Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Samningsviðræður Kaupþings og Spron - Niðurstöður innan tiðar.
1.5.2008 | 17:55
Slæm fjárhagsstaða Spron mun leiða til sameinginar við Kaupþing innan tíðar.Það mátti svo sem búast við einhverri breytingu eftir að stöfnfjáreigendur Sparisjóðanna fóru að selja hlutabréf sín með gífurlegum hagnaði eins og kom í ljós m.a.þegar fjármálaráðhr.seldi bréf sín í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrrir 50 milj.kr.
Það er mikil eftirsjá í Sparisjóðunum,sem hafa í gegnum árin lánað mikla fjármuni um land allt til húsbygginga og atvinnureksturs og allskonar góðra mála í sínum byggðalögum.Fari svo að Kaupþing eignist þá,munu mörg byggðalög missa þá góðu þjónustu,sem Sparisjóðirnir hafa veitt þeim í tímans rás.Hér er um stór landsbyggðarmál að ræða,sem þarf að fylgjast vel með.Auðhyggjustefnan með tilheyrandi græðgi er farin að gerjast innan Sparisjóðanna og þá verður stutt í að þeir hoppi upp í sængina hjá stóru bönkunum.
Þjóðin er búin að bíða í tæpt ár eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Í kvöld kom forsætisráðhr.fram á Stöð 2 og var spurður um aðgerðir í efnahagsmálum,svarið var sem fyrr að verið væri að athuga málin. Hvað veldur þessu úrræða - og getuleysi ríkisstjórnarinnar,samstarfið er gott,elskulegar augngotur og breytt bros Ingibjargar til Geirs sýnir að sambandið er traust.Er ekki löngu kominn tími til að spyrna við fótum,áður en í enn frekara óefni er komið .Öll þjóðin er búin að bíða eftir einhverju aðgerðaplani frá ríkisstjórninni ,en ekkert gerist.
Stafar þetta af getuleysi, þekkingarskorti og reynsluleysi viðkomandi forustumanna, nei tæpast.Sjóleiki, vanmat á aðstæðum og tilfinnigaskortur fyrir lífsafkomu fólks almennt er líklegri skýring Því miður virðist svo vera,hjartalag þeirra slái alls ekki í takt við þjóðarsálina.Mér þykir sárt sem jafnaðarmanni að þurfa að upplifa svona tíma,mikill meirihluti þjóðarinnar virðist vera á sama máli um þennan framgangsmáta ríkisstjórnarinnar.
Ingibjörg þú hefur staðið þig vel í utanríksmálum,nú verða landsmálin að njóta forustu þinnar og leiða þau til lykta á farsælan hátt.
Heiðar á höggi yfir pari í Sviss í EPD mótaröðinni.
29.4.2008 | 18:05
Þetta er fyrsta mótið hans á þessari mótaröð,en hann er nú búsettur í Luxemburg.Hann er í 29-36 sæti af 123 kylfingum.
Það verður gaman að fylgjast með honum,en hann er einn af okkar bestu kylfingum í dag.
![]() |
Heiðar á höggi yfir pari í Sviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18 ára verðbólgumet slegið - Enn er ríkisstjórnin á harðahlaupum undan verðbólgunni.
28.4.2008 | 22:40
Ef heldur sem horfir verður ríkisstjórnin að segja af sér,úræða - og kjarkleysi og alls konar flottræfilsháttur veldur því að þjóðin er búin að fá meira en nóg.Það hefði ekki nokkur maður túað því að ríkisstjórn með milli 60 og 70% kjörfylgi gæti ekki gert neinar skipulagðar áætlanir í efnahagsmálum s.s.verðbólgu og vaxtamálum.
Samfylkingin setti fram stefnumál fyrir síðustu kosningar að skattleysismörkin yrðu hækkuð í samræmi við hækkun launavísitölu,sem ættu að vera núna 150 þús.kr.Hún mun hins vegar miðað við launavísitölu frá 1988 hækka á næstu þremur árum í 115 þúsund kr.Kosningaloforð Samfylkingarinnar um almenna hækkun frá TR til allra ,er nú neðst í loforðapokanum? Hvað um stimilgjöldin,sem átti strax að afnema .Efndirnar eru þær ,að stimilgjöld falla aðeins niður af kaupum fyrstu íbúðar.
Í loforðapakka Sjálfstæðisfl.um að þeir, sem enga greiðslu fá nú úr lífeyrissjóði fái 25 þús.kr.brúttó lífeyrir.Eftir skatta og skerðingar verða hins vegar aðeins 8 þús.kr.eftir af þessum 25 þús.kr.Þá var lofað að gera breytingar og endurskoðun á kvótanum,en ekkert gerist.Svona er hægt að halda lengi áfram með kosningaloforð ríkisstjórnarfl.,það er allt á einn veg stjórn - og úrræðaleysi.
Björgvin Guðmundsson,gerir þessum málum góð skil í Fréttablaðinu í dag.
Skipulagðar harkalegar aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum - hvað næst ?
24.4.2008 | 19:12
Hvað gerist ef tugþúsundir skipulagðra mótmælenda koma saman í miðborginni,sem fara ekki eftir fyrirmælum lögreglunnar og kynnu að valda miklum skemmdarverkum? Ég sé ekki að lögreglan hafi neina burði til að halda uppi lögum og allsherjar reglu við slíðar aðstæður jafn fámenn og hún er.
Lögreglan verður að gæta hófs í allri framgöngu á vettvangi við svona aðstæður og reyna af fremsta megni að róa viðstadda.Var nokkur ástæða að handtaka vorubifr.stj.á vettvangi,sem auðveldlega mátti ná til þeirra hvenær sem væri? Þá var ógnandi framkoma sumra lögreglumanna ekki til að róa viðstadda.Handtaka vörubifr.stj.og jafnframt að taka bifr.þeirra í vörslu lögreglunnar,sem höfðu lagt bifr.sínum löglega verður ekki auðveldlega skilin við þessar aðstæður.Hins vegar er ég andvígur öllum ólögmætum aðgerðum vörubifreiðastj.við lokun akbrauta.
Staðreyndin er sú að fólkið í landinu telur sig ekki geta beði'ð lengur aftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Það er sterk andstaða í þjóðfélaginu,sem krumar undir og hún er að koma upp á yfirborðið.Við höfum bara séð fyrstu viðbrögðin og því miður virðist lögreglan ekki hafa haft nægjanlega góð tök á aðgerðum á vettvangi.
Ríkisstjórin ætti fyrir lögnu síðan að vera búin að gefa út fyrirmæli um aðgerðarplan í efnahagsmálum svo þjóðin viti hvað er framundan í verðbólgu - og vaxtamálum,en eins og kunnugt er hækkar höfuðstóll lána gífurlega og fjöldi gjaldþrota eyks.Þá hafa eldsneytis - og matarhækkanir mikil áhrif á lífsafkomu fólks.Allt þetta og reyndar margt fleira kindir undir óánægju fólks,sem hæglega getur sprungið út í alvarlegri átökum en við höfum verið vitni að hingað til.
Enn er afstaða dómsmálaráðhr.óbreytt í lögreglustjóramálinu - skortir þekkingu á staðháttum.
23.4.2008 | 22:26
Niðurstaða Ríkisendurskoðunar leysir engan vanda í þessu máli , að hver verkþáttur falli að því ráðuneyti,sem fer með málaflokkinn. Dómsmálaráðhr. vill að embætti lögreglustj.komi undir samgöngu-fjármála - og dómsmálaráðuneytið,en eins og kunnugt er fer lögreglustj.Jóhann R.Benediktsson nú neinn með yfirstjórn þessara mála.Rétt er að árétta,að allt frá því að varnarsamningurinn var gerður 1951 við Bandaríkin, þá hefur ávallt lögreglustj. eða sýslumaður gegnt yfirstjórn löggæslumála á Keflavíkurflugv.í 56 ár,en embættið kom þá eins og kunnugt er undir utanríkisráðneytið,þar til varnarliðið fór.
Þessi yfirstjórn hefur alla tíð hentað þessu embætti vel og enginn ágreiningur verið um það,fyrr en núverandi dómsmálaráðhr.vill fara að þrískipta yfirstjórn þess.Aðal rök hans fyrir þessari breytingu er að spara fjármuni.Yfirleitt er þessu öfugt varið,að sameining embætta og sveitastjórna séu gerð til hagræðis og spara fé.Persónulega sé ég engin haldbær rök hjá ráðhr.fyrir þessari breytingu.Ég tel mig gjörþekkja þessa stofnun bæði fjárhags - og rekstrarlega eftir að hafa starfað þar á sínum tíma,sem deildarstj.á þriðja tug ára.Vænlegast til að leysa þennan ágreining hefði dómsmálaráðhr.átt að hafa frumkvæði að því að ný lög yrðu sett um framkvæmd stjórnskipunar á löggæslu og -öryggismálum á Keflav.flugv.Þau kæmu ekki lengur undir samgöngu - og fjármálaráðhr.heldur einungis undir dómsmálaráðhr.Þá færi lögreglustjórinn á Suðurnesjum með með alla lögformlega stjórnun löggæslu - og öryggismála m.a.í flugstöðinni eins og margsinnis hefur verið óskað af löggæslumönnum á staðnum.
Ég hef áður á bloggsíðum mínum lýst skipulagháttum embættisins er viðkemur störfum í flugstöðinni.Hér er aðalega um að ræða lögreglu -tollgæsu - og öryggismál og landamæraeftirlit o.fl.Þá hefur fíkniefnaeftirlit verið stóraukið eins og kunnugt er.Flest þessara starfa tengjast með einum eða öðrum hætti komu - og brottfararfarþegum og fraktflugi.Skipulag þessara starfa samtengjast á öryggislegum vettvangi,enda er hér um samverkandi störf að ræða ,sem verður að skipuleggja samk.áætlun flugfélaga til og frá landinu.Það ætti því öllum að vera augljóst,sem að þessum skipulagsmálum koma,að þrískipting valds myndi stjórnsýslulega tefja boðleiðir og veikja stjórnunarhætti embættisins stórlega.Það væri afar slæmt ef Jóhann R.Benediktsson og fleiri starfsmenn embættisins hættu störfum þarna vegna ágreinings við dómsmálaráðhr.Jóhann er hæfileikaríkur,dugmikill kjarkmaður,sem hefur sýnt í verki hversu megnugur hann er.
Enn og aftur bið ég því dómsmálaráðhr.að koma sér upp úr þeirri svartavillu sem hann hefur rótfest sig í þessu máli.Hins vegar er ég sammála ráðhr.um a.m.k.200 - 300 manna varalið,sem hægt væri að nýta ef lögregluna skortir mannafla við sérstakar aðstæður,annað er ábyrgðarleysi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.5.2008 kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óverðtryggð evrulán til 10 ára - er í skoðun hjá Ollianz á Íslandi.
21.4.2008 | 23:08
Ollianz er í eigu Sparisjóðsins Byrs.Í nokkra mánuði hafa þessir aðilar verið að skoða markað fyrir íbúðarlán á föstum óverðtryggðum evrulánum til 10 ára.
Vonandi verður þetta að veruleika,en lánstíminn ætti að vera a.m.k.til 20 ára.Ekki er heldur vitað ennþá á hvaða vöxtum slík lán yrðu,enda hafa víst aðeins farið fram frumathuganir um slíkan banka.
Sjálfsagt myndu margir óska þess,að hér kæmi erlendur banki með evrumynt,svo hægt yrði að koma krónunni úr umferð og okurvextir ísl.bankanna yrðu slegnir út af borðinu.Þeir mættu ásamt Seðlabankanum í núverandi mynd reyndar alveg missa sig,þeirra yrði ekki sárt saknað.
![]() |
Íhugar að bjóða óverðtryggð íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2008 kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stjórnleysi í efnahagsmálum þrýstir nú á inngöngu Íslands í ESB.
21.4.2008 | 20:49
Í mörg ár hafa andstæðingar ESB með Sjálfstæðisfl.í broddi fylkingar haldið því fram,að innganga í ESB tæki minnst 5 - 10 ár.Nú er búið að upplýsa af fulltr.ESB ,sem nýverið flutti erindi um þessi mál um samskipti við EFTA ríkin,að það tæki Íslendinga aðeins nokkra mánuði að fá samþykkta inngöngu í bandalagið vegna veru okkar í EFTA.Taldi fulltr.ólíklegt að sjávarútvegsmál okkar við bandalagið yrði neinn þröskuldur í þeim viðræðum,um þau yrðu sérstaklega samið eins og gerts hefði við fjölda ríkja,sem undanfarið hafa fengið inngöngu í ESB.
Hins vegar sagði umræddur ftr.ESB,að við yrðum að koma lagi á efnahagsmál okkar sem samræmdust skilmálum fyrir inngöngu í ESB.
Í viðtalsþætti á Stöð fyrir nokkru síðan við Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.sagðist hann vera andstæðingur aðildar að bandalaginu og bar mest fyrir bjósti,að Sjálfstæðisfl.myndi klofna ef óskað yrði aðildar að ESB.Það er með öðrum orðum innbyrðis deildur í flokknum,sem koma í vega fyrir að við sækjum um inngöngu.Það er sannarlega slæmt fyrir Samfylkinguna að vera múlbundin í stjórnarsáttmála við íhaldið,að ekki verði sótt um aðild á þessu kjörtímabili.Málið er þó á umræðustigi milli flokkanna,en engar fréttir hafa borist frá þeim umræðum.
Allir útlendingar framvísi sakar - og heilbrigðisvottorði ,sem sækja um atvinnu og dvalarleyfi.
20.4.2008 | 12:51
Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því illa í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil og vaxandi umsvif Mafíunnar er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.
Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.
Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.
Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.
Allir útlendingar sem sækja um atvinnu - og dvalarleyfi framvísi sakar - og heilbrigðisvottorðum .
19.4.2008 | 22:53
Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því illa í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil og vaxandi umsvif Mafíunnar er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.
Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.
Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.
Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)