Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hótað sprengingu á gleðigöngu Hinseigin daga eftir viku.

Hér á landi hafa í gegnum árin aðalega borist sprengjuhótanir í millilandaflugi og í flugstöðinni á Keflav.flugv.Sem betur fer hafa þær verið marklausar,en kostað flugfélög og löggæslu mikla vinnu og fjármuni.

Sjálfsagt er að reyna að rannsaka hver eigi þarna hlut að máli,en það getur reynst erfitt sérstaklega þegar fyrirvarinn er fremur stuttur.Sjálfsagt er að halda þessa göngu þó ekkert upplýsist um sendanda bréfsins.Komi hins vegar fleiri hótanir í sömu veru  getur reynst rétt,að takmarka eða banna áhorfendum að vera á gangstéttum og samkomuhaldi þeirra í miðborginni verði breytt.Lögreglan mun skipuleggja þessi mál í góðu samráði við forsvarsmenn Hinseigin daga.

Verum samt alltaf þess minnug að siðblindir nærast  af fordæmafullu hugarfari,sem getur valdið hvers konar ofbeldi.Þegar engin vitneskja liggur fyrir um hugsanlega gerendur er erfitt að meta aðstæður og ekki síður vegna þess að hryðjuverk af þessu tagi eru óþekkt á Íslandi.


Enn eru Feministar að kvarta undan texta Baggalúts.

Feministar telja að textinn sýni að nauðgarar séu hluti af hversdagsleikanum og þetta séu undarleg skilaboð og stangast á við kynfrelsi beggja kynja.

Þessu mótmæla Baggalútsmenn harðlega,enda fordæmi þeir öll kynlífsbrot í hvaða mynd sem er.Þó eitthvað kunni að halla á kvenfólk í þessum texta,sé engan veginn hægt að heimfæra það með þeim hætti sem feministar gera.

Texinn sem um er rætt er svona:

" Kengfullar kerlingar,kaffæra Herjólfsdal,

þrjá daga á ári,slíkt ber að nýta sér,

Því skaltu flýta þér,og reyna að góma grey,

meðan þær geta ekki synt á brott frá Heymaey."

Margur textinn hefur nú rist dýpra í þjóðarsálinni og karlmenn yfirleitt fengið fyllilega sinn skammt.


Ennþá auglýst eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

Langar að biðja bloggara að upplýsa mig um hvort eitthvað aðgerðarplan er í gangi af hendi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Hef ekki hlustað á fréttir né lesið dagblöð undanfarna daga.Eru þeir á biðskyldu eða STOP merkinu ennþá ?

Saving Iceland stöðvuðu vinnu við jarðhitaborholu á Hengilssvæðinu.Þeim verði vísað úr landi.

Ég tel að stjórnvöld sýni þessum mótmælendum alltof mikla linkind.Þeim hefur ítrekað tekist að stöva tímabundið virkjunarframkvæmdir hér á landi..Að þessu sinni voru tveir tugir manna,sem höfðu læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn.

Þegar menn fara ekki að fyrirmælum lögreglu að fara út af þessum svæðum og segja ekki  til nafns eru þeir að brjóta landslög.Þeim á að vísa úr landi fyrir ítrekuð brot og fái hugsanlega ekki tímabundna endurkomu hingað til lands.

Þetta fólk kemur óorði á alla náttúruverndar menn,sem vinna að sínum mótmælum með röksemd og skynsemi í stað þess að ranghverfa staðreyndum og blekkja fólk.Ég hef alla tíð verið mikill aðdáandi náttúrunnar og notið hennar í ríkum mæli.Hingað koma oft eins og kunnug útlendingar til hjálpa Íslendingum að snyrta og fegnra landið.Hvernig væri að þetta fólk gerði einhverja nytsama hluti.Við uppskerum eins og við sáum,uppskera þessa fólks er alls engin,hún virðist frekar vera einhver sefjasjúk ímyndun.


mbl.is Með aðgerðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurteknar spynukeppnir ungmenna á Hringbrautinni i Reykjavík.

Þær lýsingar sem borist hafa af þessum spyrnukeppnum eru afar hættulegar bæði vegfarendum sem ökumönnum.Eitthvað tjón hefur þegar hlotist af þessum aðgerðum og sjónarvottar telja,að litlu hefði mátt muna að hópur gangandi vegfarenda yrði fyrir bílunum nýverið þegar þeir lentu upp á gangbrautum og á leigubifr.

Ég hélt að lagalegar heimildir væru til að gera slík ökutæki upptæk og svifta ökumenn a.m.k 3 ár  okuleyfi.Eigendur ökutækja ( foreldrar ) bera fulla ábyrgð á,að þau séu ekki notuð í ólögmætum tilgangi í spyrnukeppnum á götum og þjóðvegum landsins.Þá eru bifreiðar  notaðar  við dreifingu og sölu fíkniefna.Heimilt er að gera slík ökutæki upptæk, sé um að ræða  alvarleg og víðtæk fíkniefnamál.

Ég ætla bara að vona að lögreglan hafi nægan mannafla til að  hafa eftirlit með þessum spyrnukeppnum og beiti til hins ýtrasra þeim viðlögum sem lög heimila.


Feministar viðkvæmir fyrir taxta síðsumarslags Bakkalúts.

Feministar telja að textinn sýni að nauðgarar séu hluti af hversdagsleikanum og þetta séu undarleg skilaboð og stangast á við kynfrelsi beggja kynja.

Þessu mótmæla Baggalútsmenn harðlega,enda fordæmi þeir öll kynlífsbrot í hvaða mynd sem er.Þó eitthvað kunni að halla á kvenfólk í þessum texta,sé engan veginn hægt að heimfæra það með þeim hætti sem feministar gera.

Texinn sem um er rætt er svona:

" Kengfullar kerlingar,kaffæra Herjólfsdal,

þrjá daga á ári,slíkt ber að nýta sér,

Því skaltu flýta þér,og reyna að góma grey,

meðan þær geta ekki synt á brott frá Heymaey."

Margur textinn hefur nú rist dýpra í þjóðarsálinni og karlmenn yfirleitt fengið fyllilega sinn skammt.

 


Lækkun á eldsneyti hérlendis ekki í samræmi við lækkun á heimsmarkaðsverði.

Lækkun á eldsneytisverði hér helst ekki í hendur við tímamörk og verðlag á heimsmarkaðsverði.Þetta á að rannsaka til hlýtar,það á ekki að líðast að olíufélögin og ríkissjóður geti ráðið þessari verðmyndun að eigin geðþótta.Allar verðlækkanir eiga að skila sér strax til kaupenda.Af hverju gilda aðrar reglur þegar um verðhækkun er að ræða,þá hækkar verðið samdægurs eða næsta dag.

Svonga verðmyndanir og viðskiptahættir eru ólögmætir og ber ríkisjóður fulla ábyrgð á þessu,enda fá þeir stærstan hluta álagningarinnar í sinn hlut.


Skuldir heimilanna orðnar 947 miljarðar króna.

Þetta þýðir að hver einast Íslendingur skuldar 3 miljónir.Spáð er 14% verðbólgu í ágúst.Hvenær metur ríkisstjórnin að neyðarástand ríki ? Á hverjum mánuði hækkar höfuðstóll húsnæðislána heimilanna um hundruð miljóna og eignarstaða  tugþúsundir heimila er komin í mínus og um 900 fyrirtæki í landinu munu verða gjaldþrota eða draga stórlega saman rekstur innan skamms tíma. 

Ennþá koma engar aðgerðaráætlanir frá ríkisstjórninni þó hún segi að verið sé að vinna að úrlausnum.Hvers konar feluleikur ríkir um þessar úrlausnir ? Eftir mínum bestu heimildum er ekkert að ske hjá ríkisstjórninni,hún bíður bara eftir að krónan styrkist og eldsneytið lækki,en hefur enga framtíðarsýn í efnahagsmálum..Hefði nokkur trúað því fyrir rúmu ári síðan,að þessi ríkisstjórn með yfir 60 % þingmanna að baki sér yrði jafn úrræða - og getulaus eins og raun ber vitni.


Saving Iceland mótmælendur skemma fyrir innlendum náttúruverndarsinnum.

Aðgerðir mótmælenda gegn virkjunum og álverum í formi ólögmætra aðgerða á vinnusvæðum  er ekki rétta leiðin að vernda náttúru landsins.Það verður alltaf best gert með yfirvegun og haldbærum rökum.Útifundir í Reykjavík væri miklu betri vettvangur til að boða mótaðgerðir gegn hvers konar virkjunum og orkufrekum iðnaði.

Ég tel mikinn meirihluta Íslendinga vilja vernda náttúruna,við þurfum enga hvatningu frá erlendum mótmælendum,en vissulega eru allir velkomnir að skoða okkar fallega land.Þeir sem hlekkja sig við tæki á virkunarsvæðum og fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar og  eru með kvikmyndatökufólk til að auglýsa sjálfan sig eru hvorki að bjarga landi og þjóð.Þessir mótmælendur ættu frekar að fara um landið og hrífast af fegurð náttúrunnar,tign fjalla og jökla.Það er verk okkar Íslendinga að vernda okkar eigið land og að því er unnið sem skipulögðum hætti.


Bráðskemmtileg 50 ára afmælis auglýsing í Mogganum í dag.

Eiginmaður og eiginkona hans héldu upp á sameiginlegt fimmtugsafmæli,en þau eru fædd 15 og 20 júlí.Þessi ágætu hjón verða  heima í dag,en taka ekki á móti gestum sökum aukaverkana afmælishalda í gær.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband