Ég mætti á fundinn m.a.til að gera mér grein fyrir fjölda fundarmanna.Þetta er fremur auðveld ef þú t.d.afmarkar svæðið í 4.reiti,þar sem mannfjöldinn er mestur.Þegar búið er að áætla heildarhópinn ,þá er auðvelt að telja fólk á dreifðum svæðum utan aðalhópsins og gangandi vegfarendur.Auðveldast er að 2-3 aðilar framkvæmi svona talningu.
Sjálfsagt eru þeir,sem eru að mótmæla aðgerðum stjórnarinnar að Icesave samkomulaginu og þó sérstaklega þeir sem standa vörð um heimilin í landinu þarna í miklum meirihluta.
Þá heyrði maður marga,sem vilja skora á forsetann að undirrita ekki Icesamninginn,en nú fara undirritaðar áskoranir að nálgast 30.þúsund.
Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu,sem gæti innan skamms farið úr böndunum og endað með alvarlegum átökum eða allsherjar mótmælum,sem myndu lama allt þjóðfélagið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.