Þingvallastjórnin skal hún heita.Samfylkingin mun verða trú hugsjónum jafnaðarmanna.
19.5.2007 | 22:48
Þingvallastjórnin mun verða full sköpuð innan þriggja daga,eru nýjustu innanveggja fréttir frá samningum flokkanna,sem ganga vel.Sú ríkisstjórn,sem nú kveður fær falleinkun á flestum sviðum efnahagsmála,verðbólgu,háa vexti með tilheyrandi verðbótum,útflutningsgreinar á heljarþröminni vegna sterkrar krónu,velferðakerfið með þúsundir sjúklinga á biðlistum, jafnréttismál í kyrrstöðu og kvótinn heldur áfram að rústa litlu sjávarbyggirnar.Það verður mikið verk að vinna að hreinsa upp eftir þessa ríkistjórn.Þar treystum við best Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur form.SF,hún sýndi hvað í henni bjó ,sem borgarstjóri Reykjavíkur í 12.ár.Vonandi hressist Sjálfstæðisfl.að fá að njóta samstarfs við hugsjónaríka jafnaðarmenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ha ekki Baugsstjórn
leeds (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 23:00
Þingvallarstjórnin, sammála því virðulegt og flott heiti á nýrri ríkisstjórn. Finnst þetta með Baugsstjórnina alveg mjög þreytandi húmor.
Inga Lára Helgadóttir, 19.5.2007 kl. 23:10
já vá, besta sem mér datt í hug var skólaballstjórnin, en þetta hljómar fallega og er virðulegt. Lifi vonin
halkatla, 19.5.2007 kl. 23:12
Sæll Kristján. Ég hef áhyggjur af hvað verður ef krónan fellur og allir þeir sem fjárfestu í henni selja krónubréfin sín að verðmæti núverandi gengis um 700 milljarðar króna.
Hvernig stendur gjaldeyrisforði okkar þá nema við tökum lán í erlendum bönkum til endurfjármögnunar. Þá enn og aftur aukast skuldir þjóðarinnar... Erlendu skuldirnar sem núverandi ríkisstjórn hefur hrósað sér sem mest yfir að hafa minnkað í stjórnartíð sinni en eru að mínu mati faldar í krónubréfunum
Guðrún Magnea Helgadóttir, 20.5.2007 kl. 15:34
Krónan er ekki á vetur setjandi,hún er handónýtur gjaldeyrir.Ef fer sem horfir,verður krónan aðeins notuð af hinum almenna neytenda innan 2-4 ára. Þetta er hættuástand Guðrún,sem er ótrúlega lítið rætt.Hvað með alla, sem hafa verið að taka húsnæðislán í erlendum myntum?Við gætum hæglega þurft að taka lán til að endurfjármagna gjaldeyrisforðann og í hvers konar skuldafen erum við þá dottinn?
Kristján Pétursson, 20.5.2007 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.