Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Íslenska eymdarvísitalan ( Misery Index ) mælist nú 16,7 %.
13.8.2008 | 23:14
Mælikarðrinn á eymd er fundinn út með því að leggja saman verðbólgustigið 13.6 % og atvinnuleysi 3,1 %.Aðeins fyrri Austantjaldslríki og Suðurameríkuríkin toppa eymdarvísitölu okkar.
Við höfum verið að hæla okkur af ríkidæmi þjóðarinnar,reyndar hef ég aldrei skilið þá skilgreingu,þar sem heimilin í landinu eru þau skuldsettustu í Evrópu og þó víðar væri leitað.Eru kannski eignir og skuldir enginn mælikvarði lengur á ríkidæmi þjóða.
Pétur Pétursson er besti knattspyrnumaður á Íslandi fyrr og síðar.
12.8.2008 | 20:43
Ég ætla ekki að fara að rökstyðja álit mitt í þessum efnum,öll samanburðarfræði um getu manna í knattspyrnu er afar mismunandi eftir því hvaða hæfileika þeir hafa .Þegar allt er grandskoðað finnst mér leikskilningur,framkoma og tæknileg meðferð Péturs vera í fyrsta sæti.Hann var markaskorari af bestu gerð,á reyndar ennþá deildarmetið 19 mörk ásamt fleirum.
Gaman væri að heyra álit ykkar um besta leikmann Íslandssögunnar í knattspyrnu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Neytendasamtökin eiga daglega að auglýsa eldsneytisverðið.
10.8.2008 | 22:02
Þetta væri þörf og reyndar sjálfsögð þjónusta við neytendur svo þeir geti ávallt keypt elsneytið þar sem það er ódýast.Það myndi skapa einhverja samkeppni,þó hún sé oftast varla sýnileg.Láta reyna á þetta og sjá hvað gerist.Þá verða líka neytendur að verðlauna þá sem eru ódýrastir hverju sinni og versla hjá þeim.
Verðtryggingar á að banna með lögum -þær leggjast á höfuðstólinn og eru óafturkræfar.
8.8.2008 | 10:59
Verðtryggingar sem við búum við eru svo haganlega gerðar fyrir lánveitendur,að nánast allar verðhækkanir úti í heimi telja hérlendis.hvort heldur þær koma til út af olíuhækkunum eða matvælum erlendis frá.Verðbólguskotin koma á okkur úr öllum áttum.við eigum enga vörn né skjól hjá núverandi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hækkanir leggjast á höfuðstól lána og eru óafturkræfar sama hvað kann að gerast í heiminum síðar á lánstímanum.Verðtryggingin er þannig úr garði gerð,að ef um verðhjöðnun yrði að ræða lækkar lánið ekki neitt.Það hlýtur að teljast eðlileg og lýðræðis krafa að fundin verði leið til að jafna ábyrgðinni milli lánveitenda og lántaka.
Hvernig væri að ríkissjóður og bankar myndu taka á sig strax helming verðtryggingar á húsnæðismálum og verðtryggingin yrði að fullu afnumin innan tveggja ára.Slík aðgerð myndi veita lánveitendum sterkt aðhald og hjálpa jafnframt lántakendum að standa í skilum með sín lán.
Þóra Guðmundsdóttir skrifar ágæta grein um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skattaparadísir fyrir skattflóttamenn eru víðsvegar um heiminn.
6.8.2008 | 18:35
Samkomulag Íslands við hin Norðurlöndin að hindra skattaflótta á þessum Ermasundseyjum kemur að litlu gagni,þar sem fjöldi eyja í Karabiskahafinu og fjöldi annara staða víðsvegar um heiminn gegna sama hlutverki.
Vitað er að stór hluti þess fjármagns sem vistaður er á svona stöðum kemur m.a.frá alls konar afbrotamönnum og Mafíuhreyfingum viðsvegar í heiminum.Menn munu því auðveldlega geta fært viðskipti sín frá Ermasundseyjunum til annara staða.Það þarf að verða alþjóðleg samstaða um heimsbann við skattflótta,það gæti reynst sterkt vopn gegn hvers konar alþjóðlegum afbrotum.Við Íslendingar höfum mikilla hagsmuna að gæta eins og aðrar þjóðir í þessum efnum,hundruð ísl.fyrirtækja er skráð þar
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætla bara að vona að lögreglan banni klámsíður á blogginu.Mér hefur alltaf funndist klámið vera eitt aumkunarverðasta samband lágkúru og uppskapningsháttar ,reyndar eins og sefjasjúk ímyndun.
Græðgin hefur fundið upp alls konar kynlífs uppákomur og viðskipti til að koma ár sinni fyrir borð á þessum markaði.Því miður hafa aðalega ungar stúlkur orðið fórnardýr þessa glæpamanna,þar sem þær ganga kaupum og sölum milli vændishúsa,klúbba, hótela ,símavændisþjónustu o.fl.
Klámið er eins og menn líta lágkúruna neðan frá.Því miður liggja alltof margir hundflatir fyrir klám áróðrinum ,eru sífellt að leita og trúa alls konar bulli um kynlífs athafnir,sem þeir geta best leyst sjálfir.
Fjármunir á þessum ólögmæta glæpamannamarkaði er gýfurlegur og talinn koma á heimsvísu næst á eftir fíkniefnamarkaðnum,en þræðir þeirra liggja reyndar saman eins og kunnugt er.Öll er þessi starfsemi búin að skjóta hér rækilega rótum í okkar litla þjóðfélagi,en reynum af öllu mætti að stöðva framgang klámsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart sé miðað við getu - og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.O stefna forsætisráðhr.í verðbólgu og vaxtamálum með handónýta mynt er svo vissulega farið að taka sinn toll einkanlega á kjörfylgi Sjálfstæðisfl.32 % fylgi þeirra í skoðanakönnun nú þýðir í raun um 28% fylgi þeirra sé miðað almennt við kjörfylgi þeirra í alþingiskosningum.Samfylkingin verður strax að láta á það reyna hvort hægt verður að ná þjóðarsátt um aðgerðir í efnahagsmálum við aðila vinnumarkaðarins.
Verðbólgan verður að fara undir 4% fyrir áramót.Verðbólgan á evrusvæðinu er nú 4,1 % á meðan hún er hér yfir 13%.Vill ekki ríkisstjórnin upplýsa þjóðina hvað veldur þessum mikla mismun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tek ekki á móti seðlum bara greiðskukortum sagði afgreiðslum.á kassa í Byko í Garðabæ.
2.8.2008 | 22:13
Ég benti starfsm.á að krónan væri ennþá okkar gjaldmiðill.Í þessum peningaks.eru engar krónur,þú verður að fara hinn enda byggingarinnar ca.100 m.frá og greitt þar með seðlum.Ég sagði þá kassamanninum,að ég myndi ekki versla hér framar og afhenti honum varninginn.Ég bý ekki til reglurnar hér sagði hann vandræðalega.
Ég taldi þó rétt að fá þetta skipulag staðfest og fékk mér vænan göngutúr í hinna enda verslunarinnar.Þar staðfesti ung stúlka á kassa að svona væru nú skipulagið og viðskipavinir væru ekki sáttir við þetta fyrirkomulag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)