Færsluflokkur: Dægurmál

Aðgerðir mótmælenda munu harðna - Samfylkingin á leið úr ríkisstjórn.

Engin aðgerðaráætlun né nýr stjórnarsáttmáli hefur litið ennþá dagsins ljós frá ríkistjórninni.Hér er náttúrlega átt við aðgerðir gegn atvinnuleysi,verðbólgunni og verðtryggingu íbúðarlána,okurlánum,hátt matar-og eldsneytisverð og myntbreytingu.Mótmælendur vilja eins fljótt og auðið er nýjar alþingiskosningar.

Þá legg ég til að mótmælum verði frestað fram yfir helgi.Drukkið fólk er ekki góður félagsskapur til mótmæla með.Við verðum að leggja okkur fram,að mótmælin fari eins friðvænlega fram og kostur er,þannig bera þau sterkan og jákvæðan árangur. Þau hafa skilað mjög marktækum árangri og ríkisstjórnin er að falli komin.Við rekum endahnútinn á það eftir helgi með tugþúsundum manna í miðborg Reykjavíkur.Síðan höldum við sigurdag þegar löggjafarþingið yfirgefur þinghúsið.


Þjóðargjaldþrot með 2,8 þúsund miljarða skuldabagga - 3500 fyrirtæki í gjaldþrot.

15o miljarða halli á fjárlögum 2008  -  áætlað er að 17 - 20 þúsund manns verði atvinnulausir - skuldir (verðtryggingar íbúðarlána) yfir 30 þúsundir heimila umfram eignir -  tugþúsundir verða gjaldþrota - ætla má að 3500 fyrirtækja fara á árinu í gjaldþrot - heildarskuldir ársins verða 2,4 - 2,8 þúsund miljarðar kr.sem gerir um 7-8 miljónir kr.á hvern einstakling í landinu.

Verst af öllu við þessar aðstæður er að engin aðgerðaráætlun kemur frá ríkisstjórninni.Fyrirtæki og fólkið í landinu hefur ekki lengur fast land undir fótum.Engar upplýsingar koma heldur frá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn þeim víðtæku meintu þjófnuðum bankanna,sem hafa gert landið gjaldþrota.Kannski er þetta ein samofin glæpaklíka fjármálafyrirtækja og stjórnsýslunnar,sem lét þetta allt saman ganga yfir þjóðina. af yfirlögðu ráði. Yfir 100 dagar eru síðan bankarnir voru teknir yfir,en formleg sakarrannsókn er ekki en hafin.Hverjum er verið að þjóna ?Þeir eru ennþá að róta yfir skítinn úr sjálum sér.Eina von þjóðarinnar til að losna undan þessu fári er að fram fari þingkosningar sem allra fyrst.Þá fyrst getum við stígið á hemil græðginnar og totímt henni.

 


Situr ríkisstjórnin í skjóli lögreglunnnar ? Lögreglan gæti hagsmuna allra.

Lögreglan á að gera gera sér ljóst,að það slæma efnahagsástand ,sem við búum við í dag er fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn um að kenna.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið brugðust algjörlega eftirlitsskyldu sinni gagnvart bönkunumn og ríkisstjórninni var fullkunnugt um í hvað stefndi.Óðaverðbólgan,okurvextir,verðtryggingar og hin handónýta kr.o.fl.eru allt tilkomið vegna úrræðaleysis, spillingar og vísvitandi  afglapaverka og  blekkinga.

Hnignun á réttarfarslegu lýðræði,og auðhyggjan hefur rekið ósvífinn hrokafullann og forhertan blikkingaáróður.Ósannar staðhæfingar,rangar skilgreiningar og röksemdir frjálshyggju kapitalisma undanfarinn áratug hafa leitt þjóðina út í þá ófæru,sem við höfum fest okkur í.

Þegar reiði fólksins og sorg brýst út í formi mótmæla gegn ríkisstjórninni á hún að biðja þjóðina afsökunar og segja af sér,en sitja ekki við völd í skjóli lögreglunnar.Lögreglan á ekki að verja ríkisstjórnina,sem eru örlagavaldar þjóðargjaldsþrots,hún á að verja þjóðina gegn þeim glæpamönnum,sem ríkisstjórnin hefur stutt til valda á fjármálasviðinu. Ef lögreglan myndi tilkynna ríkisstjórninni,að hún myndi ekki telja sig umkomna að veita þeim vernd,myndi ríkisstjórnin verða að segja af sér og boða til kosninga eða að utanþingsstjórn  tæki tímabundið við stjórn þangað til alþingiskosningar færu fram.Skora á bloggara að láta skoðun sína í ljós.


Kreppan dýpkar og dýpkar - vextir hækka - skrúfað fyrir fjármagn - atvinnuleysi.

Ríkisstjórnin ætlar að spara sig út úr efnahagskreppunni,auka atvinnuleysi,gjaldþrot og landflótta.Við eigum hins vegar að auka fjármagn í umferð og vega þannig upp á móti áhrifum fjármálakreppunnar.Vextir verði lækkaðir og fjármagni dælt inn í hagkerfin eftir því sem kostur er til að koma sem flestum fyrirtækjum í fullan rekstur.Bolfiskveiðar verði auknar um 80 - 100 þúsund tonn,sem ríkið leigir aðalega til smábáta útgerða víðsvegar um landið.Álverið í Helguvík verði klárað,hámarksstærð þess verði mínkuð um þriðjung frá því sem nú er ráðgert.Ekki fleiri álver,en nú berast ýmst tilboð erlendis frá um uppbyggingu á alls konar iðnfyrirtækjum,sem þurfa litla orku.Þá verði grænmetisframleiðendum og bændum boðið sama orkuverð og meðalstór útflutningsfyrirtæki fái í framtíðinni.

Það verður að koma eins fljótt og auðið er böndum á verðbólguna,lækkun okurvaxta og verðtrygginguna.Ný mynt  strax myndi virka fljótast á verðbólguna,þjóðin getur ekki beðið eftir myntbreytingu  á inngöngu í ESB,hvað sem síðar verður.Best væri ef Ísland og Noregur hefðu fulla samvinnu um undirbúning að inngöngu í bandalagið.Við eigum líka samleið með Norðmönnum um varnar - og öryggismál á N - Atlandshafi.Við eigum ekki að semja um reglubundna viðveru annara ríkja hér á landi í varnarmálum.

 


Ríkisstjórn steingeld,sem telur sig enga ábyrgð bera á kreppunni.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru hærri en í öllum nágrannaríkljum Evrópu.Ástæðan er sögð vera sú að verðbólgan er mjög há (18%) og fer hækkandi,þrátt fyrir að efnahagslífið hafi umtalsvert dregist saman undanfarið hérlendis eins og í nágrannaríkjum og víðar.Framboð lána er sáralítið,svo fólk og fyrirtæki eru ekki að taka lán sem neinu nemur.

Hvað  þarf eiginlega að gerast hér í efnahagsmálum  til að stýrivextir lækki ?Væntanlega að skipta um mynt,lækka okurvexti og verðbólgu.Verðtryggingin er að eyðileggja allt efnahagslegt gangverk þjóðarinnar.Stjórnvöld hafa vitað lengi hvað veldur þessum efnahagsvanda ,en hafa látið nægja að snúast í kringum frjáls - og auðhyggjuna,þar til græðgin náði endanlega undirtökunum og allt efnahagskerfið sprakk.Hvað tekur við,höfum við lært nóg af mistökunum til að endurtaka þau ekki?Meðan enginn ráðherra  né ríkisstjórnin í heild telur sig bera ábyrgð á hinni innlendu kreppu,þá er ekki að vænta efnahagslega umbóta og breytinga á sviði stjórsýslunnar.Ríkisstjórnin er í reynd steingeld með " kreppulækningar " ,sem að engu gagni koma.

 Það er augljóst að gera þarf veigamiklar breytingar á öllu  lýðræðisskipulagi þjóðfélagsins.Þar á ég við veigamiklar breytingar á sjálfri Stjórnarskránnni  m.a.er viðkemur, sameignum þjóðarinnar. Þá verði ráherraskipun breytt þannig,að þeir gegni ekki samtímis störfum þingmanna.Við verðum að aðskilja að fullu löggjafar - og framkvæmdavaldið .Eins eru ýmis skonar innskot og valdsheimildir dómsvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu afar slæmar.

 


Birtar verði strax niðurstöður úr rannsóknarskýrslum FME v/bankahrunsins.

Forsætisráðhr.sagði að öllum steinum yrði velt og niðurstöður frá endurskoðunarfyrirtækjum á aðdraganda bankahrunsins birtar.Enginn úrdráttur hefur berið birtur ennþá og allir steinar á sínum stað.Þjóðin hefur verið svikin um gagnsæi rannsóknarinnar og niðurstöður.

Svona viðbrögð forsætis - og viðskiptaráðhr.kalla á harðari mótmælaaðgerðir almennings,sem gætu leitt til ákveðinna tegunda uppreisnar,sem lögreglan er ekki fær um að stöðva.Bara" innvígðir " íhaldsleppar fá að vita hvað hefur skeð og hvað er í farvatninu.Almenningi sem er ætlað að borga brúsann fær ekkert að vita hvað honum verður gert að greiða.

Þjóðin gerir kröfu um að allur meintur þjófnaður og fjársvikamál verði opinberaður og auðmenn Íslands greiði strax skuldir sínar til þjóðarinnar.Ekkert verði undan dregið.Þá þarf einnig að upplýsa sannleiksgildi sagna um svonefnd " mútulán "banka til ýmissa stjórnmála - og fjársýslumanna á vildar lánakjörum.


Öll innlend og erlend íbúðarlán verða færð í íbúðarlánasjóð - verðtrygging verði afnumin.

Erlendu myntkörfulánin verður breytt í venjuleg íslensk verðtryggð lán og verða yfirtekin á svipuðu gengi og þau voru tekin i upphafi.Það eru góð tíðindi að færa öll lánin í Íbúðalánasjóð og allir sitji við sama borð varðandi vexti.Hins vegar ætti frá sama tíma að taka verðtrygginguna af lánunum a.m.k.tímabundið þar til verðbólgan verður komin niður í 2,5 %.

Stéttarfélögin sem vilja viðhalda verðtryggingunni til að efla lífeyrissjóðina verða að forða lántakendum íbúðarlána frá gjaldþrotum með aðstoð ríkissjóðs.Við verðum öll að leggjast á eitt,að berjast gegn atvinnuleysi og landflótta.Undanfarnar ríkisstjórnir hafa nánast ekkert sinnt þessum málum,sem eru þó undirstaða lífsafkomu þorra heimila í landinu.

Vandræðagangur og úrræðaleysi ríkisstjórna hefur verið eins og  illkynjað mein,sem engin hefur viljað lækna.Það er auðveldara að vera kjáni en vitmaður og réttlæta þannig stöðugt afglapaverkin.Þannig er þetta samt með langflestsa íslenska stjórnmálamenn, framkvæmdaleysi og sljóleiki heltekur menn á þingi.Þetta er ljót lýsing á löggjafarþinginu,en þannig stendur hún í mínum huga meðan allir veigamestu stjórnsýsluhættir þjóðarinnar eru  lamaðir í einhverju pólutísku Dauðahafi.


Gleðilegt ár - Tilvísun í Rósarkrossregluna á Íslandi

Af angistinni fæðist lánleysið,en sá sem viðheldur voninni hjálpar sjálfum sér.Svo sem flýjandi strútfugl stingur hausnum í sandinn,en gleymir búk sínum,þannig gjörir óttinn hinn skelfda berskjaldaðann fyrir hættunni.

Óskhyggjan hlekkir hug hins heimska,en vitur maður eltir ekki mýrarljós óraunsæisins.

Lát dómgreindina vera lífsförunaut þinn og ger þér eigi vonir umfram skynsamlegar líkur,þá mun góður árangur fylgja viðleitni þinni,og beiskja vonbrigðanna mun eigi valda þér hjartasviða.

Lát samt ekki vonina tæla þig né óttann hræða þig frá því að gjöra rétt,þá munt þú ávallt viðbúinn að mæta óvæntum atvikum með hugarró.( tilvísun lýkur )

Þetta eru góðar skilgreiningar um ástríðurnar,sem við verðum stöðugt að meta hverju sinni.Nú fara í hönd hjá þjóðinni tímar,þar sem þolinmæði og hófsemi verða að sitja í fyrirrúmi.Þó reiðin rísi hátt verðum við að hemja hana,en láta hana samt veita virkan þrýsting gegn ranglátum aðgerðum stjórnvalda.


Gætu ekki tapað - Er um 100 miljarða umboðssvik eða fjárdrátt að ræða ?

Um er að ræða nokkra samninga upp á 100 miljarða ,sem gerðir voru við eigendahóp Kaupþings og félög á þeirra vegum.Samningarnir voru þess eðlis,að viðkomandi einstaklingar hafi ekki getað tapað á þeim.

Efnahagsdeild  Ríkislögreglustjóra hefur haft málið til skoðunar frá miðjum desember þegar þeim barst nafnlaus ábending um athæfið.Málinu hefur nú tímabundið verið afhent FME til athugunar til að kanna hvort rökstuddur grunur sé fyrir refsiverða háttsemi.Ég hélt nú reyndar að Efnahagsdeild Ríkislögreglustj.væri dómbær um,hvort hér væri um að ræða meint refsilagabrot.Ekki hefur komið fram að svonefnd skilanefnd Kaupþings hafi haft þetta mál til skoðunar.Furðuleg niðurstaða ef satt reynist.Skýrsla frá Price Waterhouse  Coopers um yfirlit bankans verður skilað inn 31.desember n.k.


Hef mikla andúð á ísl.stjórnsýslu.Fíflhyggjan allsráðandi.

Alltaf verða á vegi mínum fleiri og fleiri,sem eru að missa íbúðir sínar vegna verðtrygginga og okurvaxta.Hvernig má það vera  að ríkisstjórnin standi aðgerðarlaus mánuðum saman meðan höfuðstóll meðalhárra íbúðarlána hækkar  um 180 - 200 þúsund kr.á mánuði.Það er afar sárt að sjá sparifé unga fólksins loga upp í þessu verðtryggingabáli á 1 - 2 árum.

Er nokkuð veigameira til í þessu landi en að hjálpa heimilum unga fólksins,slá skjaldborg um framtíð þess  og eyða óvissu, ótta  og sorg.Það er ótrúlegt miskunarleysi samfara þekkingarskorti,sem  einkennir mat stjórnvalda á fyrirgreiðslu forgangsmála.Þar er unga fólkið augljóst dæmi um.

Það er augljós tímabundin lausn í þessum málum,að afnema verðtryggingu lána strax, þar til verðbólgan verður komin í 2 - 4 %.Það verður líka strax að skipta krónunni út,íhaldið á þar stærsta sök á  með Davíð í brúnni Seðlabankans og hinn úrræðalausa forsætisráðhr.,sem gegnir honum í einu og öllu.

Mikill fólksflótti úr landi er hafin og mun aukast stórlega eftir áramót.Þar er unga fólkið  að langstærstum hluta.Hin hömlulausa peningagræðgi og stjórnleysi hefur dregið þjóðina niður í svaðið.Undanfarnar ríkisstjórnir hafa dyggilega stutt við þessa þróun.

Ég hef fengið óskapa andstyggð á íslenskum stjórnmálum þetta er eins og heimsk trúfífl,sem baktryggja sig hver hjá öðrum.Græðgin tortímir sjálfri sér,en verst er að þjóðin fylgir með í fallinu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband