Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Verðtryggingar af íbúðarlánum verði afnumin .
17.4.2008 | 20:32
Flestir ungir íbúðarkaupendur taka 80 - 90 % bankalán.Sé t.d.um að ræða 14 -16 milj.kr.lánsupphæð er hér um að ræða 2 - 3 mil.kr.
Sé miðað við 8 - 10 % verðbólgu eins og nú er hækkar höfuðstóll lánsins um nær eina milj.á ári.Verðbólgan étur því upp eign lántakanda á 2 - 3 árum,þó hann hafi greitt bankanum umsamda vexti og afborganir.
Ríkisstjórn, sem er svo ráðlaus og getulaus að láta svona miskunarlausar og grimmar aðgerðir ganga yfir þjóðina þó einkanlega ungmenni,sem eru að reyna eignast sína fyrstu íbúð ,ættu að vera búnir fyrir löngu að leita þjóðarsáttar um úrlausnir .
Maður heyrir alls staðar ungmenni vera að tala um að yfirgefa landið,hér sé ekki hægt að búa,hæstu vextir, verðbólga, og matarverð í allri Evrópu.Auk þess sé krónan okkar handónýt og skuldsettustu heimilin í álfunni.
Megnið af þeim vandamálum ,sem við er að stríða eru heimatilbúin s.s.höfuðóvinurinn verðbólgan.Því legg ég til að verðtryggingin verði afnumin og húsnæðiskosnaðurinn verði tekin út úr neysluvísitölu,sem þarf reyndar að fara í heilarendurskoðun s.s.eldsneyti og ýmsar neysluvörur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þjóðin bíður og bíður,en bráðum upp úr sýður.
14.4.2008 | 18:47
Þjóðin bíður og bíður,
en bráðum upp úr sýður.
Á auðhyggjubálið frjálshyggjan fer,
og krónan líka ónýt er..
Gaman væri að fá fleiri botna.
Það er ljóst á þessari spá Seðlabankans,að verðbólgunni á að velta yfir fólkið í landinu. 30 % lækkun á húsnæðisverði á sama tíma og verðbólgan er 10 -15 % og íbúðarlánin um 7% vexti.Þessi spá Seðlabankans sýnir okkur að honum er stjórnað af mönnum með alls enga fjármálaþekkingu.
Íbúðarlán með innbyggðri verðbólgu er nú um 20%,þau nálgast nú okurvexti yfirdráttarlána bankanna.Húsnæðiskosnaðinn á að taka strax út úr neysluvísitölu og verðtryggingin (verðbólgan ) leggist ekki ofan á höfuðstól lánanna eins og nú er.Verðtrygging ofan á höfuðstól lána er hvergi viðhöfð í löndum ESB.
Nú er komið að þjóðinni allri að mótmæla,ríkisstjórnin stendur ráðlaus á krossgötum á meðan heimilum í landinu á að blæða út.Einleikur Seðlabankans með hæstu stýrivexti í Evrópu,sem ekki ná neinum tökum á verðbólgunni , með handónýta mynt ,sem fyrirtækin og fólkið í landinu telja ónothæfa.
Marft bendir til að fyrirtækin í landinu taki upp einhliða notkun á evrunni eins og Vilhjálmur Egilsson formaður vinnuveitendasambandsins hefur bent á.Ennþá bólar ekkert á tillögum ríkisstjórnarinnar í þessum málum er þó ýmislegt hægt að gera til úrbóta og slá á verðbólguna og umfram allt að koma fram með skilvirkar tillögur,svo óvissu þjóðarinnar um komandi aðgerðir verði ljósar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrirskipun dómsmálaráðhr.um þrískiptingu valds yfirstjórnar löggæslunnar í flugstöðinni eru alvarleg mistök.
11.4.2008 | 20:31
Allt frá því Varnarsamningurinnn var gerður við Bandaríkin 1950 hefur lögreglustjóraembættið á Keflav.flugv.farið með yfirstjórn lögreglu og tollgæslu,en embættið hafði alla tíð á meðan varnarliðið var hér komið undir utanríkisráðuneytið.Eftir að varnarliðið fór voru sýslumannsembættin´á Suðurnesjum sameinuð í eitt embætti og Jóhann R.Benediktsson gerður að lögreglustjóra .
Samstarf milli lögreglu og tollgæslu á flugvellinum hefur alla tíð verið gott og árangusríkt.Hér er um að ræða lögreglu - og öryggisstörf ,tollgæslustörf,öryggisleit vegna brottfararfarþega og vegabréfaskoðun o.fl.Öll þessi löggæslustörf eru skipulögð í flugstöðinni samk.komu - og brottfararflugi til Keflav.flugv.Hér er um eitt heildar öryggis -og skipulagskerfi að ræða,sem allir löggæslumenn taka þátt í að framkvæma með einum eða öðrum hætti.Yfirstjórnin verður að vera á einni hendi með samstillta liðsheild að baki svo hún virki fljótt og örugglega.Það er oftast ekki hægt að bíða eftir fyrirmælum,atburðirnir ske fyrirvaralaust og ákvarðatökur um aðgerðir á vettvangi verða að koma strax til framkvæmda.
Í skýrslu frá Ríkisendurskoðun á sínum tíma var lögð áhersla á að efla heildarstefnu um land all í fíkniefnamálum til nokkurra ára í tollamálum.Um allt land hefur verið samvinna lögreglu og tollgæslu,en fjárskortur hefur víða hamlað árangri.
Lögreglustjórinn Jóhann R.Benediktsson hefur sinnt sínum störfum af mikilli samviskusemi og sýnt færni,dug og þor þegar á þarf að halda.Starfsmenn embættissins eiga líka skilið miklar þakkir fyrir góð og árangusrík störf,sérstaklega er lýtur að fíkniefnamálum.Eins og fram hefur komið í fréttum standa þeir þétt utan um sinn yfirmann,sem hefur látið að því liggja að hann og reyndar fleiri starfsmenn embættisins muni hætta störfum verði embættið látið koma undir þrjú ráðuneyti þ.e.fjármála - samgöngu - og dómsmálaráðneytið.
Ég leyfi mér að skora á dómsmálaráðhr. að lýsa formlega yfir óbreyttu skipulagi og jafnframt að leggja til nægt fjármagn til reksturs embættinu.Við eigum alls staðar í landinu að efla löggæsluna,allt bendir til tíðari og alvarlegri afbrota en áður.Fjárveitingavaldið í landinu á ekki að spara fé til löggæslumála.
Frjáshyggjan , sem átti að rýmka lýðræðið og efla frelsið og verða pólutískur vegvísir þjóðarinnar um ókomna tíð er orðið illkynjaður skaðvaldur,sem stjórnvöld fá ekki lengur ráðið við.Það er eins og skyndilega hafi dökkvi út við sjónadeildarhringinn lags yfir þjóðina.Skaðvaldurinn er þó búinn að vera augljós lengi allt frá því krónunni var ýtt á flot og bankarnir komu skyndilega inn á húsnæðismarkaðinn og spenntu allt húsverð upp úr öllu valdi.Takmarkalaus útrás bankanna og stórfyrirtækja á hagkvæmum erlendum lánakjörum undanfarin ár hleyptu auðhyggjunni lausri og taumlaus græðgin tók við.Það þurfti mikla ósvífni og reyndar einfeldni líka í viðskiptum að koma þjóðinni í þá bágbornu stöðu sem nú blasir við.
Smásaman gátu fyrirtæki og bankar ekki endurnýjað lausafjárstöðu sína,þar sem skuldatryggingarálag þeirra var alltof hátt .Engar skýringar eru nú gefnar á hundruðum miljarða hagnaði bankanna og stórfyrirtækja á undanförnum árum.Var hann kannski aldrei raunverulegur,bara pappírsuppgjör og blekkingar til að hækka söluverðmæti þeirra.
Vonandi kemur ríkissjóður ekki með fjármagn til að bjarga þessum aðilum,fyrr en fram hefur farið nákvæm rannsókn á fjárreiðum þeirra undanfarin ár,sem hlut eiga hér að máli.Reyndar á ríkissjóður ekki nema lítinn hluta þeirra fjármuna,sem þarf til að leysa fjárhagsvanda viðkomandi aðila. Reyndar finnst mér að bankar eins og önnur fyrirtæki eigi að fara á hausinn ef fjárhagslegur grundvöllur þeirra brestur. Fíflhyggja stjórnmálamanna í efnahagsmálum undanfarin ár eru alvörumál,sem þjóðin öll verður látin gjalda með einum eða öðrum hætti.Verðbólgan og verðmætur á húsnæðis - og bílalánum er öllum augljós,sem og okurlánum banka og síhækkandi verðlags í verslunum og þjónustu.
Gaf ekki Jón Ólafsson Hannesi tækifæri að biðjast afsökunar,áður en til málaferla kom ?
5.4.2008 | 21:21
Hannes Hólmsteinn Gissurason er sýnilega komin í mikil fjárhagsleg vandræði vegna þeirra málaferla , sem hann hefur staðið í við ekkju Halldórs Kiljan Laxness annars vegar og svo við Jón Ólafsson athafnamanns,sem virðist vera búinn að koma honum á hausinn í fjárhagslegum skilningi.Hannes skýrði frá því í Kastljósi , að hann væri búinn að greiða í málkosnað 23.milj.,skuldaði 7.milj.Hann væri búinn að nýta sér yfirdráttarheimildir í botn og selja húseign sína.
Nú stendur yfir fjársöfnun honum til handa,en ekki liggur fyrir um árangur söfnunarinnar.Hvernig getur akdemískur fræðimaður og prófessor lent í svona hremmingum að manni sýnist vegna kunnáttuleysis og mistaka sem rithöfundur og svo einnig kærður fyrir brot á meiðyrðalöggjöfinni.
Ef ég man rétt,þá bauð Jón Ólafsson Hannesi að biðjast opinberlega afsökunar á ósæmilegum og meiðandi ummælum um sig,áður en til málaferla kom,sem Hannes hafnaði.Þá væri líka rétt að upplýsa hvort umrædd ummæli Hannesar um Jón hafi verið á vefsíðu Háskólans.Þarf ekki rektor Háskólans þá líka að taka afstöðu til þessa máls varðandi stöðu Hannesar innan Háskólans.
Þetta er afar óvenjuleg eða einstök ástæða fyrir fjársöfnun.Við erum vön að taka þátt í fjársöfnunum af alls konar mannúðarástæðum og hörmungum.Kannski er þarna búið að finna nýja leið til fjáröflunar,sem mér geðjast ekki að.
Almennar mótmæla aðgerðir fari fram við Alþingi og Stjórnarráðið .
4.4.2008 | 22:55
Aðgerðir atvinnubílstjóra í mótmælaaðgerðum sínum undanfarna daga ættu að vera gerðar í samráði við lögregluna eins og lög mæla fyrir.Ég held að þær hefðu enn meiri áhrif og samúð og velvild almennings yrði enn meiri.Frumkvæði atvinnubifreiðastj.er lofsverður,þeir hafa sýnt og sannað hvað samstaðan getur áorkað.
Hins vegar skora ég á almenning að efna til fjöldafunda á Austurvelli og við Fjármálaráðuneytið eins oft og kostur er.Það þarf að mótmæla fleiru en háu eldsneytisverði t.d.verðbótum húsnæðislána, okurvöxtum bankana og hækkun vöruverðs o.fl.
Þjóðin á að sýna samstöðu og gera ríkisstjórninni það ljóst,að aðgerðarleysi hennar gegn verðbólgunni verður ekki lengur þolað.Tugþúsundir heimila stefna í gjaldþrot,fylgist ríkisstjórnin ekkert með lífsafkomu fólksins í landinu ?
Allt frá því Varnarsamningurinnn var gerður við Bandaríkin 1950 hefur lögreglustjóraembættið á Keflav.flugv.farið með yfirstjórn lögreglu og tollgæslu,en embættið hafði alla tíð á meðan varnarliðið var hér komið undir utanríkisráðuneytið.Eftir að varnarliðið fór voru sýslumannsembættin´á Suðurnesjum sameinuð í eitt embætti og Jóhann R.Benediktsson gerður að lögreglustjóra .
Samstarf milli lögreglu og tollgæslu á flugvellinum hefur alla tíð verið gott og árangusríkt.Hér er um að ræða lögreglu - og öryggisstörf ,tollgæslustörf,öryggisleit vegna brottfararfarþega og vegabréfaskoðun o.fl.Öll þessi löggæslustörf eru skipulögð í flugstöðinni samk.komu - og brottfararflugi til Keflav.flugv.Hér er um eitt heildar öryggis -og skipulagskerfi að ræða,sem allir löggæslumenn taka þátt í að framkvæma með einum eða öðrum hætti.Yfirstjórnin verður að vera á einni hendi með samstillta liðsheild að baki svo hún virki fljótt og örugglega.Það er oftast ekki hægt að bíða eftir fyrirmælum,atburðirnir ske fyrirvaralaust og ákvarðatökur um aðgerðir á vettvangi verða að koma strax til framkvæmda.
Í skýrslu frá Ríkisendurskoðun á sínum tíma var lögð áhersla á að efla heildarstefnu um land all í fíkniefnamálum til nokkurra ára í tollamálum.Um allt land hefur verið samvinna lögreglu og tollgæslu,en fjárskortur hefur víða hamlað árangri.
Lögreglustjórinn Jóhann R.Benediktsson hefur sinnt sínum störfum af mikilli samviskusemi og sýnt færni,dug og þor þegar á þarf að halda.Starfsmenn embættissins eiga líka skilið miklar þakkir fyrir góð og árangusrík störf,sérstaklega er lýtur að fíkniefnamálum.Eins og fram hefur komið í fréttum standa þeir þétt utan um sinn yfirmann,sem hefur látið að því liggja að hann og reyndar fleiri starfsmenn embættisins muni hætta störfum verði embættið látið koma undir þrjú ráðuneyti þ.e.fjármála - samgöngu - og dómsmálaráðneytið.
Ég leyfi mér að skora á dómsmálaráðhr. að lýsa formlega yfir óbreyttu skipulagi og jafnframt að leggja til nægt fjármagn til reksturs embættinu.Við eigum alls staðar í landinu að efla löggæsluna,allt bendir til tíðari og alvarlegri afbrota en áður.Fjárveitingavaldið í landinu á ekki að spara fé til löggæslumála.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2008 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ríkisstjórnin á ekki að kalla yfir sig frekari reiði almennings v/okurverðs á eldsneyti.Það er nánast á öllum sviðum verið að þrengja kjör almennings.Er ekki Sjálfstæðisfl.búinn undanfarin ár að tala um Íslands sem einn að ríkustu þjóðum heims?Hvar er ríkisdæmið þegar sverfur að hjá heimilunum í landinu?
Bankarnir eru búnir að græða 150 miljarða á veikingu krónunnar.
30.3.2008 | 20:28
Var ekki öllum ljóst þegar krónan stóð undir 60 kr.gangvart dollara,að mikil ásókn yrði í hana,þar sem vænta mætti milli 20 - 30 % lækkunar á henni.Það er eins og Seðlabankastj. og forsætisráðhr.komi ofan af fjöllum undrandi á þessari þróun.
Menn ná náttúrlega ekki neinni lendingu þegar báðir skipsherrar þjóðarskútunnar eru með slíkar ranghugmyndir um stöðu krónunnar,að þeir halda að stöðug hækkun stýrivaxta slái á verðbólguna þó hún hafi hækkað stöðugt s.l.ár.Stýrivextir eru hér rúmlega þrefalt hærri en hjá ESB ríkjum og verðbólgan einnig þrefalt meiri og sama gildir um okurvexti hér og tvöfaldir heimsmeistarar í matarverði og skuldsettum heimilum.
Forsætisráðhr.hefur sagt þjóðinni tvennt,annars vegar að engin þörf væri á aðgerðum v/veikingar krónunnar og nú, að uppsveiflunni í efnahagsmálum væri tímabundið lokið.Þetta gerist á sama tíma og kaupmenn spá milli 20 og 30 % hækkun á innkaupum vöruverðs erlendis frá ,síhækkandi bensínsverði og verðbólgu yfir 10%
Við erum sýnilega eins og vanþróað ríki í efnahagsmálum með allt á hælunum.Gæti ekki Ingibjörg Sólrún fækkað eitthvað utanlandsferðum sínum og lesið yfir loforðalista sinn fyrir kosningar.