Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Fjármálaráðhr.vill áfram viðhalda ójafnræði og verðbólgu með notkun krónunnar.

Þessi einhæfa rökleysa ráðhr.skerðir  gýfurlega lífskjör almennings í landinu.Hækkun á innfluttum varningi hefur t.d.hækkað um 35 -  40% á s.l.2.árum.sem síðan hækkar stórlega neysluvísitöluna og vöruverðið í landinu.Þetta kemur náttúrlega fram í öllum rekstrarþáttum heimilanna.er þó ótalin hækkun íbúðarlána,sem mestum skaða veldur.Útflutningsverslunin græðir hins vegar mikið á hinni röngu skráningu krónunnar um 50%,en sá hagnaður nær aðeins til fámenns hóps þjóðarinnar.Sameign þjóðarinnar fiskurinn í hafinu er að stærstum hluta veðsettur fyrir hundruðum miljarða kr.skuldum í nafni útgerðarinnar.Um þá ólögmætu aðgerðir ræðir ekki fjármálaráðhr.heldur hvernig megi lækka laun og hækka skatta og skerða laun þeirra sem minnst mega sín.

Hefði ekki verið skynsamlegra að auka fiskveiðiheimildir tímabundið (2 -3 ár ) um 200.þúsuns tonn og greiða þannig upp að stærstum hluta Icesave skuldina.Það er helvíti hart að hlusta nú á komandi aðgerðir stjórnarflokkanna í efnahagsmálum,sem töldu sig málsvara láglaunafólksins í landinu fyrir kosningar.

Það vita allir sem bera eitthvað  skynbragð á efnahagsmál þjóðarinnar,að krónan er ónothæfur gjaldeyrir,sem muna viðhalda áfram ójafnræði og verðbólgu í landinu.

 

 

 


Nú verður þjóðin að standa saman - efla einingaranda og frelsið,

Það er örlát og góð þjóð,sem er ávallt tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem þurfa á aðstoð að halda í sárri neyð.Þó okkur skorti oft samstöðu og einingaranda í stjórnmálum,þá er hins vegar sá samúðarhugur og kærleikur til  staðar þegar mest á ríður það er sjálf vonin.

Við þurfum  andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp heilbrigt og menningalegt þjóðfélag. Hvað er andlegt frelsi ? Það er m.a.lausn undan blekkingum persónuleikans og sjálfslyginni.

Það er staðreynd,hvort heldur við erum trúaðir,vantrúaðir eða allt þar á milli,að við verðum að leita styrks í trúnni.Ef við látum berast  stjórnlaus fyrir vindi og iðandi straumi,verðum við fyrr eða síðar að taka út andlega þjáningu.

Kenningin um ódauðleika sálarinnar er efasemdarmönnum íhugunarefni en ekki hlutlæg sönnum.Hún skyggir  samt ekki á kristna trú.Á meðan við miðum líf okkar hér á jörðu að meira eða minna við undirbúing annars lífs,er og verður trúin á Jesúm Krist eiíf.

Í bók sem ég skrifaði 1994 og ber heitið Þögnin Rofin,fjallaði ég m.a.um örlagaþrungnar sakamálsögur,sem leiddu mig oft inn  í trúarlegar  hugleiðingar.Nú þegar kreppir að þjóðinni og óvissan um farsæla niðurstöðu í efnahagsmálum er ekki til staðar og löggjafarþingið nær ekki að sameinast um úrlausnir,þá erum við í miklum vanda stödd.Þó bjarráðin séu oft vandfundin,þá verða stjórnvöld og fólkið í landinu að standa nú saman eins og við höfum ávallt gert þegar stór slys og hörmungar hafa gengið yfir.

Þær þúsundir Íslendinga sem nú verða að leita aðstoðar hjálparstofnana og tugþúsundir heimila, sem eru að missa húseignir verða að fá varanlega hjálp.Til að ná því markmiði verðum við öll að standa þétt saman og ástunda sannleikann og heiðarlegt hugarfar.

Gleðilega hátíð og farsæl komandi ár. 

 

 


Núverandi leiðréttingar á íbúðalánaskuldum eru afglapaverk,sem standast ekki jafnræðisreglu

Samkvæmt síðustu aðgerðum bankana til lækkunar á höfuðstóli verðtryggða íbúðarlána vekur sérstaka athygli óeðlileg aðferðafræði milli lántakenda.Þar er lagt til grundvallar mismunur á fasteignamati og höfuðstól Þeir sem greitt hafa reglulega vexti og afborganir lána og verulegar fjárupphæðir inn á höfuðstól og staðið að mestu í skilum, fá nú margfalt lægri niðurgreiðslur af verðtryggðum lánum,en þeir sem eru í vanskilum. Þessar niðurstöður bankanna vekja enn meira athyglis sé  haft í huga,að þeir hafa eindregið hvatt lántakendur að greiða af höfuðstóli lána.Þeir sem fóru að ráðum bankanna og reyndu að standa í skilum eru nú þeir sem minnst fá.Hafa í reynd tapað sínu spari - og lánsfé m.a frá foreldum.Þessi framgangsmáti bankanna er hvoru tveggja í senn dómgreindarlaus og óheiðarlegur.

Hér er um mjög ósanngjarna afgreiðlsu að ræða,er lýtur að jafnræði lántakanda á sömu kjörum lána.Slíkar afgreiðslur bankanna og misræmi í meðferð fjármuna sýnir afar slæmt fordæmi og dómgreindarleysi.Vissulega hafa lántakendur mismunandi fjárráð,en það réttlætir engan vegin svona aðferðarfræði,enda ólíklegt að bankinn geti haft raunhæft yfirlit yfir fjárráðum og eyðslu heimila almennt.Nauðsynlegt er að kannað verði hvort svona málsmeðferð samræmis lögum eða sé einfaldlega  hundavaðsleg fíflhyggja.  


1000 - 1300 manns á útifundi á Austurvelli.- Mikil andstaða gegn stjórnvöldum.

Ég mætti á fundinn m.a.til að gera mér grein fyrir fjölda fundarmanna.Þetta er fremur auðveld ef þú t.d.afmarkar svæðið í 4.reiti,þar sem mannfjöldinn er mestur.Þegar búið  er að  áætla  heildarhópinn ,þá er auðvelt að telja fólk á dreifðum svæðum  utan aðalhópsins og gangandi vegfarendur.Auðveldast er að 2-3 aðilar framkvæmi svona talningu.

Sjálfsagt eru þeir,sem eru að mótmæla aðgerðum  stjórnarinnar að Icesave samkomulaginu og þó sérstaklega þeir sem standa vörð um heimilin í landinu þarna í miklum meirihluta.

Þá heyrði maður marga,sem vilja skora á forsetann að undirrita ekki Icesamninginn,en nú fara undirritaðar áskoranir að nálgast 30.þúsund.

Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu,sem gæti innan skamms  farið úr böndunum og endað með alvarlegum átökum eða allsherjar mótmælum,sem myndu lama allt þjóðfélagið. 

 


Er rétt að skrá fjárhagslega hagsmuni kjörinna borgarftr.Hvaða manndómi þjónar það.

Nú eiga allir borgarftr.að vera búnir að skrá fjárhagslega hagsmuni sína.Ég hef verið í nokkrum vafa um þessa aðgerð,tel reyndar hana höggva um of að persónulegum upplýsingum viðkomandi.Hins vegar tel ég sjálfsagt að borgarftr.og þingmenn framvísi  hegningarvottorðum áður en þeir eru kjörnir.Dugar þá ekki að viðkomandi fá uppreisn æru eða sakaruppgjör,eins og gerst hefur á alþingi. Til setu á alþingi hafa líka verið kosnir þingmenn með þunga refsidóma að baki,þeir hafa ekki einu sinni verið beðnir um sakarvottorð áður en þeir unnu sín þingmannaheit.

Löggæslumenn þurfa að sýna hreint sakarvottorð áður en þeir hefja störf.Sömu kröfur ætti  líka að gera til handhafa löggjafarvaldsins,þingmanna, ráðhr. og dómara.

Hins vegar tel ég að óviðkomandi aðilar eigi ekki að hafa frjálsan og tilefnislausan aðgang að fjárhagslegum hagsmunum umræddra aðila.Komi upp rökstuddur grunur um meint lagabrot t.d.þingmanna eða ráðhr.skulu þeir ekki njóta friðhelgis á þingi.Þessi friðhelgi er gömul eftiröpun erlendis frá.Brot á hegningarlögum þarf hugsanlega að endurskoða með tilliti til alvarleika afbrota og gildismats.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband