Dómsmálaráðhr.hefur fyrirskipað hóp löggæslumanna að gera tillögur um aukið eftirlit með ókerfisbundnu vegabréfaeftirliti.Þetta er góð hugmynd og hefði alltaf átt að vera til staðar eftir að Íslendingar gerðust aðilar að Schengen.Þetta eftirlit á við útlendinga og íslendinga,sem ætla má að séu þátttakendur í hvers konar glæpastarfsemi.Ljóst er að hingað koma í auknum mæli erlendir glæpamenn,sem tengjast skipulögðum glæpum oft í samráði við innlenda afbrotamenn.
Lögreglan þarf að hafa sérhæft lið við þetta eftirlit,sem myndi m.a.starfa með fíkniefnadeildinni og lögregluembættum viðsvegar um landið.Best væri að Íslendingar segðu sig úr Schengen samstarfinu,það var röng ákvörðun frá upphafi og veikti stórlega allt eftirlit með komu - og brottfararfarþegum .Vonandi verður þessi aðgerð dómsmálaráðhr.til að opna augu manna fyrir því að afleggja Schengen.Það lokar engu upplýsingaflæði eða boðleiðum Íslendinga við önnur ríki Evrópu er varðar lögreglumál.Persónulega þekkti ég vel til þessa málaflokks um árabil á Keflavíkurflugv.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seðlabankinn spáir um 30% verðlækkun á íbúðarhúsnæði á næsta ári.
9.11.2009 | 10:34
Hvaða afleiðingar hefur það um nýgerða íbúðarsamninga ríkisstjórnarinnar við bankana og heimilin í landinu ? Húsnæðisskuldir heimilanna hækka að sama skapi,mismunur eigna og skulda aukast .Í þessum óraunhæfu og ómarkvissu samningum ríkisstjórnarinnar eru engar marktækar skilgreiningar gerðar lengur um afleiðingar hækkunnar og lækkunnar á íbúðarlánum. Neysluvísitalan hefur verið aflögð í þessum efnum og einhver konar " afleggjari "af launavísitölu tekið við hlutverki hennar.Eftir standa ábreyttir höfuðstólar og verðtryggingar,sem ýmist eru fryst eða lengt í skuldahalanum.Það er haldið áfram að ranghverfa málin og blekkja fólk.Satt best að segja hef ég takmarkað traust á löggjafarþinginu,það á margt eftir að koma í ljós.
Ef einhver getur útskýrt þetta og séð fyrir afleiðingar þessa breytinga,væri áhugavert að fá svar við þessu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er enginn sendihr.Bandaríkjanna á Íslandi ? Bað forseti Íslands hana aldrei afsökunar
8.11.2009 | 13:58
eða skýringu á að hætta við að sæma hana Fálkaorðu Íslenska lýðveldisins,sem orðunefnd hafði samþykkt?Eins og kunnugt var í fréttum á sýnum tíma var forseti Íslands búinn að tilkynna sendiherra Bandaríkjanna um orðuveitinguna og mun hún hafa verið á leiðinni til Bessastaða til að móttaka hana þegar tilkynning barst frá embætti forsetans,að hætt væri við að veita henni orðuna og engin formleg skýring heldur gefin fyrir afturköllun veitingarinnar.
Fréttaflutningur fjölmiðla af þessu dæmalausa hneyksli forsetaembættisins hefur aldrei verið opinberlega tilkynntur þjóðinni.Þá hefur heldur engin formlega ástæða verið gefin ,hvaða orsakir valda því ,að bandarísk yfirvöld hafa ekki tilkynnt íslenskum stjórnvöldum um skipun á nýjum sendiherra.
Þjóðin á fulla kröfu á því,að þetta mál verði upplýst.Ef forsetaembættið gerir það ekki,ber utanríkisráðhr. að gera það og upplýsa ríkisstjórnina og reyndar alla þjóðinni frá málavöxtum.Er hugsanlegt að einhver bréf eða skeyti séu til staðar í opinberu skjalasafni forsetaembættisins,sem varpað gætu ljósi á þetta mál ?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dæmalaus réttarfarsleg meðferð - Dæmdum nauðgara sleppt.
6.11.2009 | 15:09
Kynferðisafbrotamaður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í júlí í s.l.sumar fyrir að nauðga konu með mjög hrottalegum hætti í húsasundi við Trönuhraun í Hafnarfirði.Dómnum var áfríað af manninum til Hæstaréttar og skyldi hann sæta gæsluvarðhaldi ,þar til dómur hans gengi í Hæstarétti.Konan sem fyrir árásinni varð hlaut fjölmarga alvarlega áverka og sýnt mikla streitueinkenni.
Ekki reyndist hægt að dagsetja mál mannins til munnlegs málflutnings í Hæstarétti,þar sem dómsgerðir höfðu ekki borist til réttarins á tilsettum tíma.Gæsluvarðhaldsútskurður Héraðsdóm var felldur úr gildi vegna óhæfilegs dráttar í málinu og þá hinum seka sleppt úr fangelsi,en settur í farbann.
Þessi dæmalausa réttarfarlega meðferð verður að rannsaka til hlýtar.Er hér um hrein mistök að ræða eða um skort á mannafla?
Að konan og aðstandendur hennar og reyndar þjóðin líka skuli þurfa að búa við það að umræddur sakamaður skuli ganga laus er ekki hægt að umbera á rettarfarslegum grundvelli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á mannlausum sjálfsafgreisðlu bensínstöðvum,greiðir þú með korti eða seðlum áður en bensínið er sett á bifr.Á bensínstöðum þar sem þú setur sjálfur bensín á bílinn,ætti ekki að vera takki á dælunni til að opna fyrir rennsli.Greiðsla fari ávallt fram í afgreiðslu áður en bensínið er afgreitt og er þá dælan jafnframt styllt á lítrafjölda og fjárupphæð.Á bensíndælunni sé áberandi skilti,sem skýrir frá afgreiðslumáta.
Sjálfsagt kunna að vera fleiri öruggar leiðir til að koma í veg fyrir bensínþjófnaði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju eru engar niðurstöður bankarannsókna birtar - Í hvers þágu ?
1.11.2009 | 14:22
Fréttamiðlar ríghalda kjafti um gang rannsóknarinnar.Hvaða hagsmunum er verið að leyna og í hvers þágu.Á meðan þjóðin fær engar fréttir um umfang og rannsóknarhætti,er ekki að vænta raunhæfðrar og málefnalegrar umfjöllunar.Ósannar staðhæfingar og blekkingar ganga manna á meðal.Það er búið að framkvæma svo margar óhæfur og lögleysur í þessum málum frá upphafi að fyllsta ástæða er að rannsaka þann þátt mála sérstaklega.
Þrír og hálfur mánuður leið frá hruni bankanna og yfirtöku ríkisins þar til rannsókn hófst.Það eitt segir okkur meira en nóg hvaða hagmunum verið var að þjóna.Okkar gjörspillta stjórnsýsla virðist hafa verið um árabil samvirkandi þáttur í hinum meintu og almennu fjársvikamálum.
Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir og að Framsóknarfl.og þó einkum Sjálfstæðisfl.bera þarna höfuðábyrgð ,er þeim samkvæmt skoðunarkönnunum að stórvaxa fylgi.Varla getur skammtímamynni kjósenda verið svo ábótavant,að þeir gleymi jafnharðan hverjir áttu hlut að máli.Kannski hjálpar þeim tímabundið fréttabann á rannsóknum sakadómaranna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrst átti ríkisstjórnin að setja lög um skuldaaðlögun þjóðarinnar í heild,en taka síðan ákvörðun um aðgerðir í Icemálinu.
30.10.2009 | 16:06
Það má segja að ríkisstjórnin hafi byrjað á öfugum enda,fyrst átti hún að meta nákvæmlega greiðslugetu bankanna,heimilanna og fyrirtækjanna.Þau nýju lög um skuldaaðlögun heimilanna sýna okkur ljóslega,að þau eru óraunhæf og mjög illa skilgreind.Nýmæli lagabreytingarinnar felst í því að sett er þak á greiðslujöfnun fasteignaveðlána,þannig að lánin lengjast að hámarki um þrjú ár.Þessi lenging í skulda hengingunni lækkar greiðslubyrði um 17%.enda séu þá lánin í skilum.Lán í frystingu verða sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun þegar affrystingu lýkur.Lánastofnanir munu fyrir 15.nóv.n.k senda bréf til viðskiptavina sinna,sem fara sjálfkrafa í greiðslujöfnun.Aðrir lántakendur sem eru í vanskilum verða að hafa samband við sína lánveitendur.Hér er því í reynd ekkert verið að lækka greiðslur af íbúðarlánum,aðeins verið lengja í skuldahengingunni og affrysta lánin.Höfuðstóllinn heldur áfram að stækka og gnæfir upp úr skuldasúpunni og verðtryggingin fæðir hann og klæðir ásamt handónýtri krónu.
Ríkisstjórnin virðist ekki hafa neina hugmynd um heildarkosnað þessa aðgerða,sem eru sýnilega stórlega vanmetnir,sama gildir um fyrirtæki í landinu.Náttúrlega átti fyrst að gera heildaráætlun um allan fjárhagslegan innlendan kosnað áður en farið var að ræða um greiðslur vegna Icesave samninganna,sem eru ekki í neinu samræmi við greiðslugetu þjóðarinnar.Við áttum strax að gera Iceþjóðunum ljóst hver hámarksgreiðsla þjóðarinnar gæti orðið samk.opinberum niðurstöðum.Hefðu þær ekki fallist á sanngjarna lausn,færu Íslendingar í málaferli.
Við hófum þessa baráttu í lausu lofti og ekki verður séð hvort eða hvenær við lendum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rökstuddur grunur hefur verið í nokkur ár um skipulagða brotastarfsemi,sem m.a.tengist erlendri glæpastarfsemi.Sökum mannfæðar sérmenntaðra rannsóknarmanna hefur ekki tekist að rannsaka þessi afbrot nægjanlega.Þessar tegundir rannsókna eru mjög tímafrekar og flóknar,enda taka þær oft til miklis fjölda inn - og erlenda glæpamanna.
Umfang þeirra fjársvikamála sem nú eru í rannsókn,varða ekki einungis meint fjármálabrot banka og fyrirtækja,þau tengjast líka fjármögnun hvers konar glæpastafsemi.Slíkar rannsóknir verða að vera líka vel studdar sérhæfum rannsóknaraðilum í fíkniefnarannsóknum og mannsali,Talið er að þessir málaflokkar velti hærri ólögmætum fjárupphæðum en aðrir glæpahringir.
Hvað getum við gert til að hjálpa rannsóknaraðilum til að ná árangri? Við eigum að tilkynna lögr.strax grunsamlega hegðun og umferð fólks og jafnframt skýra lögr.frá sögusögnum um mál og menn,sem líkleg geta talist varða lögbrot með einum eða öðrum hætti.Lögreglan fer með allar slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.Gagnkvæm virðing og traust milli lögreglu og fólksins í landinu eru virkustu upplýsingakerfin ,sem við getum beytt gagnvart skipulegri glæpastarfsemi.Bresku lögreglunni hefur tekist að byggja upp fjölþætt og sterk upplýsingakerfi,sem ná til flestra starfsþátta og fyrirtækja í landinu.Nú njóta þeir t.d. góðs af þessum kerfum ganvart hryðjuverkamönnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Séra Gunnar Björnsson var sýknaður á báðum dómstigum,en samt færður til í embætti.
16.10.2009 | 17:18
Á hvaða siðferðisgildum og kristilegum hugsjónum færir biskup Gunnar til í starfi.Fróðlegt væri að sjá hvaða réttlætis sjónarmið biskup leggur til grundvallar sinni ákvörðun.Hvaða óhæfur framdi Gunnar í starfi,sem biskup sér,en ekki dómstólar.Sjálfsagt hafa heiðarlegar rökræður með skynsamlegri gangrýni farið fram meðal sóknarnefnda manna og sóknarbarna ,en þegar kristilegar tilfinningar takast á getur reynst erfitt að brúa bilið og ná fram fullum sáttum.
Það er mikill andlegur skaði fyrir viðkomandi aðila að ná ekki fram sáttum.Þegar æðsta dómstól er ekki treyst af sjálfum biskupi þá er siðferðisvitund ákveðinna aðila í byggðalaginu látin ráða för með aðgerð biskups.Þetta reiptog milli laga og trúar verður að leysa.Það er ekki hægt að búa við andstæðan boðskap Hæstaréttar og biskups.Kannski verður framtíðin þannig að engir utan fjölskyldunnar þori að faðmast.Mat á hvers konar kynferðislegri áreitni hefur verið mikið hert,jafnvel sjálfsagður hlýleiki getur verið misskilinn.Er hugsanlegt að framkoma Gunars hafi verið misskilin?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fíflhyggju áróður Framsóknarfl.sker undan þeim sjálfum -Liggja marflatir við hlið íhaldsins.
13.10.2009 | 18:02
Af hverju ræddu ekki form.framsóknarfl.og fylgdarlið hans við forsætirráðhr.Noregs um lánafyrirgreðslu Icesave málsins ef einhver alvara lá að baki. ? Að ræða aðeins við flokksbræður sína í Miðflokknum gat aldrei leitt til neinnar niðurstöðu þó þeir séu í norsku ríkisstjórninni.
Hér var því aðeins um áróðurbragð að ræða,sem átti að koma Framsóknarfl.vel og gera jafnframt Jóhönnu Sigurðard.forsætisráðhr.ótrúverða.Sannleikurinn var sá að Jóhanna og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar höfðu ítrekað rætt við Stoltenberg fjármálaráðhr..Noregs og fleiri áhrifamenn Jafnarmanna um lán,en ávallt verið staðfest af þeirra hálfu ,að lánveitingin væri háð uppgjörinu við Icesave málið eins og önnur lán frá hinum Norðurlöndunum.
Fyrstu alvöru spor Framsóknar leiðtogans sýna að hann þræðir dyggilega spor gömlu leiðtoga flokksins.Nýr Framsóknarfl.er ófæddur ,ný andlit breyta þar engu.Þeir liggja marflatir við hlið íhaldsins í fjötrum auðhyggjunnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)