Þessi einhæfa rökleysa ráðhr.skerðir gýfurlega lífskjör almennings í landinu.Hækkun á innfluttum varningi hefur t.d.hækkað um 35 - 40% á s.l.2.árum.sem síðan hækkar stórlega neysluvísitöluna og vöruverðið í landinu.Þetta kemur náttúrlega fram í öllum rekstrarþáttum heimilanna.er þó ótalin hækkun íbúðarlána,sem mestum skaða veldur.Útflutningsverslunin græðir hins vegar mikið á hinni röngu skráningu krónunnar um 50%,en sá hagnaður nær aðeins til fámenns hóps þjóðarinnar.Sameign þjóðarinnar fiskurinn í hafinu er að stærstum hluta veðsettur fyrir hundruðum miljarða kr.skuldum í nafni útgerðarinnar.Um þá ólögmætu aðgerðir ræðir ekki fjármálaráðhr.heldur hvernig megi lækka laun og hækka skatta og skerða laun þeirra sem minnst mega sín.
Hefði ekki verið skynsamlegra að auka fiskveiðiheimildir tímabundið (2 -3 ár ) um 200.þúsuns tonn og greiða þannig upp að stærstum hluta Icesave skuldina.Það er helvíti hart að hlusta nú á komandi aðgerðir stjórnarflokkanna í efnahagsmálum,sem töldu sig málsvara láglaunafólksins í landinu fyrir kosningar.
Það vita allir sem bera eitthvað skynbragð á efnahagsmál þjóðarinnar,að krónan er ónothæfur gjaldeyrir,sem muna viðhalda áfram ójafnræði og verðbólgu í landinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú verður þjóðin að standa saman - efla einingaranda og frelsið,
25.12.2009 | 15:58
Það er örlát og góð þjóð,sem er ávallt tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem þurfa á aðstoð að halda í sárri neyð.Þó okkur skorti oft samstöðu og einingaranda í stjórnmálum,þá er hins vegar sá samúðarhugur og kærleikur til staðar þegar mest á ríður það er sjálf vonin.
Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp heilbrigt og menningalegt þjóðfélag. Hvað er andlegt frelsi ? Það er m.a.lausn undan blekkingum persónuleikans og sjálfslyginni.
Það er staðreynd,hvort heldur við erum trúaðir,vantrúaðir eða allt þar á milli,að við verðum að leita styrks í trúnni.Ef við látum berast stjórnlaus fyrir vindi og iðandi straumi,verðum við fyrr eða síðar að taka út andlega þjáningu.
Kenningin um ódauðleika sálarinnar er efasemdarmönnum íhugunarefni en ekki hlutlæg sönnum.Hún skyggir samt ekki á kristna trú.Á meðan við miðum líf okkar hér á jörðu að meira eða minna við undirbúing annars lífs,er og verður trúin á Jesúm Krist eiíf.
Í bók sem ég skrifaði 1994 og ber heitið Þögnin Rofin,fjallaði ég m.a.um örlagaþrungnar sakamálsögur,sem leiddu mig oft inn í trúarlegar hugleiðingar.Nú þegar kreppir að þjóðinni og óvissan um farsæla niðurstöðu í efnahagsmálum er ekki til staðar og löggjafarþingið nær ekki að sameinast um úrlausnir,þá erum við í miklum vanda stödd.Þó bjarráðin séu oft vandfundin,þá verða stjórnvöld og fólkið í landinu að standa nú saman eins og við höfum ávallt gert þegar stór slys og hörmungar hafa gengið yfir.
Þær þúsundir Íslendinga sem nú verða að leita aðstoðar hjálparstofnana og tugþúsundir heimila, sem eru að missa húseignir verða að fá varanlega hjálp.Til að ná því markmiði verðum við öll að standa þétt saman og ástunda sannleikann og heiðarlegt hugarfar.
Gleðilega hátíð og farsæl komandi ár.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núverandi leiðréttingar á íbúðalánaskuldum eru afglapaverk,sem standast ekki jafnræðisreglu
9.12.2009 | 17:37
Samkvæmt síðustu aðgerðum bankana til lækkunar á höfuðstóli verðtryggða íbúðarlána vekur sérstaka athygli óeðlileg aðferðafræði milli lántakenda.Þar er lagt til grundvallar mismunur á fasteignamati og höfuðstól Þeir sem greitt hafa reglulega vexti og afborganir lána og verulegar fjárupphæðir inn á höfuðstól og staðið að mestu í skilum, fá nú margfalt lægri niðurgreiðslur af verðtryggðum lánum,en þeir sem eru í vanskilum. Þessar niðurstöður bankanna vekja enn meira athyglis sé haft í huga,að þeir hafa eindregið hvatt lántakendur að greiða af höfuðstóli lána.Þeir sem fóru að ráðum bankanna og reyndu að standa í skilum eru nú þeir sem minnst fá.Hafa í reynd tapað sínu spari - og lánsfé m.a frá foreldum.Þessi framgangsmáti bankanna er hvoru tveggja í senn dómgreindarlaus og óheiðarlegur.
Hér er um mjög ósanngjarna afgreiðlsu að ræða,er lýtur að jafnræði lántakanda á sömu kjörum lána.Slíkar afgreiðslur bankanna og misræmi í meðferð fjármuna sýnir afar slæmt fordæmi og dómgreindarleysi.Vissulega hafa lántakendur mismunandi fjárráð,en það réttlætir engan vegin svona aðferðarfræði,enda ólíklegt að bankinn geti haft raunhæft yfirlit yfir fjárráðum og eyðslu heimila almennt.Nauðsynlegt er að kannað verði hvort svona málsmeðferð samræmis lögum eða sé einfaldlega hundavaðsleg fíflhyggja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég mætti á fundinn m.a.til að gera mér grein fyrir fjölda fundarmanna.Þetta er fremur auðveld ef þú t.d.afmarkar svæðið í 4.reiti,þar sem mannfjöldinn er mestur.Þegar búið er að áætla heildarhópinn ,þá er auðvelt að telja fólk á dreifðum svæðum utan aðalhópsins og gangandi vegfarendur.Auðveldast er að 2-3 aðilar framkvæmi svona talningu.
Sjálfsagt eru þeir,sem eru að mótmæla aðgerðum stjórnarinnar að Icesave samkomulaginu og þó sérstaklega þeir sem standa vörð um heimilin í landinu þarna í miklum meirihluta.
Þá heyrði maður marga,sem vilja skora á forsetann að undirrita ekki Icesamninginn,en nú fara undirritaðar áskoranir að nálgast 30.þúsund.
Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu,sem gæti innan skamms farið úr böndunum og endað með alvarlegum átökum eða allsherjar mótmælum,sem myndu lama allt þjóðfélagið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er rétt að skrá fjárhagslega hagsmuni kjörinna borgarftr.Hvaða manndómi þjónar það.
2.12.2009 | 15:13
Nú eiga allir borgarftr.að vera búnir að skrá fjárhagslega hagsmuni sína.Ég hef verið í nokkrum vafa um þessa aðgerð,tel reyndar hana höggva um of að persónulegum upplýsingum viðkomandi.Hins vegar tel ég sjálfsagt að borgarftr.og þingmenn framvísi hegningarvottorðum áður en þeir eru kjörnir.Dugar þá ekki að viðkomandi fá uppreisn æru eða sakaruppgjör,eins og gerst hefur á alþingi. Til setu á alþingi hafa líka verið kosnir þingmenn með þunga refsidóma að baki,þeir hafa ekki einu sinni verið beðnir um sakarvottorð áður en þeir unnu sín þingmannaheit.
Löggæslumenn þurfa að sýna hreint sakarvottorð áður en þeir hefja störf.Sömu kröfur ætti líka að gera til handhafa löggjafarvaldsins,þingmanna, ráðhr. og dómara.
Hins vegar tel ég að óviðkomandi aðilar eigi ekki að hafa frjálsan og tilefnislausan aðgang að fjárhagslegum hagsmunum umræddra aðila.Komi upp rökstuddur grunur um meint lagabrot t.d.þingmanna eða ráðhr.skulu þeir ekki njóta friðhelgis á þingi.Þessi friðhelgi er gömul eftiröpun erlendis frá.Brot á hegningarlögum þarf hugsanlega að endurskoða með tilliti til alvarleika afbrota og gildismats.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðin má ekki greiða meinta Iceskuld - Verða þrælar auðkúunar og græðgi.
28.11.2009 | 13:54
Vegna þeirrar innbyggðu meinsemda,sem eru fylgifiskar auðkúunar og ásýndar gangvart þjóðfélaginu og umhverfinu.Fátæktin sem verður fylgifiskur þjóðarinnar næstu árin,er ekki það versta sem þjóðina getur hent,heldur hið miskunarlausa ranglæti, tillitsleysi og hin sefjusjúka ímyndun auðvaldsins.Það andlega fresli og menningarlega þjóðfélag,sem einkennt hefur framfaraskeið þjóðarinnar yfir hálfa öld.getur orðið fyrir varanlegu tjóni.
Best væri við núverandi aðstæður að hafna öllum Icesamningum við Englendinga og Hollendinga og fara í málaferli.Það veit enginn með vissu hvernig þau málalok yrðu.Ef við töpuðum málinu myndum við greiða í ísl.krónum,sem í reynd er töluvert lægri upphæð en sú, sem nú stendur til að samþykkja af ríkisstjórninni með vöxtum.Allar umræður um inngöngu Íslendinga í ESB eru ekki raunhæfar eftir allar þær neikvæðu umræður,sem þær hafa valdið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grimmd og skilningsleysi - Hvar er skjaldborg heimilanna.
27.11.2009 | 15:33
Ríkisstjórnin ,bankar og fjármagnseigendur skilja alls ekki hagsmunasamtök heimilanna.Þjóðin hefur ekki áður kynnst jafn mikilli grimmd og tillitsleysi gagnvart meðferð heimilanna..Forsætisráðhr.sagðist myndi slá skjaldborg um heimilin í landinu.Þjóðin hefur beðið eftir aðgerðum ríkistjórnarinnar ,sem hafa reynst endalausar blekkingar og ósannyndi.Það eina sem hefur gerst að lánstími lánanna hefur lengst um þrjú ár,sem leitt hefur aðeins til smálækkunar á mánaðarlegum greiðslum,en í reynd eru lánin að hækka.
Heildarskuldir lánanna höfuðstóllinn fer síhækkandi og talið er að um 40.þúsundir heimila eigi ekki fyrir skuldum.Verðtryggingin með hækkandi verðlagi og þjónustu heldur áfram og krónan er áfram handónýt mynt.
Það er verið daglega að fremja mannréttindabrot,gangvart heimilum í landinu,óttinn, kvíðinn og þunglyndi fyrir framtíðinni nístir þjóðina miskunarlaust.
Loforða blaður forsætisráðhr.eru löngu þjóðþekkt.Þegar hún getur ekki lengur losnað undan afleiðingum verka sinna og skúðmælki ,þá stendur hún óvarinn í sinni eigin hripleku skjaldborg.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fiskveiðiheimildir verði auknar um 100.þús.tonn á ári næstu þrjú árin.
23.11.2009 | 13:31
Ástand fiskistofna við Ísland hafa ekki í áratugi verið jafn góðir samk.niðurstöðum nýafstaðinna fiskirannsókna.Þetta eru góðar fréttir fyrir efnahag þjóðarinnar,nú er bara að nýta þær vel í þágu lands og þjóðar t.d. að koma í veg fyrir áætlaða hækkun skatta lækkun launa og leiðréttingum á íbúðarlánum.Þá mætti jafnframt lækka erlend lán um a.m.k um helming
Svo virðist sem allir flokkar á alþingi núna séu samþykkir að auka verulega fiskveiðiheimildir nema VG.Hvaða tenging er á milli þeirra og LÍÚ ? Það hefur vakið mikla athygli að undanfarin 3 ár hafa Rússar veitt árlega 2-3 sinnum meira magn af fiski en uppgefnar fiskveiðiheimildir þeirra sýna.Þrátt fyrir það hafa mælingar þeiira sýnt umtalsverða aukningu á fiskislóðum þeirra.Það virðist vera komin staðfesting á því ,að rannsóknir ísl.fiskifræðinga hafa ekki verið martækar um áratugaskeið er varðar aðferðarfræði um verndun fiskistofna og stofnstærðir.
25. ára reynsla eða allt frá því að kvótinn var settur á 1984 hefur ekki tekist að byggja upp fiskistofna við Íslandsstrendur.Skipstjórar og ýmsir úgerðaraðilar hafa árum saman mótmælt þeirri aðferðarfræði,sem notuð hefur verið af fiskifræðingum til að auka fiskgengt hér.Við hefðum þó getað lært margt af Færeyingum og einnig ákveðna þætti frá Norðmönnum undanfarin ár.Kvótasala og okurleiga á fiskveiðiheimildum frá 1991 hefur setið í fyrirrúmi fiskveiðistefnunnar á Íslandi ásamt takmarkalausri græðgi.Afleiðingarnar hafa verið augljósar í flestum sjávarbyggðum umhverfis landið.verðfall á húseignum, mínkandi atvinna og brottflutingar á fólki frá heimabyggðum.Þessar staðreyndir hafa blasað við þjóðinni í áratugi með fullu samþykki viðkomandi stjórnvalda Sjáfstæðis - og Framsóknarflokksins þrátt fyrir löggiltan eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiheimildum.
Dægurmál | Breytt 14.1.2010 kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skattsvikarar hljóti vægari refsingu,sem gefa sig fram innan ákveðinna tímamarka.
19.11.2009 | 17:46
Í Bandaríkjunum hafa viðkomandi yfirvöld lækkað skattsektir, hafi skattsvikarar innan ákveðins tímabils greitt umsamdar sektir.Jákvæð viðbrögð í USA ættu að opna öðrum þjóðum leiðir til að ná að innheimta slíkar sektir.
Nú er rétti tíminn að láta á þetta reyna hérlendis.Verði viðkomandi skattsvikarar ekki við slíkum fyrirmælum viðkomandi yfirvalda innan ákveðinna tímamarka,verði þeir dæmdir til fullrar refsinga og eignaupptöku.
Er Þjóðin ekki búin að fá nóg,að þurfa að greiða hundruð miljarða skuldir þessara manna með skattahækkunum,launalækkunum,almenn hækkun vöruverðs og hvers konar samdrætti á almennri þjónustu ?
40.þúsundir heimila í landinu og þúsundir fyrirtækja eiga ekki eignir fyrir skuldum.Framlenging lána ríkisstjórnarinnar er bara tímabundinn gálgafrestur.Hvenær brestur stíflan og afleiðingarnar flæða yfir land og þjóð.Þolinmæði heimilanna er þrotin,hvernig hún veltir af sér græðgisvæðingunni og hinni óendanlegu spillingu kemur í fyllingu tímans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins eiga að koma lög,sem undanbragðalaust banna allar tegundir nektardansa á veitinga - og skemmtistöðum.Vitað er að nektardansar eru oftar en ekki hluti af mannsali og hvers konar frelsissviptingu vændiskvenna.Slíkar konur njóta engra mannlegra réttinda,þær eru þrælar ,sviptar öllu frelsi,oftast greidd laun að stærstum hluta í formi fíkniefna til að brjóta niður allt frelsi og siðferðisstyrk þeirra..Þeim er kennt að stela fjármunum af drukknum viðskiptavinum og fíkniefnaneytendum oftast í samvinnu við barþjóna.
Grimmustu og miskunarlausustu aðilar auðvaldsins og græðginnar eru þeir glæpahringir,sem um allan heim hafa náð að rótfesta sína starfsemi á þessu sviðum.Ýmsir sérfræðingar telja umfang þessarar starfsemi og fíkniefnadreifingu velta yfir 15 % af öllu fjármagni á heimsvísu.
Það er mikill heiður fyrir löggjafarþing þjóðarinnar að banna nektardansinn.Lögreglan verður að vera vel á verði,glæpamennirnir finna sér ótal smugur.Ýmsir lýta t.d. á Ísland sem framtíðar ferðamanna - og ráðstefnuland.Þar mun ekki skorta vel borgaða milliríkja vændisþjónustu.Fagurt og hreint land okkar á líka nóg af mönnum sem mæna græðgisaugum á hvert fótmál til uppbyggingar vændissins.Hinar innbyggðu meinsemdir gróðahyggjunnar eru alls staðar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)