Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Samfylkingin ein ísl.flokka hefur ákveðna stefnu í gjaldeyrismálum - evra

Aðrir flokkar eru margklofnir og úrræðalausir gagnvart umsókn að ESB eins og fram hefur komið á flokksþingum þeirra.Sjálfstæðisfl.hefur farið í sérstaka endurskoðun vegna þeirra fjölmörgu pólutísku mistaka,sem frjálshyggjan og síðan auðhyggjan og græðgin hefur leitt flokkinn  á undanförnum árum.Svona sjálfshreinsun ber þó  að virða sem framlag þeirra til að losna undan hinu illkynjaða meini sjálfsblekkingarinnar.Þó svo aldrei verði hægt að réttlæta nema lítinn hluta þeirra afglapaverka.

Lýðræðið verndum við best með að rýmka það og efla frelsið.Foringjum Sjálfstæðisfl.hefur tekist að láta flokksmenn sína trúa nánast öllu sem þeir halda fram.Af þessu leiðir að menn halda fram skoðunum gegn betri vitund og verða að einhverjum trúfíflum.Vegvísir slíkra stjórnmálamanna verður afar takmarkaður og þröngur.Vonandi hefur þessi pólutíska hreinsun orðið til þess að einhverjir hafi lært hina einföldu sjálfssvörun já eða nei.

Vonandi fá Sjálfstæðismenn á löggjafarþinginu langa hvíld frá setu í ríkisstjórn og geta þá endurtekið pólutískar hreinsanir gegn fíflhyggju fortíðarinnar.Þó svo að íhaldinu sé helguð þessi grein,þá uppskera aðrir stjórnmálamenn eins og þeir sá.Þeir hafa hoppað greiðlega um borð hjá íhaldinu og eiga sinn skerf í " efnahagslýsðræðinu ".


Kjósa um aðildarviðræður að ESB í alþingiskosningunum.

Það er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að fá úr því skorið sem allra fyrst, hvort þjóðin ætlar að fara í viðræður við ESB um inngöngu í bandalagið.Þá fyrst vitum við hvort samningsdraugin eru hagstæð þjóðinni eða ekki.Samfylkingin er eins og kunnugt er eini flokkurinn,sem styður inngöngu í bandalagið ef hagstæðir samningar nást í sjávarútvegs - og landbúnaðarmálum.Aðrir stjórnmálafl.eru margskiptir um afstöðu sína að  bandalaginu.

Þjóðin þarf að fá úr því skorið sem allra fyrst hvað er á borðum bandalagsins,sem er þjóðinni hagstætt og  neitkvætt.Verði niðurstaðan við ESB neikvæð þá getum við strax farið að leita að öðrum efnahagslegum  úrræðum,en fáist hins vegar  jákvæð niðurstaða  getum við strax farið að vinna að þjóðaratkvæðagreiðslu  um  inngöngu í bandalagið.

 


Tillögur um lækkun höfuðstóls íbúðarlána hafa ekki ennþá verið skilgreindar.

Lækka vexti ,afskrifa eins mikið og hægt er af skuldum og lækka þannig greiðslubirgði heimilanna eru m.a. þau vandamál sem stjórnvöld standa andspænis.Hinn stóri undirliggjandi vandi er verðtryggingin og hin handótnýta mynt,sem valda stærstum hluta verðbólgunnar.

Þetta sífellda tal fyrrv - og núverandi ríkisstjórnar um óskilgreinda greiðsluaðlögun er eins og óútfylltur víxill,það veit engin hver upphæðin er.Um 40 þúsund heimili skulda hærri upphæðir en eignastaða þeirra er og hundruð  heimila bætast við þann skuldalista á hverjum mánuð. Vaxtabætur verða að hækka a.m.k.um 50%,en þær vega samt aðeins hluta af gýfurlegri hækkun höfuðstóls íbúðarlána. Ég tel að ætti að miða núverandi verðtryggingu íbúðarlána við júlí 2007,hafa hana óbreytta frá þeim tímamótum og greiða  lántakendum mismunin l.aprí 2009.Verðtrygginin verði síðan afnumin að fullu í  tveimur áföngum fyrir 1.júlí 2010 enda verði þá búið að taka upp nýja mynt.Þetta mun vera þrátt fyrir allt hagkvæmasta leiðin út úr þessum ógöngum efnahagsmála og greiðir jafnframt  götu okkar að  sækja um inngöngu í ESB.Tillagan er einföld í framkvæmd, auðskilin og laus við allar flóknar reikningskúnstir.

Tillöga  Framsóknarfl.um 20% flatan niðurskurð  skulda er ekki ein og sér nothæf ,skapar of mikinn ójöfnun og aðstöðumun eftir fjárhæðum lántakenda.Þeirra reiknigsdæmi miðast við a.m.k.helmingur Icesave reikninga verði gjaldfelldir.  Hugmyndir Samfylkingarinnar um að skera niður skuldahala íbúðarlánshafa eftir fimm ár,skilyrt er að  greidd hafi verið samningsbundin afborgun og vextir  af lánunum þann tíma.Þessi hugmynd er óraunhæf,enda nýtur hún ekki meirihluta í Samfylkingunni.Hugmyndir VG um að greiða öllum lántakendum 4.miljónir og vinna að niðurfellingu verðtryggingar gæti verið raunhæf.

Allir stjórnmálafl.lofa tillögum í húsnæðismálum heimilanna fyrir kosningar.

 


Fólk liggur hundfaltt fyrir spákonukjaftæði - smásálarleg lyganáttúra.

Spámenn og hvers konar miðlar hafa haldið velli í áranna rás,þó langflestir viti að "spádómsgáfa " þeirra byggist fyrst og siðast á trúgirni fólks og löngun til að vita um hið ókomna.Þetta spáfólk telur sig geta greint persónuleikann með fjar - og hlutskyggni og  jafnvel guðdómslegri spádómsgáfu.Við mannanna börn vitum afar takmarkað um næmustu upptök tilfinninganna,innsæið og hvers konar ímyndanir og hvað það nú allt heitir.

Ég ætla ekki að leggja neitt mat á hæfileika miðlaraleikara,en leyfi mér þó að vara fólk við oftrú á frásögn þeirra.Einkanlega er auðtrúa og sálarlega veilu fólk veruleg hætta búin,þó svo að fólk virðist hafa séð fyrir óorðna hluti.

Spákonukjaftæði í útvarpi við fólk þjónar afar léttvægum og heimskulegum viðræðum,þar sem með undurförlum hætti  er verið að draga út úr fólki persónulegar upplýsingar,sem spákonur leita eftir með ákveðnu skipulagi og leiðandi orðavali,sem tekur til nánasta umhveris þess sem spáð er fyrir.Þetta geta orðið hlægileg viðtöl sérstalega þegar spákonan nær ekki að giska á neitt,sem passar við viðmælenda.Smásálarleg  lyganáttúra og hégómalegt yfirklór gerir þetta allt afar lágkúrulegt.


Bankaleynd á ekki að stöðva opinbera rannsókn - Bankainnistæður sendar í pósti.

Hin almenna bankaleynd,sem viðhöfð er í bönkum hérlendis er grundvölluð á banka - og persónuvernd,en hins vegar á hún ekki að gilda um meint brot í opinberum rannsóknum fjármálamisferla .Þar á dómari að geta úrskurðað að viðkomandi banki láti af hendi umbeðin gögn í þágu rannsóknar.

Nú hafa skattayfirvöld í fyrsta skipti gefið upp á skattaskýrslum viðkomandi framteljanda á bankainnistæðum.Skattaskýrslur eru bornar í hús eins og hver annar póstur.Hvað um bankaleyndina í slíkum tilfellum þegar ekki er um tölvuræn framtöl að ræða ? Ætti framtalið með bankainneignum  ekki að berast þá í ábyrgðarpósti ? Ég held að tímabært sé að endurskoða lög  um breytta skipan á bankaleynd.Skattayfirvöld hafa aðgang að innistæðu reikningum í bönkum og geta því ávallt fullvissað sig um að 10% fjármagnstekjuskattur sé greiddur af vöxtum.Því er með öllu ástæðulaust fyrir skattayfirvöld að eyða tíma og fjármunum að birta þessar upplýsingar á skattaframtölum.


Húsnæðisskuldir landsmanna eru nú 1300 - 1500 miljarðar kr.Tillaga til úrlausnar.

Lækka vexti ,afskrifa eins mikið og hægt er af skuldum og lækka þannig greiðslubirgði heimilanna eru m.a. þau vandamál sem stjórnvöld standa andspænis.Hinn stóri undirliggjandi vandi er verðtryggingin og hin handótnýta mynt,sem valda stærstum hluta verðbólgunnar.

Þetta sífellda tal fyrrv - og núverandi ríkisstjórnar um óskilgreinda greiðsluaðlögun er eins og óútfylltur víxill,það veit engin hver upphæðin er.Um 40 þúsund heimili skulda hærri upphæðir en eignastaða þeirra er og hundruð  heimila bætast við þann skuldalista á hverjum mánuði.Ég tel að ætti að miða núverandi verðtryggingu íbúðarlána við júlí 2007,hafa hana óbreytta frá þeim tímamótum og greiða  lántakendum mismunin.Verðtrygginin verði síðan afnumin að fullu í  tveimur áföngum fyrir 1.jan.20010.Þetta mun vera þrátt fyrir allt hagkvæmasta leiðin út úr þessum ógöngum efnahagsmála og greiðir jafnframt  götu okkar að  sækja um inngöngu í ESB.Tillagan er einföld í framkvæmd, auðskilin og laus við allar flóknar reikningskúnstir

Tillöga  Framsóknarfl.um 20% flatan niðurskurð  skulda er ekki ein og sér nothæf ,skapar of mikinn ójöfnun og aðstöðumun eftir fjárhæðum lántakenda.  Hugmyndir Samfylkingarinnar um að skera niður skuldahala íbúðarlánshafa eftir fimm ár,skilyrt er að  greidd hafi verið samningsbundin afborgun og vextir  af lánunum þann tíma.Þessi hugmynd er óraunhæf,enda nýtur hún ekki meirihluta í Samfylkingunni.Hugmyndir VG um að greiða öllum lántakendum 4.miljónir og vinna að niðurfellingu verðtryggingar gæti verið raunhæf.

Allir stjórnmálafl.lofa tillögum í húsnæðismálum heimilanna fyrir kosningar.

 


Traust milli þings og þjóðar aðeins 17% - hefur aldrei verið minna.

Eftir samfellda 18 ára veru Sjálfstæðisfl.í ríkisstjórn hefur þjóðin misst alla tiltrú á frjálshyggju flokksins,sem hefur reyndar leitt til þjóðargjaldþrots eins og kunnugt er.Nú standa yfir umræður í þinginu um breytingar á sjálfri Stjórnarskránni.Enn og aftur reyna Sjálfstæðismenn að koma í veg fyrir  veigamiklar breytingar þar á meðal Stjórnlagaþings og þjóðareignir á auðlindum o.fl.

Að sjálft löggjafarþingið skuli vera óvinsælasta stofnun  þjóðarinnar er mjög alvarlegt gagnvart lýðræðinu.Mótmælafundir undanfarna mánuði hafa staðfest hyldýpi milli þings og þjóðar.Sjálfstæðisfl.hefur ekki tekist að þrýfa upp eftir sig eftir langa og samfellda setu í ríkisstjórn.

Nú eiga kjósendur að gefa íhaldinu langt frí ,þeir verða að endurskoða sína  stefnuskrá.Flokksræði íhaldsins á afar litla samleið með lýðræðinu,auðhyggjan hefur setið í  fyrirrúmi að þjónusta gæðinga - valdið.

Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp menningalegt þjóðfélag,það gerist ekki undir peningavaldi græðginnar. 


Óeðlilegar fyrirgreiðslur til fjölmiðlamanna og þingmanna er hafin í bönkum.

Fyrst spyr maður sjálfan sig hvað séu óeðlilegar fyrirgreiðslur ? Eru það veðlaus og ótímasett bólulán ,krosstengd lán með tíðum nafna og kennitölubreytingum,eignaleyndir og skattaskjóls fyrirgreiðslur, nafnlausir reikningar v/ fíkniefna - og annara ólögmætra viðskipa o.fl.

Rannsóknarnefndin hefur fengið ábendingu frá bankakerfinu,að einhverjir úr hópi fjölmiðla - og stjórnmálamanna hafi hlotið  óeðlilegar fyrirgreiðslur í bömkunum. Verða kennitölur kannaðar með úrtaksvali úr hópi viðskipamanna bankanna.Þá hefur verið kallað eftir upplýsingum frá Alþingi.

Hætt er við að úrtaksvalið renni greitt í gegnum möskvana eða jafnvel fljóti fram hjá.Þetta er merkileg rannsóknarleið.Reyndar er nefndin að afla sér upplýsinga um orsakir og aðdranda hrunsins.

Fyrir áhugamenn um rannsóknir verður áhugavert að fylgjast með henni og jafnframt hvernig óeðlilegar fyrirgreiðslur verða metnar í þessu úrtaksmati.


Sorglegar fréttir fyrir Samfylkinguna og reyndar alla þjóðina.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti í dag að hún væri hætt í stjórnmálum af heilsufarslegum ástæðum.Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir Samfylkinguna,sem formaður hefur hún leitt flokkinn til forustu í íslenskum stjórnmálum.Hún hefur verið sterkur foringi,greind,heiðarleg,dug og kjarkmikil,það hefur virkilega gustað af henni.Nú þarf Samfylkingin að vanda vel foringjaefni í hennar stað.

Ég vona að henni líði vel og óska henni alls hins besta.


Tillögur ríkisstjórnarinnar um séreignasparnað og greiðsluaðlögun séu skýrðar.

Ég hef margsinnis sagt,að ríkisstjórnarfl.geta ekki gengið til kosninga nema skilyrða nákvæmlega tillögur um aðgerðir í íbúðarlánum.Upptaling þeirra á fundinum í gær í þessum málaflokki var hvorki fugl né fiskur.Af hverju er ekki hægt í stuttu máli að gera þjóðinni skiljanlegt í hverju þessar tillögur grundvallst og hvernig þær koma íbúðarlánendum til góða.

Mér virtist þessar tillögur ríkisstjórnarinnar í fljótu bragði afar innantómar og óskýrar ,reyndar óskiljanlegar öllum almenningi.Þá ræðir ríkisstjórnin um sérstakar aðgerðir vegna skuldugustu heimilanna án frekari skýringar.Etthvað annað og betra verður að koma frá flokkunum ef þeir ætla að halda sjó í komandi  kosningum og skjóta jafnframt niður 20% niðurskurð lána,sem Framsókn og íhaldið gumar af.Kjósendum er þessar tillögur skiljanlegar á mæltu máli þó þær séu arfavitlausar.

Þann 3 mars s.l.lagði ég m.a. til á blogsíðu minni , að lækkun húsnæðismála miðist við visitölu frá 1.júli 2007.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband