Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Aðgerðir stjórnvalda í fjármálum heimila og fyrirtækja mun ráða úrslitum kosninganna.
27.2.2009 | 15:58
Fjármálakreppan er að rústa fjármál heimila og fyrirtækja í landinu.Hver mánuður sem lýður án aðgerða stjórnvalda viktar þungt í skuldasúpu heimilanna.Tugþúsundir missa atvinnuna og húsnæði og ennþá hefur ekki nein aðgerðaráætlun komið frá ríkisstjórnni um raunhæfar aðgerðir.Óvissan eykur óttan og sorgin grefur sig æ dýpra í sálarlif fólks.Langflestir Íslendingar hafa orðið persónulega vitni að þessu ástandi,sem er beinlínis hræðilegt og bitnar ekki síst á börnunum.Úrræðaleysi undanfarinna ríkisstjórna virkar svo grimm, spillt og tillitslaus og hreinlega lemur linnulaust á þjóðinni.
Hvernig getur löggjafarvaldið , viðkomandi ráðhr.og stjórnvöld horft í augu þjóðarinnar eftir að hafa gjörsamlega brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart fjármálum hennar og steypt sér um borð í auðvaldsskútuna.
Ef núverandi stjórnarflokkar bera ekki gæfu til að koma strax fram með raunhæfar og ábyrgar aðgerðir í fjármálum heimilanna þá mun þjóðin hafna þeim í komandi kosningum.Nú duga ekki lengur nein loforð,efndir verða að koma í ljós fyrir alþingiskosningar. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar býður upp á framboð smáflokka,sem kemur best fyrir íhaldið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég hlustaði á Seðlabankastjóra í Kastljósi þá hafði ég verulega samúð með honum, því heiðarlegar rökræður og skynsamleg gagnrýni væri honum í blóð borið.Hann væri hins vegar hundeltur af blindri rangsleitni siðlausra andstæðinga.Fólkið sem vildi honum vel og treysti honum fyrir mikilvægum upplýsingum,sem hann kom á framfæri.Hann hafi margreynt að aðvara ríkisstjórnina á undanförnum árum um bankahrun,en því hafi ekki verið sinnt.
Eins og þú sáir muntu uppskera og margir elska Guð ,en sú ást er oftast af stærstum hluta ótti um afdrif sálarinnar eftir dauðan.Ég ætla bara að vona að Davíð losni undan þessum hvíldarlausa ótta og hætti að draga pólutískt myrkur yfir höfuð sér.Við einfalda sjálfssvörun er aðeins til já eða nei,veldu já og farðu með reisn út úr bankanum.Það er rökrétt og skýrt andsvar til þjóðarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það tók Björn Bjarnason fyrrv.dómsmálaráðhr. á fjórða mánuð að ýta úr vör sakamálarannsókn vegna meintra fjársvikabrota bankanna ofl.Frá því neyðarlögum var beitt og yfirtaka bankanna til ríkisins var framkvæmd, kom aðeins fjármálaeftirlitið að fyrstu aðgerðum gagnvart bönkunum.Ljóst var þó í upphafi og reyndar um langan tíma að erlend starfsemi bankanna gæti leitt til þjóðargjaldþrots.Um væri að ræði mjög umfangsmikil og víðtæk fjársvikamál,sem vörðuðu meint brot á hegningalögum,skattlagabrotum og jafnvel landráð.
Allir héldu að fljótt yrði brugðist við af lögreglu - og dómsyfirvöldum einnig yrði leitað til færustu erlenda sérfræðinga í rannsóknum á þessum vettvangi.Ekkert markvert gerðist,ríkissaksóknari vísaði málinu frá sér og ríkislögreglustj.aðhafðist nánast ekkert.Dómsmálaráðhr.velti málinu fyrir sér vikum og mánuðum saman og ákvað svo að flytja frumvarp á alþingi um að skipaður yrði sérstakur rannsóknardómari til að bera ábyrgð á framkvæmd mála.Athygli vakti að sýslumaðurinn á Akranesi var skipaður í starfið þrátt fyrir takmarkaða reynslu af rannsóknum umfangsmikilla sakamála.All langur tími leið þar til sýslumaður var loks tilbúinn að hefja störf og ráða sér samstafsmenn.Engar fréttir hafa borist frá honum ennþá um framgang mála.
Af hverju var ekki Ríkislögreglustjóraembættinu strax falin þessi rannsókn og embættið gæti fengið til liðs við sig hæfa rannsóknaraðila? Var dómsmálaráðhr.að vantreysta embættinu eða lágu aðrar ástæður til grundvallar ? Sá langi tími,sem liðinn er frá því neyðarlögin voru sett og rannsóknin hófst, hefur leitt af sér almennt vantraust gangvart viðkomandi stjórnvöldum,sem hafi m.a. leitt til undanskota gagna í stórum stíl.Dómsmálaráðhr.Birni Bjarnasyni ber skylda til að upplýsa þjóðina um hvaða ástæður ollu þessum langa undirbúningstíma fyrir rannsóknina.
Hafi stjórnmálamenn löggjafarþingsins ekki hreinan skjöld í þessum umfangsmiklu fjársvikamálum ber þeim að víkja. Þann þátt mála þarf einnig að grandskoða og velta við hverjum steini eins og fyrrv.forsætisráðhr.sagði þegar neyðarlögin komu til framkvæmda. Því miður hefur engum steini verið velt við ennþá og löggjafarþingið ætlar sýnilega ekki að eiga neitt frumkvæði í þeim efnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt í óvissu um uppgjör við glæpagengin - Endanlegt uppgjör við bankana getur tekið 7 ár.
24.2.2009 | 00:55
Það er formaður skilanefndar Landsbankans,sem telur að taki allt að 7 ár að fá endanlegt uppgjör bankans fram í dagsljósið,svipað er ástatt með aðra banka.Gegnsæið allt upp á borðið sögðu ráðhr.fyrrv.ríkisstjórnar.Blekkingar,leyndin og lygavefurinn heldur samt áfram.Þeir sem gerðu okkur gjaldþrota hafa ennþá mikil fjárhagsleg áhrif,hafa ekki einu sinni verið formlega yfirheyrðir og fyrirskipað að skila fjármunum bankanna til þjóðarinnar.Við erum sýnilega enn fjötruð í auðhyggju og græðgi frjálshyggju kapitalisma,þar sem flestir landsmenn verða þrælar auðkúunnar gróðaveganna vegna þeirra innbyggðu tengsla,sem hann grundvallast á.
Ég hefði viljað sjá alla fyrrv.þingmenn og ráðhr.og reyndar einnig núverandi ráðherra og löggjafarþing hverfa af vettvangi stjórnmálanna og mynduð yrði utanþingsstjórn.Þeir virtust allir vera meira eða minna bundnir á bás útrásarmanna.Að ljúga að fólkinu í landinu eða falsa fréttir voru orðin dagleg tíðindi fréttamiðla.Þá höfðu" athafnamennirnir lært á skömmum tíma fjármögnunarleiðir og peningaþvott mafíunnar og nýtt sér nánast ótakmarkuð vaxtalaus lán frá þeim upp á hundruði miljarða.Mest af þessum viðskiptum fór þó fram undir sýndareftirliti Fjármálaeftirlitsins,Selðabankans og viðkomandi ríkisstjórna.Öllum þessum viðskiptum var þannig fyrir komið að þjóðin bæri stærstan hluta skaðans og yrði að draga skuldavagninn ef til bankahruns kæmi.
Tugþúsindir heimila og þúsundir fyrirtækja eiga ekki lengur fyrir skuldum vegna atvinnuleysis, verðtryggingar , vaxtaokurs o.fl sem af þessu leiddi .Þjóðin er í reynd þrælar auðkúunnar gæpamanna.Það er mikil sorg,ótti og vonleysi sem ríkir með þjóðinni.Hún er samt smásaman að verða meðvituð um umfang,orsakir og áhrif þeirra glæpaverka,sem við stöndum frammi fyrir .Þjóðin mun smásaman ná vopnum sínum, varnarlaus gegn græðgi frjálshyggunnar verður hún vonandi aldrei aftur og hún mun aldrei gleyma þeim ríkisstjórnum,sem opnuðu alla gáttir fyrir þessa þjóðarógæfu frjálshyggju kapitalisma á Íslandi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar maður leitar rökrétt orsaka í þjóðskipulagi frjálshyggju kapitalisma,þá verður auðhyggjan og græðgin ávallt í fyrsta sæti samfara siðspillingu.Þetta eru innbyggðar meinsemdir gróðaveganna.Við sitjum uppi með ríkisstjórnir og ráðherra heilu kjörtímabilin þrátt fyrir margsvikin kosningaloforð og fremji ýmsar óhæfur í þokkabót.
Hningun á réttarfarslegu lýðræði er öllum orðin augljós,að ljúga að fólkinu og falsa fréttir eru nánast dagleg tíðindi.Heiðarlegar rökræður og skynsamleg gagnrýni hefur strax verið skotin út af borðinu séu þær ekki í anda auðhyggjunnar,enda er hún baktrryggð hjá valdhöfunum hverju sinni.
Nú verður þjóðin að sameinast um að vernda og rýmka lýðræðið og efla andlegt frelsi.Við uppskerum eins og við sáum.Við þurfum öll að losna undan því svartnætti,sem við búum nú við.Við eigum að efla hugsjónir, einingu og bræðralag jafnaðarmanna,þar fáum við lausn undan græðgi peningavaldsins.Nú verðum við öll að spyrna við fótum,fá nýja lífsýn lýðræðissins með nýja Stjórnarskrá,þar sem allar sameignir þjóðarinnar verða tryggðar,breytt og réttlát kosningalög og verndun náttúrunnar verði tryggð um alla framtíð.
Við eigum endanlega að rippa saman kjaftinn á íhaldinu,það gerum við best með að sameina vinstri menn í einn öflugan jafnaðarmannaflokk,sem vinnur af eindrægni fyrir land og þjóð,en ekki einhverjar sundurleitar flokksklíkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert heyist markvert frá núverandi ríkisstjórn um aðgerðir gegn verðtryggingunni og myntinni.Hún virðist jafn úrræðalaus og sú fyrri.Eintómt kjaftæði og blaður,engar úrlausnir.Heimilin og fyrirtækin bíða,þau eiga enga undankomuleið nema yfirgefa landið.Engar úrlausnir um aðgerðir eru í sjónmáli hjá ríkisstjórninni nema lengja skuldahalann eða frysta inn í framtíðina.
Þjóðin verður að hefja mótmæli á ný og vonandi kemur þá íhaldið til liðs við búsáhaldabyltinguna og komið yrði þá á fót utanþingsstjórn.Þolinmæði þjóðarinnar er á þrotum,hún gefur ekki þessum úrræðalausu flokksþrælum mikið lengri tíma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert heyist markvert frá núverandi ríkisstjórn um aðgerðir gegn verðtryggingunni og myntinni.Hún virðist jafn úrræðalaus og sú fyrri.Eintómt kjaftæði og blaður,engar úrlausnir.Heimilin og fyrirtækin bíða,þau eiga enga undankomuleið nema yfirgefa landið.Engar úrlausnir um aðgerðir eru í sjónmáli hjá ríkisstjórninni nema lengja skuldahalann eða frysta inn í framtíðina.
Þjóðin verður að hefja mótmæli á ný og vonandi kemur þá íhaldið til liðs við búsáhaldabyltinguna og komið yrði þá á fót utanþingsstjórn.Þolinmæði þjóðarinnar er á þrotum,hún gefur ekki þessum úrræðalausu flokksþrælum mikið lengri tíma.
Dægurmál | Breytt 12.2.2009 kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðin fái skýr svör við því,hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregast við verðtryggingunni.
6.2.2009 | 18:20
Meðal aðgerða sem nýja ríkisstjórnin boðar er að setja lög um greiðsluaðlögun,gengisjöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungauppboða vegna íbúðarhúsnæðis í sex mánuði.Einnig breyta gjaldþrotalögum til að bæta stöðu skuldara.
Það virðist ætla að halda áfram sama blaðrið um aðferðir v/ gegnistryggðra lána.Hvernig á þessi greiðsluaðlögun og gengisjöfnun að virka? Er ekki komin tími til að útskýra þessi mál á þann hátt að fólk almennt skilji.
Þá er talað um frekari aðgerðir vegna langtímaáætlunar um hvernig skuldavanda heimilanna verður mætt í næsta mánuði. Af hverju er ekki hægt að gera skýra aðgerðaráætlun strax svo skuldarar íbúðarlána geti strax brugðist við vandanum. Þjóðin getur ekki lengur beðið eftir aðgerðum.Þessvegna barði hún potta,pönnur og trommur vikum saman á Austurvelli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ósköp er maður orðinn þreyttur á fortíðar kjaftbrúki þingamanna.Þingmenn eru sífellt að eltast við hvað andstæðingar þeirra sögðu um hin og þessi málefni fyrir nokkrum árum síðan.Í þessar fortíðar umræður fer oft mestur tími löggjafarþingsins.Hafði þingið ekkert annað þarfara að gera en drekka kaffi,tefla og vera með alls konar fánýtt blaður í þinginu og dásema " útfararvíkingana"meðan þjóðarauðnum var stolið.Áætlanir og aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru meira áríðandi en nokkru sinni fyrr,nú verður öll þjóðin að lýta til framtíðar,taka saman höndum og leysa vandamálin.
Þeir sem settu þjóðina í þessa neyðarstöðu eiga að fá magleg málagjöld.Þeir verða dæmdir af verkum sínum um alla framtíð og eru jafnframt viðvörun til þjóðarinnar,að við þurfum aldrei að upplifa annan eins þjóðarglæp.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dorrit forsetafrú vill leggja Íslandi lið með góðum hugmyndum um atvinnu - og verðmætaskapandi framkvæmdir,sem m.a.væru grundvallðar á náttúru auðlindum þjóðarinnar.Hér er m.a.um að ræða hvers konar heilsulindir með tilheyrandi sérfræðiþjónustu,fjölbreytilegt heilsufæði,unnið úr hráefnum frá ómenguðum svæðum,alþjóðlegt listmunasafn og fjölmargt fleira.
Þessar hugmyndir forsetafrúarinnar eru afar áhugaverðar,hún vill leggja Íslendingum lið og nýta sína miklu viðskiptaþekkingu okkur til handa.Hún er mikill Íslandsvinur og hefur ávallt sýnt þjóðinni mika vinsemd.Ferðir hennar um Ísland með forsetanum eru dæmigerðar um þessa innlegu vináttu til þjóðarinnar.
Við skulum vandlega skoða hennar hugmyndir,þær eru hvoru tveggja í senn áhugaverðar og gætu hæglega opnað okkur nýja vegvísa til verðmætasköpunar í atvinnu og ferðamálum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)