Karlinn síbrosandi með ruslatínuna og kerruna,heldur bænum hreinum.

Ég hef árum saman horft á grannvaxinn,síðhærðan og síbrosandi starfsmann í Garðabæ,sem er á ferðinni um allan bæ með ruslatínuna sína og litla handvagninn.Ég hef nokkrum sinnum talað við hann og síðast í dag.Það er hreinlega mannbætandi að tala við þennan heiðursmann,sem búinn er að gegna þessu starfi í 12.ár.Hann segist vera mjög ánægður með þetta starf,vera sjálfs síns húsbóndi,anda að sér fersku lofti og þekkja mikið af góðu fólki.

Ef maður gerir ekki of miklar kröfur í lífinu þá er maður alltaf sæll og kátur,sagði hann.Hvað finnst þér um allt þetta rusl,sem fólk er að kasta frá sér? Ég væri ekki hér Kristján,ef þessir sóðar væru ekki til.Þetta leiðir hvort af öðru tilveran er svo breytileg,sagði hann og hló.Þú veifar oft til vegfarenda þegar þeir fara fram hjá þér,af hverju gerir þú það,spurði ég.Hann svaraði að bragði,ég vil vera vingjarnlegur og kurteis við alla,svo er líka gott að þeir taki eftir hvað ég er að gera,þá vonandi fækkar eitthvað þeim sem kasta ruslinu.

Það er mannbætandi að tala við svona mann,lífsgleðin, jákvæðnin,tillitssemi og kurteisin eru hans leiðarvísar í lífinu.Hann brosir og veifar til vegfarenda  hvernig sem viðrar og heldur stöðugt áfram að tína upp ruslið,það er náttúran sem geldur sóðaskapar,við verðum að vera umhverfisvæn,erum við ekki öll orðin græn,sagði hann brosandi um leið og hann kvaddi mig.Ætli nokkur maður vinni betra starf fyrir bæinn sinn,en þess maður? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það er aðalmálið, vera passlega ánægður með það sem maður hefur

Ágúst Dalkvist, 16.5.2007 kl. 23:32

2 identicon

Sæll, rak augun í þessa áhugaverðu síðu og hef haft gagn og gaman af.  Ég rak augun í að þú segist í einni færslunni hafa starfað að löggæslumálum í USA og nokkrum evrópulöndum og mér leikur forvitni á að vita meira um þessi störf, hvaða störf hefur þú unnið í þessum geira og í hvaða löndum?

 Með Kveðju,

Ágúst Ó. Pétursson

Ágúst P. (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 02:17

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Vegna starfa minna við löggæslustörf á Keflav.flugv.varð ég fara oft til Bandaríkjanna og Bretland,til að kynna mér lögreglu -  öryggis og - tollgæslumál einnig útlendingaeftirlit.Hér var um að ræða mislangar kynnisferðir og námskeið.Þá fór ég einnig til ýmissa Evrópulanda og  USA  að  kynna mér sérstaklega rannsóknir v/fíkniefnamála.Frekari lýsingu gef ég ekki á mínum fyrri störfum á þessum vettvangi,enda um trúnaðarstörf að ræða.

Kristján Pétursson, 17.5.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband