Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Borða minna og hreyfa sig meira -burt með fæðubótaefnin og megrunarvörur

Fæðubótaefnin eru ætluð til viðbótar við venjulegt fæði.Hvers konar megrunarefni til að auka fitubrennsluna eru markaðssett undir alls konar formerkjum.Satt best að segja finnst mér þetta komið út í slíkar öfgvar,græðgin ræður ferðinni ,en ekki heilsusamlegt líferni.Áhrifamesta þyngdarstjórnunin er jákvætt hugarfar, bætt matræði og heilbrigður lílstíll.

Það þarf engin töfralyf til að halda réttri þyngd,borða bara aðeins minna og hollann mat og umfram allt hreyfa sig  a.m.k 3-4 sinnum í viku og helst daglega sé þess kostur.Ég hef tileinkað mér þennan lífsstíl til að halda kjörþyngd með góðum árangri alla mína æfi.

Það er með ólíkindum hvað fólk er auðtrúa  og móttækilegt fyrir þessum fæðubótaefnum,og skyndilausnum í hvers konar töfluformi .Við fáum öll efni,sem við þurfum úr hollum mat. Þá kosta þessar vörur offjár.

Látið ekki markaðssetningar vera ykkar leiðarljós í matræði,þið sjálf eigið að byggja upp ykkar eigið heilbrigði.


Snúa baki við fortíðinni og ganga beint áfram -Sjálfur leið þú sjálfan þig.

Nú er kominn tími til a reyna ð hjálpa Vilhjálmi út úr sínum pólutísku raunum.Það er sýnilegt að flokkbræður hans hafa ekkert útspil eða vilja til að hjálpa honum.Á Vilhjálmur enga inneign hjá flokknum eftir að hafa þjónað honum  dyggilega í áratugi ?

Maðurinn er að stærstum hluta,það sem umhverfið og þjóðfélagið hefur gert hann.Innlegg okkar til lífsins er ekkert ákveðið lögmál. Eins og þú sáir svo munt þú uppskera.Allir verða fyrr en síðar að leita með rökvísum hætti að eðli og orsökum þess vanda, sem þeir lenda í.Það er ekki alltaf nóg að játa mistök sín með vörunum einum saman og biðjast fyrirgefningar ef heilindin skortir. 

Bjargráðin geta verið vandfundin,það er oftast erfiðast að leita úrlausna á eigin vandamálum.Þá verður maður að leiða sjálfan sig á jafnréttis grundvelli.

Vilhjálmur hefur fyrst og síðast skaðað sjálfan sig og flokkinn.Það hafa margir séð villuljós á refilstigum og krókóttum leiðum stjórnmálanna .Ég ætla bara að vona að Vilhjálmur sigli fley sínum   milli skers og báru og nái góðri lendingu.Ég hef verið dómharður í þessu máli,meðalvegurinn er oft vandfundinn.


Skjöl hjá FBI um Halldór Laxness ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Ættingar Laxness hafa beðið Ingibjörgu Sólrúnu,utanríkisráðhr. að kanna hvort þeir geti komist í skjöl honum tengd,sem vistuð eru hjá alríkislögreglunni FBI.Utanríkisráðhr.hefur orðið við beiðni ættingjanna.Umrædd gögn eru búin að vera hjá FBI yfir 60 ár.Guðný dóttir Halldórs segist enga skýringu hafa á þessari miklu leynd,sem yfir þessu máli hvíli,nema ef vera skyldi til verndar öðrum,sem kynnu að tengjast hlerunarmálum.

Þetta hefur haft þau áhrif,að ekki var hægt að gefa út verk Laxness í 50 ár í Bandaríkjunum.Guðný heldur því fram að njósnabeiðnin hafi á sínum tíma komið frá Bjarna Benediktssyni og ísl.ríkistjórninni.Í dag myndi maður kalla þetta landráð segir Guðný.

Vissulega væri fróðlegt að vita hvaða fleiri upplýsingar  eru vistaðar um Íslendinga hjá FBI,sem þeir hafa aflað með símahlerunum og öðrum hætti hérlendis m.a,á kaldastríðs árunum.Sú rannsókn,sem fram fór nýlega varðandi  Jón Baldvin Hannibalsson,þáverandi utanríkisráðhr.um meintar símahleranir í ráðuneytinu voru gagnslausar,þar sem þeir sem yfirheyrðir voru löggæslumenn,sem bundnir voru trúnaðarheiti í starfi og höfðu því enga lagalega heimild til að skýra frá málavöxtum.Rannsóknin leiddi af þeim sökum ekkert saknæmt í ljós og fullyrðingar  Jóns Baldvins standa ennþá óupplýstar.


Það er hörmulegt að sjá borgarflt.ítrekað harmi slegna vegna eigin mistaka.

Svo mikla samfélags byrði hafa Björn Ingi og Vilhjálmur borið í störfum sínum fyrir Reykjavíkurborg,að þeir hafa báðir tárast í beinni útsendingu.Fyrst var það Björn Ingi þegar hann sleit samstafinu í borgarstjórn og lýsti fyrir flokksmönnum aðdraganda gjörningsins og nú beygir Vilhjámur af þegar skýrsa v/REI er birt.

Eins og þú sáir svo munt þú uppskera.Báðir þess menn hafa  verðskuldað orðið fyrir mikilli gagnrýni,Björn Ingi hættur í borgarstjórn,en Vilhjálmur lafir,hefur tímabundið eftirlátið Ólafi (6527) borgarstjórastólinn í eitt ár,en ætlar svo sjálfur að verða borgarstj.á ný.Maður heyrir ekki nokkrun af samstarfsmönnum Vilhjálms í borgarstjórn andmæla þessum áformum hans.Í þessum flokki eiga menna að hlýða og ganga í fótspor foringjans,sem hefur svo baktryggt sig hjá valdhöfum flokksins.

Það þarf mikla einfeldni og  ósvífni að ranghverfa málefnum og blekkja fólk,sem hefur treyst manni fyrir málefnum borgarinnar.Eitt aumkunarverðasta og lágkúrulegasta í þessum málum er þegar menn reyna að losna undan ábyrgð og  afleiðingum verka sinni með  endalausu rugli,ósannyndum og afglapahætti.


Leiðin til að losna undan eigin ábyrgð er að fara úr borgarstjórn.

Nú er orðið endanlega ljóst eftir birtingu skýrslunnar, hversu alvarleg mistök Vilhjálmar þáverandi borgarstj.voru í svonefndu REI máli.Hann reyndi rétt einu sinni í Kastljósi í kvöld að afsaka afglapaverk sín og hann væri búinn að biðja þjóðina afsökunnar.

Afglöp hans verða vart rakin til þekkingarskorts,ósannar staðhæfingar og gallaðar skilgreiningar virtust vera af yfirlögðu ráði í þágu ákveðinna aðila,sem hefðu getað skaðað Hitaveituna um miljarða kr.Ruglandaháttur Vilhjálms í viðtölum við fjölmiðla í þessu máli voru með ólíkindum,en þegar Björn Ingi sprengdi meirhluta Sjálfstæðisfl.hélt maður að þáttur Vilhjálms í borgarmálum væri á enda.

En þá var bara hálfleikur hjá Vilhjálmi,náði aftur meirihluta í borgarstjórn með Ólafi (6527) og gerði hann að borgarstjóra í eitt ár,síðan myndi hann  sjálfur taka við.

Allt gerist þetta með fullri samþykkt borgarfulltrúa Sjálfstæðisfl.a.m.k.andmælir engin opinberlega,en jarðarfarasvipur þeirra var þó áberandi þegar Vilhjálmur tilkynnti fyrir fjölmiðlum hinn nýja borgarstj.

Samk.skoðanakönnun hefur Vilhjálmur um 3% atkvæða og Ólafur eitthvað svipað.Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda að sitja uppi með svo svona endalausa fíflhyggju.


Fangelsin sprungin - samfélagsleg þjónusta tekur við.

Þegar menn eru dæmdir til fangelsisrefsingar skulu þeir afplána í fangelsi.Nú eru hins vegar fangar látnir í auknum mæli afplána í samfélagsþjónustu t.d. geta fangar dvalið á Vernd í 12. mánuði.Nú er eðlilega spurt,hvort afplánun í samfélagsþjónustu jafngildi  samkvæmt hegingarlögum afplánun í fangelsi.

Ég hef ekki séð dómstóla dæma menn til afplánunar í samfélagsþjónustu,hver hefur lagalega heimild til að breyta fangelsisdómum með þessum hætti.Er það Fangelsismálastofnun með leyfi dómsmálaráðhr.sem metur hæfi fanga í afplánun í samfélagsþjónustu ? Hafa þeir lögformlega heimild til að breyta niðurstöðum dómstóla um afplánun í fangelsi ? Fangar voru vistaðir í Byrginu,Sólheimum,Vernd og sjálfsagt  á fleiri stöðum í svonefndri samfélagsþjónustu.Hvers konar hæfnismat fer fram á þeim föngum,sem verða þeirrar blessunar aðnjótandi að komast í samfélagsþjónustu veit ég ekki.

Vill ekki dómsmálaráðhr.upplýsa þjóðina hvernig þessum málum er háttað,svo enginn þurfi að velkjast í vafa um að lögformlega sé að þessum málum staðið.


Stefnu - og ráðleysi forsætisráðhr. varðandi krónuna er stórhættulegt.

Hlustaði  á forsætisráðhr.í umræðum á alþingi um stöðu krónunnar.Hann taldi að engar breytingar yrðu á gjaldmiðli þjóðarinnar á komandi árum og hann hefði engar áhyggjur af þessum málum.

Allir ábyrgir stjórnnmálamenn,fyrirtæki og reyndar þjóðin öll er mjög kvíðin um stöðu kr.,sem getur haft mikil áhrif  á alla þætti efnahagsmála þjóðarinnar.Fyrirtæki  eru farin að gera upp í erlendri mynt og bankar innan tíðar.Forsætisráðhr.situr aðgerðar - og stefnulaus í þessum málum.Mér leið illa að horfa á manninn í ræðustól alþingis,hann svaraði engum spurningum málefnalega,reyndar bara rugl.

Hvað ætlar Samfylkingin að gera ? Bíða  bara og sjá hver framvindan verður.Allir viðskipaaðilar í inn - og útflutningi, og einnig  þúsundir Íslendinga ,sem hafa tekið erlend lán til íbúðarkaupa o.fl.bíða allir með hnút í maga hvað framundan er með örmyntina okkar.Er kannski Sjálfstæðisfl.stjórnað áfram af Seðlabankastj.Davíð Oddsyni a.m.k er línan í gjaldseyrismálum sú sama hjá báðum aðilum.Ég hélt að samstarf tveggja stærstu stjórnmálafl.landins gæfi fyrirheit um sterka stjórn,nú efa ég að svo sé.


Er heimilt að vista tvo fanga í sama klefa ? Hver er afstaða dómsmálaráðhr.til málsins ?

Það væri æskilegt,að dómsmálaráðhr.skýrði fyrir þjóðinni hvaða áætlanir séu framundan um úrlausnir í fangelsismálum í framtíðinni..Ætla má að alvarlegum afbrotum fjölgi á næstu árum og afplánunum fjölgi að sama skapi,sem kallar á meira fangelsisrými.

Rætt hefur verið í áratugi að byggja nýtt og veglegt fangelsi og nú hin síðari ár um fangelsi hér í nágrenni Stór - Reykjavíkursvæðisins,sem m.a. væri nýtt fyrir gæsluvarð,en ein og kunnugt er afar erfitt og kosnaðarsamt  að vista menn á Litla - Hrauni í gæsluvarðhaldi sökum fjarlægðar frá Reykjavík.

Ég ætla bara að vona að þetta ástand ,sem nú ríkir að hafa tvo fanga í sama fangaklefa sé neyðarráðstöfun,sem ljúki sem allra fyrst.


15 - 20 % þeirra sem voru í afplánun á s.l.2 - 3 árum ,voru af erlendu bergi brotnir

Um 7% Íslendinga eru nýbúar ,sem hafa koma erlendis frá eða um 22.þúsund manns.Það vekur athygli að brotatíðni þessa fólks er  er 2-3.sinnum hærri en hjá innbornum Íslendingum.Rétt er þó að hafa í huga,að nokkrir erlendir menn eru meðtaldir í þessum tölum,sem hafa verið teknir við komu til landsins með fíkniefni og vegna fleiri brota.

Hér er ekki verið að reyna að ófrækja nýbúa,heldur benda á tölur,sem hljóta að vekja athygli.Það kostar mikla fjármuni að láta þessa menn afplána langa fangelsisdóma hérlendis,best væri að senda þá til síns heimalands,en um það þarf að semja við viðkomandi ríki.

Mismunandi skoðanir eru um,hvort rétt sé að tilgreina þjóðerni þeirra,sem hæsta brotatíðni hafa.Þá gætu saklausir borgarar þess ríkis orðið fyrir aðkasti hér og hvers konar einelti.Hins vegar gætu atvinnurekendur haft bein áhrif á hvaða fólk fær hér vinnu.Sjálfsagt er þetta allt umdeilanlegt,en þarf eigi að síður að skoða vel.Við höfum að mestu búið í friðsælu landi og verið laus að mestu leiti við ásókn útlendinga í atvinnu hér á landi.Nú er þetta allt breytt,við skuldbundin að taka við fólki frá ESB löndum.Það verður ekki flokkað í hópa eftir þjóðernum,við erum komin í þessa hakkavél,þar sem öllu ægir saman.Við eigum að ræða þessi mál hispurslaust,en ekki láta þróast hér alls konar andstöðuhreyfingar milli þjóðerna,eins og þekkt er nánast um alla Evrópu.


Sterkt framboð að Obama verði varaforseti Clinton.

Nú styttist óðum í að kosið verði í 20 fylkjum í Bandaríkjunum.Skoðanakannanir eru nokkuð misvísandi,nái Clinton að höfða nógu sterkt til kvenna ætti hún sigurinn vísan,en Obama virðist höfða breitt til kjósenda og gæti komið öllum á óvart.

Ætla má að Obama hafi með hrífandi framkomu sinni höggvið stór skörð í raðir kjósenda Clinton.Þetta verður spennandi,en mestu skiptir að Demokratar vinni í komandi forsetakosningum,en hafi jafnframt áfram meirihluta í báðum deildum þingsins.Það býður næsta forseta Bandaríkjanna  mikið starf að gjörbreyta utanríkismálastefnu þjóðar sinnar og reyna að endurheimta  traust og virðingu annara þjóða.

Heimsveldisstefna Bandaríkjanna undanfarin ár, þar sem hervaldi og sífelldum ógnunum hefur verið beytt í samskiptum þjóða og alþjóðalög virt að vettugi,verða skráð í sögunni sú þjóð sem hvað mestum hörmungum hafa valdið í veraldarsögunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband