Þegar þjóðargjaldþrot vofir yfir verðum við rýmka lýðræðið og efla frelsið.Framkvæmdavaldið er nánast allsráðandi enda sitja ráðherrar þess beggja megin borðsins með löggjafarvaldinu.Flokksveldið hefur ráðið ríkjum,lýðræði hér að mestu nafnið eitt eins og Stjórnarskráin ber ljóslega með sér.
Utanþingsstjórn valinkunnra sérfræðinga,sem hafa ekki setið á alþingi ættu m.a.að gera veigamiklar breytingar á eignar og nýtingarétti auðlenda til lands og sjávar.Þá yrði landið gert að einu kjördæmi til að jafna vægi atkvæða.Allar sameignir þjóðarinnar væru lögbundnar í Stjórnarskrá lýðveldisins.
Slík utanþingsstjórn gæti setið a.m.k.eitt ár og séð til þess að rannsóknir á meintum efnahagsbrotum s.l.8 ár yrðu fullrannsökuð.Þar yrðu þingmenn og ýmsir embættismenn ekki undanskyldir frekar en yfirmenn og eigendur bankanna.Við verðum að breyta auðhyggjuásýnd græðginnar og þeirri stjórnmálafíflhyggju,sem er eins og illkynjað þjóðarmein. Hinar innbyggðu meinsemdir frjálshyggju kapitalisma hafa allar ratað hingað.Þjóðin mun ekki láta lemja sig linnulaust,hún mun hugsa skýrt, rökrétt og óhlutdrægt.Þeir stjórnmálamenn,sem setið hafa á löggjafarþinginu undanfarin ár eiga ekkert erindi þangað framar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aðgerðir mótmælenda munu harðna - Samfylkingin á leið úr ríkisstjórn.
22.1.2009 | 20:49
Engin aðgerðaráætlun né nýr stjórnarsáttmáli hefur litið ennþá dagsins ljós frá ríkistjórninni.Hér er náttúrlega átt við aðgerðir gegn atvinnuleysi,verðbólgunni og verðtryggingu íbúðarlána,okurlánum,hátt matar-og eldsneytisverð og myntbreytingu.Mótmælendur vilja eins fljótt og auðið er nýjar alþingiskosningar.
Þá legg ég til að mótmælum verði frestað fram yfir helgi.Drukkið fólk er ekki góður félagsskapur til mótmæla með.Við verðum að leggja okkur fram,að mótmælin fari eins friðvænlega fram og kostur er,þannig bera þau sterkan og jákvæðan árangur. Þau hafa skilað mjög marktækum árangri og ríkisstjórnin er að falli komin.Við rekum endahnútinn á það eftir helgi með tugþúsundum manna í miðborg Reykjavíkur.Síðan höldum við sigurdag þegar löggjafarþingið yfirgefur þinghúsið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15o miljarða halli á fjárlögum 2008 - áætlað er að 17 - 20 þúsund manns verði atvinnulausir - skuldir (verðtryggingar íbúðarlána) yfir 30 þúsundir heimila umfram eignir - tugþúsundir verða gjaldþrota - ætla má að 3500 fyrirtækja fara á árinu í gjaldþrot - heildarskuldir ársins verða 2,4 - 2,8 þúsund miljarðar kr.sem gerir um 7-8 miljónir kr.á hvern einstakling í landinu.
Verst af öllu við þessar aðstæður er að engin aðgerðaráætlun kemur frá ríkisstjórninni.Fyrirtæki og fólkið í landinu hefur ekki lengur fast land undir fótum.Engar upplýsingar koma heldur frá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn þeim víðtæku meintu þjófnuðum bankanna,sem hafa gert landið gjaldþrota.Kannski er þetta ein samofin glæpaklíka fjármálafyrirtækja og stjórnsýslunnar,sem lét þetta allt saman ganga yfir þjóðina. af yfirlögðu ráði. Yfir 100 dagar eru síðan bankarnir voru teknir yfir,en formleg sakarrannsókn er ekki en hafin.Hverjum er verið að þjóna ?Þeir eru ennþá að róta yfir skítinn úr sjálum sér.Eina von þjóðarinnar til að losna undan þessu fári er að fram fari þingkosningar sem allra fyrst.Þá fyrst getum við stígið á hemil græðginnar og totímt henni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögreglan á að gera gera sér ljóst,að það slæma efnahagsástand ,sem við búum við í dag er fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn um að kenna.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið brugðust algjörlega eftirlitsskyldu sinni gagnvart bönkunumn og ríkisstjórninni var fullkunnugt um í hvað stefndi.Óðaverðbólgan,okurvextir,verðtryggingar og hin handónýta kr.o.fl.eru allt tilkomið vegna úrræðaleysis, spillingar og vísvitandi afglapaverka og blekkinga.
Hnignun á réttarfarslegu lýðræði,og auðhyggjan hefur rekið ósvífinn hrokafullann og forhertan blikkingaáróður.Ósannar staðhæfingar,rangar skilgreiningar og röksemdir frjálshyggju kapitalisma undanfarinn áratug hafa leitt þjóðina út í þá ófæru,sem við höfum fest okkur í.
Þegar reiði fólksins og sorg brýst út í formi mótmæla gegn ríkisstjórninni á hún að biðja þjóðina afsökunar og segja af sér,en sitja ekki við völd í skjóli lögreglunnar.Lögreglan á ekki að verja ríkisstjórnina,sem eru örlagavaldar þjóðargjaldsþrots,hún á að verja þjóðina gegn þeim glæpamönnum,sem ríkisstjórnin hefur stutt til valda á fjármálasviðinu. Ef lögreglan myndi tilkynna ríkisstjórninni,að hún myndi ekki telja sig umkomna að veita þeim vernd,myndi ríkisstjórnin verða að segja af sér og boða til kosninga eða að utanþingsstjórn tæki tímabundið við stjórn þangað til alþingiskosningar færu fram.Skora á bloggara að láta skoðun sína í ljós.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flýtimeðferð inn í evróska myntbandalgið - Lærum af endalausum mistökum.
18.1.2009 | 18:31
Aðild að ESB og myntbandalagi er fljóvirkasta leiðin til að tryggja þjóðhagslegan stöðugleika og byggja upp trúverðugleika landsins til framtíðar.
Tafarlaus mannaskipti í Seðlabankanum,Fjármálaeftirlitinu og sjálfri ríkisstjórninni.Alþingiskosningar fyrrihluta sumars.
Edda Rós Karlsdóttir,hagfræðingur,telur núverandi fyrirkomulag peningamála,með gjaldeyrishöft og háa stýrivexti ,sameina það versta í peningaheiminum.Okkur vantar trúverðuga framtíðarsýn,aðgerðaráætlun til nokkurra ára,svo fyrirtækin og fólkið í landinu viti að hverju það gengur.Þá verðum við að fá gagnsæja og samræmda upplýsingagjöf um rannsókn bankahrunsins til að skapa framtíðartraust á fjármálakerfinu.
Við þurfum að læra af mistökum fortíðar,en horfa nú fram á veginn inn í framtíðina af bjartsýni og djörfung.
Ríkissjóður verður kjölfestir í Landsbankanum.Innan 6 mánaða verður kr.um 90 -100 kr.miðað við gengi dollars,henni verður þá væntanlega skipt í evrur.Rekstur Sparisjóða verður tryggður.Ég hef reynt í stuttu máli að lýsa því,sem líklegast sé að gerist í fjármálum þjóðarinna á næstu mánuðum.
Við verðum að reyna að draga fram í dagsljósið bjartari myndir af fjármála ástandi þjóðarinnar.Nú eru það heimilin og atvinnan ,sem verða að sitja í fyrirrúmi.Læt þessar vangaveltur nægja að sinni,læt ykkur vita ef frekari upplýsingar verða á vegi mínum.
Ríkisstjórnin ætlar að spara sig út úr efnahagskreppunni,auka atvinnuleysi,gjaldþrot og landflótta.Við eigum hins vegar að auka fjármagn í umferð og vega þannig upp á móti áhrifum fjármálakreppunnar.Vextir verði lækkaðir og fjármagni dælt inn í hagkerfin eftir því sem kostur er til að koma sem flestum fyrirtækjum í fullan rekstur.Bolfiskveiðar verði auknar um 80 - 100 þúsund tonn,sem ríkið leigir aðalega til smábáta útgerða víðsvegar um landið.Álverið í Helguvík verði klárað,hámarksstærð þess verði mínkuð um þriðjung frá því sem nú er ráðgert.Ekki fleiri álver,en nú berast ýmst tilboð erlendis frá um uppbyggingu á alls konar iðnfyrirtækjum,sem þurfa litla orku.Þá verði grænmetisframleiðendum og bændum boðið sama orkuverð og meðalstór útflutningsfyrirtæki fái í framtíðinni.
Það verður að koma eins fljótt og auðið er böndum á verðbólguna,lækkun okurvaxta og verðtrygginguna.Ný mynt strax myndi virka fljótast á verðbólguna,þjóðin getur ekki beðið eftir myntbreytingu á inngöngu í ESB,hvað sem síðar verður.Best væri ef Ísland og Noregur hefðu fulla samvinnu um undirbúning að inngöngu í bandalagið.Við eigum líka samleið með Norðmönnum um varnar - og öryggismál á N - Atlandshafi.Við eigum ekki að semja um reglubundna viðveru annara ríkja hér á landi í varnarmálum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisstjórn steingeld,sem telur sig enga ábyrgð bera á kreppunni.
12.1.2009 | 18:55
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru hærri en í öllum nágrannaríkljum Evrópu.Ástæðan er sögð vera sú að verðbólgan er mjög há (18%) og fer hækkandi,þrátt fyrir að efnahagslífið hafi umtalsvert dregist saman undanfarið hérlendis eins og í nágrannaríkjum og víðar.Framboð lána er sáralítið,svo fólk og fyrirtæki eru ekki að taka lán sem neinu nemur.
Hvað þarf eiginlega að gerast hér í efnahagsmálum til að stýrivextir lækki ?Væntanlega að skipta um mynt,lækka okurvexti og verðbólgu.Verðtryggingin er að eyðileggja allt efnahagslegt gangverk þjóðarinnar.Stjórnvöld hafa vitað lengi hvað veldur þessum efnahagsvanda ,en hafa látið nægja að snúast í kringum frjáls - og auðhyggjuna,þar til græðgin náði endanlega undirtökunum og allt efnahagskerfið sprakk.Hvað tekur við,höfum við lært nóg af mistökunum til að endurtaka þau ekki?Meðan enginn ráðherra né ríkisstjórnin í heild telur sig bera ábyrgð á hinni innlendu kreppu,þá er ekki að vænta efnahagslega umbóta og breytinga á sviði stjórsýslunnar.Ríkisstjórnin er í reynd steingeld með " kreppulækningar " ,sem að engu gagni koma.
Það er augljóst að gera þarf veigamiklar breytingar á öllu lýðræðisskipulagi þjóðfélagsins.Þar á ég við veigamiklar breytingar á sjálfri Stjórnarskránnni m.a.er viðkemur, sameignum þjóðarinnar. Þá verði ráherraskipun breytt þannig,að þeir gegni ekki samtímis störfum þingmanna.Við verðum að aðskilja að fullu löggjafar - og framkvæmdavaldið .Eins eru ýmis skonar innskot og valdsheimildir dómsvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu afar slæmar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsætisráðhr.sagði að öllum steinum yrði velt og niðurstöður frá endurskoðunarfyrirtækjum á aðdraganda bankahrunsins birtar.Enginn úrdráttur hefur berið birtur ennþá og allir steinar á sínum stað.Þjóðin hefur verið svikin um gagnsæi rannsóknarinnar og niðurstöður.
Svona viðbrögð forsætis - og viðskiptaráðhr.kalla á harðari mótmælaaðgerðir almennings,sem gætu leitt til ákveðinna tegunda uppreisnar,sem lögreglan er ekki fær um að stöðva.Bara" innvígðir " íhaldsleppar fá að vita hvað hefur skeð og hvað er í farvatninu.Almenningi sem er ætlað að borga brúsann fær ekkert að vita hvað honum verður gert að greiða.
Þjóðin gerir kröfu um að allur meintur þjófnaður og fjársvikamál verði opinberaður og auðmenn Íslands greiði strax skuldir sínar til þjóðarinnar.Ekkert verði undan dregið.Þá þarf einnig að upplýsa sannleiksgildi sagna um svonefnd " mútulán "banka til ýmissa stjórnmála - og fjársýslumanna á vildar lánakjörum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Öll innlend og erlend íbúðarlán verða færð í íbúðarlánasjóð - verðtrygging verði afnumin.
8.1.2009 | 18:21
Erlendu myntkörfulánin verður breytt í venjuleg íslensk verðtryggð lán og verða yfirtekin á svipuðu gengi og þau voru tekin i upphafi.Það eru góð tíðindi að færa öll lánin í Íbúðalánasjóð og allir sitji við sama borð varðandi vexti.Hins vegar ætti frá sama tíma að taka verðtrygginguna af lánunum a.m.k.tímabundið þar til verðbólgan verður komin niður í 2,5 %.
Stéttarfélögin sem vilja viðhalda verðtryggingunni til að efla lífeyrissjóðina verða að forða lántakendum íbúðarlána frá gjaldþrotum með aðstoð ríkissjóðs.Við verðum öll að leggjast á eitt,að berjast gegn atvinnuleysi og landflótta.Undanfarnar ríkisstjórnir hafa nánast ekkert sinnt þessum málum,sem eru þó undirstaða lífsafkomu þorra heimila í landinu.
Vandræðagangur og úrræðaleysi ríkisstjórna hefur verið eins og illkynjað mein,sem engin hefur viljað lækna.Það er auðveldara að vera kjáni en vitmaður og réttlæta þannig stöðugt afglapaverkin.Þannig er þetta samt með langflestsa íslenska stjórnmálamenn, framkvæmdaleysi og sljóleiki heltekur menn á þingi.Þetta er ljót lýsing á löggjafarþinginu,en þannig stendur hún í mínum huga meðan allir veigamestu stjórnsýsluhættir þjóðarinnar eru lamaðir í einhverju pólutísku Dauðahafi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)