Hættið þessum vandlætingum um Spaugstofuna - Þeir sýnilega hittu í mark.

Þeir eru ekki aðeins góðir gleðigjafar,þeir eru líka á sinn hátt hárbeittir gagnrýnendur.Þessi spuni þeirra nær nánast öllum hæðum og lægðum,en lognmollan er víðs fjarri.Hér eru á ferðinni bestu grínleikarar landsins,fjölhæfni þeirra,hugmyndflug og  skopskin er nánast óendanlegt.

Þeir eru búnir að skemmta okkar í tvo áratugi og hafa mest áhorf allra.Það er ekki góð byrjun hjá nýja borgarstj.að væla undan þeirri meðferð,sem Spaugstofan tileinkaði honum.Hann fékk mikla athygli enda svo sannarlega til hennar unnið að verða borgarstjóri með 6527 atkvæðum.Sama gilti um Björn Inga og Vilhjálms. Þessir þrír menn hafa verið aðalleikendur á hinu pólutíska sviði undanfarna daga,frammistöða þeirra er lýðum ljós.Spaugstofumenn þurftu því að leggja sig alla fram að toppa þeirra eigin aulaskap.


Spaugstofan fór ekki yfir nein siðferðismörk - það gerðu hins vegar Ólafur og Vilhjálmur.

Það voru eðlileg viðbrögð hjá Spaugstofunni að hafa hinn nýja borgarstj.í aðalhlutverki  þáttarins eins og hann í reynd hefur verið í fréttum alla s.l.viku.Hið skyndilega flug Ólafs úr borgarstjórn upp í hreiðrið hjá Vilhjálmi á 2 - 3 klst. og fá að launum borgarstjórastólinn og 80% af stefnuskrá Frjálslindafl.og óháðra er einsdæmi í sögu ísl.stjórnmála.

Fyrst hélt fólk að einhver bilun hefði átt sér stað í sálargangverki þessa forustumanna flokkanna eða um hreint gabb væri að ræða ,aðrir urðu lamaðir eins og í einhverju pólutísku Dauðahafi.Þegar menn sáu að ekki var um höfuðlausa sköpun að ræða heldur tvíhöfða gangverk,þá var eins og myrkur og ský dragi fyrir,fólkið mótmælti hástöfun á áhorfandapöllunum.

Var nokkuð að undra þó hugsjónamenn Spaugstofunnar kæmu þessari sérstöku uppákomu heim í stofu landsmanna.Þeir reyndu að lyfta þessum atburðum úr lágkúrunni á hærra og skemmtilegra plan .Hinn pólutíski vegvísir þeirra Ólafs og Vilhjálms er afar þröngur enda virðist hann byggist á yfirdrotnun og  valdasýki.


Enn ein nefndin um aldraða komin á koppinn.

Jóhanna Sigurðard.félags - og tryggingarmálaráðhr. hefur skipað samstarfsnefnd um málefni aldraðra.Form.nefndarinnar er Ágúst Ólafur Ágússon,alþingism.Honum til fulltingis eru valdir aðilar,sem þekkja allir vel til þessa málaflokks.

Aldraðir hafa vægast sagt afar slæma reynslu af svona nefndarskipan,verkefnin hafa verið ótímasett og illa skilgreind.Allir vita hvernig kjör aldraðra eru í dag,þau eru vitnisburður um árangursleysi og aumingjaskap stjórnvalda á hverjum tíma.Alls konar loforð og sýndarmennska fyrir hverjar kosningar um bætt laun og kjör þessa fólks,hefur nánast undantekingalaust verið svikið.

Nú fær Ágúst Ólafur tækifæri að sýna hvað í honum býr,er í  sterkri ríkisstjórn með mikla fjármuni.Nú kemur væntanlega í ljós fljótlega hvort ríkisstjórnin ætlar á ALVÖRU að sýna öldruðum þá virðingu og velvilja sem þeim ber.Það þarf ekki að skilgreina stöðu aldraðra í þjóðfélaginu,þjóðin í dag á þeim fyrst og síðast að þakka þau lífskjör sem við búum við í dag.Hins vegar bera aldraðir enga ábyrgð á þeirri auðhyggju, græðgi og blekkingum ,sem er búin að rótfesta sig  í þjóðfélaginu.


Er einleikur Vilhjálms að rústa flokkinn í borgarstjórn - borgarftr.íhuga að hætta.

Aðgerðir og einleikur Vilhjálms að fá Ólaf til samstarfs við Sjálfstæðisfl. án þessa að varafulltr.hans Margrét styðji meirihlutann, fyllti mælinn hjá nokkrum borgarfulltrúum Sjálfstæðisfl..Þá var málefnasamningurinn ekki kynntur nægjanlega,sumir borgarflt.sáu hann fyrst eftir að Vilhjálmur og Ólafur undirrituðu hann.Í reynd var Vilhjálmur að leika sama leikinn gagnvart borgarftr.sínum og í REY málinu.Hann haf'ði ekkert lært af fyrri mistökum sínum.

Óstaðfestar frásagnir um að nokkrir borgarftr.flokksins íhugi alvarlega að hætta í borgarstjórn undir stjórn Vilhjálms og hafi mótmælt harðlega að Ólafur settist í stól bogarstjóra.Ætla má að Sjálfstæðisfl.tapi verulegu fylgi.


Borgarftr.Sjálfstæðisfl.niðurlútir með sorgarsvip hlustuðu þeir á foringja sinn.

Þegar Ólafur og Vilhjámur tilkynntu samstarf flokkanna í borgarstjórn,stóðu borgarftr. að baki þeim sorgmæddir og niðurlútir á svip.Þetta mynnti frekar á fólk við jarðarför,enginn að fagna nýtilkomnum meirihluta.

Komu  fimm borgarftr.Sjálfstæðisfl.ekki að þessum málefnasamningi milli Ólafs, Vilhjálms og Kjartans ?Vissu þeir heldur ekki hvers konar blekkingum og ranghverfu var beitt við Ólaf til að fá hann til samstarfs,að til stæði að fá VG til samstarfs.

Í dag hefur heyrst frá innanbúðarmönnum í Sjálfstæðisfl.að bullandi ágreiningur sé um þennan gjörning allan og sér í lagi,að Ólafur hafi ekki tryggt sér stuðnings varaftr.síns Margrétar.Þá séu borgarstjóraefnin rúin öllu trausi,þeir hafi aðeins á bak við sig innan við 20% kjörfylgi..Þar ríki líka megn óánægja um afstöðu formann flokksins Geirs,að hann skyldi ekki stöðva Vilhjálm á byrjunarreit í þessu óheilla tafli.Nú er komið á koppinn enn verra mál en REI,Vilhjálmur með allt niður um sig enn á ný og alls óvíst að honum takist að girða sig.Það er von að hans borgarfulltrúar hafi staðið allir að baki honum hnífnir og sorgmæddir enda aumkunarverðir að horfa framan í þjóðina undir svona aðstæðum.

Það sannaðist rétt einu sinni í pólutíkinni að allt er falt fyrir bitlinga.Mannshöfuð sumra er ekki aðeins þungt,það er líka lengi að skapast,


Ólafur F.Magnússon blekktur til samstarfs-Hélt að VG væru í viðræðum við íhaldið.

Nú virðist komin fram ástæða fyrir brotthvarfi Ólafar úr borgarstjörn.Sjálfstæðismenn töldu honum í trú um, að samstarf við VG væri í fæðingu bak við tjöldin.Ólafur brá skjótt við og vildi verða á undan VG í sæng íhaldsins.Eftir nokkra klst.viðræður hans við Vilhjálm ákvað hann að taka boði hans um samstarf og verða jafnframt borgarstj.

Enginn ágreiningur hafði verið milli Ólafs og borgarmeirihlutans og því kom hið skyndilega brotthvarf hans við samstarfsmenn hans í borgarstjórn og hans  eigin varafulltr.í opna skjöldu.

Hér virðist vera um mjög alvarlega blekkingu að ræða af hendi Sjálfstæðism.,sem Ólafur í einfeldni sinni kokgleypti.Þessi fáranlega skrúfmælgi Vilhjálms og sá þröngi pólutíski vegvísir ,sem hann hefur viðhaft í þessu máli á eftir gera  endanlega út um pólutíska framtíð hans,var þó nóg komið.Vilhjálmur og Ólafur munu uppskera eins og þeir sáðu.Það getur reynst erfitt að fá lausn undan svona blekkingum,lágkúran er algjör.


Með her yfir hálfa öld samk.varnarsamningi við Bandaríkin -" Samt vopnlaus þjóð."

Ég hef aldrei skilið þá túlkun,að Íslendingar hafi ávallt verið vopnlaus þjóð.Samk.1.gr.varnarsamningssins frá 8.maí 1951 tóku Bandaríkin fyrir hönd Norður-Atlandshafsbandalagsins   að sér hervarnir fyrir Íslendinga.Í umræddum samningi var ákveðið  að Íslendingar yrðu að samþykkja hverrar þjóðar menn væru í bandaríska varnarliðinu.Þá var einnig háð samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar hversu margir varnarliðsmenn hefðu setu á Íslandi.Fyrstu ár hersins voru engir litaðir menn í herliði þeirra á Íslandi..Síðan voru sendir nokkrir  valdir svartir menn hingað,svo við gætum setið í nefnd,sem fjallaði um mannéttindamál í Suður Afríku.Þegar bandaríski sjóherinn tók við rekstri flugvallarins eftir 1960  og annara samningssvæða komu hingað menn af öllum litarháttum og þjóðernum.

Bandaríski herinn var hér alla tíð samk.samþykki íslenskra ríkisstjórna.Þjóðin hefur því ekki verið herlaus og getur því ekki gortað að því sí og æ.Hermenn hafa í okkar þágu verið hér og nú er verið að semja um tímabundna aðkomu hermanna hingað við ýms NATO ríkí..Í mínum huga vildi ég frekar sjá íslenskt heimavarnarlið,sem bæri fulla ábyrgð á varnar - og öryggismálum þjóðarinnar með eðlilegri aðkomu NATO ríkja samk samningi þar að lútandi samningi.


Augljóst útspil Björns Inga,sem lúmskulega er beint að form.Framsóknarfl.

Hér virðist  hann  vega bakdyramegin að Guðna Ágústssyni form flokksins ,að hann ráði ekki við hlutverk sitt að ná sáttum innan flokksins og auka fylgi hans.Björn Ingi lætur að því liggja,að hann ,sem næsti" kandidat " flokksins sé orðinn svo leiður á þessum innbyrðis deilum ,að hann sé að hugleiða að fara úr flokknum.

Þetta er lúmskulegt útspil og gæti orðið til þess,að ýmsir flokksmenn Framsóknarfl.legðu trúnað sinn á þennan málflutning og myndu vinna að formannssæti fyrir Björn Inga.

Enn er verið að leggja stein í götu Guðna,var ekki nóg komið,honum tvívegis hafnað,fyrst sem varaform.Halldórs Ásgrímssonar og síðar varð hann að víkja fyrir Jóni Sigurðsson.Verður ein atlagan gerð að honum ennþá og þá úr launsátri að undirlagi Björns Inga og félaga hans.Hann hljóp úr vistinni hjá Sjálfstæðisfl.í borgarstjórn og tárvotum augum lýsti hann fyrir flokksmönnum sínum hversu erfið sú ákvörðunartaka var.Nú þykist hann ætla að yfirgefa þessa trúverðugu flokksbræður sína,gleymir nokkur þegar Alfreð Þorsteinsson faðmaði hann og huggaði á umræddum flokksfundi.

Það mun koma í ljós innan ekki langs tíma hvort þetta útspil Björns Inga gengur eftir.Ég hef fulla samúð með Guðna Ágústssyni að vera með svona lið innanborð,hann verðskuldar fullt traust.


Hvernig verður öryggis - og varnarmálum Íslands háttað undir stjórn utanríkisráðhr.?

Fram hefur komið,að búið sé að ræða við nokkur NATO ríki um  tímabundnar flugæfingar hervéla á Íslandi.Ekki hefur verið upplýst ennþá hver aðkoma Íslendinga verður v/ þessa æfinga.Hins vegar hefur verið rætt um að þessar liðsveitir NATO fái aðstöðu á Keflav.flugv.er varðar húsnæði og mat þeim að kosnaðarlausu eins og reyndar  var áður  meðan varnarliðið rak herstöðina.

Þessir NATO flugmenn sem hér munu dvelja við æfingar eru hermenn og lúta því herlögum í einu og öllu.Þegar bandaríski herinn var hér höfðu þeir alltaf herlögreglu til að framfyljga herlögum.Hvernig þessu verður háttað hjá utanríkisráðhr.veit ég ekki.

Ég tel nokkuð fullvíst að Íslendingar verði fyrr eða síðar  eins og aðrar fullvalda þjóðir að koma sér upp heimavarnarliði til að annast sjálfir sín öryggis - og varnarmál.Ég tel ekki ólíklegt að bandalagsþjóðir okkar innan NATO óski formlega eftir því við íslensk stjórnvöld,að hér verði a.m.k.sérhæft heimavarnarlið,sem bandalagsríkin geta leitað til vegna þeirrar miklu hættu,sem heiminum stafar frá hryðjuverkasamtökum.Veikasta öryggiskeðjan má ekki liggja um Ísland.Þessir ósýnilegu fjandmenn eiga sér engin landamæri.Ég hef áður lýst þeirri skoðun minn,að umrætt heimavarnarlið komi undir  sjálfstæða stjórn Almannavarna,sem hafi  nána samvinnu við utanríkisráðneytið , löggæsluna ,landhelgisgæslu og björgunarsveitir.

Komi til þess að Íslendingar nái kosningu í Öryggisráð SÞ,sem ég mæli gegn,getur það leitt til meiri áhættu  um hryðjuverk hér,vegna þeirra ákvörðuna ,sem við kunnum að taka gegn þjóðum sem halda hlífðarskyldi yfir alls konar hryðjuverkasamtökum.


Hver á að bera ábyrgð á tjóni,sem NATO hervélar valda /v æfinga á Íslandi ?

Ég hlustaði á umræður frá alþingi  í dag um öryggis - og varnarmál þjóðarinnar.Ég er sammála að þessi mál komi undir utanríkisráðuneytið,en ekki kom fram í umræðunum hvernig hernaðarleg aðkoma ráðuneytisins verður í samskiptum við NATO ríkin.Um hernaðarleg samskipti gilda allt aðrar aga - og samskiptareglur,en í almennum utanríkismálum.Fróðlegt verður að sjá hvernig þau mál verða leyst.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 8.maí 1951 er enn í gildi.en hann gæti haft ákveðinn fordæmisgildi.Í 12.gr samningsins varðandi tjónaskiptingu milli landanna,þar sem Bandaríkin bera ein ábyrgð skulu þau greiða 85% en Ísland 15%.

Hvernig verður þessum málum háttað varðandi æfingaflug NATO ríkja innan lofthelgi Íslands? Hvað um réttarstöðu NATO hermanna ,sem dvelja hér tímabundið, fer hún eftir herlögum viðkomandi ríkja eins og gilti um Bandaríska hermenn á samningssvæðunum.Í 2.gr.10tl. varnarsamingsins stendur orðrétt.:"Liði Bandaríkjanna er rétt að fara með lögregluvald á samningssvæðunum og gera viðkomandi ráðstafanir til að halda þar uppi aga,allsherjarreglu og öryggi".Ég taldi ávallt að þessi grein bryti í bága við Stjórnarskrá Lýðveldisins,þar sem Íslendingar einir geta farið með slíkt vald.

Þessi samningur var barn síns tíma og löngu tímabært að segja honum upp.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband