Færsluflokkur: Dægurmál
Það er ljóst,að VG eiga litla sem enga samleið með öðrum flokkum að sækja um inngöngu í ESB og taka upp evru.Nú bendir allt til að Sjálfstæðisfl.og Framsóknarfl.munu samþykkja á sínum landsfundum í janúar aðild að ESB ef samkomulag næst um að Íslendingar hafi full yfirráð í sjávarútvegsmálum.Eins og kunnugt er hefur Samfylkingin samþykkt umsókn í bandalagið á þeim forsendum.
Það er því ljóst að VG munu róa einskipa í þessum málum á komandi árum og eiga því enga möguleika að komast í ríkisstjórn.Það vekur furðu mína hvað VG mælast í skoðunarkönnunum.Flokkurinn hefur afar fátæklega og einhliða stefnu í atvinnumálum byggða á auknum sprotafyrirtækjum í ferðamálum og smáum iðnfyrirtækjum.Gott sem það nær og skapar verulega atvinnu.Hins vegar verðum við líka að byggja upp orkufrekan iðnað (þó ekki meira af álverum,ljúka þó við álverið í Helguvík ) t.d.stóriðju í grænmetisframleiðslu, fullvinnslu í matvælaframleiðslu á fiskmeti,vatni o.fl.
Steingrímur Sigfússon er orðinn útspilaður.þyrfti að stíga til hliðar.Nokkrar konur í framlínu VG eru vel hæfar að taka við forustu í flokknum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Davíð heldur áfram að rasskella Geir og niðurlægja.
5.12.2008 | 18:06
Nú skýrir Davíð frá því,að hann hafi aðvarað Geir í júní s.l.um að staða bankanna hafi verið á núlli,en ríkisstjórnin hafi ekkert gert.Reyndar hafði Davíð sagt mánuði fyrr eða í mai,að staða bankanna vær í lagi.Nú vill Davíð koma allri sökinni á Geir af því hann er að undirbúa endurkomu sína að stjórmálum á ný.Hótar að vísu jafnframt,að ef hann verði látinn hætta sem Seðlabankastjóri verði hann að fá sér vinnu,enda maður á besta aldri og þá sé eðlilegt að hann fari aftur í stjórnmálin.
Davíð veit sem er af tuga ára stjórnmála samstarfi við Geir ,að hann getur ráðið ferðinni og látið Geir framfylgja sínum skoðunum.Þetta kemur berlega fram í mynt - og ESB og ýmsum skipulagsmálum frjálshyggjunnar.Þetta hefur valdið ýmsum vandræðum í samstarfi Sjálfstæðisfl.við Samfylkinguna,sem vill ekki taka neina ábyrgð á verkum Davíðs í Seðlabankanum.
Svo gæti farið ef Geir heldur áfram stuðningi sínum við Davíð sem Seðlabankastjóra ,að samstarfi núverandi stjórnarflokka ljúki fyrr en seinna,sennilega snemma vors.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verðtrygging lána verði aftengd áður en krónan er sett á flot.
1.12.2008 | 21:20
Ríkisstjórnin á nokkrar leiðir til að draga úr fólksflótta úr landi,það er m.a. að afnema verðtryggingu lána sé verðbólga yfir 4 %.Fresta gjaldþrotum íbúðarlána einstaklinga og arðbærra fyrirtækja þar til búið er að skipta um gjaldmiðil og koma böndum á verðbólgu og vexti.Neysluvísitala verði endurskoðuð vegna veigamikilla breytinga,sem orðið hafa á neysluhlutföllum þjóðarinnar, rýrnun launa og skulda aukningu heimilanna undanfarin ár.
Veigamesta og mest áríðandi aðgerð þjóðarinnar er nú að hamla með öllum hugsanlegum aðgerðum gegn flótta fólks úr landinu.Ef við missum tugþúsindir manna úr landi verður sá skaði seint eða aldrei bættur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mun þjóðin treysta aðkomu dómsmálaráðhr. um val á sérstökum saksóknara?
27.11.2008 | 22:42
Dómsmálaráðhr.hefur mælt með frumvarpi til laga um sérstakan saksóknara til að rannsaka hvort um saknæm mál sé að ræða varðandi starfsemi bankana og fjármálafyrirtækja,sem þeim tengjast.Aðkoma dómsmálaráðhr.að málinu er alltof seint fram komin,hefði átt að gerast samtímis því að neyðarlögin voru sett og beinast jafnframt að Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.Þá virðist þjóðin ekki heldur treysta ráðhr.fyrir hlutlausum skipunum embættismanna eins og kunnugt er.
Þjóðin er orðin reið og sár og óttaslegin um framvindu mála hjá ríkisstjórninni eins og mótmælafundir staðfesta,enda hefur ríkisstjórninni verið afar mislagðar hendur,stjórn - og úrræðaleysi hefa verið nánast daglegir viðburðir.
Nú er rætt um að þingið afgreiði strax lög um sjálfstæða rannsóknarnefnd,sem rannsaki jöfnum höndum aðdraganda og orsakir falls bankanna.Frumvarpi til laga hefur verið dreift á alþingi.Slík rannsóknarnefnd þarf að vera skipuð okkar hæfustu hagfræðingum,endurskoðendum,lögmönnum, viðskiptafræðingum og lögreglumönnum..Þá verði tilkvaddir erlendir sérfræðingar þeim til aðstoðar og leiðbeiningar.Komi upp meint brot,verði farið með þau samkvæmt réttarfarslegum boðleiðum í samráði við hina sjálfstæðu rannsóknarnefnd.Reynt verði eins og frekast er hægt að flýta allri málsmeðferð og fá niðurstöður svo hægt verði að nýta þær niðurstöður við uppbyggingu bankanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðtrygging íbúðarlána verði strax afnumin - Fólk lifir í hvíldarlausum ótta,reiði og sorg.
25.11.2008 | 21:14
Það sem mestu máli skiptir nú,er að missa ekki tugþúsundir Íslendinga til starfa erlendis.Atvinnuleysi , verðbólga,háir vextir,hátt matarverð, skuldir heimilanna og verðtryggingar lána eru megin ástæður fyrir fólksflotta úr landinu.Það er nánast allt á hvolfi,sem lýtur að rekstri heimilanna og fyrirtækja í landinu,en verðtrygging lána trjónir eftst á toppi þeirra alvarlegu meinsemda.sem nú herjar á innviði þjóðfálagsins.
Fólk lifir í hvíldarlausum ótta , doða og sorg.Aðgerðaráætlanir ríkisstjórnarinnar eru litlar sem engar til að hjálpa heimilum í landinu.Auðhyggja Sjálfstæðisfl.hefur rekið ósvífinn,hrokafullan blekkingaáróður í þjóðskipulagi kapitalisma.Þegar ábreiðunni hefur verið svift af og hinar innbyggðu fjárhagslegu meinsemdir koma í ljós verður þjóðin agndofa.Bankarnir hafa skilið eftir sig yfir 1000 miljarða skuldir í mörgum löndum,sem ísl.þjóðin verður að greiða með erlendum lántökum.
Engin opinber lögreglurannsókn hefur enn farið fram þó komið sé á annan mánuð síðan neyðarlög voru sett og bankarnir yfirteknir til ríkisins.Rannsóknin hefði strax átt að fara í gang samstímis og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankanna.Fullvíst má teljast að sú rannsókn,sem dómsmálaráðhr.ætlar nú að setja í gang komi að takmörkuðum notum,þar sem auðvelt hefur verið að koma meintum sakargögnum undan,enda starfa ennþá sömu menn í bönkunum og áður var að undanteknum fyrrv,bankastjórum.
Allur sá hugsunasljóleiki,vanhæfni,trúgirni og beinlínis hálfvitaháttur,sem einkennt hafa alla viðkomandi aðila í þessum málum þ.e.Seðlabankann,Fjármálaeftirlitið og fyrrv.og núverandi ríkisstjórnir eru þess eðlis,að allir umræddir aðilar ættu að axla ábyrgð og segja af sér.
Við þurfum andlegt frelsi og menningalegt lýðræði til að byggja upp nýtt Ísland.og fyrirgirða auðvaldið og óréttlætið.Aldrei aftur má þjóðin standa í þessum sporum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn verði sameinuð - Nýr seðlabankastjóri verði ráðinn.
21.11.2008 | 20:18
Það er öllum orðið ljóst,að þessar stofnanir hafi gjörsamlega brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart rekstri bankanna. Aleiðingarnar eru eru verri og meiri,en nokkur önnur kreppa sem hefur yfir landið gengið.Þó ljóst væri,að starfsem bankanna væri orðin margfalt umfangsmeiri en fjármunir Seðlabankans gætu staðið undir voru engar aðgerðir af hendi eftirlitsaða þ.e.Fjármálaeftirlitinu né Seðlabankans.Fyrrverandi ríkisstjórnir og sú sem nú situr og eftirlitsaðilar sátu með hendur í skauti aðgerðarlausir þó vitað væri að velta bankanna erlendis væri orðin tífalt hærri en Seðlabankinn gat ráðið við.
Núverandi ríkisstjórn kennir heimskreppunni um allt sem útskeiðis hefur farið,þó tvær megin ástæður séu aðalorsakavaldar þess ástands, sem við búum nú við og á eftir að versna.Sú fyrri er örmyntin okkar,sem var strax borin von að gæti flotið í heimsviðskiptum eins og dæmin sanna og hins vegar að erlend viðskipti bankanna væru að fullu aðskilin frá innlendum rekstri þeirra til að tryggja hagsmuni ísl.ríkisins.
Þetta eru lýsandi dæmi um vanhæfni og stjórnleysi undanfarinna ríkisstjórna,en þarna ber þó Sjálfstæðisfl.höfuðábyrgð,sem hefur setið 17 ár samfleytt í ríkisstjórn.
Nú er tímabært að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið á ný og gera að einni stofnun eins og það var áður.Einn sérmentaður fjármálasérfræðingur verði ráðinn seðlabankastj.með sérhæft starfslið sér við hlið.Þetta verður að gerast strax,áður en erlendum lánum verði ráðstafað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir ættu að fara fjandans til - æskilegt að fá fleiri botna.
21.11.2008 | 17:58
Þeir ættu að fara fjandans til,
að finna þar sína líka.
Því íhaldið er um það bil,
alla búna að svíkja.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn verði sameinuð - Nýr seðlabankastj.verði ráðinn.
20.11.2008 | 20:49
Það er öllum orðið ljóst,að þessar stofnanir hafi gjörsamlega brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart rekstri bankanna. Aleiðingarnar eru eru verri og meiri,en nokkur önnur kreppa sem hefur yfir landið gengið.Þó ljóst væri,að starfsem bankanna væri orðin margfalt umfangsmeiri en fjármunir Seðlabankans gætu staðið undir voru engar aðgerðir af hendi eftirlitsaða þ.e.Fjármálaeftirlitinu né Seðlabankans.Fyrrverandi ríkisstjórnir og sú sem nú situr og eftirlitsaðilar sátu með hendur í skauti aðgerðarlausir þó vitað væri að velta bankanna erlendis væri orðin tífalt hærri en Seðlabankinn gat ráðið við.
Núverandi ríkisstjórn kennir heimskreppunni um allt sem útskeiðis hefur farið,þó tvær megin ástæður séu aðalorsakavaldar þess ástands, sem við búum nú við og á eftir að versna.Sú fyrri er örmyntin okkar,sem var strax borin von að gæti flotið í heimsviðskiptum eins og dæmin sanna og hins vegar að erlend viðskipti bankanna væru að fullu aðskilin frá innlendum rekstri þeirra til að tryggja hagsmuni ísl.ríkisins.
Þetta eru lýsandi dæmi um vanhæfni og stjórnleysi undanfarinna ríkisstjórna,en þarna ber þó Sjálfstæðisfl.höfuðábyrgð,sem hefur setið 17 ár samfleytt í ríkisstjórn.
Nú er tímabært að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið á ný og gera að einni stofnun eins og það var áður.Einn sérmentaður fjármálasérfræðingur verði ráðinn seðlabankastj.með sérhæft starfslið sér við hlið.Þetta verður að gerast strax,áður en erlendum lánum verði ráðstafað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýðræðið er vinna - Andlegt fresli er grundvöllur fyrir menningarlegu þjóðfélagi.
19.11.2008 | 14:25
Nú þegar þjóðarskútan er strand verður okkur loks ljóst að rangar pólutískar skilgreiningar og vegvísar hafa opnað farveg fyrir taumlausa græðgi,sem er grundvölluð af blekkingum persónuleikans og sjálfslýginni.Pólutískt myrkur og blind rangsleitni hefur verið dregið yfir höfuð manna,sem reika um eins og heimsk trúfífl.
Þjóðin hefur að stærstum hluta gleymt því að lýðræðið er stöðug vinna til að efla sannleikann og frelsið.Það er eina leiðin til að verjast linnulausum áróðri og oki auðvaldsins.Við höfum orðið að sitja uppi með sömu ráðherra fjölda kjörtímabila,þó þeir að stærstum hluta svíki sín kosningaloforð og geri ýmsar óhæfur í þokkabót,sem stórlega hafa skert lífskjör okkar.Þá er Seðalabankastj.okkar dæmigerður fyrir þann lýðræðishalla, sem við búum við
Hnignun í réttarfarslegu lýðræði eru öllum augljós og þjóðin hefur fjötrað sig í auðhyggju,nautnagræðgi og hvers konar sálarlausu prjáli einkanlega s.l.tvo áratugi.
Nýríkir,stórríkir miljarðamæringar falla nú unnvörpum fyrir borð,frjálshyggja auðhyggjunnar dregur með sér þúsundir manna í fallinu,sem hafa misst húsnæði og atvinnu og leita nú aðvinnu erlendis.
Vonandi þarf ísl.þjóðin aldrei að upplifa annað eins ástand,en þá skulum við leggja rækt við lýðræðið og að fjársjóðir þjóðarinnar nýtist öllum landsmönnum.Hugsum skýrt og rökrétt og látum heilbrigða skynsemi vísa okkur veginn inn í framtíðina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er slæmur fyrirboði fyrir okkur Íslendinga að geta ekki sótt mál í Englandi til varnar hagsmunum ísl.banka þar í landi vegna inngripa ESB ríkja í málið.Okkur eru sett þau skilyrði af ESB að við eigum að ljúka deilumálum okkar við Breta, Hollendinga og Þjóðverja til að fá lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum .Málið eigi að leysa á pólutískum vettvangi,en ekki fyrir dómstólum.
Þetta er meira en nóg fyrir mig að verða andvígur inngöngu í ESB.Smáríki eins og Ísland verður að geta treyst á lýðræðis - og lögformlegt stjórnarfar.Þetta er afar slæm niðurstaða fyrir okkur Íslendinga.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)