Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Þjóðin má ekki greiða meinta Iceskuld - Verða þrælar auðkúunar og græðgi.

Vegna þeirrar innbyggðu meinsemda,sem eru fylgifiskar auðkúunar  og ásýndar gangvart þjóðfélaginu og umhverfinu.Fátæktin sem verður fylgifiskur þjóðarinnar næstu árin,er ekki það versta sem þjóðina getur hent,heldur hið miskunarlausa ranglæti, tillitsleysi og hin sefjusjúka ímyndun auðvaldsins.Það andlega fresli og menningarlega þjóðfélag,sem einkennt hefur framfaraskeið þjóðarinnar yfir hálfa öld.getur orðið fyrir varanlegu tjóni.

Best væri við núverandi aðstæður að hafna öllum Icesamningum   við Englendinga og Hollendinga og fara í málaferli.Það veit enginn með vissu hvernig þau málalok yrðu.Ef við töpuðum málinu myndum við greiða í ísl.krónum,sem í reynd er töluvert lægri upphæð en sú, sem nú stendur til að samþykkja af ríkisstjórninni með vöxtum.Allar umræður um inngöngu Íslendinga í ESB eru ekki raunhæfar eftir allar þær neikvæðu umræður,sem þær hafa valdið.

 


Grimmd og skilningsleysi - Hvar er skjaldborg heimilanna.

Ríkisstjórnin ,bankar og fjármagnseigendur skilja alls ekki hagsmunasamtök heimilanna.Þjóðin hefur ekki áður kynnst jafn mikilli grimmd og tillitsleysi gagnvart  meðferð heimilanna..Forsætisráðhr.sagðist myndi slá skjaldborg um heimilin í landinu.Þjóðin hefur beðið eftir aðgerðum ríkistjórnarinnar ,sem hafa  reynst endalausar blekkingar og ósannyndi.Það eina sem hefur gerst að lánstími lánanna hefur lengst um þrjú ár,sem leitt hefur aðeins til smálækkunar á mánaðarlegum greiðslum,en í reynd eru lánin að hækka.

Heildarskuldir lánanna höfuðstóllinn fer síhækkandi og talið er að um 40.þúsundir heimila eigi ekki fyrir skuldum.Verðtryggingin með hækkandi verðlagi og þjónustu heldur áfram og krónan er áfram handónýt mynt.

Það er verið daglega að fremja mannréttindabrot,gangvart heimilum í landinu,óttinn, kvíðinn og þunglyndi fyrir framtíðinni nístir þjóðina miskunarlaust.

Loforða blaður forsætisráðhr.eru löngu þjóðþekkt.Þegar hún getur ekki lengur losnað undan afleiðingum verka sinna  og  skúðmælki ,þá stendur hún óvarinn í sinni eigin hripleku skjaldborg. 

 


Fiskveiðiheimildir verði auknar um 100.þús.tonn á ári næstu þrjú árin.

Ástand fiskistofna við Ísland hafa ekki í áratugi verið jafn góðir samk.niðurstöðum nýafstaðinna fiskirannsókna.Þetta eru góðar fréttir fyrir efnahag þjóðarinnar,nú er bara að nýta þær vel í þágu lands og þjóðar t.d. að koma í veg fyrir áætlaða hækkun skatta  lækkun launa og leiðréttingum á íbúðarlánum.Þá mætti jafnframt lækka erlend lán um a.m.k um helming

Svo virðist sem allir flokkar á alþingi núna séu samþykkir að auka verulega fiskveiðiheimildir nema VG.Hvaða tenging er á milli þeirra og LÍÚ ? Það hefur vakið mikla athygli að undanfarin 3 ár hafa Rússar veitt  árlega 2-3 sinnum meira magn af fiski en uppgefnar fiskveiðiheimildir þeirra sýna.Þrátt fyrir það hafa mælingar þeiira sýnt umtalsverða aukningu á fiskislóðum þeirra.Það virðist vera komin staðfesting á því ,að rannsóknir ísl.fiskifræðinga hafa ekki verið martækar um áratugaskeið er varðar aðferðarfræði    um verndun fiskistofna og stofnstærðir.

25. ára reynsla eða allt frá því að kvótinn var settur á 1984 hefur ekki tekist að byggja upp fiskistofna við Íslandsstrendur.Skipstjórar og ýmsir úgerðaraðilar hafa árum saman mótmælt þeirri aðferðarfræði,sem notuð hefur verið af fiskifræðingum til að auka fiskgengt hér.Við hefðum þó getað lært margt af Færeyingum og einnig ákveðna þætti frá Norðmönnum undanfarin ár.Kvótasala og okurleiga á fiskveiðiheimildum frá 1991 hefur setið í fyrirrúmi fiskveiðistefnunnar á Íslandi ásamt takmarkalausri græðgi.Afleiðingarnar hafa verið  augljósar í flestum sjávarbyggðum umhverfis landið.verðfall á húseignum, mínkandi atvinna og brottflutingar á fólki frá heimabyggðum.Þessar staðreyndir hafa blasað við þjóðinni í áratugi með fullu samþykki viðkomandi stjórnvalda Sjáfstæðis - og Framsóknarflokksins þrátt fyrir löggiltan eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiheimildum.

 

 


Skattsvikarar hljóti vægari refsingu,sem gefa sig fram innan ákveðinna tímamarka.

Í Bandaríkjunum hafa viðkomandi yfirvöld lækkað skattsektir, hafi skattsvikarar innan ákveðins tímabils greitt umsamdar sektir.Jákvæð viðbrögð í USA ættu að opna öðrum þjóðum leiðir til að ná að innheimta slíkar sektir.

Nú er rétti tíminn að láta á þetta reyna hérlendis.Verði viðkomandi skattsvikarar ekki við slíkum fyrirmælum  viðkomandi yfirvalda innan ákveðinna tímamarka,verði þeir dæmdir til fullrar refsinga og eignaupptöku.

Er Þjóðin ekki búin að fá nóg,að þurfa að greiða hundruð miljarða skuldir þessara manna með skattahækkunum,launalækkunum,almenn hækkun vöruverðs og hvers konar samdrætti á almennri þjónustu ?

40.þúsundir heimila í landinu og þúsundir fyrirtækja eiga ekki eignir fyrir skuldum.Framlenging lána ríkisstjórnarinnar er bara tímabundinn gálgafrestur.Hvenær brestur stíflan og afleiðingarnar flæða  yfir land og þjóð.Þolinmæði heimilanna er þrotin,hvernig hún veltir af sér græðgisvæðingunni og hinni óendanlegu spillingu kemur  í  fyllingu tímans.


Ný lög verða samþykkt innan skamms tíma á alþingi um algjört bann á nektardansi

Loksins eiga að koma lög,sem undanbragðalaust banna allar tegundir nektardansa á veitinga - og skemmtistöðum.Vitað er að nektardansar eru oftar en ekki hluti af mannsali og hvers konar frelsissviptingu vændiskvenna.Slíkar konur njóta engra mannlegra réttinda,þær eru þrælar ,sviptar öllu frelsi,oftast greidd laun að stærstum hluta í formi fíkniefna til að brjóta niður allt frelsi og siðferðisstyrk þeirra..Þeim er kennt að stela fjármunum af drukknum viðskiptavinum og fíkniefnaneytendum oftast í samvinnu við barþjóna.

Grimmustu og  miskunarlausustu  aðilar auðvaldsins og græðginnar eru þeir glæpahringir,sem um allan heim hafa náð að rótfesta sína starfsemi á þessu sviðum.Ýmsir sérfræðingar telja umfang þessarar starfsemi og fíkniefnadreifingu velta yfir 15 % af öllu fjármagni á heimsvísu.

Það er mikill heiður fyrir löggjafarþing þjóðarinnar að banna nektardansinn.Lögreglan verður að vera vel á verði,glæpamennirnir finna sér ótal smugur.Ýmsir lýta t.d. á Ísland sem framtíðar ferðamanna - og ráðstefnuland.Þar mun ekki skorta vel borgaða milliríkja vændisþjónustu.Fagurt og hreint land okkar á líka nóg af mönnum sem mæna græðgisaugum á hvert fótmál til uppbyggingar vændissins.Hinar innbyggðu meinsemdir gróðahyggjunnar eru alls staðar.

 


Tillögur að bæta eftirlit með skilvirkari hætti gegn hvers konar glæpastarfsemi.

Dómsmálaráðhr.hefur fyrirskipað hóp löggæslumanna að gera tillögur um aukið eftirlit með ókerfisbundnu vegabréfaeftirliti.Þetta er góð hugmynd og hefði alltaf átt að vera til staðar eftir að Íslendingar gerðust aðilar að Schengen.Þetta eftirlit á við útlendinga og íslendinga,sem ætla má að séu þátttakendur í hvers konar glæpastarfsemi.Ljóst er að hingað koma í auknum mæli erlendir glæpamenn,sem tengjast skipulögðum  glæpum oft í samráði við innlenda afbrotamenn.

Lögreglan þarf að hafa sérhæft lið við þetta eftirlit,sem myndi m.a.starfa með fíkniefnadeildinni og lögregluembættum viðsvegar um landið.Best væri að Íslendingar segðu sig úr Schengen samstarfinu,það var röng ákvörðun frá upphafi og veikti stórlega allt eftirlit með komu - og brottfararfarþegum .Vonandi verður þessi aðgerð dómsmálaráðhr.til að opna augu manna fyrir því að afleggja Schengen.Það lokar engu upplýsingaflæði eða boðleiðum Íslendinga við önnur ríki Evrópu er varðar lögreglumál.Persónulega þekkti ég vel til þessa málaflokks um árabil á Keflavíkurflugv.


Seðlabankinn spáir um 30% verðlækkun á íbúðarhúsnæði á næsta ári.

Hvaða afleiðingar hefur það um nýgerða íbúðarsamninga  ríkisstjórnarinnar við bankana og heimilin í landinu ? Húsnæðisskuldir  heimilanna hækka að sama skapi,mismunur eigna og skulda aukast .Í þessum óraunhæfu og ómarkvissu samningum ríkisstjórnarinnar eru engar marktækar skilgreiningar gerðar lengur um afleiðingar hækkunnar og lækkunnar á íbúðarlánum. Neysluvísitalan hefur verið aflögð  í þessum efnum og einhver konar "   afleggjari "af launavísitölu tekið við hlutverki hennar.Eftir standa ábreyttir höfuðstólar og verðtryggingar,sem ýmist eru fryst eða lengt í skuldahalanum.Það er haldið áfram að ranghverfa málin og blekkja fólk.Satt best að segja hef ég takmarkað traust á löggjafarþinginu,það á margt eftir að koma í ljós.

Ef einhver getur útskýrt þetta og séð fyrir afleiðingar þessa breytinga,væri áhugavert að fá svar við þessu. 

 


Er enginn sendihr.Bandaríkjanna á Íslandi ? Bað forseti Íslands hana aldrei afsökunar

 eða skýringu á að hætta við að sæma hana Fálkaorðu Íslenska lýðveldisins,sem orðunefnd hafði samþykkt?Eins og kunnugt var í fréttum á sýnum tíma var forseti Íslands búinn að tilkynna sendiherra  Bandaríkjanna um orðuveitinguna og mun hún hafa verið á leiðinni til Bessastaða til að móttaka hana þegar tilkynning barst frá embætti forsetans,að hætt væri við að veita henni orðuna og engin formleg skýring heldur gefin  fyrir afturköllun veitingarinnar.

Fréttaflutningur fjölmiðla af þessu dæmalausa hneyksli forsetaembættisins hefur aldrei verið opinberlega tilkynntur þjóðinni.Þá hefur heldur engin formlega ástæða  verið gefin ,hvaða orsakir valda því ,að bandarísk yfirvöld hafa ekki tilkynnt íslenskum stjórnvöldum um skipun á nýjum sendiherra.

Þjóðin á fulla kröfu á því,að þetta mál verði upplýst.Ef forsetaembættið gerir það ekki,ber utanríkisráðhr. að gera það  og upplýsa ríkisstjórnina og reyndar alla þjóðinni  frá málavöxtum.Er hugsanlegt að einhver bréf eða skeyti séu til staðar í opinberu skjalasafni forsetaembættisins,sem varpað gætu ljósi á þetta mál ?


Dæmalaus réttarfarsleg meðferð - Dæmdum nauðgara sleppt.

Kynferðisafbrotamaður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi  í Héraðsdómi í júlí í  s.l.sumar fyrir  að nauðga konu með mjög hrottalegum hætti í húsasundi við Trönuhraun í Hafnarfirði.Dómnum var áfríað af manninum til Hæstaréttar og skyldi hann sæta gæsluvarðhaldi  ,þar til dómur hans gengi í Hæstarétti.Konan sem fyrir árásinni varð hlaut fjölmarga alvarlega áverka og sýnt mikla streitueinkenni.

Ekki reyndist hægt að dagsetja mál mannins til munnlegs  málflutnings í Hæstarétti,þar sem dómsgerðir höfðu ekki borist til réttarins á tilsettum tíma.Gæsluvarðhaldsútskurður Héraðsdóm var felldur úr gildi vegna óhæfilegs dráttar í málinu og þá hinum seka sleppt úr fangelsi,en settur í farbann.

Þessi dæmalausa réttarfarlega  meðferð verður að rannsaka til hlýtar.Er hér um hrein mistök að ræða eða um skort á mannafla?

Að konan og aðstandendur hennar og reyndar þjóðin líka skuli þurfa að búa við það að umræddur sakamaður skuli ganga laus er ekki hægt að umbera á rettarfarslegum grundvelli. 


Tugmiljónum stolið af bensíni - Fyrirframgreiðsla fari fram - sjálfvirk lokun

Á  mannlausum sjálfsafgreisðlu bensínstöðvum,greiðir þú með korti eða seðlum áður en bensínið er sett á bifr.Á bensínstöðum þar sem þú setur sjálfur bensín á bílinn,ætti ekki að vera takki á dælunni til að opna fyrir rennsli.Greiðsla fari ávallt fram í afgreiðslu áður en bensínið er afgreitt og er þá dælan  jafnframt styllt á lítrafjölda og fjárupphæð.Á bensíndælunni sé áberandi skilti,sem skýrir frá afgreiðslumáta.

Sjálfsagt kunna að vera fleiri öruggar leiðir til að koma í veg fyrir bensínþjófnaði.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband