Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heiðursmerki Fálkaorðunnar og Stórriddarakrossur fyrir hvað ?

Mér hefur alltaf funndist þessar orðuveitingar foseta Islands,samkvæmt tillögum orðunefndar vera hálf uppskapningslega athöfn,þar sem nær einungis er verið að heiðra þekkta aðila í þjóðfélaginu,en hinn þögli hópur,sem hefur unnið oft stærstu hetjudáðir þessarar þjóðar,þeirra er hvergi minnst.

Hvað ætli að oft sé búið að heiðra hina og þessa embættismenn,forustumenn félagasamtaka,stéttarsamtaka,atvinnurekendur,listamenn.ofl,.Ég vil að þessi heiðurmerki séu fyrst og fremt veitt þeim,sem hafa verið meiriháttar frumkvöðlar að nýsköpun og markaðsmálumí  nýrra atvinnugreina,unnið frækileg björgunarstörf,uppfinningamenn,skipuleggjendur á sviði náttúru - og umhverfismála,læknar og hjúkrunarfólk, fræðimenn og frumkvöðlar á menningar - og menntamálasviði og reyndar allir  hvar sem í stétt og stöðu  þeir standa,sem hafa unnið þjóð sinni mikið gagn á vegferð hennar til góðra lífskjara.Hvað ætli margir sjómenn og verkamenn,þeir sem þyngstar byrðar bera í þjóðfélaginu hafi hlotið marga heiðurpeninga úr hendi forsetans?

Það er ekki menningalegt þjóðfélag sem útdeilir heiðursmerkjum sínum með þessum hætti.Það eru ekki háar hugsjónir eða vísindalegar yfirveganir ,sem yfir höfuð ráða niðurstöðum  á þessum úthlutunum.Í núverandi formi vil ég að þessum orðuveitingum sé hætt,þær eru oftast  ekki viðtakendum til neinnar  sæmdar.


Gleðilegt ár og kærar þakkir til allra bloggara fyrir áhugavert og skemmtilegt lesefni.

Nú er ég búinn að vera rúmt ár á blogginu.Ætlun mín var að vera eitt ár eða svo til að auka þekkingu mína á mönnum og málefnum.Yfir höfuð er ég nokkuð ánægður með lestrarefnið,ólík viðhorf og áhugamál , fjölbreytt efnisval  og yfirleitt málefnalega umræða.Ég á nokkra bloggvini,sem ég les alltaf,svo eru  nafnlausir menn á blogginu,sem eiga þar alls ekkert erindi.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni,að allir ættu að hafa opna blogg,svo menn geti gert viðeigandi athugasemdir,en geti jafnframt lokað blogginni fyrir þeim,sem viðhafa ósæmileg skrif.Með öðrum orðum ,menn samþykkja  eða hafna innkomu annara áður en hún birtist.Það er boðið upp á þrjá valkosti í þessum efnum,sem er ágæt úrlausn.


Tollgæslan og lögreglan fengu 1.verðlaun hjá Stöð 2.

Þetta var gott val hjá Stöð 2, lögreglan og tollgæslan hafa sýnt í verki,að þeir eru stöðugt að eflast í fíkniefnarannsóknum með betri upplýsingakerfum innan lands  sem utan.Það þarf mikla þolinmæði,dugnað og kjark til að skila árangri í þessum efnum.En umfram allt þarf fólkið í landinu,að sameinast um að hjálpa lögreglunni og ríkissjóður þarf að leggja fram miklu meira fé til alls konar forvarnar verkefna og þá þarf jafnframt að fjölga verulega sérhæfðu löggæsluliði við fíkniefnamál.

Þetta er eitt stærsta heilsufarslega vandamál þjóðarinnar,þar sem tugþúsundir ungmenna tengast þessum ávanabindandi efnum.Mörg heimili brotna undan þessu mikla álægi,þau sjá oft enga útgönguleið.Meðferðarúrræðin koma of seint og ekki er hægt að sinna nema litlum hluta af þessum fíkniefnaneytendum.Sjálfsvík eru fylgifiskar þessarar neyslu og alvarlegustu glæpirnir,árásir,þjófnaðir og morð tengjast oftast neyslu sterkra fikniefna.Það getur enginn einn unnið þetta stíð,það þarf hugarfarsbreytingu hjá öllum aðilum,þar vega heimilin og skólarnir  mest.

Ég óska löggæslunni til hamingju með þessa viðurkenningu og vona að framganga þeirra eflist með hverju ári.


Það er gaman að geta gefið mörgum mikið - Snjótittlingar leita vina í mannheimi.

Hef undanfarna daga verið svo lánsamur að á vegi minum hefur verið fjöldi snjótittlinga.Það er afskaplega gaman að gefa þessum litlu fallgegu vinum okkar,sem gleðja okkur með nærveru sinni þegar von er á vondum veðrum.Þeir eru bestu veðurfræðingar ,sem völ er á ,þurfa engin tól eða tæki til að sjá fyrir kuldaköst með fleiri daga fyrirvara.Ég er svo lánsamur að  hafa alist upp í sveit,bændur tóku þessum litlu spámönnum sínum afar vel og þeir fengu gott í gogginn í staðinn.

Hafið fuglamat eða brauð með ykkur þegar þið vitið að þeir eru komir í heimsókn.Þeir muna eftir ykkur og koma aftur og aftur þegar kólnar í veðri.Þeir eru taldir meðal bestu flugfugla í heimi,það er unun á að horfa hversu þétt og hratt þeir fljúga,engir árekstar.Þeirra umferðarkerfi er innbyggt í hvern og einn eins og veðurfræðin líka.Það er ljóst að þessir litlu snillingar eru á mörgum sviðum okkur mönnum fremri.Það er sannkallað augnayndi að horfa á fugla,sjá hvernig þeir nota frelsið og víðáttuna á landi,lofti og legi.Það er hægt á margan hátt að hrífast af fegurð náttúrunnar og tign himinsins,en í mínum hugarheimi eru fuglarnir þar í efsta sæti.


Um hundrað ofbeldisbrot gegn lögreglu á ári.Þarf lögreglan rafbyssur ?

Tel fulla ástæðu að birta þessa bloggsíðu mína aftur vegna fólgsulegra ofbeldisbrota fimm útlendinga á fjóra lögreglumenn s.l.nótt í miðborginni.Allir lögreglum.hlutu áverka og eru tveir á sjúkrahúsi.Aukin ofbeldisbrot gegn lögreglunni er mjög alvarleg þróun  fyrir fólkið í landinu.Virðing fyrir störfum hennar er grundvöllur þess að hún geti haldið uppi lögum og reglum.Við þekkjum flest í hverju störf hennar er fólgin,þau eru til að vernda þjóðina gegn hvers konar ógn og misrétti,fara á slysavettvang,umferðareftirlit ,fíkniefnaeftirlit ,vinna að björgunar - og forvarnarstörfum og vera hjálpar - og leiðbeinendur fólks á almannafæri.o.fl.

Því miður fjölgar alvarlegum árásum á lögregluna og skemmdum á lögreglubílum.Notkun hnífa og höggtækja  hvers konar virðast færast í vöxt og margir ráðast saman gegn einum aðila til að skaða hann sem mest.Það eru ekki aðeins lýsingar lögreglunnar á vettvangi,sem sanna ástandið í þessum efnum,líka slysadeild Borgarspítalans, spítalar og heilsugæslustöðar víðsvegar um landið.

Við þessu verður að bregðast við af festu og hjálpa lögreglunni m.a.með að gera enn frekari breytingar á hegningalögum til að herða refsingar fyrir árásir á lögreglu og torvelda henni störf á vettvangi.Ég tel að sá tækjabúnaður,sem hinn almenni lögreglumaður hefur yfir að ráða sé ekki nægjanlegur honum til varnar og til að framfylgja störfum sínum við stjórnlausa og hættulega menn.Að senda fleiri menn á vettvang kostar mikla fjölgun lögreglumanna og aukinn kosnað.Ég tel að lögreglan eigi að hafa allann þann öryggisbúnað sem kostur er til að sinna verkefnum sínum.Oftar en ekki er hún að koma fólki til hjálpar undan stjórnlausum fíkniefnaneytendum og ofurölva fólki.Þá verður lögreglan að vera þannig vopnum búin,að hún geti varið sig.Ég tel að lögreglan eigi að fá svonefndar rafbyssur,þær eru í reynd ekki hættulegri en þegar beita þarf þungum kylfuhöggum.Þá eru til margs skonar úðunarefni til að blinda árásarmenn  tímabundið og er það að sjálfsögðu notað ef við á.

Það er ekki gott ástand þegar lögreglumenn segja upp störfum í tugatali,telja starfsöryggi sitt ekki nægjanlegt og einnig vegna lélegra launa.Víkingasveitin leysir ekki þennan vanda nema að litlu leiti enda ekki stofnuð til að sinna þessum þáttum lögreglustarfsins.


Smá jólahugleiðing og jólakveðjur.

Manni verður oft hugsað til þess,að vissulega hlýtur hverjum kennimanni að vera mikill vandi á höndum að túlka grundvallaratriði kristinnar trúar,að umbúðirnar,hversu góðar sem þær eru ,skyggi ekki á sannindi trúarinnar á Guð og Jesúm Krist eða leiði til rangra ályktana þeirra sem á hlýða.Athöfnin má aldei vera umfangsmeiri og skrautlegri en innihald efnis,svo hið andlega svið beri ekki tjón af.

Erum við ekki of kröfuhörð gangvart prestum og kennimönnum ? Hljóta þeir ekki að búa við sömu efasemdir og langflest okkar um sannindi og veruleika hinnar helgu bókar.Hvað sem öllu þessu líður er kristin trú sú fegursta kenning og stefna sem hefur komið og því ber okkur að rækta hana af fremsta megni.Kenningin um ódauðleika sálarinnar og allir séu jafnir fyrir föður vorum á himnum er efasemdarmönnum íhugunarefni,en ekki hlutlæg sönnun.Hún samt skyggir ekki á kristna trú .að Guð sé í sjálfum þér þ.e.kærleikurinn.

Óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á  komandi ári.Lifið heil.


Íslenskar björgunarsveitir þær bestu í heimi.

Í þeim miklu óveðrum undanfarnar vikur hefur mikið reynt á hundruð björgunarsveitarmanna víðsvegar um landið.Þessir sjálfboðaliðar eru svo skipulagðir og vel þjálfaðir að þeir virðast geta nánast mætt allri vá,sem að okkur sækir.Þyrluflugmenn bandaríksa hersins á Keflav.flugv.höfðu oft að orði að þessir íslensku sjálfskipuðu víkingar væru þeir bestu björgunarmenn,sem þeir vissu af.

Þeir takast á við öll óveður í hvaða mynd sem er.Þekking þeirra á staðháttum og færni að komast á slysstaði eða hafa uppi á týndu fólki er með ólíkindum.Ósérhlífni þeirra,kjarkur, áræðni  og ánægjan að fá að bjarga og hjálpa öðum er aðalsmerki þessa víkinga.

Sýnum eins og ávallt áður þakklæti okkar til björgunarsveitanna að kaupa sem allra mest af flugeldum fyrir áramótin.Helst vildi ég að þeir sætu einir að þessari sölu, þeir verðskula það svo sannarlega. 


Er dómsmálaráðhr.samþykkur að morðingi og nauðgari afpláni í opnu fangelsi ?

Í blaðinu 24 Stundir er skýrt frá því ,að Stefán Hjaltesteð Ófeigsson,sem dæmur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi  árið 2004 fyrir tvær hrottalegar nauðganir og Atli Helgason,sem dæmdur var í 16.ára fangelsi fyrir morð árið 2001 afpláni nú á Kvíabryggju,sem er skilgreint sem opið fangelsi með lágmarks eftirliti.

Fangar sem afplána á Kvíkjabryggju þurfa ekki að undirgangast sálfræðilegt mat um hvort þeir séu færir um að afplána undir lágmarkseftirliti og njóta ákveðins frelsi s.s.dagsleyfi án fylgdar.

Mín skoðun er sú,að hættulegir afbrotamenn eins og nauðgarar og morðingjar eigi undir engum kringumstæðum að vistast í opnu fangelsi.Þeir eiga að afplána á Litla -Hrauni,það er eina fangelsið sem fullnægir þeim öryggiskröfum kröfum,sem við gerum fyrir vistun hættulegra afbrotamanna eins og hér um ræðir.

Dómsmálaráðhr. og Fangelismálastofnun bera ábyrgð á þessum málum.Það er ekki hægt endalaust  að afsaka skort á fangelisrými um úrræðaleysi á afplánun fanga.Það var meira að segja í tíð Ólafs Jóhannessonar þáverandi dómsmálaráðhr.búið að finna lóð undir fangelsi og gera frumteikningar fyrir rúmum 40 árum síðan.

Svo virðist sem Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.ráði ekki við þennan málaflokk og geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins.Við þurfum nýtt  deildarskipt fangelsi,þar sem aðbúnaður og öryggismál fanga er í lagi.Þeir fái góða uppbyggilega  aðstöðu til náms og frístundaiðju.Fíkniefnaneysla í fangelsum verði gerð refsiverð,núverandi ástand er öllum sem hlut eiga að máli til skammar.

Það er afar slæm lífsreynsla fyrir þolendur hættulegra afbrotamanna,að vita af þeim í opnum fangesum eða eiga von á símtölum frá þeim.Svona gerum við ekki hæstvirtur dómsmálaráðhr.


Hugmyndir um aðgerðir til að hækka tekjur láglaunafólks í komandi kjarasamningum,

Skattleysismörk hækki á kjörtímabilinu í 140 þúsund pr.mán.Lágmarkslaun hækki í 150 þúsund kr.pr.mán.á kjörtímabilinu,önnur laun verði ekki hækkuð.

Verðbólgumarkmið verði 2.5%.Verðtrygging og stimilgjöld verði afnumin af húsnæðislánum.Sterklega kemur til greina að verðtryggja laun, fari verðbólgan yfir viðurkennd verðbólgumarkmið Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins.Það gæti orðið góður hemill á verðbólguna ef atvinnurekendur og bankar yrðu að bera þunga verðtryggina í stað þess að velta verðbólgunni stöðugt á herðar lántakenda og neytenda.

Framangreindar kjarabætur ættu ekki að vera verðbólguvaldandi séu þær framkvæmdar á skipulegan hátt miðað við að framkvæmdir   og atvinnustigið í landinu valdi ekki þensluástandi.Það er ekki nóg að ríkisstjórnin taki vind úr seglum,fyrirtæki í byggingaiðnaði og bankar verða  að draga stórlega úr framkvæmdum.Þá verður þjóðin að skilja,að hin óhóflega neylsa,sem skapar m.a. þennan gýfurlega viðskipahalla verður að linna.


Friðarsúlan hennar Yoko Ono í Viðey heillar mig - Táknræn og falleg.

Súlan hefur svo sannarlega fangað hugi og hjörtu Íslendinga.Hugarheimur okkar leitar líka til Bítlana þegar við horfum á súluna,lögin koma svo sterkt fram að maður fer strax að raula.En að þetta sterka alheims friðartákn skuli hafa verið valinn staður á Íslandi í Viðey, gerir kröfur til þjóðarinnar,að við stöndum vörð um friðinn og verðum þar ávallt í  fylkingarbrjósti.

Súlan sendir ljósgeisla sína beint til himins og það mun hún gera fram að áramótum samk.fréttum í kvöld.Kærar þakkir Yoko One að lofa okkur að njóta hennar yfir jólatíðina. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband