Færsluflokkur: Dægurmál

Landsdómur í sjálfheldu vegna félagslegrar og persónulegrar vináttu þingmanna.

Sá sterki einingarandi og félagsleg samstaða,sem ríkir meðal þingmanna alþingis virðist gera þá vanhæfa að geta samþykkt eða hafnað með sjálfstæðum hætti afstöðu sinni um sekt eða sakleysi ráðherranna.Þetta hefur komið berlega fram eftir að þingnefndin skilaði tillögum og álitsgerðum í málinu.

Þarna kemur fram,sem reyndar löngu var vitað um  ósjálfstæði kjark -  og getuleysi þingmanna í stað þess að standa fast á sínum persónulegu skoðunum.Við verndum og rýmkun ekki lýðræðið með svona vinnubrögðum.

Það er einföld sjálfsvörun að segja já eða nei þegar sannfæring manns,heiðarleiki og siðferði bendir okkur á réttar niðurstöður. Það er stundum sagt að það sé auðveldara að vera kjáni en vitmaður,en ganga veginn gegn betri vitund og svíkja land og þjóð,það er versta niðurstaðan.

Það verður fylgst með þinginu og sérhverjum þingmönnum næstu daga.Við verðum að ná fram stöðugleika í efnahagslífi og stjórnsýslu þjóðarinnar.


Alþingi verður að kjósa sérstakan saksóknara sem rannsakar meint mál ráðhr.

Þingið kýs líka nefnd þingmanna,sem aðstoðar saksóknara.Þegar síðan Landsdómur kemur saman verður málarekstur með hliðstæðum hætti og hvert annað dómsmál.

Saksóknari útbýr ákæruskal,sem byggt verður á ályktun þingsins og ákærðir verða aðeins dæmdir fyrir þær sakir,sem samþykktar eru og tilgreindar af þinginu sjálfu Þá er rétt að hafa í huga að dómurinn er ekki bundinn við refsikröfur saksóknara.Þá hefur nokkuð verið deilt um það hvort hinir meintu aðilar myndu  njóta réttarstöðu sakborninga.Í lögum um Landsdóm munu ekku vera gerðar kröfur um það.

Ljóst er ,að á ráðherraábyrgðina mun mjög reyna, ef til rannsóknar kemur og samskipti Framkvæmda - og Löggjafarvaldsins.Siðlaus pólutísk og persónuleg fyrirgreiðsla stjórnsýslunnar hefur einkennt íslensk stjórnmál alla tíð.Við þurfum frelsi og lýðræði til að byggja upp menningarlegt þjófélag.


Vísur sem vert er að lesa eftir Sólveigu Hvannberg frá 1938.

Sektin -

 

Í hásætið var heimskan sett,

hugans blés í glæður.

Sjaldan dæmir sekur rétt,

sína félagsbræður

 

Valhöll -

 

Vínið deyfir - vitið fer,

viljans lamast kraftur.

Í " Valhöll " glöðum gestum er,

gefin sjónin aftur.

 

 Góð lýsing á samtíðinni þó liðin séu  tæp sjötíu ár síðan vísurnar urðu til.


Þagnarskylda presta ætti aldrei að koma í veg fyrir uppljóstrun sakamála..

Þagnarskylda presta varðandi kynferðisafbrot barnaníðinga og annarra,sem verða fyrir slíkum brotum og þeir fá vitneskju um í sínu starfi ættu undantekningalaust  að tilkynna strax til lögreglu og dómsyfirvalda svo hægt sé að sannprófa framburði viðkomandi aðila.

Þagnarskylda presta má aldrei verða til að hylma yfir svo alvarleg brot,hvort sem þeir eiga sjálfir hlut  að máli eða ekki.Það er mikið í húfi að þessi mál verði leist með trúverðugum og skýrum hætti .Við þurfum heiðarlegar rökræður og skynsamlega gangrýni  svo kirkjan og þjóðin beri ekki varanlegt tjón af.Við þurfum öll að losna úr myrkri persónuleikans.Við þurfum líka andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp kristilegt menningarríki.

Með lögum skal land byggja,þar standi allir jafnir.


Skoðun sr.Geirs Waage um þagnarskyldu presta.Ætti hann að víkja úr starfi ?

Geir heldur því fram að þagnarskylda presta gangvart sóknarbörnum sé algjör og þar sé engan milliveg að finna.Biskupinn hefur þegar mótmælt þessum orðum Geirs og vísað í viðkomandi lög máli sínu til stuðnings.

Öllum hlýtur að vera ljóst að skoðun Geirs  er stórhættuleg og virðist lýsa frekar andlegum veinleika á þessum málum fremur en þekkingarleysi nema hvoru tveggja komi til.Röksemdir hans að prestar geti haldið leyndum t.d. hvers konar kynferðisafbrotum  frá viðkomandi lögboðnum yfirvöldum,sem þeir móttaka í starfi er með ólíkindum.Siðleysi eða einhver algjör trúblina prestsins í þessum efnum virðist þurfa að rannsaka til hlýtar.Er hugsanlegt að þessi skoðun Geirs hafi þegar valdið einhverjum skaða ?

 


Skoðunarkönnun verði gerð á landsvísu um utanþingsstjórn og löggjafarþingið aflagt.

Brýna nauðsyn ber til að slík könnun fari fyrst fram á netinu svo fyrir liggi niðurstaða þjóðarinnar um  tímabundna utanþingsstjórn t.d.til 4.ára.Þegar fyrir liggur hversu víðtæk þátttaka þjóðarinnar væri,þá yrðu næstu skref stigin  gegn einokrunar - og auðvaldsstefnu valdaklíkunnar.Hið rangláta og ólýðræðislega stjórnarfar sem þjóðin hefur orðið að búa við um  áratug og leitt hefur til falls þjóðarbúsins á sviði hagkerfisins og fjármálastjórnunar.Fjársvik,þjófnaðir ,blekkingar , lýgi og undankoma fjármuna hafa einkennt auðhyggjuna og græðgina.

Þjóðin verður að standa saman það dugar ekki að mótnæla hver í sínu horni.Við þurfum valinkunna og heiðarlega aðila íslenska og  erlenda,sem standa utan fjórflokkanna til að  leiða þjóðina út úr þeim spillingarheimi sem við búum við.Það er búið að fjötra tugþúsindir heimila og fyrirtæki í lokaðan einokunarhring fátæktar og eymdar.

Það eru nokkrar leiðir til að koma löggjafarþinginu frá,en það er  einungis á valdi meirihluta  þjóðarinnar að gera það með lögmættum hætti.Löggjafar - og framkvæmdavaldið hafa ítrekað brotið landslög gagnvart þjóðinni.Sama virðist gilda um meðferð og skipan dómsmála.


Fólk liggur hundflatt fyrir alls konar pólutískum trúfíflum og loddurum.

Stundum er erfitt að greina milli fíflhyggju og vanþroskunar þegar kjósendur velja sér flokk eða beinna fjárhagslegra hagsmuna .Fjöldi kjósenda liggja beinlínis hundflatir fyrir alls konar áróðri og skrúfmælgi stjórnmálafl.skiptir þá engu máli þó búið sé að ranghverfa málefnum og beinlínis blekkja fólk með hvers konar kosningaloforðum.Kjósendur láta draga sig eins og heimsk trúfífl á græðgi penginavaldsins.Þjóðina skortir stéttarlega samstöðu til að efla samstöðu sína á lýðræðislegan hátt með því að hugsa skýrt  rökrétt og óhlutdrægt.Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum,áður en allt er komið í óefni.

Framundan eru tugþúsundir heimila sem verða tekin á næstunni  til gjaldþrotaskipta,ríkisstjórnin horfir aðgerðalaus á.Nú dugar ekki lengur að frysta og framlengja lánin,bankarnir og Húsnæðisstofnun ríkisins verða að fá sínar afborganir og skuldir greiddar. Talið er að 44.þúsund heimili og fyrirtæki eigi ekki fyrir skuldum,hver verða örlög þeirra?

Það mun kosta hundruð miljarða að leysa úr þessum skuldahala,enginn hefur hingað til komið fram með tillögur til að leysa þennan mikla vanda heimila og þjóðar.

Þegar eru uppi  ýmsar hugmyndir skuldhafa og aðstandenda þeirra til sórátaka við ríkisstjórnina og þingið,sem bera fulla ábyrgð á þeim pólitísku vegvísum sem farnir voru  í efnahagsmálum þjóðarinnar.Það stóra slys sem orðið hefur í hinu pólitíska gangverki ´þjóðarinnar  verða ekki löguð,nema  hér viðtaki utanþingstjórn valinkunnra Íslendinga og erlendra sérfræðinga til nokkra ára og löggjafarþingið verði tímabundið lagt niður.Þeirra verður ekki sárt saknað.

 


Umferð eldsneytis ökutækja um Hvalfjarðargöngin.

Vegna þeirrar miklu hættu,sem almennri umferð stafar frá eldsneytisbifr.um Hvalfjarðargöng, datt mér í hug að leysa þau tímabundið eða þar til önnur göng verða gerð með tímatakmörkun.Hér á ég við að akstur eldsneytis ökutækja verði aðeins heimilaður t.d.frá  kl.04.00 - 0530 að nóttu til,allur akstur annara bifreiða verði bannaður.

Ég hef ekki  rætt umrædda hugmynd við stjórnendur ganganna,en tel hana þess virði að hún verði könnuð vandlega vegna hinnar milklu umferðar og mikla magns eldneytis sem um göngin fara.Ég tel áhættuna meiri en minni,að þarna verði slys og því verði gerðar sem allra fyrst ráðstafanir til að forða slíku.Við verðum að fyrirgirða svona slys ,afleiðingarnar gætu valdið miklu manntjóni eins og dæmin sanna erlendis frá.


Árslaun sparisjóðsstjórans á Reykjanesbæ 2009 voru um 200 mil.auk 53 mil.starfslokasamnings.

Hverjir bera ábyrgð á þessar dæmalausu græðgi og siðspillingu,eftir að hafa rekið sparisjóðinn í þrot,en tapið á sparisjóðnum nam 19 miljörðum 2008.Íslenska ríkið yfirtók sjóðinn 2010.Margir urðu fyrir miklum fjárskaða.Annað fjármálahneyksli er að hann mun hafa verið starfandi stjórnarformaður Icebank þegar bankinn olli gjaldþroti Seðlabankans í hruninu haustið 2008.

Mér virðist sem gömlum Keflvíkingi að Reykjanes bær sé sokkinn í eitt alls herjar skuldafen.Bærinn verður að greiða ákveðnum póluískum gæðingum íhaldsins hundruð miljóna leigu fyrir flestar fasteignir  bæjarins.Auðhyggjan rekur ósvífinn hrokafullan blekkingaráróður undir skipulagi frjálshyggju kapitalisma.

Er ekki þjóðin búin að fá nóg af stjórnleysi auðvaldsins og reyndar alls löggjafarþingsins sem liggur ráðþrota undir  yfirgangi auðhyggjunnar.Spurningin er hvort við séum nægilega þroskaðir til að lifa í lýðræðisríki.Fólk liggur ennþá hundflatt fyrir allskonar áróðri.


Eru bæjarstjórar fjötraðir í nautnagræðgi,auðhyggju og sálarlausu prjáli.

Laun bæjarstjóra í Keflavík og Garðabæ eru um 1700 hundruð þúsund krónur á mánuði og víðast hvar annar staðar hafa bæjarstjórar yfir mil.kr.á mánuði.Þessi laun eru greidd úr bæjarsjóði viðkomandi byggðalaga,þar sem m.a.láglaunafólk hefur orðið að taka á sig launaskerðingar.Yfirdrottnunartilfinning og siðleysi þeirra sem þessum málum ráða leiðir til margra lasta m.a.að ranghverfa málefnum og blekkja fólk.

Launaskráin sýnir okkur líka fjölda manna,sem m.a eru sakaðir um meint fjármálabrot hjá fyrirtækjum og bönkum,sem fá greidd 2 - 4 mil.kr.mánaðarlaun.Manni virðist að sama fjármálastefna sé enn ríkjandi og var fyrir bankahrunið.Sú mikla stéttarskipting sem hefur verið undanfarin ár er óbreytt.Þjóðin virðist ekki nógu þroskuð og öguð til að lifa í lýðræðisríki.Hana skortir kjark,einingaranda og samúðarhug.

Þær innbyggðu pólutísku meinsemdir sem við höfum búið við undanfarin ár og búum enn við verður að ljúka.Þjóðin má aldrei verða lágkúrulýður og þrælar auðkúunar gróðaveganna og yfirstétta.Þetta fjórflokkakerfi sem við höfum búið við hefur reynst spillt og óhæft til að stjórna.Við þurfum væntanlega að koma á tímabundnu utanflokka stjórnsýslu kerfi,þar sem núverandi löggjafarþing yrði leyst frá störfum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband