Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Markaðsverðmæti félaga sem skipa úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hafa lækkað um 750 miljarða á háflu ári.
7.12.2007 | 22:51
Það er ljóst að sá kóngulóavefur sem tengir þessi fyrirtæki saman tekur þau öll með sér í fallinu,að undanteknu Marel.T.d.hefur markaðsverði Exista eitt og sér lækkað um rúmlega 200.miljarða frá því í sumar,en alls hafa fyrirtækin tapað 750 miljörðum frá því í júlí.Ég hef margsinnis í blaðagreinum og á blogginu bent á að þessi glafralega útrás margra Íslenskra fyrirtækja, gæti hvenær sem er sprungið fyrirvaralaust,þar sem hvorki eignar - né viðskipaleg staða þessa aðila væri nægjanlega traust.Nú er að koma á daginn,að þessi fyrirtæki voru meira og minna einn blekkingarvefur,sem gerðu kaupendur bréfa að trúfíflum. Fyrirtæki og einstaklingar láu hundflatir fyrir útrás hinna Íslensku víkinga.Íslendingum virðist hafa verið gefin sú "náðargáfa" að falla ofan í þá svartavillu að gera þetta eða hitt,svo lengi sem einhverja gróðavon er að hafa.Maðurinn er náttúrlega alltaf að stærstum hluta það sem umhverfið og þjóðfélagið hefur gert hann.
Það er búið að ranghverfa þessi viðskipti og endalaust að blekkja fólk og hreinlega draga það inn í viðskipti,sem það hefur enga þekkingu á.Með miskunarlausum áróðri hefur tekist að lemja inn í þjóðina,að hún eigi að fjárfesta í útrásinni,en þjóðin veit náttúrlega ekkert hvað stendur á bak við þær fjárfestingar.
Vest af öllu er þó,að auðtrúa stjórnir lífeyrissjóða hafa fjárfest miklar fjárupphæðir í þessum loftkastölum útrásarinnar,sem m.a.mynda úrvalsvisitölu Kauphllarinnar.Vitað er nú þegar að þeir hafa tapað tugum miljarða.Hér er um langtíma fjárfestingar að ræða hjá lífeyrissjóðunum og því ekki auðvelt að losa sig frá þeim viðskiptum.Kannski verður það hlutskipti lífeyrisþega á komandi árum,að laun þeirra lækki,vegna hinnar "rómuðu útrásar víkinganna."
Það er á engan hallað,að Freyja hafi fyllilega verðskuldað þessi verðlaun.Þessi fatlaða stúlka er einstök hetja og fyirmynd okkar allra.Hún sannar að fatlaðir hafa áhuga,vilja og getu að gera svo marga áhugaverða hluti fyrir samfélagið.Þeir skipta því miklu máli fyrir þjóðfélagið engu minna en þeir sem heilbrigðir eru.
Freyja sagði er hún hlaut verðlaunin,að þau væru heiður og hvatning fyrir hana.Jafnframt benti hún á að auðvitað gæti maður alltaf gert betur og lært meira.Þessi verðlaun gæðir tilveruna meiri litadýrð og gleði,sagði hún .Við erum ekki bara einhverjir þjónustuþegar,sem sitja á hliðarlínunni og horfa á lífið þjóta framhjá.Við viljum vera þátttakendur og við skiptum máli í samfélaginu,sagði þessi yndislega og stórgreinda stúlka.
Freyja er löngu búin að sýna okkur ,að við þurfum að vernda og rýmka lýðræðið og efla andlegt frelsi og kærleika til að byggja upp menningalegt þjóðfélag.Hennar háleitu hugsjónir um lífið og tilveruna ættu að vera okkur öllum leiðarljós í þeim efnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tekjuskattur verði 15% á næsta árií stað ca.22%,sem nú er.Útsvar haldist óbreytt,13 - 14 %.Skattar verði ekki lækkaðir á fyrirtækjum á þessu kjörtímabili ,en þeir eru nú 14% eins og kunnugt er.
Skattleysismörk hækki á næsta ári úr 90 þús.í 110 þús.en síðan um 10% árlega næstu fjögur ár eða þar til skattleysismörkin hafi verið leiðrétt til samræmis við hækkun launa s.l.tvo áratugi. Því miður er ekki hægt að hækka skattleysismörkin í einum áfanga í 140 þús. það myndi kosta ríkissjóð um 50 miljarða,en væri hins vegar auðvelt á þessu kjörtímabili ef vilji er fyrir hendi.
Gaman að heyra álit bloggara á þessum tillögum eða hvað annað, sem menn hafa til málsins að leggja.
Tryggingarstofnun rukkar inn ofreiknaðar tryggingabætur - Laun öryrkja lækka - Þjóðarskömm.
2.12.2007 | 21:55
Fólk með um 90.þúsund kr.laun með tryggingabótum er nú rukkað um tugi og hundruð þúsunda af Tryggingastofnun fyrir ofreiknaðar tryggingabætur fyrir mislöng tímabil.Það er þjóðarskömm af þessu framkvæmdamáta að fólki sé ætlað að lifa af þessum smánartekjum samk.einhverjum stöðluðum útreikningum Tryggingarstofnunar.Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum áður en allt er komið í óefni.Það hýtur að vera alvarleg bilun í sálargangverki þeirra sem bera ábyrgð á þessu.Það setur að manni þunglyndi að horfa upp á svona miskunarlausa stjórnsýslu.
Einnig er verið á sama tíma að lækka laun öryrkja vegna fjárskort í lífeyrissjóði.Félagsmálaráðherra segist ekkert geta í málum þeirra gert,nema bjóða þeim 100.milj.kr.úr ríkissjóði,en öryrja skortir á þriðja hundað mikj.kr.til að endar nái saman.Er ekki verið að ganga frá fjárlögum á þingi þessa dagana og því hæg heimatökin að lægfæra laun öryrkja.
Það er eins og það sé höfuðlaus stjórn án nokkurs vegvísis,sem fer með þessi mál.Þessi sjálfslýgi stjórnmálamanna er eins og illkynjað mein,sem ekki er hægt að lækna.Þeir kunna helldur ekki að skammast sín.
Hvernig öðlast lögreglan vinsemd og virðingu almennings.
29.11.2007 | 19:44
Mér verður oft hugsað til lögreglunnar í þá gömlu góðu daga,þegar hún gekk um götur borgarinnar,ræddi við vegfarendur og lét sér annt um vegferð þeirra og barnanna.Lögreglumenn frá þessum árum sögðu mér að þeir hefðu eignast fjölda vina,sem oft hefðu líka gefið þeim veigamiklar upplýsingar um grunsamlegt athæfi borgaranna.Þetta mynnti mann á bresku lögregluna,sem alltaf er tilbúin að veita vegfarendum hjálparhönd,sérstalega öldnu fólki og börnum og fyrir henni er borin mikil virðing.
Nú heyri ég ýmsa segja,að fyrstu kynni þeirra af lögreglunni sé þegar þeir hafi brotið eitthvað af sér.Ekki veit ég hversu réttmæt þessi skoðun er,en ég er sannfærður um að persónuleg umgegni og kynni af vegfarendum hvar sem er í þjóðfélaginu væri öllum til góðs.Lögreglan á að gera meira en halda uppi lögum og rétti,hún á að virka á þjóðarsálina,sem vinir,verndarar og hjálparhella eftir því sem við á.
Vona að lögreglustjórinn í Reykjavík og starfsbræður hans vítt um landið séu að endurskoða þessi mál öllum til heilla.
Aukið aðgengi - aukin neysla - aukinn vandi.
26.11.2007 | 18:57
Aukið aðgengi að áfengi í matvöruverslunum þýðir í reynd stóraukna neyslu áfengis.Af hverju að vera að kalla yfir þjóðina aukinn vandamál þegar alls engin þörf er á slíku?Allt er þetta tilkomið að undirlagi kaupmanna og stýripinnum frjálshyggjunnar og græðginnar.Ungir Sjálfstæðismenn standa fyrir þessu eins og oft áður.
Áfengisneysla hefur aukist frá aldamótum úr 3.lítrum á mann í rúmlega 7.Því veldur mest aukin bjórdrykkja.Bjór er anddyri sterkari áfengistegunda eins og Cannabis leiðir til neyslu sterkra fíkniefna.Þúsundir Íslendinar er eins og kunnugt er áfengissjúklingar,við eigum að gera ráðstafnir til að hamla gegn aukinni neyslu,en alls ekki margfalda fjölda útsölustaða áfengis,eins og lagt er til í frumvarpi þeirra Sigurðar Kára o.fl.
Við þurfum ekki að draga hingað til lands fyrirmyndir frá öðrum Evrópuríkjum í þessum efnum,þeir búa langfelstir við miklu meiri áfengisvandamál en við ,sem kemur m.a.til út af áfengissölu í matvöruverslunum Hér á landi hamlar einnig hátt verð neyslu..Áróðurinn sem viðhafður er í þessum efnum sýnir mikinn skynsemisskort.Menn muni bara kaupa léttvín með matnum,sem engan skaðar og kenna börnunum að meðhöndla áfengi.Það er ekki ofsagt að græðgin á sér engin takmörg og þar eru börn ekki undanskilin.Sjálfur neyti ég lítillega áfengis og tel ekki að okkur skorti áfengis verslanir hér á landi.
Ég skora á alþingismenn að kolfella þetta framvarp og líta fram á veginn til heilbrigðar æsku.
Hvaða ráðstafanir ætlar ríkisstjórnin að viðhafa gegn verðbólgunni ?
24.11.2007 | 21:25
Þjóðin býður eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á verðbólguna.Maður heyrir ekki nefndar neinar ábyrgar tillögur til úrbótar.Ýmislegt gæti ríkisstjórnin þó gert með fullar hendur fjár.T.d.greiða niður bensín - og olíuverð,greiða niður a.m.k.helming ( helst allar )verðbætur húsnæðismála og taka húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölunni,enda eru fasteignir fjárfesting en ekki neysluvara og er því ranglega flokkaðar þar,eins og ég hef áður gert grein fyrir á bloggsíðum mínum undanfarið.
Maður hafði trú á því,að jafn sterk ríkisstjórn að þingmannafjölda myndi hafa það sitt fyrsta markmið að ráðast með öllum tiltækum ráðum gegn verðbólgunni,okurvöxtum og verðbótum á húsnæðislánum.Vona svo sannarlega a.m.k.ráðherrar Samfylkingarinnar láti af sér kveða,íhaldið virðist enn fast í sama plógfarinu og það var með Framsóknarfl.Kæru bloggarar takið þessi mál til umfjöllunar,þau varða hagsmuni okkar allra.
Í fréttum var skýrt frá fyrirhuguðum morðum og særa ætti nemendur í Köln í Þýskalandi.Tveir nemendur komu þar við sögu.Annar er nú í fangelsi,en hinn svifti sig lífi með þeim hætti að kasta sér fyrir lest.Upplýsingar frá nemanda í skólanum leiddi til uppljóstrunar á þessu máli,en til stóð að framkvæma verknaðinn á morgun.
Hitt málið,sem vakti grunsemdir um að voðaverk stæði til í skólanum Askoy við Björgvin.Þar ætti hlut að máli einn nemandi,sem hefði gert sig grunsamlegan á netinu.
Stutt er síðan hinn sorglegi atburður skeði ,er nokkrir nemdur voru skotnir til bana í Tuusula í Finnlandi.Þar átti hlut að máli nemandi í skólanum,sem svifti sig lífi eftir verknaðinn.
Svona atburðir hafa átt sér stað eins og kunnugt er í í nokkrum skólum í Bandaríkjnunum.Evrópubúar hafa að mestu verið lausir við svona atburði,en nú virðist þessi vá vera kominn þangað.Við Íslendingar verðum að taka þessi mál alvarlega,engin þjóð getur fyrirfram verið örugg um,að svona eða hliðstæðir atburðir geti ekki gerst hér.Því ættum við Íslendingar að kynna okkur vel viðbrögð og öryggisaðgerðir annara þjóða á þessum vettvangi.Ljóst er þó að kennarar, nemendur skóla og foreldrar verða að taka höndum saman.Mest um vert er, að hver nemandi sé meðvitaður um öruggar boðleiðir til að koma upplýsingum til skila,svo hann sjálfur beri ekki tjón af t.d.til kennara og að sjálfsögðu til foreldra sinna,sem myndu tilkynna lögreglunni.Haldi einhver að um gabb sé að ræða,ber einnig að meðhöndla það með ábyrgum hætti.Mest um vert er þó,að skapa ekki ótta meðal nemenda eða að óvandaðir unglingar séu með gabb.Á því verður að taka af mikilli festu og ábyrgð af skólayfirvöldum og foreldrum.
Það setur að manni nábit og böggul fyrir brjósti - andleg yfirvikt og fíflhyggja.
18.11.2007 | 18:34
Er þessa dagana að lesa Ýmislegar Ritgerðir eftir þórberg Þóðarson.Þegar maður verður andlaus eða einhver bilun verður í sálargangverkinu er gott að lesa bækur þessa mesta málsnillings þjóðarinnar.Það setur oft að manni þunglyndi að lesa alls konar lágkúru og lýgi einkanlega frá stjónmálamönnum,sem eru loftþétt lokaðir í eigin hugarheimi.
Það setur vissulega stundum að manni nábit og böggul fyrir brjósti að lesa alls konar hundavaðslegt efni á bloggsíðunum.Það er eins og sumir séu lamaðir í pólutísku Dauðahafi.
Ég hvet ykkur til að hafa meistara Þórberg í handfæri þegar þið eruð að blogga.Ég fór á Þórberssetrið í Suðursveit nýlega.Það er afar glæsilegt og vel skipulagt og því aðgengilegt fyrir alla.Síðan þá hef ég reynt að eignast sem mest af bókum hans.Kiljans bækurnar á ég allar og Íslendingasögurnar,nú loksins rótfestist Þórbergur í huga mínum.Ég ætla þó ekki að falla ofan í þá svartavillu að gera ekkert annað.
Það er í reynd skandall,að ekki skuli ennþá vera hægt að greina DNA lífsýni hérlendis.Þau eru send til Noregs,sem veldur mikilli töf rannsóknaraðila að fá niðurstöður.Þá höfum við ekki heldur hérlendis löggiltan rithandarsérfræðing og leitum aðalega til Svíþjóðar til að fá úrlausnir í þeim efnum.
Þetta er náttúrlega ekki sæmandi,að embætti ríkislögreglustjóra skuli ekki hafa hérlendis aðgang að slíkri rannsóknarstofu til að annast þessi verk.Sveinn Andri Sveinsson,hrl.telur að sá langi tími,sem tekur að fá niðurstöður á rannsóknum DNA lífsýna,sé brot á réttindum sakborninga.Þá er þetta ekki síður mjög slæmt fyrir rannsóknarlögr.og brotaþola að búa við þetta ástand.
Þegar um þessi mál er fjallað,er borið við af ríkislögreglustjóra embættinu miklum kosnaði við að koma upp rannsóknarstofu á slíkum lífsínum og verkefni séu ekki næg til að það borgi sig. Þokkalega stöndug þjóð eins og Íslendingar hljóta að geta rekið svona rannsóknarstofu og átt sérhæfa rithandarsérfræðinga.Viðkomandi yfirvöld verða að skoða vandlega og vera ábyrg gangvart réttindum sakborninga og brotaþola í þessum efnum.Lögreglan á ekki heldur að þurfa að búa við svona ástand.