Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Fyrst átti ríkisstjórnin að setja lög um skuldaaðlögun þjóðarinnar í heild,en taka síðan ákvörðun um aðgerðir í Icemálinu.
30.10.2009 | 16:06
Það má segja að ríkisstjórnin hafi byrjað á öfugum enda,fyrst átti hún að meta nákvæmlega greiðslugetu bankanna,heimilanna og fyrirtækjanna.Þau nýju lög um skuldaaðlögun heimilanna sýna okkur ljóslega,að þau eru óraunhæf og mjög illa skilgreind.Nýmæli lagabreytingarinnar felst í því að sett er þak á greiðslujöfnun fasteignaveðlána,þannig að lánin lengjast að hámarki um þrjú ár.Þessi lenging í skulda hengingunni lækkar greiðslubyrði um 17%.enda séu þá lánin í skilum.Lán í frystingu verða sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun þegar affrystingu lýkur.Lánastofnanir munu fyrir 15.nóv.n.k senda bréf til viðskiptavina sinna,sem fara sjálfkrafa í greiðslujöfnun.Aðrir lántakendur sem eru í vanskilum verða að hafa samband við sína lánveitendur.Hér er því í reynd ekkert verið að lækka greiðslur af íbúðarlánum,aðeins verið lengja í skuldahengingunni og affrysta lánin.Höfuðstóllinn heldur áfram að stækka og gnæfir upp úr skuldasúpunni og verðtryggingin fæðir hann og klæðir ásamt handónýtri krónu.
Ríkisstjórnin virðist ekki hafa neina hugmynd um heildarkosnað þessa aðgerða,sem eru sýnilega stórlega vanmetnir,sama gildir um fyrirtæki í landinu.Náttúrlega átti fyrst að gera heildaráætlun um allan fjárhagslegan innlendan kosnað áður en farið var að ræða um greiðslur vegna Icesave samninganna,sem eru ekki í neinu samræmi við greiðslugetu þjóðarinnar.Við áttum strax að gera Iceþjóðunum ljóst hver hámarksgreiðsla þjóðarinnar gæti orðið samk.opinberum niðurstöðum.Hefðu þær ekki fallist á sanngjarna lausn,færu Íslendingar í málaferli.
Við hófum þessa baráttu í lausu lofti og ekki verður séð hvort eða hvenær við lendum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rökstuddur grunur hefur verið í nokkur ár um skipulagða brotastarfsemi,sem m.a.tengist erlendri glæpastarfsemi.Sökum mannfæðar sérmenntaðra rannsóknarmanna hefur ekki tekist að rannsaka þessi afbrot nægjanlega.Þessar tegundir rannsókna eru mjög tímafrekar og flóknar,enda taka þær oft til miklis fjölda inn - og erlenda glæpamanna.
Umfang þeirra fjársvikamála sem nú eru í rannsókn,varða ekki einungis meint fjármálabrot banka og fyrirtækja,þau tengjast líka fjármögnun hvers konar glæpastafsemi.Slíkar rannsóknir verða að vera líka vel studdar sérhæfum rannsóknaraðilum í fíkniefnarannsóknum og mannsali,Talið er að þessir málaflokkar velti hærri ólögmætum fjárupphæðum en aðrir glæpahringir.
Hvað getum við gert til að hjálpa rannsóknaraðilum til að ná árangri? Við eigum að tilkynna lögr.strax grunsamlega hegðun og umferð fólks og jafnframt skýra lögr.frá sögusögnum um mál og menn,sem líkleg geta talist varða lögbrot með einum eða öðrum hætti.Lögreglan fer með allar slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.Gagnkvæm virðing og traust milli lögreglu og fólksins í landinu eru virkustu upplýsingakerfin ,sem við getum beytt gagnvart skipulegri glæpastarfsemi.Bresku lögreglunni hefur tekist að byggja upp fjölþætt og sterk upplýsingakerfi,sem ná til flestra starfsþátta og fyrirtækja í landinu.Nú njóta þeir t.d. góðs af þessum kerfum ganvart hryðjuverkamönnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Séra Gunnar Björnsson var sýknaður á báðum dómstigum,en samt færður til í embætti.
16.10.2009 | 17:18
Á hvaða siðferðisgildum og kristilegum hugsjónum færir biskup Gunnar til í starfi.Fróðlegt væri að sjá hvaða réttlætis sjónarmið biskup leggur til grundvallar sinni ákvörðun.Hvaða óhæfur framdi Gunnar í starfi,sem biskup sér,en ekki dómstólar.Sjálfsagt hafa heiðarlegar rökræður með skynsamlegri gangrýni farið fram meðal sóknarnefnda manna og sóknarbarna ,en þegar kristilegar tilfinningar takast á getur reynst erfitt að brúa bilið og ná fram fullum sáttum.
Það er mikill andlegur skaði fyrir viðkomandi aðila að ná ekki fram sáttum.Þegar æðsta dómstól er ekki treyst af sjálfum biskupi þá er siðferðisvitund ákveðinna aðila í byggðalaginu látin ráða för með aðgerð biskups.Þetta reiptog milli laga og trúar verður að leysa.Það er ekki hægt að búa við andstæðan boðskap Hæstaréttar og biskups.Kannski verður framtíðin þannig að engir utan fjölskyldunnar þori að faðmast.Mat á hvers konar kynferðislegri áreitni hefur verið mikið hert,jafnvel sjálfsagður hlýleiki getur verið misskilinn.Er hugsanlegt að framkoma Gunars hafi verið misskilin?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fíflhyggju áróður Framsóknarfl.sker undan þeim sjálfum -Liggja marflatir við hlið íhaldsins.
13.10.2009 | 18:02
Af hverju ræddu ekki form.framsóknarfl.og fylgdarlið hans við forsætirráðhr.Noregs um lánafyrirgreðslu Icesave málsins ef einhver alvara lá að baki. ? Að ræða aðeins við flokksbræður sína í Miðflokknum gat aldrei leitt til neinnar niðurstöðu þó þeir séu í norsku ríkisstjórninni.
Hér var því aðeins um áróðurbragð að ræða,sem átti að koma Framsóknarfl.vel og gera jafnframt Jóhönnu Sigurðard.forsætisráðhr.ótrúverða.Sannleikurinn var sá að Jóhanna og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar höfðu ítrekað rætt við Stoltenberg fjármálaráðhr..Noregs og fleiri áhrifamenn Jafnarmanna um lán,en ávallt verið staðfest af þeirra hálfu ,að lánveitingin væri háð uppgjörinu við Icesave málið eins og önnur lán frá hinum Norðurlöndunum.
Fyrstu alvöru spor Framsóknar leiðtogans sýna að hann þræðir dyggilega spor gömlu leiðtoga flokksins.Nýr Framsóknarfl.er ófæddur ,ný andlit breyta þar engu.Þeir liggja marflatir við hlið íhaldsins í fjötrum auðhyggjunnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tímabær og rétt ákvörðun Jóhönnu að birta skýrslur Seðlabankans og efna - og viðskiptaráðuneytisins.
10.10.2009 | 16:52
um endurskoðun þessa stofnana og tímaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um næstu afhendingu lánsins.Það er ótvíræð embættisskylda forsætisráðhr að tilkynna þjóðinni hvernig staða þessa mála eru ,svo hægt verði að gera viðeigandi ráðstafnir fyrir greiðslum til Ice þann 23 okt.n.k.o.fl.
Hún ætlar ekki að stunda feluleik viðvarana opinberra ganga fyrir þjóðinni eins og forustumenn Sjálfstæðisfl.viðhöfðu fyrir fall bankanna.Það eru heiðarleg og opin vinnubrögð gagnvart þjóðinni.Hvað yrði sagt um Jóhönnu ef allt fer á versta veg varðandi afgreiðslu Gjaldeyrissjóðsins til Seðlabankans og hún léti þjóðina ekkert vita.
Þeir sem nú telja að forsætisráðhr.hafi ekki átt að birta umræddar skýrlsur eru enn bundnir á sama bás, vilja halda áfram að draga pólitískt myrkur yfir höfuð þjóðarinnar og liggja jafnframt hundflatir fyrir alls konar áróðri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umferð erlendra olíuskipa verði háð ströngu eftirliti á hafsvæðinu fyrir Norðurlandi.
10.10.2009 | 15:26
Sama gildi um önnur skip sem flytja eitur - og spylliefni á þessu hafsvæði.Hætta á hafís á þessu svæði frá Grænlandi er mikil og allir sjófarendur sem þekkja til aðstæðna þarna vita að ósýnilegir jakar eru öllum skipum stórhættulegir.
Um þetta þarf að nást alþjóðlegt samkomlag áður en siglingaleiðin við Norðirpólin verður opnuð.Tilkynningarskylda skipa sem fara um þetta hafsvæði og efnisflutningar verða að koma til,Íslendingar,Norðmenn og Grænlendingar myndu sjá um þetta eftirlit.
Sú mikla hætta sem hafsvæði þessa þjóða geta orðið fyrir er augljós.Farist skip eða alvarlegur leki komi á þau,sem eru að flytja jafnvel yfir 200 þúsund lesta farma af olíu eða eiturefnum myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins.Fersk - og hreinleiki okkar sjávararafla myndi fljólega stórskaða ímynd þeirra þjóða,sem við eigum viðskipti við á fiskmeti vegna þeirrar miklu skipaumferðar ,sem verður eftir opnun pólleiðarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjóðurinn er orðinn eins og illkynjað mein á þjóðfélaginu,sem ógnar fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar..AGS gerðust strax innheimtustjórar í Icesave málinu,sem er þó aðskilið mál frá lántöku Íslendinga úr AGS sjóðnum.Þeir sögðu að við yrðum að ganga frá samningslegu uppgjöri v/Ice samningsins til að fá fjármagn frá AGS.Þá væru einnig þeim þjóðum,sem höfðu lofað okkur lánum óheimilt að afhenda okkur þau nema með leyfi AGS.Þá beitti sjóðurinn sér fyrir aðkomu ESB í þessu máli,þar sem Bretar og Hollendingar væru ESB þjóðir.Var þar m.a.látið að því liggja að umsókn okkar í bandalagið yrði frestað eða jafnvel hafnað.Nýjustu fréttir frá AGS eru þær að þó við segðum upp samningnum við þá, myndu þeir eftir sem áður koma í veg fyrir að við gætum nýtt okkur lánin t.d.frá hinum Norðurlöndunum.
AGS hefur eins og kunngt er sett okkur ýmsa afarkosti í sambandi við okkar viðskipta og efnahagsmál m.a.l hinir háu stýrivextir Seðlabankans,sem hafa stórskaðað alla efnahags uppbyggingu í landinu.
Margir höfðu ótrú á að leita til AGS um lán vegna hinnar afar slæmu reynslu af þeim viðskiptum.Það er nú komið á daginn,þeir hafa að stórum hluta svift okkur fjárhagslegu frelsi með einræðislegum tilburðum og ólýðræðislegu háttarlægi og hótunum.Íslenska þjóðin verður að baktryggja sig fyrir slíkum aðgerðum og segja strax upp samstarfinu við AGS.Við verðum að taka þeim afleiðingum sem af því leiðir og standa fast saman og vernda frelsi þjóðarinnar og lýðræði.
Sú efnahagslega innrás sem gerð hefur verið af AGS á landið og beiting bresku hryðjuverkalaganna er dæmigerð og siðlaus atlaga stórþjóða innan NATO að fámennri voplausri þjóð.Við verðum að endurskoða öll samskipti við þessa aðila,næg eru tilefnin.Við látum ekki fjötra okkur aftur í auðhyggju og græðgi,það illkynja mein ,sem að okkur sækir nú verðum við að fá lækningu á.
Við verðum að endurskoða Icesave samningin með færustu sérfræðingum sem völ er á út frá laga - og fjárhagslegum sjónarmiðum ,það er ennþá mikill ágreiningur með málsaðilum um niðurstöðu málsins.Við verðum að koma í veg fyrir að verið sé að ranghverfa málum og blekkja málsaðila.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verðtryggingin grundvallast á innbyggðum meinsemdum kapitalista
8.10.2009 | 15:59
Verðtryggingin er eins og ólæknandi krabbamein,hún stækkar stöðugt höfuðstól lána og gerir íbúðareigendum ókleyft að standa í skilum og selja sínar fasteignir.Fyrir þetta ástand hefur um 40% þjóðarinnar orðið að líða og öll þjóðin verður með einum aða öðrum hætti þátttakendur í þessari endalausu fífl - og auðhyggju.
Nú loksins er ríkisstjórnin orðin hrædd við afleiðingar aðgerðarleysis og boðar jafnframt aðgerðir um næstu mánaðarmót.Rætt er um að launavísitalan komi í stað neysluvísitölu við viðmiðun á greiðslu íbúðarlána og afborgun miðist við tímamörk fyrir bankahrunið.Hins vegar er reynt af ríkisstjórninni og stjórnarandstöðunni að ná saman um niðurstöður um aðgerðir gegn verðtryggingu og lækkun höfuðstóla lána.
Íslandsbanki býður nú óverðtryggð íbúðarlán,sem gætu orðið upphaf að heilbrigðum viðskiptum,en þá verður jafnframt að koma til lækkun á verðbólgu og afnám verðtryggingar.Nú verðum við öll að spyrna við fótum og sýna löggjafarvaldinu að ekki verður lengur dregið pólutískt myrkur yfir höfuð manna.Við verðum að efla frelsið,heiðarlegar rökræður og skynsamlega gagnrýni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hundavaðs - og illskynjanlegar lausnir félagsmálaráðhr. v/ íbúðalána..
1.10.2009 | 18:25
Þjóðin er búin lengi lengi að bíða eftir tillögum og aðgerðum varðandi úrlausnir íbúðarlána.Þá loksins fyrstu tillögur berast eru þær þannig framsettar að varla skilur nokkur maður hvað vakir fyrir ráðherranum.Lækka mánaðarlegar greiðslur,sem svarar 3.ára lengingu lána? Viðmiðun verðtryggðra húsnæðislána er miðuð við vísitölu 1.jan.2008 og 2.maí gengistryggðra lána.
Engar tillögur eru um aðgerðir banka og stjórnvalda v/höfuðstóls íbúða - og bifr.sem eru flestum lántakendum óbærilegar.Í besta falli verði þeir varðir tímabundið við gjaldþrotaaðgerðum.Hvernig ættu íbúðareigendur að geta losnað við húsnæði sitt,sem væru veðsettar síhækkandi höfuðstóli um 20 - 40 % yfir eignarverði íbúða.
Allar svona tillögur eru engar úrlausnir í húsnæðismálum meðan verðbólgan og verðtryggingar leika lausum hala og krónan flýtur stjórnlaus milli verðbréfa braskara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)