Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Hvernig öðlast lögreglan vinsemd og virðingu almennings.
29.11.2007 | 19:44
Mér verður oft hugsað til lögreglunnar í þá gömlu góðu daga,þegar hún gekk um götur borgarinnar,ræddi við vegfarendur og lét sér annt um vegferð þeirra og barnanna.Lögreglumenn frá þessum árum sögðu mér að þeir hefðu eignast fjölda vina,sem oft hefðu líka gefið þeim veigamiklar upplýsingar um grunsamlegt athæfi borgaranna.Þetta mynnti mann á bresku lögregluna,sem alltaf er tilbúin að veita vegfarendum hjálparhönd,sérstalega öldnu fólki og börnum og fyrir henni er borin mikil virðing.
Nú heyri ég ýmsa segja,að fyrstu kynni þeirra af lögreglunni sé þegar þeir hafi brotið eitthvað af sér.Ekki veit ég hversu réttmæt þessi skoðun er,en ég er sannfærður um að persónuleg umgegni og kynni af vegfarendum hvar sem er í þjóðfélaginu væri öllum til góðs.Lögreglan á að gera meira en halda uppi lögum og rétti,hún á að virka á þjóðarsálina,sem vinir,verndarar og hjálparhella eftir því sem við á.
Vona að lögreglustjórinn í Reykjavík og starfsbræður hans vítt um landið séu að endurskoða þessi mál öllum til heilla.
Sílspikuð velmegunarþjóð.Ört vaxandi þyngd þjóðarinnar slæmar fréttir.
28.11.2007 | 18:10
Nú er staðfest að við erum þyngstir allra Norðurlandabúa og þá eigum við hugsanlega líka Evrópumet.Þetta verður innan tíðar okkar alvarlegasta heilbrigðisvandamál sökum þeirra fjölþættu sjúkdóma sem offita veldur.
Fyrst af öllu verða foreldrar að vera góð fyrirmynd barna með holt fæðuval og hafa strangt eftirlit með óhóflegu salgætisáti og gosdrykkjum.Yfirvöld hafa verið með ýmsar aðgerðir til að draga úr reykingum með þokkalegum árangri.Nú er komið að landsátaki gegn ekki minni óvini þ.e.offitan.Það er holt og gott að ganga á hverjum degi,vera í íþróttum,en umfram allt vanda það sem í magann fer.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukið aðgengi - aukin neysla - aukinn vandi.
26.11.2007 | 18:57
Aukið aðgengi að áfengi í matvöruverslunum þýðir í reynd stóraukna neyslu áfengis.Af hverju að vera að kalla yfir þjóðina aukinn vandamál þegar alls engin þörf er á slíku?Allt er þetta tilkomið að undirlagi kaupmanna og stýripinnum frjálshyggjunnar og græðginnar.Ungir Sjálfstæðismenn standa fyrir þessu eins og oft áður.
Áfengisneysla hefur aukist frá aldamótum úr 3.lítrum á mann í rúmlega 7.Því veldur mest aukin bjórdrykkja.Bjór er anddyri sterkari áfengistegunda eins og Cannabis leiðir til neyslu sterkra fíkniefna.Þúsundir Íslendinar er eins og kunnugt er áfengissjúklingar,við eigum að gera ráðstafnir til að hamla gegn aukinni neyslu,en alls ekki margfalda fjölda útsölustaða áfengis,eins og lagt er til í frumvarpi þeirra Sigurðar Kára o.fl.
Við þurfum ekki að draga hingað til lands fyrirmyndir frá öðrum Evrópuríkjum í þessum efnum,þeir búa langfelstir við miklu meiri áfengisvandamál en við ,sem kemur m.a.til út af áfengissölu í matvöruverslunum Hér á landi hamlar einnig hátt verð neyslu..Áróðurinn sem viðhafður er í þessum efnum sýnir mikinn skynsemisskort.Menn muni bara kaupa léttvín með matnum,sem engan skaðar og kenna börnunum að meðhöndla áfengi.Það er ekki ofsagt að græðgin á sér engin takmörg og þar eru börn ekki undanskilin.Sjálfur neyti ég lítillega áfengis og tel ekki að okkur skorti áfengis verslanir hér á landi.
Ég skora á alþingismenn að kolfella þetta framvarp og líta fram á veginn til heilbrigðar æsku.
Hvaða ráðstafanir ætlar ríkisstjórnin að viðhafa gegn verðbólgunni ?
24.11.2007 | 21:25
Þjóðin býður eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á verðbólguna.Maður heyrir ekki nefndar neinar ábyrgar tillögur til úrbótar.Ýmislegt gæti ríkisstjórnin þó gert með fullar hendur fjár.T.d.greiða niður bensín - og olíuverð,greiða niður a.m.k.helming ( helst allar )verðbætur húsnæðismála og taka húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölunni,enda eru fasteignir fjárfesting en ekki neysluvara og er því ranglega flokkaðar þar,eins og ég hef áður gert grein fyrir á bloggsíðum mínum undanfarið.
Maður hafði trú á því,að jafn sterk ríkisstjórn að þingmannafjölda myndi hafa það sitt fyrsta markmið að ráðast með öllum tiltækum ráðum gegn verðbólgunni,okurvöxtum og verðbótum á húsnæðislánum.Vona svo sannarlega a.m.k.ráðherrar Samfylkingarinnar láti af sér kveða,íhaldið virðist enn fast í sama plógfarinu og það var með Framsóknarfl.Kæru bloggarar takið þessi mál til umfjöllunar,þau varða hagsmuni okkar allra.
Landsleikurinn nú við Dani undirstrikar enn langvarndi getuleysi landsliðsins.Leikskipulag liðsins brotnar upp, því tekst sjaldan að halda uppi skipulögðum samleik og einstaklingsframtakið situr í fyrirrúmi.Þá eiga leikmenn af einhverjum ástæðum erfitt með að leika sig fría,sem veldur því að allt flæði leiksins verður afar þunglama - og tilviljunakennt.Þá vantar okkur meiri hraða í sóknarleikinn og móttaka og boltameðferð er yfirleitt ábótavant.
Megin ástæða þessa getuleysis er að landsliðið vantar meiri samæfingu og miklu fleiri landsleiki.KSÍ þarf að leggja fram meira fjármagn og framtíðarskipulag um uppbyggingu landsliðsins til langs tíma.Þjóðin hefur stolt og metnað,það verður KSÍ að hafa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fréttum var skýrt frá fyrirhuguðum morðum og særa ætti nemendur í Köln í Þýskalandi.Tveir nemendur komu þar við sögu.Annar er nú í fangelsi,en hinn svifti sig lífi með þeim hætti að kasta sér fyrir lest.Upplýsingar frá nemanda í skólanum leiddi til uppljóstrunar á þessu máli,en til stóð að framkvæma verknaðinn á morgun.
Hitt málið,sem vakti grunsemdir um að voðaverk stæði til í skólanum Askoy við Björgvin.Þar ætti hlut að máli einn nemandi,sem hefði gert sig grunsamlegan á netinu.
Stutt er síðan hinn sorglegi atburður skeði ,er nokkrir nemdur voru skotnir til bana í Tuusula í Finnlandi.Þar átti hlut að máli nemandi í skólanum,sem svifti sig lífi eftir verknaðinn.
Svona atburðir hafa átt sér stað eins og kunnugt er í í nokkrum skólum í Bandaríkjnunum.Evrópubúar hafa að mestu verið lausir við svona atburði,en nú virðist þessi vá vera kominn þangað.Við Íslendingar verðum að taka þessi mál alvarlega,engin þjóð getur fyrirfram verið örugg um,að svona eða hliðstæðir atburðir geti ekki gerst hér.Því ættum við Íslendingar að kynna okkur vel viðbrögð og öryggisaðgerðir annara þjóða á þessum vettvangi.Ljóst er þó að kennarar, nemendur skóla og foreldrar verða að taka höndum saman.Mest um vert er, að hver nemandi sé meðvitaður um öruggar boðleiðir til að koma upplýsingum til skila,svo hann sjálfur beri ekki tjón af t.d.til kennara og að sjálfsögðu til foreldra sinna,sem myndu tilkynna lögreglunni.Haldi einhver að um gabb sé að ræða,ber einnig að meðhöndla það með ábyrgum hætti.Mest um vert er þó,að skapa ekki ótta meðal nemenda eða að óvandaðir unglingar séu með gabb.Á því verður að taka af mikilli festu og ábyrgð af skólayfirvöldum og foreldrum.
Það setur að manni nábit og böggul fyrir brjósti - andleg yfirvikt og fíflhyggja.
18.11.2007 | 18:34
Er þessa dagana að lesa Ýmislegar Ritgerðir eftir þórberg Þóðarson.Þegar maður verður andlaus eða einhver bilun verður í sálargangverkinu er gott að lesa bækur þessa mesta málsnillings þjóðarinnar.Það setur oft að manni þunglyndi að lesa alls konar lágkúru og lýgi einkanlega frá stjónmálamönnum,sem eru loftþétt lokaðir í eigin hugarheimi.
Það setur vissulega stundum að manni nábit og böggul fyrir brjósti að lesa alls konar hundavaðslegt efni á bloggsíðunum.Það er eins og sumir séu lamaðir í pólutísku Dauðahafi.
Ég hvet ykkur til að hafa meistara Þórberg í handfæri þegar þið eruð að blogga.Ég fór á Þórberssetrið í Suðursveit nýlega.Það er afar glæsilegt og vel skipulagt og því aðgengilegt fyrir alla.Síðan þá hef ég reynt að eignast sem mest af bókum hans.Kiljans bækurnar á ég allar og Íslendingasögurnar,nú loksins rótfestist Þórbergur í huga mínum.Ég ætla þó ekki að falla ofan í þá svartavillu að gera ekkert annað.
Það er í reynd skandall,að ekki skuli ennþá vera hægt að greina DNA lífsýni hérlendis.Þau eru send til Noregs,sem veldur mikilli töf rannsóknaraðila að fá niðurstöður.Þá höfum við ekki heldur hérlendis löggiltan rithandarsérfræðing og leitum aðalega til Svíþjóðar til að fá úrlausnir í þeim efnum.
Þetta er náttúrlega ekki sæmandi,að embætti ríkislögreglustjóra skuli ekki hafa hérlendis aðgang að slíkri rannsóknarstofu til að annast þessi verk.Sveinn Andri Sveinsson,hrl.telur að sá langi tími,sem tekur að fá niðurstöður á rannsóknum DNA lífsýna,sé brot á réttindum sakborninga.Þá er þetta ekki síður mjög slæmt fyrir rannsóknarlögr.og brotaþola að búa við þetta ástand.
Þegar um þessi mál er fjallað,er borið við af ríkislögreglustjóra embættinu miklum kosnaði við að koma upp rannsóknarstofu á slíkum lífsínum og verkefni séu ekki næg til að það borgi sig. Þokkalega stöndug þjóð eins og Íslendingar hljóta að geta rekið svona rannsóknarstofu og átt sérhæfa rithandarsérfræðinga.Viðkomandi yfirvöld verða að skoða vandlega og vera ábyrg gangvart réttindum sakborninga og brotaþola í þessum efnum.Lögreglan á ekki heldur að þurfa að búa við svona ástand.
Fasteigna - og eldsneytisverð veldur mestu um verðbólguna -Hver er afstaða ASÍ forustunnar?
13.11.2007 | 21:11
Vístala neysluverðs hefur hækkað um 4,8% sem af er þessu ári.en á sama tíma hefur fasteignaverð hækkað um 18,4% og eldsneyti um 14,7% frá áramótum.Þar sem hér virðist vera um varanlegar hækkanir að ræða þarf að skoða sérstaklega verðbólguþáttinn,sem þessu er samfara og hvernig hann vinnur gegn hagsmunum launaþega.Gyfli Arnbjörnsson,framkvæmdastj.ASÍ er ekki margorður um þá hugmynd að taka húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölu.Hann segir:"Vandinn í efnahagsmálum mun ekki leysast við það,að menn hætti að mæla verðbólgu."Hann telur líka,að það geti ekki verið nein lausn í efnahagsmálum að taka út úr vísitölunni einhverja liði sem hækka.
Gylfi þú ættir að skoða betur hækkun á höfuðstól húsnæðismála vegna húsnæðisliðs neysluvísitölunnar og verðbóta á lánunum.Ræddu vel við ungt fólk,sem stendur nú í þeim sporum að missa húsnæðið til lánveitenda,þar sem höfuðstóll lána er orðinn hærri en verðmæti eignanna.Mér virðist sem sumir forráðamenn verkalýshreyfingarinnar séu svo rígbundnir í gömlum gildum neysluvísitölunnar að engu megi breyta,þó sýnt sé að hún vinni berlega gegn hagsmunum þeirra.Ég hef alla tíð verið málsvari þeirra sem minna mega sín í lífinu,og hef blessunarlega verið laus við að fjötra sjálfan mig í eigin spennutreyju.Ég hef heldur aldrei skilið af hverju fasteignir eins og húsnæði,sem greidd eru lögbundin gjöld af skulu vera í neysluvísitölunni.
Þúsundir gjaldþrota blasa við vegna okurvaxta verðbóta íbúðarlána.
9.11.2007 | 23:16
Enn og aftur hækkar Seðlabankinn vextina,sem eru um þrefalt hærri en í nokkru öðru vestrænu ríki.Þennslan heldur áfram og verðbólgan tvöfalt hærri en viðmiðunarmörk vinnumarkaðarins.Verðbætur á húsnæðillánum hækkar höfuðstól lána um hundruð þúsunda umfram hækkun íbúðarverðs.Hvað ætla stjórnvöld að gera gangvart hávaxtastefnu bankana.sem hafa enn á ný hækkað húsnæðismálavexti um 50% s.l.3.ár,sem nú þegar hafa leitt til fjölda gajldþrota.Þá er staða krónunnar að leggja útflutningsgreinar þjóðarinnar í rúst með kolvitlausu hágengi krónunnar.
Ríkisstjórnin er bara áhorfandi og gerir ekki neitt.Hvaða tillögur hefur ríkisstjórnin komið fram með til að leysa vandann ? Ekki mér vitanlega neinar.Væri ekki skynsamlegt í stöðinni að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar og fella t.d. út úr henni húsnæðisliðinn og mínnka vægi eldsneytis ,sem myndi stórlækka verðbólguna.Einhver slík könnun er nú í vinnslu hjá Bretum um vægi ákveðinna þátta vísitölunnar til lækkunar verðbólgu.Þar þekkast engar verðbætur á íbúðarlán og reyndar hvergi í Evrópu.Við siglum þar einskipa og engin kúvending fyrirsjáanleg.
Nú er spurt,hvort ríkisstjórnin ætli að sitja aðgerðarlaus gagnvart þessu þensluástandi á meðan verðbólgan og okurvaxtastefna bankana er að setja tugþúsundir íbúðaeigendur í mikil fjárhagsleg vandræði og gjaldþrot ?