún leiddi líka til mikilla átaka og klofnings innan Alþýðufl.eins og kunnugt er.

Það er áhugavert að skoða þessa þróun með Framsóknarfl.sem kennir sig við miðjuna á vettvangi stjórnmálanna,að hann skuli vera eins og teygjuband milli þeirra ,sem eru lengst til vinstri og hægri.Þessu veldur sennilega stefnuleysi flokksins í þjóðmálum almennt,sem hefur látið íhaldið teyma sig samfellt í 12 ár.Sjálfstæðismenn hafa sýnt verulega stjórnkænsku í þessu stjórnarsamstarfi við Framsóknarfl.að  beita ráðherrum Framsóknarflokksins fyrir sig í óvinsælum málum,en ráða bak við tjöldin framvindu mála.Þarna kemur m.a.fram hinn mikli stærðarmunur og valdsvið flokkana,þar sem sá litli verður að láta undan.Írak málið var dæmigert í þessum efnum,þar lét Halldór Davíð ráða ferðinni.Fylgistap Samfylkingarinnar til VG virðist hafa orðið vegna forustu þeirra í náttúruverndar - og umhverfismálum um nokkurt skeið.Fagra Ísland stefna Samfylkingarinnar á þessum vettvangi kom of seint,en mun þó fá fylgið að mestu  til baka frá VG.


Kraftmikill og glæsilegur landsfundur Samfylkingar.

Það ríkti mikil bjartsýni 1500 flokksfulltrúa á Landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll í dag.Ræða formannsins Ingibjörgu Sólrúnar var vel grundvölluð og hún skilgreindi einkar vel markverðustu þætti ísl.stjórnmála.Það er gaman og áhugavert að hlusta á hana,orðaval hnitmiðað,skýrt og afdráttarlaust.Það beinlínis geislaði af henni,formaðurinn okkar sýndi þá stjórnmálahæfileika,sem við jafnaðarmenn erum stoltir af.Hún lét ekki slæmar kosnignaspár slá sig út af laginu,hennar leið að markinu er skýr og við munum öll fylkja okkur þétt að baki hennar.

Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt hana fyrir óskýr stefnumarkmið.Það sem rétt er í þeim efnum er ,að betur hefði mátt standa að koma markmiðum flokksins til kjósenda.Nú er búið að bæta vel úr þessu,þar sem sérstök fræðslurit hafa verið gefin út um öll veigamestu þjóðmálin frá náttúru - og umhverfismálum ( Fagra Ísland ),aðgerðaáætlunum í málefnum barna (Unga Island )og fjölskyldan, nýtt jafnvægi í efnahagsmálum,kynjajafnrétti,kvenfrelsi,mannréttindi í verki.Þá er heilbrigðisþjónustunni gerð góð skil og endurreisn velferðarkerfisins.menntun og menning.Nú finnur maður strauma okkar jafnaðarmanna fara um landið,þjóðin er búin að fá meira en nóg af óstjórn og auðhyggju íhalds og Framsóknar.Þjóðin má ekki bregða fæti fyrir svo eindregna hugsjónastefnu Samfylkingarinnar,sem fyrst og síðast grundvallast á jafnrétti og bræðralagi.


Sjálfstæðisfl.og VG vilja koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB.Vantraust á þjóðina.

Í umræðum stjórnmálafl.um utanríkismál á Selfossi í kvöld ,kom eins og oft áður skýrt fram,að VG og íhaldið vilja koma í veg fyrir,að Ísl.sæki um aðild að ESB.Af hverju þora þessir flokkar ekki,að vel skilgreindar niðurstöður þjóðarinnar fyrir inngöngu í bandalagið verði lagðar til samþykktar eða höfnunar af þjóðinni.Það er löngu þekkt, að íhaldið sé mótfallið þjóðaratkvæðagreiðslum,en afstaða VG hefur ekki verið með þeim hætti.Við verðum að sækja um inngöngu í ESB ,til að fá fram formlegar viðræður.Í dag koma ýms  efnahagsmál þjóðarinnar í veg fyrir slíkar umræður s.s.verðbólga,vextir o.fl.Það getur því tekið nokkur ár,að við uppfyllum kröfur um inngöngu ESB.

Fátt fer meira í taugarnar á mér þegar andstæðingar ,að inngöngu í bandalagið gefa sér fyrirfram niðurstöður úr slíkum viðræðum.Hér er um að ræða marga málaflokka,en í hugum okkar Ísl.eru hinar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar til lands og sjávar það sem mestu varðar.Það eru allir flokkar sammála um að við deilum ALDREI sameignum þjóðarinnar með ESB.Við ættum að skoða vel sameiginlega hagsmuni okkar og Norðmanna í fiskveiðimálum gagnvart bandalaginu.ESB verður að tryggja sínum ríkjum nægan fisk um ókomin ár og við ásamt Norðmönnum þurfum á þeirra mörkuðum að halda. Hér gætu því orðið gagnkvæmir samningar um, að við réðum áfram yfir okkar fiskiveiðilögsögu gegn sölu fiskafurða til ESB.Rómarsamningurinn er ekki óbreytanlegur varðandi fiskveiðiheimildir,það hefur þegar sýnt sig.Aðalmálið er,  að fram fari viðræður,svo við vitum nákvæmlega hver staða okkar er.Við erum flest sammála um , að krónan  veldur okkur þegar miklum viðskiptalegum skaða og óvissu og við því verðum  að bregðast fyrr en seinna.Ef við náum ekki viðunandi samningum við ESB þurfum við að sjálfsögðu að kanna aðrar lausnir. 

Að gefnu tilefni vil ég lokum  benda Frjálslyndafl.á,að samningar okkar í gegnum EFTA samninginn  við ESB hljóðar upp á gagnkvæmt  frjálst flæði fólks milli allra viðkomandi landa .Ef við ætlum að fá einhverju breytt í þeim efnum verður það að gerast  með lögformlegum hætti milli framangreindra aðila.


Sviku meira en helming kosningaloforða og stefnumála fyrir kosningarnar 2003.

Teknir hafa verið saman listar yfir ályktanir Framsóknarfl.og Sjálfstæðisfl.fyrir kosningarnar 2003.Blaðamennirnir Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson kynntu sér athyglisverðustu kosningaloforð flokkanna og hafa lagt hlutlaust mat á við hvað var staðið af þessum ályktunum flokkanna og hvað ekki. Tekin voru til miðviðunar 20 veigamestu kosningaloforð hvers flokks um sig.Niður stöður voru þessar:Sjálfstæðisfl.hafði staðið við 7 ályktanir,13 svikin.Framsóknarflokkurinn hafði staðið sig nokkuð betur, staðið við 10 ályktanir, en svikið 10.

Það er engin furða þó aðeins 27% þjóðarinnar treysti löggjafarvaldinu, þegar fyrir hverjar kosningar eru búnir til langir loforðalistar um úrbætur á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins,sem jafnharðan eru sviknir.Ríkisstjórnin ætlar sér sýnilega að slá út öll fyrri kosningaloforð fyrir komandi kosningar,enda slá þau hátt í 100 miljarða þakið.Þjóðin á að vita af fenginni reynslu,að þetta eru hreinar blekkingar og taka ekkert mark á þeim.

Á þessum svikna loforðalista er fjöldi stórmála,sem varða þjóðina miklu.Má þar m.a.nefna:Ákvæði verði sett í stjórnarskrá  um að fiskistofnarnir við landið séu sameign þjóðarinnar.Sjúkratryggingar taki sambærilegan þátt í kosnaði vegna tannviðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu.Almennra verðtryggingu lána til skemmri tíma en 20 ára.Lokið verði við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.Fallið verði frá kröfum um ábyrgð þriðja á láni frá LÍN.Lögð áhersla á að lækka stórlega fasteignagjöld á eldri borgara.Skylduáskrif af fjölmiðlum verði afnumin  nú þegar.Að stimilgjöld af  verðbréfum verði afnumin.Afnán tekjutengingar í námlánakerfinu svo námsmönnum sé ekki refsað fyrir vinnu.Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu óviðunandi og engin á að þurfa að bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Hér eru aðeins nokkur dæmi tilgreind fyrir síðustu kosningar  af þessum makalausu loforðasvikalistum ríkisstjórnarfl.

Enn og aftur spyr maður sjálfan sig,hvort engar staðreyndir um sífelld loforðasvik þessa flokka dugi til að sýna þjóðinni fram á hversu óhæf og úrræðalaus þessi ríkisstjórn er.Kjósendur verða að kynna sér þessi mál,við getum og meigum ekki láta þessa flokka halda meirihluta í komandi kosningum.Sýnum að lýðræðið geti velt auðhyggju og græðgi úr valdastólunum.


Golfvöllurinn,gæsirnar og hundurinn.

Ég var ásamt félögum á golfvellinum í Garðabæ.Á vellinum voru margir hópar af gæsum víðsvegar um völlinn eins og venjulega .Það hefur alltaf verið mikill ágangur af gæsum á þessum velli við litla hrifningu golfaranna,þær fara illa með gróður á  fínslegnum brautum og flötum yfir sumartímann.Þær skilja eftir sig mikinn skít,það er ótrúlegt magn,sem hver gæs lætur eftir sig.Reynt hefur verið að fæla þær í burtu með hvellháum púðurskotum,en þær skildu strax að þeim var enginn hætta búin af þeim og færðu sig bara milli brauta.Mér þykir vænt um alla fugla nema veiðibjöllur,sem tína upp litlu mófuglaungana á golfbrautunum okkar.Þetta hefur mikið ágerst síðan þær áttu ekki greiðan aðgang að fiskúrgangi.

Í dag barst okkur góður liðsauki.Skyndilega birtist með ógnarhraða einhver stór mjósleginn hundur og fór að reka gæsahópana af vellinum.Önnur eins tilþrif mun manni seint úr mynni liða.Hundurinn var einn á ferð,mjög skipulagður í sinni eftirför með gæsunum.Hann tók hvern hóp fyrir sig og hætti ekki fyrr,en hann hafði hrakið þær allar burt af vellinum.Hundurinn sýndi ótrúlega þoinmæði,því gæsirnar flugu sífellt á milli brauta og ætluðu sýnilega að halda sínum hlut á vellinum.Úthaldið og hraðinn á þessum hundi  var með ólíkindum,eltingaleikurinn við gæsirnar stóð yfir í um 20 mínútur.Hundurinn var í orðsins fyllstu merkingu þindarlaus,hann slakaði aldrei á.Við reyndum að stöðva hundinn,heldum að hann myndi hreinlega sprengja sig,en hann virti okkur ekki viðlits.Þessi stórkostlegi hlaupagarpur,fór með sama hraða út af vellinum eins og hann kom.Engin gæs kom á völlinn,sem eftir lifði dags.Við hefðum svo sannarleg áhuga á að ráða hundinn til gæsagæslu á vellinum,en við vitum ekki hver á hann.


5 % vextir og 3 % verðtrygging fjórfalda húsnæðislán og þú verður "EIGN"bankanna.

Vil vísa á ágæta grein  Þorbjörgu Ingu Þorsteinsd.hjúkrunarfræðings um þessi mál í Morgunbl. í dag.Þar koma eftirtaldar upplýsingar fram,sem ég hef einnig fengið staðfestar hjá bönkum: Takir þú l5.milj.kr.lán til 40. ára á 5% vöxtum og 3% verðbólga reiknuð inn í lánið verður endurgreiðslan af láninu 66 milj.kr.Hvað myndi kosta að greiða af sömu lánsupphæð l5.milj.kr. til 40.ára í ESB löndum?Þar greiðir þú alls 24.milj.kr.eða 42 milj.kr.minna á lánstímabilinu en hérlendis.Hér í þessu dæmi er ég þó að miða við tvöfalt minni verðbólgu,en við höfum búið við s.l. þrú þ.e.yfir 6 %.Þá myndi þessar 66.milj.kr.á 40 árum rúmlega tvöfaldast og verða rúmar  137  milj.kr. og þannig nífalda stofnlánið.

Það má því færa góð rök fyrir því,að þeir sem taka sér íbúðalán  á svona lánakjörum verði eign bankanna fastir í vítahring,sem þeir komast ekki út úr.Af hverju haldið þið að íslensk heimili sé þau skuldsettustu  á heimsvísu?Það gera okurlánin og verðtygginga brjálæðið.Þetta er langstærstu og veigamestu málin,sem almenningur í þessu landi þarf að kljást við.Þau liggja ennþá óbætt hjá garði,við verðum að eyða æfitekjunum að berjast við að borga af þessum lánum.

Hin lánlausa ríkisstjórn er skítsama og gerir ekkert til að afnema verðtryggingu lána og bankarnir standa saman sem órjúfanleg heild að viðhalda okurvöxtum. Stjórnarandstaðan  ætti að setja þessi mál í öndvegi fram að kosningum,þau varða mest og er langstærsti þáttur í fjármálum ungs fólks í landinu. Húsnæðislán og umhverfismál eiga að  sitja í fyrirrúmi alþingiskosninganna.


Sjálfsvíg af völdum lyfja.Eru ekki öll mannslíf jafn verðmæt?

Öll slys eða sjálfsvíg ættu að vera a.m.k.einu sinni á ári birt opinberlega.Það þykir sjálfsagt að halda nákvæmar skrár yfir öll umferðaslys hér á landi.Það sama ætti að gera reglulega varðandi sjálfsvíg af völdum læknislyfja.Eins og kunnugt er, eru m.a.stórir skammtar af svefnlyfjum  oft notuð við sjálfsvíg.Þá eru einnig vel þekkt fjöldi dauðsfalla af völdum ofnotkunar hinna ýmsu efna,sem koma undir flokkun ávana - og fíkniefna.

Það á ekki að hvíla nein leynd yfir sjálfsvígum af völdum læknislyfja.Það á ekki heldur að leyna því hversu margir læknar fá áminningu árlega fyrir brot á reglum um ávísun lyfja eða missa læknisleyfi tímabundið  eða alfarið af þeim sökum.Þá sé haft strangt eftirlit, hvort  hugsanlega læknar fái greitt með einum eða öðrum hætti  frá lyfjaversunum og heildsölum vegna "viðskiptalegra "samskipta  þeirra í millum.

Yfir öllum þessum málum  hvílir óþarfa leynd,sem skapar bara tortryggni í garð þeirra sem hlut eiga að máli,enginn er fullkominn.Fyrir allmörgum árum upplýsti ég ,að dauðaslys af völdum læknislyfja væru fleiri á ári,en dauðaslys í umferðinni.Taldi ég þá og reyndar enn, engu minni þörf á að kanna orsakir lyfjaslysa en umferðaslysa,í báðum tilvikum er um mannslíf að ræða og þau jafn verðmæt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband