Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Sjálfssagt hefur mörgum brugðið við þegar fréttist, að stór hluti af matvörum til bágstaddra væri útrunninn jafnvel fyrir meira en tveimur árum síðan.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir alla aðstandendur þessa mála,vörunum verður að farga með lögmætum hætti og undirstrika að svona hlutir gerist aldrei aftur.Viðkomendum virðist hafa verið ljóst hvað þarna fór fram,þetta er skömm gagnvart öllu því fólki,sem hefur vegna neyðar og fátæktar orðið að nýta sér þessa þjónustu.Neytendasamtök og heilbrigðiseftirlit hljóta að láta málið til sín taka strax.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú hefur verið upplýst að ísl.bankar á Norðurlöndum,Bretlandi og víðar lána þarlendum viðskiptavinum sínum lán,sem bera um helmingi lægri vexti en hér á landi.Enn og aftur þurfa Íslendingar að upplifa ranglæti af þessu tagi,þekkt var að við urðum að greiða tvöfalt hærra fargjald með Flugleiðum milli Íslands og Bandaríkjanna miðað við útlendinga.Líta bankarnir á okkur Íslendinga,sem einshvers konar annars flokks úrtýning af mannverum,sem hægt er bliðgunarlaust að traðka á.
Þessu ranglæti ísl. banka gagnvart sínni eigin þjóð virðast engin mörk sett.Hér á landi hafa bankar samráð um innláns- og útlansvexti og aðra lánafyrirgreiðslu.Við eigum ekki í önnur hús að venda,ef við tökum lán í erlendri mynt fer það í gegnum bankana með 2-3% álagi og erum svo með handónýta krónu sem fer upp og niður eins og baramet.Hingað vilja ekki erlendir bankar koma,markaðurinn er of lítill.
Við sitjum bara í súpunni aðklemmdir af frjálshyggju græðgi og verðtrygginar brjálæði,sem er að setja hundruð heimila í gjaldþrot.Ætlar stjórnarandstaðan að vera áfram aðeins áhorfandi að þessu stjórnleysi ríkisstjórnarinnar.Þurfum við að búa við svona ranglæti og lítilvirðingu endalaust?Af hverju getum við ekki tekið upp alvöru mynt og verið gjaldgengir meðal alvöruþjóða?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2007 kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þegar hið innihaldslausa blaður bréfsins er skoðað ,er kannski eðlilegt að höfundur vilji ekki koma fram undir nafni.Lögfræðileg útfærsla bréfritara á Baugsmálinu í þessu bréfi, er svo samantvinnuð af hatri og samsæriskenningum,að það rennur saman í eina löngu vitleysu.Ég ætla því ekki efnislega að fara að eyða tíma í að rekja efnisþætti málsins.
Ég hef áður lýst skoðun minni á upphafi rannsóknarinnar með kæru Jóns Geralds á forsvarsmenn Baugs,að umfang frumrannsóknarinnar hafi ekki verið í neinu samræmi við efnisinnihald kærunnar.Ríkislögreglustjóri átti strax í upphafi málsins að staðreyna kæruatriði í skýrslu Jóns Geralds og óska eftir gögnum frá Baugi til að upplýsa málið.Hefði þannig verið staðið að málinu í upphafi,hefði það ekki farið út um víðan völl með þeim afleiðingum sem kunnugt er.
Bréfritari hefði frekar átt að skrifa um upphaf málsins,hvernig það tengdist pesónulegum deilum milli aðila og pólutískum þrýstingi áhrifamanna Sjálfstæðisfl.Ég skil ekki áhyggjur sakadómara málsins,né verjenda af umræddu nafnlausu bréfi,þetta er bara hugleiðingar manns,sem vill gera málsmeðferð Baugsmálsins tortryggilega ,þegar hyllir undir lok málsins.Samsæriskenningar af þessum toga dæma sig sjálf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hægt og hljótt,hvarf framsókn inn í íhaldið.
20.2.2007 | 21:45
Ég átti nýverið mjög áhugavert samtal við þekktan framsóknarmann,sem hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.Hann taldi megin orsök á fylgistapi flokksins vera,að hann hafi ekki skilgreint sín stefnumál nægjanlega skýrt í stjórnarsáttmála við Sjálfstæðisfl. og í öllu þessu langa stjórnarsamstarfi hafi verið reynt að hafa engan sýnilegan ágreining á milli flokkanna.Reyndar hafi sérstakalega ráðhr.ríkisstjórnarinnar sí og æ verið að lofa hvorn annan fyrir traust og heiðarlegt samstarf,Sjálfstæðisfl.hafi þó verið mun örlátari á slíkt hól.
Sjálfstæðisfl.tókst að koma öllum sínum frjálshyggjumálum á koppinn, okkar mönnum tókst þó að halda í helmingsregluna samanber sölu bankana o.fl.Þá voru flokkarnir samstíga í kvótamálunum,haldið yrði áfram að selja og leigja fiskveiðiheimildir.Skipafélögin höfðu líka átt gott samstarf um vöruflutninga til og frá landinu án nokkurrar samkeppni.Sama gilti um olíufélögin,samráð í verði og einnig tryggingafélaganna.Framsóknarfl.tókst ágætlega miðað við flokksstyrk sinn að gæta fjáhagslega hagsmuna sinna manna.
Þetta fjárhagslega hagsmunapot og samsull við frjálshyggju íhaldsins,varð til þess,að stefna Framsóknarflokksins týndist og hefur ekki skilað sér í hús ennþá,sagði þessi ágæti framsóknarmaður.Flokkurinn var nánast allur nema Kiddi sleggja að þjóna einhverjum fjármálaklíkum og útrásarmönnum.sem hafa verið að keppast við að flytja peninga úr landi og fjárfesta í útlöndum.Stærsta kjaftshöggið fékk maður þó þegar flokkurinn minn studdi aðild að Írakstríðinu.Þeir óðu í skítnum eftir Davíð,sama hvaða vitleysa var í gangi,þar fór Halldór fyrstur manna.Hann valdi þó að lokum réttu leiðina að segja af sér.Það hef ég líka gert,en sé þó ennþá gamla flokkinn minn í hillingum.Viðmælandi minn tók silfurslegna tóbaksdós úr vasa sínum,setti góðan slurk á handabakið og tók í nefið.Margur framsóknarmaðurinn hefur fengið úr henni þessari,þetta er úrvals tóbak,uppskrifin er leyndarmál,sagði hann og hló.Ég kvaddi þennan heiðursmann,sem ég hef átt að vini nánast alla mína æfi.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2007 kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að níðast á þeim,sem minnst mega sín og standa höllum fæti í lífinu.
18.2.2007 | 17:43
Þegar manni er hugsað til allra unglinga - og barnaheimila,sem hafa verið í fréttum undanfarið vegna meintra afbrota umsjónamanna heimilanna i formi harðræðis,kynferðisafbrota, vanhæfni og þekkinarleysi á meðferðarúrræðum. Þá verður manni hugsað til lögformslegs eftirlits félags -og heilbrigiðsmála,sem gjörsamlega brugðust sínum ábyrgðarhlutverkum.
Hvað veldur ,að viðkomandi stjórnvöld eru svo vanbúin, áhuga - og skilningslaus að sinna málefnum þessa ógæfufólks,sem sett er til vistunar á svona staði.Þau virðast láta sig engu skipta hvernig rekstur þessa heimila gengur,þau eru bara þarna.Öll lögformleg eftirlitsskilda viðkomandi ráðuneyta er brotin,peningum til reksturs og viðhalds á eignum eru í lágmarki eða alls engin, menntun starfsmanna,er tekur til uppeldis,félags -og sálfræðiþjónustu er nánast ekki heldur til staðar.Af hverju getur þessi ríka þjóð ekki lagt fram nægjanlegt fjármagn t.d.til uppbygginar svona heimila,einnig til áfengis -og fíkniefna meðferðarstofnana?Til að spara fjármuni ríkissins til þessa málaflokks,er ýmsum aðilum s.s.trúfélögum og einstaklingum heimilað að annast meðferð þessa ungmenna.Þegar svo allt er komið í hámæli,tjöldin dregin frá,telur engin sig bera neina ábyrgð á meintum glæpsamlegum verknuðum.
Til að tryggja að svona mál komi ekki upp aftur á svona vistunarheimilum, verður einhver að bera stjórnsýslulega ábyrgð.Það ættu margir að taka pokann sinn í stórnsýslukerfi umræddra ráðuneyta ef fullnægja á lögbundnum ráðherraábyrgðum.
Það er lengi búið vanrækja hér á landi þá ,sem standa höllum fæti í lífinu og hreinlega níðast á þeim.Þeir eiga enga að í stjórnkerfinu,sem eru málssvarar þeirra.Fátæktin ber líka víðar dyra hjá tekjulágu fólki undir fátækramörkum s.s.öryrkjum,öldruðum,einstæðum foreldum o.fl.Ég get ekki skilið þá hörku og tillitsleysi í mannlegum samskiptum,að vilja ekki rétta þeim hjálparhönd,sem misst hafa sálar -og líkamlega getu til að sjá sér farborða.Þeir sem horfa fram hjá þessum vandamálum og láta sig þau engu varða, ættu svo sannanlega að skammast sín.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fjörutíu ákæruatriði um fjárdrátt,umboðssvik og brota gegn lögum um hlutafélög o.fl.er búið að vísa frá dómi.Samt er haldið áfram yfirheyrslum hjá settum sakadómara og á annað hundruð vitna tilhvödd.Fólkið í landinu skilur ekki umfang og eðli málsins,sé til þess litið ,að engin af hluthöfum Baugs hafi kært forsvarsmenn fyrirtækisins fyrir afbrot af neinu tagi,né að nokkur hafi orðið fyrir tjóni af viðskiptum við Baug.Þessi ákæruatriði,sem urðu til við frumrannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra eftir fleiri ára rannsókn, eru síðan öllum vísað frá dómi.Eru þetta röð mistaka og hæfnisskortur við rannsóknir og málsmeðferðir Ríkislögreglustj.eða var þessu máli ýtt úr vör með pólutískum þrýstingi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðhr.ásamt vildarvinum sínum í flokknum?
Vegna málatilbúnings við frumrannsókn málsins,verður að rannsaka það,svo og öll hin meintu mistök í málsmeðferð sem kunnugt er.Þjóðin verður að geta treyst Ríkislögreglustj.embættinu fyrir umfangsmiklum og flóknum rannsóknum.Getur verið að embættið skorti þekkingu, reynslu,frumkvæði og sjálfstæði ?Ljóst er að málið mun kosta ríkissjóð hundruð miljóna,sem Ríkislögreglustj.ber ábyrgð á og ekki vitað hver málalok verða,t.d.gæti Baugur farið í skaðamótamál við ríkið ef þeir vinna málið vegna gífurlegs tjóns, sem þeir hafa orðið fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2007 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru miðlablekkingar hættulegar sálarlífi auðtrúa fólks?
11.2.2007 | 23:01
Miðlar hafa um aldir verið að blekkja fólk um, að líf sé eftir dauðann.Allir hugsa náttúrlega hvað við tekur,en engar vísindalegar fastmótaðar niðurstöður benda til framhaldslífs.Ég hef lesið töluvert um fjarskyggni,hlutskyggni,fjarheyrn,hugsanaflutning ,spádómsgáfu o.fl.yfirskilvitslegt.Vissulega virðast margir hafa djúpstæða hæfileika að lesa hugsanir fólks og spá fyrir óorðna hluti,en það nægir aðeins trúgjörnu fólki og sumum efasemdarmönnum. Ég er engu nær og reyndar fjarlægist ég þá skoðun,að nokkur endastöð sé til nema dauðinn.Margt hef ég þó upplifað,sem ég get ekki skýrt,ýms dulræn fyrirværi,sem tengjast aðalega fjarskyggni og draumum.
Við erum öll leitandi sálir,sem viljum eílíft líf.Á þessa óskhyggju spila miðlar og alls konar spádómsfólk og tekur greiðslur fyrir.Eins og kunnugt er hafa margir miðlar um víða veröld snúið frá villu síns vegar og viðurkennt blekkinarvefi sína.Þeir hafa margir hverjir orðið síðar ágætir skemmtikraftar og nýtt sér vel hæfileika sína.
Mér finnst fremur sorglegt að hlusta á fólk,sem kemur af miðilsfundum uppveðrað af því að hafa náð sambandi við ástvini o.fl.Kannski liði manni betur að vera svona guðdómlega trúgjarn og gæti jafnvel hlakkað til lokadagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2007 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Rafmagnslínur á álgrindarturnum um land allt er mesta sjónmengun samtímans, spillir og umbreytir náttúrunni.
9.2.2007 | 23:08
Það vekur furðu mína hvað náttúruverndarsinnar eru hljóðir um mestu sjónmengun samtímans í ísl.náttúru rafmagnslínur frá virkjunum,sem þræða landið þvert og endilangt.Þessar línur spilla og umbreyta umhverfinu og valda jafnframt heilsutjóni þeirra sem búa í nágrenni þeirra.Af hverju ekki að hækka rafmangsverðið til stóriðju og leggja línurnar í jörð.Línurnar eru ekki svo stór kosnaðarliður í heilarverði virkjana og verksmiðja,að það verði óarðbært.Ef álverin eða önnur stóriðja þolir ekki 3-5% hækkun á heildarverði byggingakosnaðar,þá eru áætlanir á heildarrekstri eitthvað ábótavant.
Ég þoli ekki að horfa á náttúruna misþyrmt með svona tröllauknum álgrindaturnum og línum með tilheyrandi jarðraski út um allt.Fáið ykkur ökutúr að virkjunarstöðvum hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og virðið vel fyrir ykkur þessar "ófreskjur" sem setja svipmót á allt umhverfið,sár sem aldrei gróa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirlýsingar ráðherra ríkisstjórnarinnar nú fyrir alþingiskosningar um langtíma fjárframlög upp á tugi miljarða til menntamála.landbúnðarmála og vegamála o.fl.án þess að alþingi og fjárveitinganefnd komi þar nálægt.Hér eru ráðherrar viðkomandi málaflokka að brjóta allar reglur löggjafarvaldsins varðandi lögformlegar verkreglur um meðferð fjárlaga þingsins.Þessi yfirgangur og ofríki framkvæmdavaldsins gangvart löggjafarvaldinu fer versnandi með hverju ári.Ráðherrar ríkisstjórnarinnar lofa tugum miljarða fyrir kosningar,en fyrir þeim loforðum er náttúrlega engin innistæða ,né næsta ríkisstjórn bundin af þessum bulli.
Það er ódýr kosningaáróður ríkisstjórnarinnar að flytja þjóðinni stöðugar upplýsingar um það sem kann að verða gert á næstu áratugum.Einhliða aðgerðir Halldórs og Davíðs um aðild þjóðarinnar að Irak stríðinu á sínum tíma er dæmigert fyrir ólögmætar ráðherra aðgerðir.Við getum ekki liðið lengur svona ofríki ráðherra framkvæmdavaldsins og að engir séu ábyrgir fyrir einu né neinu.Svona ríkisstjórn þarf að velta úr sessi og koma á ný lýðræði í þjóðfélaginu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfseyðingarhvöt smáflokka tryggir Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.áframhaldandi stjórnarsamstarf.
3.2.2007 | 22:58
Eins og kunnugt er eru ráðagerðir uppi hjá öryrkjum og öldruðum að bjóða fram í sitt hvoru lagi til alþingiskosninga.Framtíðarlandið íhugar einnig að bjóða fram og Frjálslyndifl.tvístrast hugsanlega í tvö framboð.Allir þessir aðilar telja sig óánægða með ríkisstjórnina og vilja fella hana.Það er ótrúleg skammsýni að stofna til svona margra framboða,það er bara vatn á millu ríkisstjórnarfl.Jafnaðarmenn eru að grafa sýna eigin gröf með svona smáflokkaframboðum,þeir hafa reynslu af því í gegnum árin,og satt best að segja hélt maður að Samfylkingin myndi geta haldið þessum flokksbrotum innan sinna vébanda.
Manni fallast hendur að vera áhorfandi að þessu pólutíska rugli,þar sem kjósendur hlaupa í sitt hvora áttina,allir ætla að bjarga öllum.Við hvert nýtt framboð fitnar púki íhaldsins á fjósabitanum og er sjálfsagt farinn að spá í hverjum hann bíður upp í til sín,eins og íhaldið hefur alltaf gert.Engin breyting er í sjónmáli á þessu munstri, ef fer sem horfir með öll þessi smáflokkaframboð.
Ellert Schram lýsir þessu ágætlega í grein sínni í Fréttablaðinu í dag og segir þar að umræddir smáflokkar hafi skipað sér í raðir sjálfsmorðssveita íslenskra stjórnmála.Stjórnarandstaðan hefur meiri hluta kjósnda á bak við sig,ef þeim auðnast að standa saman í einni órjúfandi fylkingu.Ég er gamall krati og skora á ykkur að vera í einu og sama liði,ef þið berið ekki gæfu til þess,kann ég ekkert úrræði við því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2007 kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)