Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ný tekjulind fjármálaráðhr.Tekjur af vændi bera virðisaukaskatt.
24.3.2007 | 23:40
Nú munu þegar 1-2 aðilar hafa sótt um virðaukaskattnr.vegna væntanlegs vændisrekstur.Hingað eru þegar komnar 30-40 konur frá A-Evrópuríkum til að sinna þessum viðskiptum á vegum ísl.fyrirtækja.Reyndar eru þessar starfsstúlkur til bráðabyrgða nefndar listakonur meðan verið er að ganga formlega frá starfsheitum þeirra hjá útlendingaeftirlitinu.
Fjármálaráðhr.og ríkisstjórnin,sem hálfsofandi samþykktu þessi lög síðasta dag þingsins ættu að skammast sín og aðrir þeir sem léðu þessu máli liðsinni.Höfum við ekki næg vandamál fyrir,nú bætist við fíkniefnavætt vændi,sem fylgir mannsal og þrælahald .Við verðum hér með nokkur vændisútibú,sem verða rekin af ísl.leppum rússnesku mafíunnar eins og víðast í Evrópu.Ég get upplýst þá sem ekki vita,að langflestar vændiskonur fá stærstan hluta af sínum greiðslum í hörðum fíkniefnum eins og kókain og heroin.
Við höfum að mestu verið lausir við heroinneyslu hérlendis,en með tilkomu reksturs vændishúsa mun heroinneysla verða hér að veruleika. Á fíkniefnum grundvallast stjórn og rekstur vændishúsa .Ég kynnti mér þessi mál á sínum tíma þegar ég var löggæslumaður bæði í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópuríkjum og hef skrifað fjölda greina um fíkniefnamál. Það verða kannski ekki eins miklar tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti v/vændisreksturs og þeir hafa vænst af samþykkt þessa laga.
Ennþá fáum við staðfestingu á því hvað auðhyggjan og græðgin geta komið til leiðar.Hvenær verða kjósendur búnir að fá nóg af þessari óheilla og heimsku ríkisstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.3.2007 kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ljúgðu sannfærandi og samfellt nógu lengi og oft,þá getur lýgin fundið sér varanlegt athvarf.
20.3.2007 | 18:33
Áróðursmeistarar einkanlega einræðisríkja hafa í gegnum árin náð að þróa ákveðnar sannfærandi vitundavakningar með alls konar blekkingum.Samfelld og stöðug lýgi,sem er spunnin saman úr mörgum þráðum,sem geta gert heildarsviðið trúverðugt og jafnframt auðveld að viðhalda því.Það virðist eins og spunameistarar Sjálfstæðisfl.hafi verið sérstaklega skólaðir á þessu sviði.Nú er það Ingibjörg Sólrún,sem spunnið er í kring um og reynt að loka lygavefnum umhverfis hana.Á blogginu eru margir Sjálfstæðis - og Framsóknarmenn ,sem hafa þetta sem megininntak í sínum áróðursrgreinum,að níða hana niður og gera eins tortryggilega og mögulegt er.Sömu aðferðum er beitt í Morgunblaðinu.Ég minnist þess ekki að hafa séð jafn langvinna og samfella rógsaðför að ísl.stjórmálamanni um árasíð,nema ef vera skyldi hin heiftuga aðför Framsóknarmanna að Gylfa Þ.Gíslasyni á sjöunda áratug s.l.aldar.
Það er mjög hættulegt lýðræðinu ef stjórnmálaflokkar með skipulögðum hætti reyna að eyðileggja mannorð og stjórnmálaferil andstæðinga sinna með látlausum rógi og ósannyndum.Svo virðist,sem Sjálfstæðisfl.sé að takast þetta að einhverju leiti,sé miðað við fylkistap Samfylkingarinnar.Þetta eru siðferðislausar og afar ógeðfelldar baráttuleiðir,sem kjósendur verða að skoða vel.Sá stjórnmálafl.sem styður svona aðgerðir á að fá skell,kjósendur einir geta gefið honum þá ráðningu.Þessar aðfarir gegn ISG eru áberandi karllægar,kannski vegna þess , að hún er eina konan,sem gegnir formannsstöðu í stjórnmálafl.hér á landi.
Ég skora sérstaklega á konur og reyndar karlmenn líka að þétta sínar raðir umhverfis Ingibjörgu Sólrúnu,fellum níðstangir íhalds og framsóknar jafnharðan og þær koma upp.Nú er lokasóknin hafin og endar inn í kjörklefunum.Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna, þar eigum við öll athvarf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bráðaminnisleysi nýr vandmeðfarinn sjúkdómur vitna í réttarsal.
17.3.2007 | 22:06
Bráðaminnisleysi fjölda vitna í Baugsmáinu veldur settum sakadómara miklum áhyggjum.Komið hefur til athugunar að fá sálfræðilega greiningu á þessu minnistapi.
Þá hafa hvítflibbadómar í Olíumálinu vakið mikla athygli.Hér er um að ræða dóma,sem ekki ná til mannlegra mistaka,enda þótt ákærðir í málinu hafi játað sakir sínar.Forstjórar fyrirtækjanna reyndust vera "huldumenn ", ósnertanlegir samk.laganna bókstaf.Þeir voru því sýknaðir af öllum ákærum.Nöfn fyrirtækjanna voru hins vegar talin bera sök,en þú dæmir náttúrlega ekki dauða hluti.Nú á síðasta degi þingsins var lögunum breytt og þá gæti hugast að forstjórarnir beri einhverja ábyrgð á rekstri þeirra í náinni framtíð.
Ungur maður játaði á sig fjölda afbrota,árásir,þjófnaði og alls konar spellvirki.Hér var um að ræða ungan mann.Hann fékk 6 mán. skilyrðisbundinn dóm. Hann þótti koma vel fyrir í dómssal,kurteis,játaði brot sín umyrðalaust og meira að segja bætti við brotalamir sínar.Nú þarf bara kauði að vera stilltur og góður skilorðstímann,þá er hann laus allra mála.
Það er ekki slæmt að vera afbrotamaður á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jón Sigurðsson hnepptur í " KVÓTAFANGELSI EINKAEIGNARRÉTTARINS".
16.3.2007 | 11:53
Morgunblaðið upplýsir í dag í leiðara blaðsins,að innan Sjálfstæðisfl.séu að verki akveðin öfl,sem stefna að því að koma í veg fyrir að ákvæði um sameign þjóðarinnar að náttúruauðlindum verði tekið inn í stjórnarskrá.Þessi sömu öfl,sem eru í báðum ríkisstjórnarfl. vilja koma á" EINKAEIGNARRÉTTI EINS OG NÚ ERU Á FISKIMIÐUNUM."
Jón Sigurðsson,form.Framsóknarfl.virðist ekki hafa haft næga þekkingu á hinni ógnarsterku valdablokk kvótagreifanna innan stjórnarfl.og afkróast þar í nokkurs konar kvótafangelsi.Halldór Ásgrímsson hefði mátt upplýsa arftaka sinn um áhrifamátt og vald kvótaeigenda,þar sem hann er einn af þeim.
Satt best að segja kenndi ég í bjóst um Jón,hann treysti því , að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkana að koma sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum inn í stjórnarskrá.Þegar sýnt þótti,að þetta ákvæði ætti að fljóta alfarið fram hjá,vaknar Jón, rýs á fætur og segir Forsætisráðhr.að standa við gefin loforð í stjórnarsáttmála flokkanna.Nokkrir sýndarfundir voru haldnir á alþingi og reykmettuðum bakherbergjum , en gögnum um sameignir þjóðarinnar síðan stungið ofan í poka og flutt í Valhöll til varðveislu þar..Stjórnarandstaðan andmælir, en fer ekki úti í málþóf,sem einhvern timann hefði þó verið gert af minna tilefni.Stjórnarandstaðan réttir þó Jóni sáttarhönd til að leysa hann úr haldi,en án árangurs.Geir einn hafði lykilinn að "Kvótafangelsinsu "og gefur Jóni frelsi,enda falli hann frá stjórnarsáttmála flokkanna um sameign þjóðarinnar og samþykki seinna" EINKAEIGNARRÉTT Á NÁTTÚRUAUÐLINDUM ÞJÓÐARINNAR."
Þannig lauk skammri "fangelisvist"Jóns formanns og lögspekingar "EINKAEIGNARRÉTTARINS " sýndu enn einu sinni fjölhæfni sína.Þessum stóra leikþætti Þeirra Jóns og Geirs verður lengi minnst,þeir léku sér að sjálfri STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Lögformlegur" þjófnaður á sameign þjóðarinnar, sem var jafnframt brot á Stjórnarskránni.
14.3.2007 | 17:18
Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða frá l984 eru allir nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar.Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingi þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð i landinu.Úthlutun veiðiheimilda samk.lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildinni.Þrátt fyrir þessi skýru ákvæði l.gr.laganna var stax í skjóli íhalds og Framsóknafl.farið að selja ,leigja og veðsetja fiskveiðiheimildir fyrir tugi miljarða kr.Strax og lög voru sett um stjórn fiskveiða átti náttúrlega að setja lög um nýtingarétt fiskveiðiheimilda með hæfilegu gjaldi til ríkisins og tryggja sjávarbyggðir í landinu .Framsókn og íhaldið höfnuðu ávallt slíkum tillögum.
1991 voru svo sett lög um að heimila sölu og leigu fiskveiðiheimlda,án þess að breyta lögum um stjórn fiskveiða og sameignarrétt þjóðarinnar á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum.Að sett skyldu lög sem heimiluðu beinan þjófnað á auðlindinni verður ávallt smánarblettur á sögu lands og þjóðar. Kvótinn margfrægi var afhentur nokkrum stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins,sem voru í góðum tengslum við íhaldið og Framsókn.Þessi fyrirtæki soguðu til sín nær allar aflaheimildir úr langflestum smærri sjávarbyggðum landsins.Í stað þess að tryggja trausta atvinnu og byggð eins og þessir stjórnmálafl.höfðu lofað , leiddi þessi breyting til eymdar ,atvinnuleysis og húseignir og atvinnufyrirtæki urðu verðlaus.
Og nú stöndum við enn á þeim tímamótum að sömu flokkar vilja setja í Stjórnarskrá þennan lögformlega þjófnað frá l991 á óbreyttu núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og fiskveiðiheimilidum.Nú er mælinn fullur,það verður að koma þessum flokkum endanlega út úr ísl.stjórnsýslu.Í þessum málum hafa verið framkvæmdir langstærstu fjárhagslegir glæpir Íslandssögunnar.Á enginn að þurfa að svara til saka í þessum málum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eiríkur verði í víkingaklæðnaði á eurovision með rauða hárið.
12.3.2007 | 21:15
Éiríkur hefur allt útlit með sér að koma fram í víkingaklæðum,karlmannlegur og hæfilega grófa framkomu,með rauða mikla hárið flaxandu út um allt,með skrautlegan koparlitaðan hjálm sem hylur enni og andlit milli augna.Þá hafi hann yfir sér stórröndótta skykkju með grábrúnum sauðalitum,sé í skinnskóm og legghlífar úr skinni,skreyttar reimum.Hann mætti hafa fornmanna spjót í hendi.Þarna er ég búinn að fullskapa klæðnað víkingsins. Eiríki eru hreyfingarnar eðlislægar,hann er fæddur víkingur og flestir Evrópubúar vita að við erum af víkingum komnir með rauðu ívafi frá írskum konum.
Leyfið mér að heyra álit ykkar á þessari víkinga hugmynd.Þetta gæti verið besta landkynning okkar um langan tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2007 kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vinstri grænir,hægri grænir,fagurt Ísland,fálkinn græni og hagamúsin.
10.3.2007 | 23:11
Umhverfis - og náttúrverndarmálin komin öll undir sömu ábreiðuna.Þessi græni litur er þegar farinn að gulna,því mest alla skilgreiningu vantar á , hvernig verði staðið að skipulögðum stór framkvæmdum á uppgræðslusvæðum landsins,sem er langstærsta náttúruverndarmál samtíðarinnar..Ég hef ekki heyrt frá neinum flokki í allri þessari grænu umræðu,sem hafi lagt fram við fjárlagagerð neina umtalsverða áætlun varðandi uppgræðslu á örfokalöndum og sandauðnum hálendisins og meðfram ströndum Suðurlandsins o.fl.Hér á ég við tugmiljarða fjárframlög til þessa málafl.á næstu árum og margföldun til skógræktar í landinu,sem getur bætt stöðu okkar varðandi mengunamál.Þá höfum við ekki lengur til afnota landgræðsluvél og ekki vitað hvað við tekur í þeim efnum.
Þá þarf að liggja fyrir nákvæm og vel skilgreind áætlun um móttöku og skipulag ferðamanna innan sem utan hálendissvæða,en áætlað er að þeir verði um 1.mil.eftir ca.tíu ár,en þeir eru nú á fjórða hundrað þús., þeim hefur fjölgað um 10-15% á ári s.l.20 ár.
Undir umhverfis - og náttúruverndarmál kemur einnig verndun landgrunnsins , bergvatnsár og uppsprettulindir vatnsbóla hverasvæði o.fl. Við höfum eðlilega beint spjótum okkar að virkjunaframkvæmdum og orkufrekum iðnaði,en eigum við ekki að hafa allt landið og miðin undir og vernda líka litlu hagamúsina,sagði dóttursonur minn.Ég gef öllum flokkum falleinkun í þessum málaflokki,pólutíkin á ekki að vera einhverjar uppblásnar grænar blöðrur rétt fyrir kosningar,náttúran er móður jarðar og fyrir henni eiga allir og alltaf að bera virðingu.
Af hverju taka sárafáir þingmenn þátt í blogginu,sem er þó einn stærsti vettvangur stjórmálanna?
8.3.2007 | 17:48
Á hverjum mánuði koma hundruð þúsunda lesenda inn á bloggið,sem sýnir að það er miklu meira lesið en efni dagblaðanna,sem talið er að hafi aðeins um 10-15% lesenda.Stjórnmálamenn sem ekki hafa framtak í sér til að taka þátt í blogg umræðunum, ættu að hafa eitthvað annað fyrir stafni en stjórnmál.Þeirra starfsvettvangur á að vera, þar sem þeir ná til fólksins og vera upplýsandi og rökstyðja stefnu mál sín.
Satt best að segja er ég undrandi á þessu áhugaleysi alþingismanna á blogginu nú skömmu fyrir alþingiskosningar.Kannski er þarna komin ein ástæðan fyrir áhuga - og virðingarleysi þjóðarinnar (29 % samk.Gallup könnun) á löggjafarþinginu.Þeir fáu þingmenn og allmargir frambjóðendur flokkanna fyrir komandi kosningar,sem eru á blogginu færi ég þakklæti mitt fyrir margar áhugaverðar greinar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hér er eitt af framlögum mínum til umferðamála í stuttu máli.
10% lækkun árslega í samfelld tíu ár frá núgildandi 75% afslætti af lögboðnum ábyrgðartrygginum bifreiða, séu þær innan ákveðinna tjónaviðmiðunar , sem trggingarfélagið ákvarðar.Að tíu tjónalausum árum liðnum fengi tyggingarhafi nýjan bindandi samning við tryggingarfélagið , sem næmi 85% afslætti ábyrgðartryggingar.Hér er um að ræða hvatningu til bifreiðaeigenda og tryggingarfélaga um bætta umferðarmenningu.
Lendi bifreiðaeigandi hins vegar í umtalsverðu tjóni,sem hann er valdur að utan tjónamarka tryggindarfélagsins,missir hann 10 %lækkunina,sama gildir um umferðalagabrot varðandi hraðakstur ökumanna og einnig fyrir ölvun - og fíkniefnaakstur o.fl.
Gaman að fá álit ykkar á frekari aðgerðum tryggingafélaga við bifreiðaeigendur í umferðar - og öryggismálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Móðir jörð sameign okkar allra.
5.3.2007 | 22:58
Var að horfa á þáttinn í sjónvarpinu um jörðina.Þetta sjónvarpsefni er það áhugaverðasta og jafnframt skemmtilegasta,endalaus fróðleikur um lífið og tilveruna.Ég hef árum saman horft á þessa þætti frá erlendum stöðvum,fæ alltaf ný sjónarhorn, fræðslu og þekkingu af nýjum lífverum,hvernig þær tvinnast saman í heilstæða heimsmynd.Tréin,súrefnisgjafi okkar jarðarbúa og heimili miljóna lífvera. Höfin,vötn,ár og jöklar,vatnsforðabúrin, orkugjafar og matarkistur.Gróðurinn í miljónum tegunda jurta og dýraríkið óendanlega.Við finnum vind loftsins og sjáum himininn, sól og stjörnur,en hinar ókunnu og óendanlegu víddir veraldar, sem mannleg þekking mun aldrei að fullu höndla,en eitt lífið hænufet vísinda nær stöðugt lengra út í geiminn og bætir stöðugt við þekkingaforða okkar.
Ástæðan fyrir þessari stuttu og fátæklegu lýsingu móður jarðar,er að minna okkur stöðugt öll á, að vernda umhverfið og náttúruna. Hinn tæknivæddi heimur í dag hefur í valdi auðhyggju stórfyrirtækja umbylt umhverfi og lífríki náttúrunnar með pólutískum tilstyrk. Stöðugt undanhald fyrir ofurtrú og blekkingum peningavaldsins fyrir bættum lífskjörum á kosnað náttúrunnar , er stærsta vandamál samtíðarinnar.Við verðum að þekkja og skilgreina okkar takmörk fyrir hamingju og velferð fjölskyldunnar,þar ráðum við hver og einn ferðinni.Fögur og ómenguð MÓÐUR jÖRÐ er stærsta gjöf okkar til barnanna okkar.Þetta " GRÆNA KAPPHLAUP" frá miðju til hægri og vinstri í pólutíkinni hugnast mér fremur illa,látum verkin tala,hin litskrúðuga fallega náttúra Íslands skartar öllum litum,við þurfum að hlúa að þeim öllum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2007 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)