Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ríkisstjórnin ætti að sitja á neyðarfundi - Hún er ráðlaus og kemur engum böndum á verðbólguna.

Höfuðstóll meðalhárra   húsnbæðislána (15mil.kr.) hækka um 100 þúsund á mánuði.Húsverð hækkar ekki lengur,svo hér er um hreina eignaupptöku að ræða.Hér er um að ræða neyðarástand ,sem ríkisstjórnin VERÐUR að taka á. Fólk með lág - og meðallaun eru þegar í þúsunda tali komin í mikla fjárhagslega neyð.

Maður heyrir ekki um neinar aðgerðir af hendi ríkistjórnarinnar í þessum málum.Þeir bera þó fulla ábyrgð á ástandinu með úrræðaleysi og seinvirkum og  röngum skilgreiningum.Af hverju þurfa húsnæðislán að vera verðtryggð hér,en hvergi annars staðar í Evrópu ? Af  því leiðir ásamt himinháum vöxtum að verðtryggð íbúðarlán eru hér um 13%,en hjá ESB ríkjum þrefalt lægra 4 - 5 %.

Af hverju þurfa vextir að vera tvöfalt hærri hér en í ESB ríkjum ? Af hverju þarf matarverð að vera helmingi hærra á Íslandi en hjá ESB ríkjum ? Af hverju eru íslensk heimili þau skuldsettustu í heimi ?

Fyrst og síðast er þetta ástand  um að kenna spilltum og vænhæfum stjórnvöldum með rangláta  og ólýðræðislega stjórnarhætti,með eigin hagsmuni að leiðarljósi.Ríkisstjórnin bíður og bíður. með aðgerðir á meðan  ungum íbúðareigendum blæðir.Miskunarlaust horfir ríkisstjórnin á ástandið og reynir ekki einu sinni að spyrna við fótum.Sjálfstæðisfl.hefur verið samfleytt í ríkisstjórn í 17 ár og ber því ásamt Framsóknarfl.höfuðsök á ástandinu.Kjósendur bera þó mestu sökina,þeir eiga að ekki að verðlauna sömu skussana með atkvæðum sínum.

Þegar maður horfir á umræður frá alþingi í tómum fundarsal,verður manni ljóst það virðinarleysi,sem þar ríkir.Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp menningalegt og mannbætandi þjóðfélag.


Davíð Oddsson búinn að leggja línuna um framtíð Vilhjálms.

Enn er það Davíð,sem ræður ríkjum í Sjálfstæðisfl.Geir var búinn að gefa sterklega til kynna í málum   borgarfulltrúa Sjálfstæðisfl.í borgarstjórn yrðu til lykta leidd í s.l. viku.Nú er ljóst af viðtali við formanninn í þættinum Mannamál í kvöld á stöð 2,að málið er enn í sama farinu.

Eins og kunnugt er var það haft eftir Davíð ,að Vilhjálmur yrði borgarstj. aftur þegar Ólafur hættir.Vilhjálmur veit hvar valdið er og lætur sér í léttu rúmi liggja hvað Geir segir.Vitanlega er þetta mikil ögrun við Geir,að fyrrverandi form.flokksins Davíð Oddsson sýni með svo beinum hætti afskipti af þessu máli.


Sparufé landsmanna í bönkum er ekki að fullu ríkistryggt - um lágmarksverd er að ræða.

Samk.lögum frá 1999 er ætlað að veita innistæðueigendum  í viðskiptabönkum og sparisjóðum lágmarkvernd.Um þetta fjallar  m.a.Þorvaldur Gylfason prófessor í Fréttablaðsgrein í dag.Eins og kunnugt er gengur ísl.bönkum illa að fá lánsfé á þeim kjörum hjá erlendum lánastofnunum   vegna skuldatryggingarálags ísl banka.Talið er að þeir loki a.m.k.tímabundið eða að mestu leiti fyrir lán til íbúðarkaupa af þessum ástæðum og á meðan Seðlabankinn heldur óbreyttum stýrivöxtum.

Ekki hefur verið upplýst,af hverju ísl.bankar fá ekki sömu lánakjör og aðrir bankar  erlendis.Gæti ástæðan verið sú,að þeir eru skuldsettari og eignarstaðan svo bágborin að  erlendir lánadrottnar treysta ekki lengur ábyrgðum þeirra .Eru víkingar ísl.útrásarinnar,sem margir hafa lofað  í  hástert búnir að missa tiltrú lánadrottna sinna vegna  áhættu - og glæfralega viðskipahátta.Þá hafa laun bankastj.og ýmissa forstjóra stórfyrirtækja  upp á hundruð milj.vakið mikið vantraut og reiði fólks á meðferð fjármuna hjá þessum aðilum.Margir hugleiða að breyta innistæðum sínum a.m.k.tímabundið í viðskiptabönkum sínum í erlenda gjaldeyrisreikninga á meðan mikil óvissa ríkir um fjárhagsstöðu bankanna. 

 Er að myndast biksvartur dökkvi út við sjóndeildarhringinn.?


Hér er skemmtilegar sögur af Chihuahua hundi.Ótrúlega greindur og skemmtilegur.

Dóttir mín á þennan hund,sem ber nafnið Tyson,hún átti líka annan smáhund sem hét Ali,en er dáinn.Þegar Ali varð veikur,þá hélt Tyson utan um hann og hlúði að honum langtímum saman.Á jólunum setti dóttir mín skrautbindi um hálsinn á þeim.Það líkaði Tyson ekki tók af sér bindið og síðan af Ali.

Tyson þó lítill sé er mikill varðhundur,hann rak alla hunda burt af landareignni,sem er um l 1/2 hektari.Hann réðs á stóra hunda ef aðrir tilburðir nægðu ekki eins og urr og gelt.Oft vorum við hrædd um   örlög Tyson í þessum átökum,að hann myndi láta lífð eða stórskaðast.Tyson gafst aldrei upp,hélt stöðugt áfram að angra stóru hundana þar til þeir fóru.

Nú nýverið þegar ég var í heimsókn hjá dóttur minni var ég ennþá vitni að hæfileikum Tyson.Hún var með þryggja mánaða stúlkubarn hjá sér,sem lá á teppi á góflinu.Sú litla gaf frá sér smáhljóð,þá fór Tyson strax til hennar lagði fæturnar á brjóst hennar og lagðist við hlið hennar,þetta var fögur sjón..Eftir nokkra stund stóð hann upp og tinglaði skottinu framan í telpuna.Það þótti þeirri litlu gaman og hló mikið,svo Tyson endurtók það nokkrum sinnum.

Ég gæti haldið áfram að segja margar sögur af Tysoni,en læt þetta nægja að sinni.Vil þó geta þess að lokum,að allt frá því ég hitti hann fyrst lítinn hvolp, tókst með okkur mikill vinskapur.Hann horfir lantímum saman í augun á manni þegar ég kem í heimsókn,ég tala mikið við  Tyson ,hann skilur meira en ég veit og leikur við mig bæði manna - og hundaleiki.


Samfylkingin vill bjóða upp kvótann á almennum markaði - gott mál.

Ingibjörg Sólrún,kynnti þá hugmynd í gær,að byggðakvótinn yrði boðinn upp á almennum markaði,en andvirðið rynni síðan til sjávarbyggða,sem áður hefðu notið góðs af honum.Þetta er ágæt hugmynd,sem gæti að einhverju leiti mætt þeirri gangrýni,sem kom fram í áliti Mannréttindanefndar SÞ.

Það er vissulega tímabært að ræða þessi mál á vitrænan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.Hins vegar eru 12.þúsund tonna byggðakvóti alltof lítið magn, til að þetta nái tilgangi sínum á rekstrarlegum  forsendumi.Magnið' þyrfti a.m.k.að vera þrefalt meira svo eðlileg verðmyndun skapaðist á uppboðsmarkaði.

Lítið magn kallar á hærra verð og aðeins stórum og verðmiklum fiski verði landað,meðalstór og lítlum fiski verður kastað í sjóinn.Reyndar er þetta svona í dag,eini munurinn væri að byggðakvótinn færi á uppboð og andvirðið rynni til viðkomandi sjávarbyggða.

Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni,að ákveðnum sjávarbyggðum,sem hafa sína aðallífsbjörg af fiskveiðum  væri úthlutað kvóta,sem væri boðinn upp á almennum markaði innan viðkomandi byggðalaga til tveggja ára í senn..Bönnuð sé sala og leiga á fiskveiðiheimildum.Rétt væri við þessar aðstæður að auka heildar fiskveiðikvótann um 25 þúsund tonn.Sú aukning öll  kæmi í hlut byggðakvóta,sem seldur væri á almennum markaði.Hvernig lýst ykkur á LÍÚ mönnum ?


Krónubréfaútgáfan fjúki út um gluggann með tilheyrandi veikingu kr.Segir Jón Ásgeir.

Stýrivaxtalækkunarkerfið hjá Seðlabankanum verði alltof bratt,þar sem það komi alltof seint.

Veiking krónunnar geti orðið mikil,sem myndi þá hleypa verðbólgunni í hæstu hæðir og þeir sem hafa tekið húsnæðislán í erlendri mynt verða  mjög illa staddir.Hvað slíkt ástand myndi vara lengi verður ekki séð,ríkisstjórnin verði þá að gera ýmsar ráðstafnir og skýra fyrir þjóðinni hverjar þær eru.Það er ekki hægt lengur að hanga í lausu lofti með stöðu krónunnar,atvinnuvegirnir og þjóðin öll bíður eftir aðgerðum.

Jón Ásgeir telur að við eigum að sækja um inngöngu í ESB og hefja strax samningaumleitanir.Ég tel það rétt skref,en sá ferill getur tekið 5-10 ár.Við getum ekki beðið  í nokkur ár eftir að fá nýjan gjaldmiðil,það verður að gerast á næstu mánuðum. 


Stimpilgjöld falli niður vegna lána til kaupa á FYRSTU íbúð.

Ríkisstjórnin var búin að lofa að fella alfarið niður stimilgjöld,nú er það bara vegna kaupa á fyrstu íbúð samk.yfirlýsingu þeirra.

Þá er hækkun á persónufrádrætti 7ooo kr. á næstu þremur árum.Voru  ekki báðir  ríkisstjórnarfl. búnir að lofa að hækka verulega persónufrádrátt fyrir kosningar ?

Aðkoma ríkisstjórnarinnar að samningunum er að öðru leiti eins og við var að búast,sé miðað við framtíðarhorfur í efnahagsmálum á  næstu árum. 


Okkur ber að fara eftir tilmælum Mannréttindastofnunar SÞ.Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera ?

Dómsmála - og forsætisráðhr.hafa báðir opinberlega sagt,að okkur beri ekki að fara eftir tilmælum stofnunarinnar  varðandi jafnan aðgang Íslendinga  að fiskveiðum innan lögsögunnar.Vísa þeir til laga um uthlutun fiskveiðiheimilda,sem á sínum tíma hafi verið samþ.af Hæstarétti Íslands.Okkur beri að fara að ísl.lögum,þó svo við höfum undirritað Mannréttindasáttmála SÞ á sínum tíma.

Þetta eru mjög alvarlegar yfirlýsingar ráðhr.sem virðast ekki gera sér fyllilega grein fyrir,að alþjóðlegar samþykktir,sem Íslendingar hafa samþykkt gilda , þó þær samrýmist ekki ísl.lögum.Réttast væri að breyta lögum um fiskveiðiheimildir til samræmis við niðurstöðu Mannréttindasáttmálans innan þeirra tímamarka,sem okkur var gefinn.

Á þetta reyndi í Varnarsamningnum við Bandríkin frá 8.maí l951.Í 2.gr.samningsins tl.10 stendur m.a.orðrétt :"Liði Bandaríkjanna er rétt að fara með lögregluvald á samingssvæðunum og gera allar viðeigandi  ráðstafanir til að halda þar uppi aga,allsherjarreglu og öryggi." Þessi samningurr gekk gegn Stjórnarskránni ,þar sem Íslendingar fara með lögreglu - og dómsvald.Þennan samning undirritaði Bjarni Benediktsson þáverandi utanríkisráðhr.Engar formlegar lagaskýringar komu fram um þennan gjörning á sínum tíma,en talið var að milliríkjasamningur, sem varðaði öryggi þjóðarinnar þyrfti ekki að falla undir Stjórnarskrána. 

Áhugavert væri að fá lagaskýringar núverandi dómsmálaráðhr.í þessum efnum.


Verðtryggingar húsnæðislána eru að leggja tugþúsundir heimila í rúst.

Úrræða - og framtaksleysi ríkistjórnarinnar í verðbólgumálum er með ólíkindum.Þeir vita þó að hver MÁNUÐUR lántakenda af meðalháum húsnæðismálalánum hækkar höfuðstól lánanna um 80 - 100 þúsnund krónur.Húsnæðisverð hækkar ekki og spáð er lækkun á því.

Verðtrygging á húsnæðislánum er hvergi innan ESB ríkja og húsnæðiskosnaður er víðast hvar ekki mældur í neysluvísitölu enda um fasteignir að ræða,sem greidd eru af lögboðin fasteignagjöld.Af hverju þurfum við að búa við svona ranglátt hagkerfi? Svarið hlýtur að vera að undanfarnar ríkistjórnir  voru ekki vanda sínum vaxnar,þær eru gjörspilltar af auðhyggju sérhagsmuna ,sem þjóna þeim ríku,en láta sig litlu varða um lífsafkomu annara.Stjórnvöld láta sér í léttu rúmi liggja þó  þúsundir heimila einkanlega ungt fólk sé að missa húseignir sínar.

Mér finnst,að allur þingheimur eigi að sameinast um að leysa þessi mál STRAX.Af hverju er þingið.(löggjafarvaldið) óvinsælast samk.skoðunakönnunum(27%) af öllum opinberum stofnunum.Náttúrlega vegna skipulags -og framkvæmdaleysi og aðgerðarleysi við aðkallandi og brýn vandamál. Það nýtur ekki traust lengur,það er búið að bregðast þjóðinni svo oft og illa á örlagastundum eins og t.d.í sjávarútvegsmálum,þegar sameign þjóðarinnar  var stolið  með aðkomu LÍÚ og forustumanna Sjálfstæðis - og Framsóknarfl. Nú er verið að leggja heimili ungs fólk í rúst með verðtryggingu á húsnæðismálum.Ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru hvergi samstíga af því þau hafa enga heildarsýn á efnahagsmálum þjóðarinnar.

Ég trúi ekki,sem gamall jafnaðarmaður að  Samfylkingin,þá loks hún hefur tækifæri ,taki nú frumkvæði og gangi rösklega fram og afnemi m.a. verðtryggingu af lánum og bæti strax afkomu fátækra í landinu. Samfylkingin verður undir smásjá fólksins,það vita allir af fenginni reynslu að íhaldið verður ekki með neitt frumkvæði í þessum málum.


Var í sólbaði neð vini mínum,sem var loðinn í meira lagi.

Hvelfda loðnu bringu ber,

beint úr trjánum var hann sendur.

Útlit hefði allt með sér,

ef hann hefði fjórar hendur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband