Skemmtistöðum í borginni sé lokað kl.þrjú,en nyrst á Granda séu næturklúbbar opnir til morguns.
14.8.2007 | 21:42
Það verða að vera a.m.k.tvö megin borgarsvæði með breytilegum lokunartíma.Þegar skemmtistaðir miðborgarinnar loka t.d.um kl.þrjú þá getur fólk fengið sér góðan göngutúr út á Granda eða farið þangað með skipulögðum ferðum strætisvagna og miðborgin tæmist.Þarna fær fólk ágætis valkosti að fara heim úr miðborginni og geta notið næsta dags eða halda áfram svallinu á næturklúbbum Granda og sofið úr sér vímuna næsta dag.
Þegar öllum skemmtistöðum miðborgarinnar var á sínum tíma lokað kl.þrjú,fylltust göturnar af fólki og mikil bið skapaðist að komast heim til sín.Við þær aðstæður urðu oft mikil átök drukkinna manna, skemmdir á eignum og hvers konar sóðaskapur.Skipulagsyfirvöld þurfa að taka á þessu máli og lögreglan verður að einbeita sér að úrlausn þessa mála.Miðborg Reykjavíkur er í dag sóðabæli um helgar og hættuleg vegfarendum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.