Færsluflokkur: Dægurmál
Ekkert heyist markvert frá núverandi ríkisstjórn um aðgerðir gegn verðtryggingunni og myntinni.Hún virðist jafn úrræðalaus og sú fyrri.Eintómt kjaftæði og blaður,engar úrlausnir.Heimilin og fyrirtækin bíða,þau eiga enga undankomuleið nema yfirgefa landið.Engar úrlausnir um aðgerðir eru í sjónmáli hjá ríkisstjórninni nema lengja skuldahalann eða frysta inn í framtíðina.
Þjóðin verður að hefja mótmæli á ný og vonandi kemur þá íhaldið til liðs við búsáhaldabyltinguna og komið yrði þá á fót utanþingsstjórn.Þolinmæði þjóðarinnar er á þrotum,hún gefur ekki þessum úrræðalausu flokksþrælum mikið lengri tíma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert heyist markvert frá núverandi ríkisstjórn um aðgerðir gegn verðtryggingunni og myntinni.Hún virðist jafn úrræðalaus og sú fyrri.Eintómt kjaftæði og blaður,engar úrlausnir.Heimilin og fyrirtækin bíða,þau eiga enga undankomuleið nema yfirgefa landið.Engar úrlausnir um aðgerðir eru í sjónmáli hjá ríkisstjórninni nema lengja skuldahalann eða frysta inn í framtíðina.
Þjóðin verður að hefja mótmæli á ný og vonandi kemur þá íhaldið til liðs við búsáhaldabyltinguna og komið yrði þá á fót utanþingsstjórn.Þolinmæði þjóðarinnar er á þrotum,hún gefur ekki þessum úrræðalausu flokksþrælum mikið lengri tíma.
Dægurmál | Breytt 12.2.2009 kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðin fái skýr svör við því,hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregast við verðtryggingunni.
6.2.2009 | 18:20
Meðal aðgerða sem nýja ríkisstjórnin boðar er að setja lög um greiðsluaðlögun,gengisjöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungauppboða vegna íbúðarhúsnæðis í sex mánuði.Einnig breyta gjaldþrotalögum til að bæta stöðu skuldara.
Það virðist ætla að halda áfram sama blaðrið um aðferðir v/ gegnistryggðra lána.Hvernig á þessi greiðsluaðlögun og gengisjöfnun að virka? Er ekki komin tími til að útskýra þessi mál á þann hátt að fólk almennt skilji.
Þá er talað um frekari aðgerðir vegna langtímaáætlunar um hvernig skuldavanda heimilanna verður mætt í næsta mánuði. Af hverju er ekki hægt að gera skýra aðgerðaráætlun strax svo skuldarar íbúðarlána geti strax brugðist við vandanum. Þjóðin getur ekki lengur beðið eftir aðgerðum.Þessvegna barði hún potta,pönnur og trommur vikum saman á Austurvelli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ósköp er maður orðinn þreyttur á fortíðar kjaftbrúki þingamanna.Þingmenn eru sífellt að eltast við hvað andstæðingar þeirra sögðu um hin og þessi málefni fyrir nokkrum árum síðan.Í þessar fortíðar umræður fer oft mestur tími löggjafarþingsins.Hafði þingið ekkert annað þarfara að gera en drekka kaffi,tefla og vera með alls konar fánýtt blaður í þinginu og dásema " útfararvíkingana"meðan þjóðarauðnum var stolið.Áætlanir og aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru meira áríðandi en nokkru sinni fyrr,nú verður öll þjóðin að lýta til framtíðar,taka saman höndum og leysa vandamálin.
Þeir sem settu þjóðina í þessa neyðarstöðu eiga að fá magleg málagjöld.Þeir verða dæmdir af verkum sínum um alla framtíð og eru jafnframt viðvörun til þjóðarinnar,að við þurfum aldrei að upplifa annan eins þjóðarglæp.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dorrit forsetafrú vill leggja Íslandi lið með góðum hugmyndum um atvinnu - og verðmætaskapandi framkvæmdir,sem m.a.væru grundvallðar á náttúru auðlindum þjóðarinnar.Hér er m.a.um að ræða hvers konar heilsulindir með tilheyrandi sérfræðiþjónustu,fjölbreytilegt heilsufæði,unnið úr hráefnum frá ómenguðum svæðum,alþjóðlegt listmunasafn og fjölmargt fleira.
Þessar hugmyndir forsetafrúarinnar eru afar áhugaverðar,hún vill leggja Íslendingum lið og nýta sína miklu viðskiptaþekkingu okkur til handa.Hún er mikill Íslandsvinur og hefur ávallt sýnt þjóðinni mika vinsemd.Ferðir hennar um Ísland með forsetanum eru dæmigerðar um þessa innlegu vináttu til þjóðarinnar.
Við skulum vandlega skoða hennar hugmyndir,þær eru hvoru tveggja í senn áhugaverðar og gætu hæglega opnað okkur nýja vegvísa til verðmætasköpunar í atvinnu og ferðamálum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Framsóknarfl.að smeygja sér bakdyramegin inn til íhaldsins ?
30.1.2009 | 23:27
Ýmsar sögusagnir eru á kreiki um baktjaldamakk framsóknar við ýmsa forustumenn íhaldsins um samstarf.Svo langt hafa þessar umræður náð,að Framsóknarfl.hefur frestað að samþykkja tillögur VG og SF fram yfir helgi.Þetta sýnir eins og við mátti búast,að límið er ekki enn þornað milli Framsóknar og íhaldsins,þeir vilja ná fastatökum aftur á bönkunum.Núverandi formaður Framsóknarfl.vildi ekki taka þátt í umræðum VG og SF um stjórnarsáttmála,hann myndi skoða hann þegar hann væri tilbúinn væntanlega svo flokkur hans gæfist tækifæri að bera hann saman við tilboð frá íhaldinu,sem væri tilbúið eftir helgi.
Ef þetta reynist á rökum reist þá vitum við hvað er á milli eyrna nýja formannsins.Ef mér berast frekari upplýsingar læt ég vita.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áhugaverðar bráðaráðstafanir ,sem útleið úr peningamálakreppunni.
29.1.2009 | 20:58
Willem H.Buiter kynnti nýlega í erindi um veikleika íslenska bankakerfisins í heimsókn sinni hingað til lands nýlega,að til greina kæmu tvær hugsanlega leiðir til , meðan við bíðum eftir inngöngu í ESB.Önnur leiðin væri tímabundið samkomulag að nota t.d.gjaldmiðil Norðmanna eða Dana.Hin leiðin að gera evruna að gjaldgengri mynt,við hlið krónunnar.Það myndi leiða til þess að fljótlega yrði evran aðal gjaldmiðill þjóðarinnar.Þegar svo kæmi að því að ákveða lokagengið,sem krónan yrði reiknuð inn í evruna, væri líklegt að síðasta krónan í umferð yrði að finna " innrammaða upp á vegg inni á skrifstofu Seðlabankastjóra Íslands ".
Góðar tillögur sem ætti að skoða vandlega strax.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blind hugsjónaörbigð,þekkingaleysi og sljóleiki Sjálfstæðisfl.undanfarin ár í samfelldri stjórnarsetu er öllum ljós.Hnignun á réttarfarlegu lýðræði er öllum augljós og hvernig þessu öllu var í skinn komið að ljúga að fólkinu og falsa fréttir um dagleg tíðindi.Allt var þetta gert eftir" þjóðskipulagi " frjálshyggju kaptalisma frá Bretlandi og Bandaríkjunum.Fjöldi hérvillinga innan Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.hleyptu þessari auðhyggju lausri af básnum með því að gefa bankana til flokksbræðra sinna.Allir þekkja nú framhaldið, sem er gjaldþrota þjóð.
Nú er þjóðin loks laus við íhaldið,stöðugir ótmælendafundir tugþúsunda manna muldu ríkisstjórnina niður.Samfylkingin kvaddi íhaldið,þó forsætisráðhr.reyndi að faðma og kissa utanríkisráðhr.Hún var búin að fá margfalt nóg af aumingjahætti og aðgerðarleysi íhaldsins í nánast öllum málaflokkum.
Hennar tími var loks komin,Jóhanna Sigurðard.mun leiða næstu ríkisstjórn fram að kosningum 9 maí n.k. Við sjáum vonandi nýjan ráðherralista í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að viðskiptaráðhr.sagði af sér og Fjármálaeftirlitið,töldu flestir víst að forsætisráðhr.myndi sjá til þess,að Seðlabankastjóri myndi fá poka sinn ásamt öðrum yfirmönnum bankans og jafnvel fjármálaráðhr.einnig.Sú varð ekki raunin,þá skaut Ingibjörg föstu skoti á Geir.Hún vildi að Samfylkingin fengi forsætisráðhr.embættið fram að kosningum og tilnefndi Jóhönnu Sigurðard.til að gegna því.Þá gæti Jóhanna vikið seðlabankastj.frá og hafist jafnframt handa að vinna ýms þau störf,sem forsætisráðhr.hefur ekki haft manndóm til að gera.Þessu hafnaði Geir og þar með var stjórnin fallinn.
Nú eru nokkrar pólutískar leikfléttur í gangi.Fyrst má ætla að SF og VG með hlutleysi Framsóknar ræði saman.Þá muni Sjálfstæðisfl.ræða við Framsókn.Þjóðstjórn er þriðji valkosturinn,en ólíklegt er að Geir fá samþykki hinna flokkanna fyrir að sitja áfram sem forsætisráðhr.Utanþingsstjórn fram að alþingiskosningum 9. maí skipuð okkar færustu sérfræðingum ásamt erlendum aðstoðarmönnum á sviði efnahags - og bankamála væri að mínu viti besti valkosturinn.Slíkri stjórn væri einnig falið að gera tillögur um Stjórnarskrárbreytingar og einnig á kosningalögum o.fl.
Ég dáist af dugnaði og krafti Ingibjargar, hún ætlar sýnilega ekki að láta íhaldið loka sig inni í svínastíu eins og Framsókn gerði.Mikið veik heldur hún enn um stýrið,inn og út af spítölum,en kemur gallhörð til baka.Nú skulum við öll standa þétt að baki hennar,hún er öðrum fremri til að sigla þjóðarskútunni í höfn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar þjóðargjaldþrot vofir yfir verðum við rýmka lýðræðið og efla frelsið.Framkvæmdavaldið er nánast allsráðandi enda sitja ráðherrar þess beggja megin borðsins með löggjafarvaldinu.Flokksveldið hefur ráðið ríkjum,lýðræði hér að mestu nafnið eitt eins og Stjórnarskráin ber ljóslega með sér.
Utanþingsstjórn valinkunnra sérfræðinga,sem hafa ekki setið á alþingi ættu m.a.að gera veigamiklar breytingar á eignar og nýtingarétti auðlenda til lands og sjávar.Þá yrði landið gert að einu kjördæmi til að jafna vægi atkvæða.Allar sameignir þjóðarinnar væru lögbundnar í Stjórnarskrá lýðveldisins.
Slík utanþingsstjórn gæti setið a.m.k.eitt ár og séð til þess að rannsóknir á meintum efnahagsbrotum s.l.8 ár yrðu fullrannsökuð.Þar yrðu þingmenn og ýmsir embættismenn ekki undanskyldir frekar en yfirmenn og eigendur bankanna.Við verðum að breyta auðhyggjuásýnd græðginnar og þeirri stjórnmálafíflhyggju,sem er eins og illkynjað þjóðarmein. Hinar innbyggðu meinsemdir frjálshyggju kapitalisma hafa allar ratað hingað.Þjóðin mun ekki láta lemja sig linnulaust,hún mun hugsa skýrt, rökrétt og óhlutdrægt.Þeir stjórnmálamenn,sem setið hafa á löggjafarþinginu undanfarin ár eiga ekkert erindi þangað framar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)