Svo mikla samfélags byrði hafa Björn Ingi og Vilhjálmur borið í störfum sínum fyrir Reykjavíkurborg,að þeir hafa báðir tárast í beinni útsendingu.Fyrst var það Björn Ingi þegar hann sleit samstafinu í borgarstjórn og lýsti fyrir flokksmönnum aðdraganda gjörningsins og nú beygir Vilhjámur af þegar skýrsa v/REI er birt.
Eins og þú sáir svo munt þú uppskera.Báðir þess menn hafa verðskuldað orðið fyrir mikilli gagnrýni,Björn Ingi hættur í borgarstjórn,en Vilhjálmur lafir,hefur tímabundið eftirlátið Ólafi (6527) borgarstjórastólinn í eitt ár,en ætlar svo sjálfur að verða borgarstj.á ný.Maður heyrir ekki nokkrun af samstarfsmönnum Vilhjálms í borgarstjórn andmæla þessum áformum hans.Í þessum flokki eiga menna að hlýða og ganga í fótspor foringjans,sem hefur svo baktryggt sig hjá valdhöfum flokksins.
Það þarf mikla einfeldni og ósvífni að ranghverfa málefnum og blekkja fólk,sem hefur treyst manni fyrir málefnum borgarinnar.Eitt aumkunarverðasta og lágkúrulegasta í þessum málum er þegar menn reyna að losna undan ábyrgð og afleiðingum verka sinni með endalausu rugli,ósannyndum og afglapahætti.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðin til að losna undan eigin ábyrgð er að fara úr borgarstjórn.
8.2.2008 | 17:09
Nú er orðið endanlega ljóst eftir birtingu skýrslunnar, hversu alvarleg mistök Vilhjálmar þáverandi borgarstj.voru í svonefndu REI máli.Hann reyndi rétt einu sinni í Kastljósi í kvöld að afsaka afglapaverk sín og hann væri búinn að biðja þjóðina afsökunnar.
Afglöp hans verða vart rakin til þekkingarskorts,ósannar staðhæfingar og gallaðar skilgreiningar virtust vera af yfirlögðu ráði í þágu ákveðinna aðila,sem hefðu getað skaðað Hitaveituna um miljarða kr.Ruglandaháttur Vilhjálms í viðtölum við fjölmiðla í þessu máli voru með ólíkindum,en þegar Björn Ingi sprengdi meirhluta Sjálfstæðisfl.hélt maður að þáttur Vilhjálms í borgarmálum væri á enda.
En þá var bara hálfleikur hjá Vilhjálmi,náði aftur meirihluta í borgarstjórn með Ólafi (6527) og gerði hann að borgarstjóra í eitt ár,síðan myndi hann sjálfur taka við.
Allt gerist þetta með fullri samþykkt borgarfulltrúa Sjálfstæðisfl.a.m.k.andmælir engin opinberlega,en jarðarfarasvipur þeirra var þó áberandi þegar Vilhjálmur tilkynnti fyrir fjölmiðlum hinn nýja borgarstj.
Samk.skoðanakönnun hefur Vilhjálmur um 3% atkvæða og Ólafur eitthvað svipað.Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda að sitja uppi með svo svona endalausa fíflhyggju.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fangelsin sprungin - samfélagsleg þjónusta tekur við.
6.2.2008 | 23:06
Þegar menn eru dæmdir til fangelsisrefsingar skulu þeir afplána í fangelsi.Nú eru hins vegar fangar látnir í auknum mæli afplána í samfélagsþjónustu t.d. geta fangar dvalið á Vernd í 12. mánuði.Nú er eðlilega spurt,hvort afplánun í samfélagsþjónustu jafngildi samkvæmt hegingarlögum afplánun í fangelsi.
Ég hef ekki séð dómstóla dæma menn til afplánunar í samfélagsþjónustu,hver hefur lagalega heimild til að breyta fangelsisdómum með þessum hætti.Er það Fangelsismálastofnun með leyfi dómsmálaráðhr.sem metur hæfi fanga í afplánun í samfélagsþjónustu ? Hafa þeir lögformlega heimild til að breyta niðurstöðum dómstóla um afplánun í fangelsi ? Fangar voru vistaðir í Byrginu,Sólheimum,Vernd og sjálfsagt á fleiri stöðum í svonefndri samfélagsþjónustu.Hvers konar hæfnismat fer fram á þeim föngum,sem verða þeirrar blessunar aðnjótandi að komast í samfélagsþjónustu veit ég ekki.
Vill ekki dómsmálaráðhr.upplýsa þjóðina hvernig þessum málum er háttað,svo enginn þurfi að velkjast í vafa um að lögformlega sé að þessum málum staðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2008 kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlustaði á forsætisráðhr.í umræðum á alþingi um stöðu krónunnar.Hann taldi að engar breytingar yrðu á gjaldmiðli þjóðarinnar á komandi árum og hann hefði engar áhyggjur af þessum málum.
Allir ábyrgir stjórnnmálamenn,fyrirtæki og reyndar þjóðin öll er mjög kvíðin um stöðu kr.,sem getur haft mikil áhrif á alla þætti efnahagsmála þjóðarinnar.Fyrirtæki eru farin að gera upp í erlendri mynt og bankar innan tíðar.Forsætisráðhr.situr aðgerðar - og stefnulaus í þessum málum.Mér leið illa að horfa á manninn í ræðustól alþingis,hann svaraði engum spurningum málefnalega,reyndar bara rugl.
Hvað ætlar Samfylkingin að gera ? Bíða bara og sjá hver framvindan verður.Allir viðskipaaðilar í inn - og útflutningi, og einnig þúsundir Íslendinga ,sem hafa tekið erlend lán til íbúðarkaupa o.fl.bíða allir með hnút í maga hvað framundan er með örmyntina okkar.Er kannski Sjálfstæðisfl.stjórnað áfram af Seðlabankastj.Davíð Oddsyni a.m.k er línan í gjaldseyrismálum sú sama hjá báðum aðilum.Ég hélt að samstarf tveggja stærstu stjórnmálafl.landins gæfi fyrirheit um sterka stjórn,nú efa ég að svo sé.
Er heimilt að vista tvo fanga í sama klefa ? Hver er afstaða dómsmálaráðhr.til málsins ?
5.2.2008 | 20:41
Það væri æskilegt,að dómsmálaráðhr.skýrði fyrir þjóðinni hvaða áætlanir séu framundan um úrlausnir í fangelsismálum í framtíðinni..Ætla má að alvarlegum afbrotum fjölgi á næstu árum og afplánunum fjölgi að sama skapi,sem kallar á meira fangelsisrými.
Rætt hefur verið í áratugi að byggja nýtt og veglegt fangelsi og nú hin síðari ár um fangelsi hér í nágrenni Stór - Reykjavíkursvæðisins,sem m.a. væri nýtt fyrir gæsluvarð,en ein og kunnugt er afar erfitt og kosnaðarsamt að vista menn á Litla - Hrauni í gæsluvarðhaldi sökum fjarlægðar frá Reykjavík.
Ég ætla bara að vona að þetta ástand ,sem nú ríkir að hafa tvo fanga í sama fangaklefa sé neyðarráðstöfun,sem ljúki sem allra fyrst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15 - 20 % þeirra sem voru í afplánun á s.l.2 - 3 árum ,voru af erlendu bergi brotnir
4.2.2008 | 23:07
Um 7% Íslendinga eru nýbúar ,sem hafa koma erlendis frá eða um 22.þúsund manns.Það vekur athygli að brotatíðni þessa fólks er er 2-3.sinnum hærri en hjá innbornum Íslendingum.Rétt er þó að hafa í huga,að nokkrir erlendir menn eru meðtaldir í þessum tölum,sem hafa verið teknir við komu til landsins með fíkniefni og vegna fleiri brota.
Hér er ekki verið að reyna að ófrækja nýbúa,heldur benda á tölur,sem hljóta að vekja athygli.Það kostar mikla fjármuni að láta þessa menn afplána langa fangelsisdóma hérlendis,best væri að senda þá til síns heimalands,en um það þarf að semja við viðkomandi ríki.
Mismunandi skoðanir eru um,hvort rétt sé að tilgreina þjóðerni þeirra,sem hæsta brotatíðni hafa.Þá gætu saklausir borgarar þess ríkis orðið fyrir aðkasti hér og hvers konar einelti.Hins vegar gætu atvinnurekendur haft bein áhrif á hvaða fólk fær hér vinnu.Sjálfsagt er þetta allt umdeilanlegt,en þarf eigi að síður að skoða vel.Við höfum að mestu búið í friðsælu landi og verið laus að mestu leiti við ásókn útlendinga í atvinnu hér á landi.Nú er þetta allt breytt,við skuldbundin að taka við fólki frá ESB löndum.Það verður ekki flokkað í hópa eftir þjóðernum,við erum komin í þessa hakkavél,þar sem öllu ægir saman.Við eigum að ræða þessi mál hispurslaust,en ekki láta þróast hér alls konar andstöðuhreyfingar milli þjóðerna,eins og þekkt er nánast um alla Evrópu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sterkt framboð að Obama verði varaforseti Clinton.
2.2.2008 | 22:39
Nú styttist óðum í að kosið verði í 20 fylkjum í Bandaríkjunum.Skoðanakannanir eru nokkuð misvísandi,nái Clinton að höfða nógu sterkt til kvenna ætti hún sigurinn vísan,en Obama virðist höfða breitt til kjósenda og gæti komið öllum á óvart.
Ætla má að Obama hafi með hrífandi framkomu sinni höggvið stór skörð í raðir kjósenda Clinton.Þetta verður spennandi,en mestu skiptir að Demokratar vinni í komandi forsetakosningum,en hafi jafnframt áfram meirihluta í báðum deildum þingsins.Það býður næsta forseta Bandaríkjanna mikið starf að gjörbreyta utanríkismálastefnu þjóðar sinnar og reyna að endurheimta traust og virðingu annara þjóða.
Heimsveldisstefna Bandaríkjanna undanfarin ár, þar sem hervaldi og sífelldum ógnunum hefur verið beytt í samskiptum þjóða og alþjóðalög virt að vettugi,verða skráð í sögunni sú þjóð sem hvað mestum hörmungum hafa valdið í veraldarsögunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Kastljósi í kvöld voru viðtöl við nokkur ungmenni í skóla,sem voru að fá sér pyslur og kók í morgunverð á 190 kr.Þá upplýsti afgreiðslustúlkan að ásóknin í pyslurnar og kókið væri svo mikil, að hleypa þyrfti unglingunum inn í hollum,hún gat þess einnig að sum kæmu þrisvar sinnum yfir daginn.
Maður lætur sér detta í hug hvort þessi ungmenni fái engan morgumverð og pylsurnar komi í staðinn eða séu ábót.Ég ætla ekki að fara að deila á unglingana eða heimili þeirra,en þetta kom mér sannarlega á óvart hversu almennt þetta var í viðkomandi skóla.Hollur morgunverður er hverjum manni mikilsverður.Ég held að vinnutími og tímaleysi beggja foreldra kunni að hafa eitthvað að segja í þessum efnum.Þá er þessi sykurdrykkja,salgæti og sjoppumatur ákaflega fitandi og mætti gjarnan upplýsa ungmenni og reyndar alla um afleiðingar slíks matræðis.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ákæruvaldið á að þyngja dóma fyrir kynferðis - og fíkniefnabrot.
31.1.2008 | 22:39
Nýgenginn 5.fimm ára dómur tveggja útlendinga fyrir afar grimmdarlega nauðgun,gæti verið vísir að þyngingu dóma fyrir kynferðisafbrot.Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé,því dómar í þessum málaflokki hafa verið dómskerfinu til háborinnar skammar.Afleiðingar nauðgana vara alla æfi þolandans og fyrir slík brot á að refsa í samræmi við þann refsiramma,sem hegningarlög leyfa.
Sam gildir um umfangsmikil fíkniefnabrot,sem nú eru til meðferðar.Afleiðingar fíkniefnaneyslu eru flestum kunnar,hvers konar afbrot s.s.manndráp,rán og ofbeldi.Þá stefna neytendur heilsu sinni í voða og fjölskyldur búa við stöðugar áhyggjur og ógnanir.Sökum hinna víðtæku áhrifa sem ávana-bindandi efni valda neytendum og fjölskyldum þeirra á að hafa refingar þungar.Hinsvegar á Fangelsismálastofnun í samráði við Menntamála - og Heilbrigðismálaráðuneytið að hjálpa þessu fólki með öllum tiltækum ráðum að vinna bug á sínum alvarlegu vandamálum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukning á alvarlegum brotum erlendra manna vekur ugg hérlendis.
31.1.2008 | 21:11
Alvarleg árásar - og kynferðisbrotamál,stórfeldur innflutningur á fíkniefnum og skipulögð þjófnarmál í stórum stíl o.fl.tegundir glæpa tengjast æ oftar erlendum mönnum,einkanlega frá Austur - Evrópuríkjum.Þar virðast mest áberandi um þessar mundir menn frá Litháen.Eftir að Austur - Evrópuríkin gengu í EB á s.l.ári hefur verið frjálst flæði af fólki frá þessum ríkjum til Íslands eins og við var að búast vegna atvinnuleysis og lágra launa í viðkomandi ríkjum.
Fólk af erlendum þjóðernum hérlendis eru nú um 7% þjóðarinnar eða um 22.þúsund manns.Hér búa nú sé miðað við mannfjölda fleiri útlendingar hlutfallslega en á hinum Norðurlöndunum.Ef fram heldur sem horfir munu eftir 5-10 ár 15 - 20% menn(um 50þúsund manns ) af ýmsum þjóðernum hafa búsetu á Íslandi.
Hvernig mun okkur farnast í svona fjölþjóða þjóðfélagi er erfitt að sjá fyrir,en eitt er víst að okkur er mikill vandi á höndum,sérstaklega vegna fámennis okkar.Þá getur miklu ráðið í þessum efnum frá hvaða þjóðum fólk flyts hingað.Menning,trúarbrögð og lífshættir almennt eru jafn breytilegir og þjóðernin eru mörg.Fólk á að ræða þessi mál af ábyrgð og þekkingu og virðingu fyrir öllum þjóðernum,það vill oft verða svo ,að þeir sem eru með einhver varnaðarorð í þessum efnum eru taldir rasistar.
Við erum þegar farin að sjá ákveðin munstur af tegundum afbrota og glæpa eftir löndum,sem rekja má til fyrirmynda afbrotaferla í viðkomandi ríkjum.Lögreglan hér hefur reynt að kynna sér þessi mál eftir föngum,en meira þarf til.Vitað er að erlend mafíu starfsemi hefur náð hingað í einhverjum mæli,en hún má ekki rótfesta sig hér með aðstoð ísl.glæpamanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)