Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Er draumur Íslendinga um laust sæti í heimsmeistarakeppninni úr sögunni ?

Einn daprasti leikur Íslendinga í handknattleik í dag við Makedóníu í Shopje er staðreynd.8 marka munur 34-26.Liðið var illa skipulagt og gátu stórskyttur Makedóna nánast skorað eftir vild.Varnarmenn okkar reyndu aðeins í lok leiksins að stíga fram gegn skyttunum og það bar strax árangur,en þá var leiktímanum að ljúka.Þá nýttum við ekki fjölda dauðatækifæra,það var nánast öllu klúðrað í einhverju fáti.Reynar varði markmaður Makedóna yfir 25 skot.

Miklar væntingar liðsmanna okkar um gott gengi eftir sigur á Svíum, virtist hafa slæm áhrif á liðið.Lið Makedóníu sýndi ágætan leik á pörtum,en þó engan toppleik.Seinni leikur liðanna hér heima verður okkur afar erfiður.8 mörk er löng leið að brúa.Strákarnir okkar hafa nokkrum sinnum áður orð'ið að fara torveldustu leiðina og bjargað sér fyrir horn.Það verður væntanlega erfiðast fyrir okkur að sigrast á markmanni þeirra.Áfram Ísland gefur mörg mörk,áhorfendur verða að troðfylla höllina. 


Ríkissjóður verður a.m.k.tímabundið að lækka verðið á eldsneyti.

Eldsneytisverðið hefur mjög víðtæk efnahagsleg áhrif á flesta þætti þjóðlífsins.Vissulega geta bifreiðaeigendur fólksbifr. fengið sér sparneytnari bíla, notað reiðhjól í ríkari mæli en nú er.Öðru máli gegnir um vörubifr.rútur og ýms þungavinnslutæki.Þá hefur eldsneytisverðið mikil áhifr á rekstur skipaflotans´og áætlunaflugs innan og utanlands.

Kannski kæmi líka til greina að setja tímabundið fast verð á eldsneytið svo neytendur og atvinnurekendur geti betur áætlað heildar kosnaðinn við reksturinn.Það verður ekki séð fyrir hvort eða hvenær eldsneytið lækkar,það gæti eins haldið áfram að hækka.


Góð yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar um dómsniðurstöðuna í Baugsmálinu.

Hún telur að umfang rannsóknarinnar og ákæranna,sem gefnar voru upphafalega væru ekki í neinu samræmi við tilefnið. Eins og kunnugt er voru ákæruatriðin í málinu 40 talsins,en aðeins ákært í einu þeirra .Þessi niðurstaða staðfestir,að umfang rannsóknarinnar var ekki í neinu samræmi við tilefnið eins og utanríkisráðhr.segir.Hún getur þess einnig í yfirlýsingu sinni að stjórnvöld ættu að draga lædóm af niðurstöðinni.

Þegar forsætisráðhr.var spurður sömu spurningar ,taldi hann ekki viðeigandi að svara spurningunni.Geir virðist lifa í núllinu,hann gefur ekki heldur upp neinar ráðstafanir né aðgerðaráætlanir ríkisstjórnarinnar í verðbólgu og vaxtamálum.Hann hefur líka verið í núllinu varðandi vandamál og átök flokksbræðra sinna í borgarstjórn.Þjóðin bíður enn eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar,en biðlund hennar varðandi aðgerðir í efnahagsmálum er senn á enda,verðtrygginar á höfuðstól íbúðarlána flæða nú yfir tugþúsundir heimila í landinu,sem skulda meira en eignarstaða þeirra.Núll staða forsætisráðhr.er sprungin.Stóra spurningin er hvort Samfylkingin ætlar að spyrna við fótum eða láta Sjálfstæðisfl.draga sig með sér niður í fallinu.


Baugsmálið stærsti réttarfarslegi skandall Íslandssögunnar komið á leiðarenda.

Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms.Jón fær þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hlutast til um útgáfu tilhæfulausra kredit reikninga frá Nordica.Embætti Ríkislögreglustjóra hefur borið veg og vanda af þessum lengstu réttarhöldum Íslandssögunnar.Um 4o ákæruatriði voru lögð til grundvallar í málinu,en aðeins dæmt fyrir eitt ákæruatriði.Sú þráhyggja ,sem viðhöfð var af embættinu m.a.með endurupptöku mála og hræra stöðugt í sömu grautarskál um árabil virtust  helst grundvallast á persónulegum hatri og óvild gegn fjölsskyldu  Jóhannesar í Bónus,fremur en lögformlegum rannsóknum og réttarhöldum. 

Aðför Ríkislögreglustjóra að Baugi og upphaf þessa máls hefur stórskaðað íslenskt réttarfar.Þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir og reyndar fleiri fjölskyldumeðlimir og nokkrir af yfirmönnum fyrirtækisins hafa í meira en hálfan áratug orðið að búa við ósannar staðhæfingar og hvers konar gallaðar skilgreiningar á meintum sakargögnum.Oft virtist að verið væri að ranghverfa málum og blekkja fólk.Það virðist líka sem reynt hafi verið beinlínis að draga pólutískt myrkur yfir höfuð meintra sakborninga.

Sú mikla andlega þjáning og tilfinningastríð ,sem umræddar fjölskyldur hafa orðið að ganga í gegnum vegna þessa máls er ólýsanlegt.Þeir sem stóðu upphaflega að þessari aðför og nýttu sér aðgang að réttarkerfinu eru engin höfuðlaus sköpun,þau er illkynjað mein í þjóðfélaginu.Hvenær eða hvort þeir aðilar,sem stóðu að baki þessum málaferlum  verði látnir gjalda verka sinna er óráðið.Eitt er þó víst að við uppskerum eins og við sáum.Það hefur rækilega sannast á verkum Ríkislögreglustjóra.  


Enn bíður þjóðin eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar - Seðlabankinn ræður ekki för krónunnar.

Af hverju kemur ríkisstjórnin ekki fram með opinbera aðgerðaráætlun í verðbólgu og vaxtamálum.Er ríkisstjórn ekki samstíga um aðgerðir í þessum málum.Nú er spáð 10 % verðbólgu út árið,en 6 % verðbólgu á næsta ári og 6% atvinnuleysi.Slíkar spár kalla á aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax.Eins og áður hefur komið fram eiga nú 27 þúsund íbúðareigendur ekki fyrir skuldum.Með sama ráðleysi og aumingjahætti ríkisstjórnarinnar blasir við gjaldþrot tugi þúsunda heimila í landinu.

Nú þegar er fjöldi landsmanna farnir að undirbúa brottför úr landi og þá eru einkanlega námsmenn,sem hugðu á heimkomu  frestað henni.Allt er þetta að gerast út af ráðleysi ríkisstjórnarinnar og röngum stjórnarháttum.Ríkisstjórnin og Seðlabankinn einblína á styrkingu handónýtrar krónu,sem getur einhliða aldrei orðið  nein lækning á okkar efnahagsmálum.Um það er mikill meirihluti þjóðarinnar sammála eins og komið hefur fram í endurteknum skoðanakönnunum ,nema þingflokkar Sjálfstæðisfl.og VG.

Það vita allir heilvita menn,að þjóðin verður að hafa virkan gjaldmiðil.Við verðum því strax að leysa þau mál.Ég held að þjóðin eigi núna að ganga til kosninga um umsókn að aðild í ESB.Sé það ekki hægt í samstarfi við Sjálfstæðisfl.verður þessu stjórnarsamstarfi að ljúka og ganga til alþingiskosninga í haust.


Hver fyrirskipaði að hvítabjörninn yrði skotinn - Við eigum ekki að drepa friðuð dýr í útrýmingahættu.

Af hverju var dýrið ekki svæft og komið fyrir í búri meðan kannaðir yrðu möguleikar á framtíð þess.Þetta mikla óðagot að senda hóp manna til að skjóta dýrið.Óttinn við bjarndýrið var slíkur að fimm úrvalsskyttur voru sendar á vettvang til að fella það.

Það er að koma í ljós,að varalið dómsmálaráðhr.getur víða komið að notum.Fyrsta innrásin eftir að við tókum við vörnum landsins hefur verið hrundið af  landgönguliðinu.Það á náttúrlega ekki að hafa svona grafalvarlegt mál í flimtingum.Var engin undankoma að fella dýrið? Var hugsanlega hægt að koma því til heimkynna sinna? Mér finnst við eigum að virða í öllum tilvikum dýraverndarlög um friðanir.


Stolið úr mannlausu húsi í Hveragerði - Mat þjófa á aðstæðum er ekki til.

Að nota sér svona aðstæður til þjófnaðar er öllu heilbrigðu fólki óskiljanlegt.Algengustu ástæður fyrir hvers konar gripdeildum í dag eru að afla sér peninga til fíkniefnakaupa.Þjófar hafa alltaf verið til og í sakamálafræðum er þessi tegund afbrota sú algengasta í mannheimi.Aðferðafræði þjófa er afar breytileg,sumir stela nánast öllu sem hönd á festir,aðrir velja sér tiltekin svið,þar sem af vel yfirlögðu ráði þjófnaðir eru skipulagðir ,svo eru þeir sem nýta sér einfaldar og áhættuminni aðferðir,stela úr mannlausum  húsum,bifr.ofl.

Þjófnaðir koma öllum illa og eru því sú tegund afbrota,sem erfitt er að baktryggja sig fyrir.Þeir fara huldu höfði meðal vor,ómerkt pláa,sem við verðum að búa við.Hinir fingralöngu eru það oftast æfilangt.Þjófar fara yfirleitt ekki í manngreiningarálit né láta hinar sárustu aðstæður aftra sér eins og dæmið í Hveragerði sýnir.


Sett verði lög fyrir ferðamenn um hálendissvæðin vegna öryggismála o.fl.

Á hverju ári verða bjögrunarsveitir að fara í fjölda leiðangra inn á hálendið að leita að fólki,sem hefur  villst af leið ,fest  eða skemmt farartæki sín og hafa ekki nothæfan fjarskiptabúnað eða alls engan meðferðis.Þá láta sumir aðalega útlendingar ekkert af sér vita.

Skipulagðar leitir fjölmennra björgunarsveita eru afar kosnaðarsamar og fáir eru tryggðir fyrir slíkum aðgerðum.Ég viðurkenni að mig skortir þekkingu á þessu sviði bæði framkvæmda - og lagalega séð.Er eins og hver annar Íslendingur,sem heyrir frásagnir í fjölmiðlum af hvers konar leitar - og björgunaraðgerðum.

Mér hefur oft dottið í hug,að hálendissvæði ,sem eru hættuleg yfirferðar væru öll kortlögð með ákveðnum litum,mælikvöðrum og kennimörkum.Sett yrðu lög um að allir þeir sem fara um þessi svæði verði að tilkynna ferðamálaskrifstofum ferðaáætlun sína nákvæmæmlega og þeim sé skylt að hafa öruggan og viðurkenndan fjarskiptabúnað meðferðis.Fari ferðamenn í heimildarleysi inn á þessi svæði séu ákveðin viðurlög við að brjóta þau.


Condolleezza utanríkisráðhr.Bandaríkjanna mótmælir hvalveiðum Íslendinga.

Rice kom hingað til Íslands í gærdag.Hún mótmælti ályktun alþingis Íslendinga varðandi meðferð fanga Bandaríkjshers í Guanttánamo.Taldi að við ættum að kynna okkur skýrslu frá Öryggis - Samvinnustofnun Evrópu þar að lútandi.Þá mótmælti hún einnig hvalveiðum okkar.Hópur þingmanna í  fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram ályktunartillögu að hvalveiðum  þar í landi  verði hætt bæði vísinda - og atvinnuveiðum.

Íslendingar ættu að banna hvalveiðar af tveimur megin ástæðum.Enginn markaður er fyrir hvalkjöt erlendis lengur og mjög vaxandi hvalaskoðun er orðinn vænlegur atvinnuvegur víðsvegar kringum landið,sem skapar þúsundum Íslendinga atvinnu og miljarða tekjur. 

Hvalveiðar eru eins og kunnugt er illa séðar af miljónum manna um víða veröld.Þær verkar afar sterkt á tilfinningalíf fólks,sem telur hvalina stærstu dýr veraldar vera tign hafanna, skynsöm og hæfileikarík dýr með sterka sköpun.Þegar ég var til sjós,sem var reyndar ekki lengi,fann ég sterka kennd með þessum tilkomumiklu dýrum.Hvalverkunarstöðin í Hvalfirði var ekki stoppistöð mín á ferðum þar framhjá.  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband