Búið er að fullreyna að ná fram fullum mannéttindum kvenna nánast alla s.l.öld. varðandi launa - og kjaramál og ýms önnur réttindamál kvenna.Þó svo ,að samþykkt var fyrir nokkrum áratugum að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu,hefur samt ekki tekist jafnétti á þessum sviði.Þá hefur skipun í embætti hjá opinberum fyrirtækjum verið konum afar óhagstæð,sama gildir um stöðu kvenna á hinum almenna vinnumarkaði.
Þessi þróun í jafnréttismálum kvenna er karlmönnum til háborinnar skammar og ekki í neinu samræmi við lýræðislega þjóðskipunarhætti.Jóhanna Sigurðard.félagsmálaráðhr.ásamt mörgum öðrum framsæknum konum hafa um langan tíma staðið í fylkingabrjósti.Nú er fram komið jafnréttisfrumvarp,sem þingið vonandi samþykkir.Ljóst er þó að Sigurður Kári þingm.Sjálfstæðisfl.og fleiri þingm.í þeim flokki eru andstæðir frumvarpinu.Þeir vilja engin boð eða bönn í svona löggjöf,það á allt að þróast af sjálfu sér með betri mannlegum samskiptum.Sama helvítis karlakjaftæðið og verið hefur og engum árangri skilað.
Ég mun fjalla nánar um þetta frumvarp þegar ég hef kynnt mér það vel.
Enn og aftur hækkar Seðlabankinn vextina,sem eru um þrefalt hærri en í nokkru öðru vestrænu ríki.Þennslan heldur áfram og verðbólgan tvöfalt hærri en viðmiðunarmörk vinnumarkaðarins.Verðbætur á húsnæðillánum hækkar höfuðstól lána um hundruð þúsunda umfram hækkun íbúðarverðs.Hvað ætla stjórnvöld að gera gangvart hávaxtastefnu bankana.sem hafa enn á ný hækkað húsnæðismálalána vexti um 50% s.l.3.ár,sem nú þegar hafa leitt til fjölda gajldþrota.Þá er staða krónunnar að leggja útflutningsgreinar þjóðarinnar í rúst með kolvitlausu hágengi krónunnar.
Ríkisstjórnin er bara áhorfandi og gerir ekki neitt.Hvaða tillögur hefur ríkisstjórnin komið fram með til að leysa vandann ? Ekki mér vitanlega neinar.Væri ekki skynsamlegt í stöðinni að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar og fella t.d. út úr henni húsnæðisliðinn og mínnka vægi eldsneytis ,sem myndi stórlækka verðbólguna.Einhver slík könnun er nú í vinnslu hjá Bretum um vægi ákveðinna þátta vísitölunnar til lækkunar verðbólgu.Þar þekkast engar verðbætur á íbúðarlán og reyndar hvergi í Evrópu.Við siglum þar einskipa og engin kúvending fyrirsjáanleg.
Nú er spurt,hvort ríkisstjórnin ætli að sitja aðgerðarlaus gagnvart þessu þensluástandi á meðan verðbólgan og okurvaxtastefna bankana er að setja tugþúsundir íbúðaeigendur í mikil fjárhagsleg vandræði og gjaldþrot ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2007 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef oft hugleitt hvað við íbúarnir getum gert til að ökumenn fari eftir settum umferðahraða í íbúðarhverfum,þar sem t.d.hámarkshraði er 30 km.
Þar sem ég bý í Garðabæ er mikið af börnum á ferð við eina slíka götu.Yfirleitt er ekið þarna á lögleyfðum hraða og umferðin almennt til fyrirmyndar.En alltaf eru einhverjir að flýta sér og virða ekki hraðatakmörkin.Ég hef og reyndar fleiri sem þarna búa, rætt nokkrum sinnum við þá ,sem aka ógætilega og bent þeim kurteisislega á að virða hraðatakmörkin,sem sett eru til öryggis okkur öllum,þó sérstaklega litlu börnunum okkar.Undantekingarlaust hafa allir tekið þessum ábendingum vel og þakkað fyrir.Hins vegar höfum við orðið vitni að ofsaakstri ungra manna,sem ekki eru búsettir í hverfinu okkar og kært þá til lögreglu ef tekist hefur að greina skrásetningarnr.bifr.
Ég er enginn fyrirmyndar bifr.stj.allir hafa einhver umferðabrot á samviskunni,en við eigum samt að reyna eftir fremsta megni að bæta umferðarmenningu okkar og fækka slysum og aka eftir aðstæðum hverju sinni.Gerum íbúðarhverfin okkar umhverfisvæn og þar er ökuhraðin ávallt nr.1.
Þak verði sett á fjölda innflytjenda.
31.10.2007 | 18:37
Sá mikli fjöldi útlendinga,sem sækist nú í auknum mæli eftir varanlegri búsetu og atvinnu hér á landi verður með einhverjum hætti að takmarka.Þá þarf líka að hafa einhverja raunhæfa stýringu á í hvaða atvinnugreinar okkur skortir helst vinnuafl í.
Eins og öllum er kunnugt hafa stjórnvöld ekki náð tökum á þessum málum,bæði er tekur til atvinnu skráningar,skattaeftirlits,búsetu o.fl.Þá verðum við líka að hafa hugfast, að tugþúsundir útlendinga á ísl.vinnumarkaði munu hafa mikil áhrif á laun í landinu þegar atvinnuleysi eykst.Þá er ljóst að þessi mikli fjöldi innflytjenda verður þungbær byrði fyrir velferðarkerfi þjóðarinnar.Miklar umræður eru í gangi í hinum ýmsu ríkjum ESB varðandi þessi mál,sérstaklega eftir að Austur -Evrópuríkin gengu inn í bandalagið.
Það er einkennilegur og órökvís hugsunargangur,að bendla menn við rasisma,sem vilja láta kanna þessi mál til hlýtar og læra af reynslu annara þjóða í Evrópu.Ég tel þá aðila vera á villigötum og hugsa illa um hagsmuni innflytjenda,sem enga viðspyrnu og skipulag vilja hafa á hlutunum.Sú mikla þensla sem enn er t.d. í byggingavinnu er m.a. til komin vegna of miklis fjölda útlendinga í greininni.Hins vegar hafa innflytendur fyllt upp í fjölmargar atvinnugreinar,sem skortur var á mannafla í og er það vel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hef ekki ekið á nagladekkjum í 15.ár - engin óhöpp eða vandamál.
30.10.2007 | 22:31
Nú þegar hinar árstíðabundnu biðraðir myndast við hjólbarðaverkstæðin að skipta um dekk,hugleiða bifreiðaeigendur hvernig þeir geti best tryggt öryggi sitt yfir vetrarmánuðina.Vissulega ræður miklu búseta manna og hvort þeir þurfa að aka um langan veg til vinnu sinnar eða búa hérna á Stór - Reykjavíkursvæðinu.
Ég tók þá ákvörðun fyrir 15.árum að aka á grófmunstruðum ársdekkjum.Hef ég auðveldlega komist leiðar minnar án óhappa,enda ek ég að stærstum hluta hér á Stór - Reykjavíkursvæðinu.Hins vegar finnst mér stórlega vanta óvilhallar leiðbeiningar sérfræðinga um hvaða hjólbarðamunstur henti best í snjó og hálku.Hvernig væri að Umferðastofa og tryggingafélögin tækju höndum saman um slíka rannsókn? Þá ber líka að skoða vel aðrar tegundir dekkja s.s.korna - og blöðru dekkin.Hjólbarðanotendur eiga að fá greinargóðar og öruggar upplýsingar í þessum efnum,en því miður eru upplýsingar frá sölumönnum mjög misvísandi um gæði og væntnalega ræður þá mestu um hvaða dekkjategundir viðkomandi er að selja.
Ég ákvað að aka hægar í snjó og hálku eftir ég hætti að nota negldu dekkin.Hins vegar er rétt að hafa í huga að negldu dekkin gefa oftar en ekki falst öryggi þegar naglarnir slitna og týna tölunni.
Hægari akstur, meiri aðgætni og tillitssemi er besta hálkuvörnin.
Það tók Morgunblaðið 28 ár að skilja,að LÍÚ legði sjávarbyggðir í rúst.
27.10.2007 | 19:54
Eins og kunnugt er var lögum um fiskveiðiheimildir breytt l984.Þá kom svonefndur kvóti til sögunnar,sem átti að vernda fiskistofna,en 1991 hófst svo framsal og leiga á kvóta,sem hefur rústað sjávarbyggir.
Nú bregður svo við í leiðara Morgunblaðsins,að harðlega er ráðist á félagsmenn í LÍ Ú.Orðrétt segir m.a.í blaðinu." Hverjir eru það sem hafa rústað sjávarþorp um land allt með þvi að kaupa kvóta og flytja hann á brott? Hafa það ekki verið félagsmenn í LÍÚ.Talsmaður hvers er Björgúlfur Jóhannesson form.samtakanna?Hann er talsmaður þeirra sem hafa lagt þungar byrgðar á lítil sjávarþorp um land allt með þvi að láta greipar sópa um þorpin ,hirða kvótann og fara með hann í burtu."
Þá segir einnig í leiðaranum,að félagar í LÍÚ hafi hagnast um miljarðatugi ef ekki hundruð miljarða á því að selja kvóta og flytja peningana til útlanda skattlausa.Þessar staðreyndir allar hefur Morgunblaðið haft fyrir augunum á þriðja áratug.Varið með kjafti og klóm í þágu sérhagsmuna auðhyggunnar og græðginnar.Það verður fróðlegt að sjá í reynd hvort orðið einhverjar breytingar á sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðisfl. á alþingi.
Aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju - forvarnarverkefni verði efld.
26.10.2007 | 19:38
Enn einu sinni reynir hópur alþingismanna og heilbrigðismálaráðhr.að koma í gegnum alþingi frumvarpi um aukið aðgengi að áfengisneyslu og nú í matvöruverslunum.Alltaf er vísað til fordæma erlendis í þessum efnum,án þess að koma með neinar ábyrgar tölur um aukningu neyslunnar og afleiðingar hennar.
Allar markaðskannanir sanna að aukið aðgengi að vörum almennt eykur sölu þeirra .Þessu er náttúrlega eins varið um sölu áfengra drykkja ,hvort heldur er um sterkt eða létt áfengi að ræða.Eru ekki næg vímuefnavandamálin þó þessu sé ekki bætt við.Skora á þingmenn að fella þetta frumvarp,ekki meira af auðhyggju og græðgi á kosnað ungmenna.
Þá er rétt að hafa í huga,að þau lönd ,sem eru með mestu heildar neyslu af áfengum drykkjum,þar er skorpulyfur tíðust og áfengisvandamálin mest.Þar fer saman mikil bjórdrykkja,létt - og sterkt áfengi.Meðan við Íslendingar drukkum á árum áður aðalega sterkt áfengi vorum við með minnstu heildarneyslu áfengis í V-Evrópu í lítrum talið .Eitthvað hefur bjór dregið úr neyslu á sterku áfengi hérlendis og einnig mun létt áfengi gera það líka,en heildarneyslan mun stóraukast eins og í öllum öðrum ríkjum.Um þessi mál er hægt að nálgast skýrslur á vegum Heilbrigðismálastofnunar SÞ.
Þráhyggja samkynhneigðra,aðeins karl og kona geta fengið hjónavígslu.
24.10.2007 | 20:27
Samk.kenningum Bíblíunnar og hjúskaparlögum getur hjónabandsvígsla aðeins orðið hjá karli og konu.Þessu verður náttúrlega aldrei breytt, enda engin þörf á því.Vígsluathöfn samkynhneigðra er á engan hátt ókristilegri athöfn en hjá gagnkynhneigðum,en nafnið verður að vera annað. Getur ekki einhver góður máfræðingur funndið gott nafn á vígslu samkynhneigðra ?
Hjúskapur verður alltaf háður kynhneigð,en það þýðir ekki í reynd,að ekki sé hægt að nota sömu löggjöf.Það er vissilega hægt ef viðkomandi aðilar bera virðingu hvor fyrir öðrum.Láta hlutina heita réttum nöfnum og að tillitssemi og kærleikur hvort við annað fái notið sín.
Viðskiptamálaráðhr.tilkynnir að stimil - og vörugjöld verði aflögð eftir nokkra mánuði.
24.10.2007 | 17:32
Hér er um mikil réttlætismál að ræða,sem þjóðin hefur beðið árum saman eftir.Það er ljóst að Björgivn G.Sigurðsson ætlar að standa undir væntingum og láta verkin tala.Þá er hann einnig að leggja fram frumvarp til laga um fyrningu kröfuréttinda,en þau sem nú eru í gildi nr.14 frá árinu 1905 eru 102 ára. Jóhönnu Sigurðardóttur,félagsmálaráðhr.er m.a. þessa dagana að vinna að ýmsum meiriháttar umbótum og breytingum hjá Trygginarstofnun ríkisins,sem mun gera þetta flókna og seinvirka kerfi skilvirkara og réttlátara.Við bíðum og sjáum hvernig tiltekst.
Svo virðist sem ráðhr..Samfylkingarinnar séu allir í góðum gír,en ráðhr.Sjálfstæðisfl.eru ekki enn komnir upp úr skóförum fyrri ríkisstjórna,vonandi láta nýir þingmenn og ráðhr. flokksins til sín taka á komandi þingi.
Stjórnarandstaðan er fámenn,en hefur ekki náð saman í neinum veigamiklum málum.Frjálslindifl.hefur þó m.a. komið fram með ,að verðbætur verði aflagðar af húsnæðismálum og lágmarkslaun verði a.m.k.150 þúsund á mánuði.Skattlaysismörk verði lækkuð í áföngum og miðist við sömu tölu.Ágætar tillögur,sem vert er að skoða vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef engar vísindalegar rannsóknir til að byggja á í þessum efnum,en tel af eigin reynslu að ávani valdi mestu um reykingar.Allir sem hafa reykt þar á meðal ég vita að fólk reykir almennt hvað mest við ákveðnar aðstæður s.s.þegar það drekkur kaffi eða áfenga drykki,talar í síma og undir ákveðnu álagi o.fl.Þetta leiðir hugann að því að tóbaksfíknin ein og sér ráði minna um neyslumunstur reykinga.
Ég er hættur að reykja fyrir nokkrum árum og gerði það án nokkurs undirbúnings.Ég hafði nokkrum sinnum hætt áður um árabil með þeim hætti,að fara í viku veiðitúra á hálendinu og hafði ekkert tóbak meðferðis.Það ótrúlega skeði mig langaði ekkert að reykja,ástæðan var augljós ég gat ekki náð í vindlinga.Þetta sannaði fyrir mér,að tóbaksfíknin væri ekki aðalsökudólgur reykinga,heldur persónulegar ávanabundnar aðstæður neytenda í sjálfu umhverfinu.Ég veit að ávani og fíkn fylgjast að, en það getur verið skynsamlegt að aðgreina þessa tvo þætti sem meðferðarúrræði við að hætta að reykja.
Reyndar skiptir ekki megin máli hvort reykingar verða ávanabindandi vegna tóbaksfíknar eða annara hluta,hér er um að ræða eitt stærsta heilbrigðismál heimsins.Það skiptir því miklu máli,að tóbaksneytendur fái rétta meðferð,en lendi ekki inni í vítahring notkunar alls konar efna og tækja í staðinn,sem þeir verða árum saman háðir og kosta mikla fjármuni.