Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Kannski eigum við nokkra hálendisbangsa - Meint bjarndýrsspor á Hveravöllum.

Samk.upplýsingum frá ísl.þyrluflugmanni í kanada,sem hefur m.a.starfað undanfarin ár við að fanga fjölda ísbjarna á ísbreiðunum þar með þeim hætti að fljúga lágt yfir þeim og skjóta þau með deyfilyfjum.Þeir hafi það í hendi sér að nálgast þau í skotfæri.Þessum þyrluflugmanni fannst viðbrögð Íslendinga klaufaleg og einkennast af þekkingaskorti.Taldi rétt að við leituðum til Kanadamanna eða Norðamnna til að  læra að fanga þá.

Umtal er um að erlendir ferðamenn hafi séð meint bjarndýrsspor á Hveravöllum er nú til rannsóknar.


mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengi krónunnar aldrei lægra - gengi dollars er nú 82.60 krónur.

Krónan lækkaði um 3,4% í gær.Frá ríkisstjórninni heyrist ekkert,alltaf sama úrræðaleysið.Frá áramótum hefur gengið fallið um tæp 40%.Hvað þarf gengið að falla mikið til að fullvissa ríkisstjórnina um að krónan er ekki lengur nothæfur gjaldmiðill.Krónan er stærsti orsakavaldur verðbólgunnar,en "úrræði" ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans að styrkja krónuna koma ekki að neinu gagni.

Forsætisráðhr.nefndi þó í 17 júní ræðu sinni,að allir ættu að sýna ráðdeild og spara,engin úrræði nefndi hann að væru í undirbúningi hjá ríkisstjórninni.Þjóðin er búin að bíða í ár eftir aðgerðaráætlun stjórnarinnar,aðilar vinnumarkaðarins hafa reynt að opna dyrnar með vægum kröfum,en ekkert líf bærist innan veggja ríkisstjórnarinnar.

Tugir þúsunda heimila skulda meira en eignir þeirra standa fyrir,höfuðstóll af meðal húsnæðislánum hækkar á annað hundrað þúsund kr.á mánuði.Ríkisstjórnin nefnir ekki þessi fjárhagslegu vandamál heimilanna eins og henni komi þau ekkert við.Ég gerði mér ekki vonir um stórtækar aðgerðir íhaldsins,en að Samfylkingin þá loks hún komst í ´ríkisstjórn yrði sama lágkúran því hefði ég seint trúað.Ég vissi reyndar fyrir að mannshöfuð sumra er ekki aðeins þungt,það er líka  lengi að skapast. 


Búið að skjóta tvö bjarndýr á tveimur vikum - Hvað næst ?

Svo virðist sem við Íslendingar höfum ekki nægjanlega þekkingu að fanga bjarndýr.Nú er nóg komið og við viljum strax sjá vel skipulagðar aðgerðaráætlanir,sem við sjálfir framkvæmum.Á ótal myndum erlendis frá má sjá hvernig staðið er að skjóta deyfiefnum í ýmis konar rándýr.Við skulum leita til þeirra aðila,sem hafa mikla reynslu á þessu sviði.Ég er hræddur um að við fáum slæma dóma fyrir frammistöðu okkar hingað til.

Það er gott framtak hjá umhverfisráðhr.að setja menn í að kanna hvað hefði betur mátt fara og jafnframt að gerð verði aðgerðaráætlun um hvernig verði staðið að þessum málum í framtíðinni.


Hvað fór útskeiðis við björgun ísbjarnarsins ? - Sá danski hæfði ekki dýrið.

Lögreglan þarf að gefa opinbera yfirlýsingu um aðgerðir á vettvangi.Af hverju voru ekki íslenskar skyttur látnar skjóta deyfiefnum í dýrið ?Stafaði fréttamönnum hætta af dýrinu ,á hvernig farartækjum voru þeir ? Gáfu menn sér nægan tíma til að skipuleggja nokkrar aðgerðaráætælanir eftir því hver hugsanleg viðbrögð bjarnarins yrðu ?

Þetta er sorgleg niðurstaða eftir þann góða ásetnig og  undirbúing sem viðhafður var til bjögunar.Við erum þó reynslunni ríkari.Það verður strax að skoða Hornstrandir og reyndar fleiri staði og kanna gaumgæfilega hvort þar kunna að leynast bjarndýr,en þangað eru margir ferðamenn að fara á næstu dögum og vikum.Ég er ekki að gagnrýna neina,sem komu að þessu verkefni,en best er að allir fái að vita hvernig að þessu var staðið.


Ástand golfvalla í góðu ástandi - leikurinn,náttúran, hreyfingin og ánægjan er mikil.

Ég er í golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar G K G.Fyrir okkur sem búum á þessu svæði er örstutt á völlinn.Umhverfið er fallegt hæðir í kringum völlinn,þar er líka nokkur trjágróður og tjarnir.Þá er fuglalífið fjölskrúðugt,mikið af mófuglum,öndum og gæsum.Bráðum fara ungarnir að hlaupa á golfbrautunum,vona bara að Veiðibjöllurnar komi ekki og tíni þá upp.Veiðibjallan er óvinur okkar allra,sem höfum yndi af smáfuglunum.Þær eiga þó sinn tilverurétt,við því er víst lítið hægt að gera.

Golfið er góð fjölskylduíþrótt.Hundruð barna eru hér í golfskóla og fátt er skemmtilegra en sjá þau með kylfurnar sínar sæl og kát.Þau eru svo tillitssöm og kurteis,við sem eldri erum gætum oft tekið þau til fyrirmyndar.Stóra vandamálið er að þessi íþrótt kostar nokkuð mikið og margir hafa ekki efni á stunda hana.Bæjarfélögin hafa þó lagt mikið fjármagn í uppbyggingu golfvallarins ,enda er svæðið mest sótta útivistarsvæði þessa byggðalaga.


Góðar fréttir,að reynt verði að bjarga hvítabirninum við Hraun á Skaga.

Von á mönnum frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn á morgun með búr og tæki til að bjarga dýrinu.Nú er ég ánægður með aðgerðaráætlun Hjalta J.Guðmundssonar ,sviðsstjóra náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun um að bjara dýrinu.

Það verður fróðlegt og jafnframt spennandi að sjá hvernig þessar aðgerðir fara fram.


mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska krónan verði gjaldmiðill þjóðarinnar,þar til ákvörðun verður tekin með ESB

Það er deginum ljósara að Seðlabankinn virðist engin áhrif hafa á gengi krónunnar.Krónan veikist stöðugt og setur verðbólguna hér í hæstu hæðir.Áfram situr ríkisstjórnin aðgerðalaus og vonar að einhvern timann muni krónan styrkjast.Annað eins úræðaleysi er vandfundið í ísl.stjórnmála heimildum.Verðbólgan hækkar höfuðstól íbúðarlána landsmanna um miljarða á hverjum mánuði.27 þúsund íbúðareigendur skulda umfram eignir og enn fleiri bifreiðaeigendur skulda í bílalánum umfram verðmæti bifr.

Þetta er þó bara einn þáttur af efnahagsóreiðunni,okurvextir og matarverð eru stöðugt að grafa sig dýpra inn þjóðarsálina.Ég skil ekki aðgerðarleysi stéttarfélaga og alls almennings.Er óttinn svona mikill að hann beinlínis dragi allan kjark úr fólki eða erum við bara sundraðir hver uppi í hárinu á öðrum.Meðan enginn hefur hemil á græðginni hver ætti þá að skera okkur niður úr snörunni.

Við þurfum frelsi og lýðræði til að byggja upp menningarlegt þjóðfélag,en ekki vera sífellt að  ranghverfa og  blekkja fólk.Þjóðin verður að finna sér sameiginlegan vettvang til að velta af sér því oki sem við búum við.Er ekki eðlilegast að stéttarfélögin í landinu hafi það forustuhlutverk og þjóðin beri gæfu til að standa fast að baki þeim.


Hátt markaðsverð skapar mikið framboð á fíkniefnum hérlendis.

Góð frammistaða löggæslunnar í þessu máli,sýnir að við erum í stakk búnir að takast á við glæpahringi,þó svo að ekki verði höggvið stórt skarð í  fíkniefnamarkaðurinn.Það sem vekur nokkra athygli er ,að svo mikið magn af Cannabisefnum skuli flutt hingað núna þegar neysla á hassi hefur heldur dregist saman á sama tíma ,sem mikil aukning hefur orðið í neyslu sterkari efna. 

Það sem vekur nú mestan óhug er ef satt reynist,að heroin sé að festa rætur hér.Heroin er lang hættulegasta fíkniefnið,afleiðingar þess á heilsu manna hefur gífurlegar afleiðingar.Þá er efnið notað af glæpahringjum  til að hafa stjórn á vændiskonum og hvers konar glæpir,þjófnaðir,rán og manndráp eru tíðast tengd heroin neyslu.Ég ætla bara að vona að ríkisstjórnin standi fast að baki löggæslunni í þessum málaflokk,nógu slæmt er ástandið fyrir,en nái heroin neysla að festa hér rætur með skipulögðum aðgerðum glæpahringja þá erum komin á ystu nöf.Hemill á græðgi peningavaldsins ,sem nærist á fíkniefnum verður ekki tortímt,en það er hægt að spyrna rækilega við fótum ef ríkisvaldið skilur sinn vitjunartíma.


Nú getum við bæði drukkið Gullfoss og Geysir í framtíðinni.

Gullfoss ,nýr íslenskur bjór væntanlegur á markaðinn í júlí.Ölgerð Reykjavíkur framleiðir bjórinn.Geysisbjórinn fer einnig innan tíðar að koma  á markað,en það er bruggverksmiðjan á Árskógssandi undir stjórn Heimis Hermannssonar,sem þar ræður ríkjum.Það verða frægustu náttúruperlur þjóðarinnar,sem skreyta mjöðinn.Það er eins gott að bjórinn standi undir nöfnum.

Bensínverð í methæðum víðsvegar um heim.Hvar eru mörki?

Á morgun mun bensínverð t.d.í Danmörku hækka í 11.68 d.kr.jafngildir 187 ísl.kr.Manni finnst skorta nánari upplýsingar um ástæður fyrir þessum miklu hækkunum.Sumir tala um stríðsástand  vegna Irans og reyndar fleiri múslimaríkja við Israel eða öllu heldur við Bandaríkin.Það sé verið að undirbúa sig með eldsneyti fyrir þau átök.Þá er réttilega bent á mikla aukningu eldsneytis í Kína,Indlandi o.fl.austurlöndum fjær.Manni finnst samt eitthvað fleira liggja til grundvallar þessum miklu hækkunum,eru stærstu olíuframleiðslu ríkin eitthvað að styrka stöðu sína í valdatafli viðskipta og hernaðar í  heiminum? Eiga vopnaframleiðendur ekki líka stórra hagsmuna að gæta á þessum vettvangi ?Sá spyr sem ekki veit.Er ekki löngu kominn tími til að ríkissjóður og olíufélögin lækki olíuverðið a.m.k.tímabundið.Það myndi líka slá eitthvað á verðbólguna.Þessar olíuhækkanir magna upp verðbólguna,það bítur hver í skottið á öðrum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband