Færsluflokkur: Dægurmál
Undir 10% þjóðarinnar treysta ekki þinginu að fara með löggjafarvald þjóðarinnar.
31.10.2010 | 21:49
Fyrir þessu kunna að vera ýmsar ástæður,sem rekja má að nokkru leiti fram á s.l.öld.Svikin kosningaloforð þingflokka og ýmsar óhæfur fyrir alþingiskosningar er alþekkt er varðar ýmsa þýðingarmikla og viðkvæma málaflokka.Þá eru ósannar staðhæfingar,rangar og gallaðar skilgreiningar um málefnalegar aðkomur flokka og þingmanna að ýmsum þingmálum.Stjórn - og skipulagsleysi þingsins eru flestum kunnar.
Stundum virka þingmenn eins og trúfífl,þar sem skynsemisheimskan ræður að mestu ríkjum.Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp menningarlegt og virt alþingi .Aðkoma þings og getuleysi ríkisstjórnar að bankahruninu og persónulegar mútur ættu að vera nægar ástæður til að þingið fari frá og sett verði á utanþingsstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Iðgjöld þriggja tryggingafélaga hafa hækkað yfir 30% á tveimur árum.Almennar verðbreytingar á sama tíma voru 12,5%.Bílatryggingar hækkuðu um 28% meðan almennar viðgerðir og þjónusta ökutækja hækkaði um 8.9%.Þá munu um 12 miljarða skuldir hjá Sjóvá verið gjaldfelldar,en ríkissjóður er nú eigandi fyrirtækisins.
Er þarna ekki verkefni fyrir ríkissaksóknara að rannsaka hvert þessir 42 miljarðar runnu ?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fylgi alþingis og ríkisstjórnar er nú undir 10%.
15.10.2010 | 18:38
Löggjafarþinginu ber að víkja og starfsstjórn taki við meðan unnið er tímabundið að skipan utanþingsstjórnar.Við þurfum jafnframt að gera landið eins fljótt og auðið er að einu kjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar og jafnframt verði ákveðið að persónugjöra kosningar (kjósendur raði uppstillingu frambjóðenda á kjörseðla.)
Utanþingsstjórnin verður að endurreisa siðgæði og virðingu alþingis og sundurskilja þá langvinnu spillingu sem einkennt hefur samskipti löggjafarvaldsins við framkvæmda - og dómsvaldið.Þar ber hæst áhrif og samvinna fjármálastofna,banka og fyrirtækja sjávarútvegsins.Tugþúsundir heimila í landinu og fyrirtæki,sem nú hafa og eru að verða gjaldþrota vegna aðgerðarleysis stjórnvalda við stórglæpamenn sýna okkur augljósar afleiðingar græðginnar.Enn er verið að afskrifa miljarðaskuldir stórfyrirtækja hjá bönkunum á meðan þúsundir heimila verða gjaldþrota og eiga ekki fjármuni fyrir mat.Þjóðin hefur bæði kraft og getu að losna undan oki fjármálavaldsins og glæpamanna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
AGS telja að núverandi skuldaúrræði dugi heimilum í landinu.
6.10.2010 | 21:30
Þessi skoðun AGS sýnir glögglega skoðun sjóðsins á fjárhagsstöðu heimilanna í landinu.Það var náttúrlega löngu vitað að þeir bæru enga samúð til þeirra,sem minna mega sín í samfélaginu.Það er bæði ranglátt,heimskulegt og sýnir mikla einfeldni af forsvarsmanni sjóðsins að halda slíku fram.
Þeir geta reynt að ranghverfa málefni og blekkja þjóðina,en við höfum dug,þekkingu og kjark til að losa okkur undan vægðarleysi sjóðsins.Annars er það yfirleitt græðgin ,sem tortímir sjálfri sér eins og dæmin sanna.
Eins og ég hef margsinnis endurtekið í pistlum mínum,þá styttist í að ríkisstjórnin verði leyst frá störfum og reyndar allt löggjafarþingið,sem er rúið öllu trausti eins og skoðanakannanir sýna 13%.Í staðinn verðum við að fá ótímabundna utanþingsstjórn valinkunnra manna meðan verið er að eyða spillingunni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slæmt hlutskipti fyrir lögregluna að verja hið rangláta og ólýðræðislega löggjafarþing.
2.10.2010 | 22:17
Ég var einn þeirra mörgu sem lögðu leið sína á Austurvöll til að mótmæla stjórn - og framkvæmdaleysi þingsins á flestum stigum stjórnsýslunnar.Ljóst er að reiði og sársauki mótmælenda ristir djúpt í málefnum heimilanna,sjávarútvegi,hækkun skatta og lækkun launa ,sár fátækt, fólksflótta frá landinu o.fl.
Þúsundir manna eru komnir í fátækragildru vegna atvinnuleysis og ýmissa meintra glæpa á sviði húsnæðis - og bílalána.Fólkið losnar ekki úr hinu pólitíska myrkri stjórnsýslunnar,sem sífellt blekkir og ranghverfur staðreyndir.Ég skora á fólkið í landinu að mótmæla störfum löggjafarþingsins í tugþúsunda vís víðsvegar um landið og krefjast utanþingsstjórnar.
Þá bið ég alla að virða störf lögreglunnar og hætta hvers konar skemmdum og skrílsháttum,sem einungis valda tjóni og töfum á heiðarlegum umbreytingum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heildarlán Íslendinga frá AGS,Norðurlöndum o.fl.Evópuríkjum til Íslands verða 600 milj. á samningstímabilinu.
Þá vakti nokkra athygli að ftr.sjóðsins sagði að best væri að fresta ekki lengur gjaldþrota aðgerðum heimila og fyrirtækja.Engar tillögur nefndi ftr.til hvaða fjárhagslegra aðstoðar þyrfti að koma heimilunum til handa.Svona ábyrgðarlaust blaður er ekki traustvekjandi.Svo virðist sem AGS ráði miklu um fjármálalausnir þjóðarinnar og það láti vel í eyrum fjármála - og forsætisráðhr.
Enn og aftur vil ég hvetja ríkisstjórnina til að láta heimilin í landinu hafa algjöran forgang um alvöru úrlausnir.Það styttist í harðar aðgerðir fólksins gegn ríkisstjórninni og reyndar alþingi líka.Þá þýðir ekki að reyna að lauma sér út um laundyr þinghússins.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er átt við hliðstæð kaupleigulán eins og tíðkast víðast hvar í Evrópu.Verðtrygging verði afnumin og höfuðstóll lána einnig.Í stað þess að framfylgja gjaldþrotum verði íbúðareigendum boðið upp á kaupleigusamninga með sanngjörnum afborgunar - og vaxtakjörum .Þeir greiði t.d.50 þúsund pr.mánuð til lánveitenda fyrir 3.herbergja íbúð miðað við núvirði,húseigna.Til greina kæmi að hluti þeirrar upphæðar 5 - 10% myndi eignahluta íbúðareiganda, sem er þinglýst eign hans.
Nú verður að stöðva strax boðuð gjaldþrot á þúsundum íbúða.Verði það ekki gert verður öll þjóðin að sameinast um aðgerðir að stöðva þessa óheillaþróun og hörmungar.Ríkisstjórn sem horfir aðgerðalaus á þessa þróun, ranghverfir og blekkir þjóðina með alls konar ósannindum verður að víkja og utanþingsstjórn taki við.Við getum ekki horft aðgerðarlaus á að þúsundir Íslendingar flýi land,slíkt tjón verður aldrei bætt.
Dægurmál | Breytt 27.9.2010 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar og alþingi taldi sig ekkert vita um aðdraganda að bankahruninu.
22.9.2010 | 17:28
Þessar yfirlýsingar ráðhr.og þingmanna eru ósannyndi og beitt í þeim tilgangi að reyna að hreinsa mannorð sitt og getuleysi..Það vissu allir að fall krónunnar úr 58 kr.í 140 kr.per dollara á skömmum tíma og lokun á erlendum lánveitingum til ísl.banka og fyrirtækja var undanfari bankahrunsins,auk þess sem margföldun á lánveitingum og ýmsu fjársýslubraski ísl.banka hér og erlendis voru ekki í neinu samræmi við fjármálastöðu Seðlabankans á þeim tíma.
Hafi hins vegar ráðhr.og þingmenn ekkert vitað um aðdraganda bankahrunsins eins og þeir halda fram ,þá voru þeir og eru með öllu óhæfir að sinna hlutverkum sínum á löggjafarþinginu.Þegar þingið stendur aðgerðarlaust andspænis stærstu og alvarlegustu fjársvikamálum þjóðarinnar,þá gaf þjóðin þinginu aðeins 13% fylgi í skoðunarkönnun.Þjóðin hefur augljóslega gefist upp á þjóðskipulagi frjálshyggju kapítalisma,sem grundvallast hefur af stærstum hluta af græðgi og öðrum innbyggðum meinsemdum gróðaveganna.Verum samt þess minnug að ítrekað val kjósenda á stjórnmálamönnum og flokkum á stærstan hlut í hvernig komið er fyrir þjóðinni. Þjóðin veit á hverju réttarfarslýðræði byggist,hún verður að kunna að velja rétt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðeins 13 % þjóðarinnar styður nú löggjafarþingið - ranglátt og ólýðræðislegt stjórnarfar.
21.9.2010 | 21:41
Hin miskunnarlausa og ranga stjórnsýsla þings og ríkisstjórna undanfarin ár hefur grafið undan trausti þjóðarinnar.Það er afar slæm þróun fyrir land og þjóð ef hún getur ekki treyst löggjafarþinginu.Öllum eru ljósar stjórnsýslulegar afleiðingar af náinni samvinnu stjórnmálamanna og spilltra fjársýslumann sérstaklega á sviði bankastjórna og í sjávarútvegi.Að baktryggja sig hjá valdhöfunum í gegnum pólitíkina hefur verið mikil meinsemd í þjóðfélaginu.Íhaldið og Framsóknarfl. hefur meira en í hálfa öld tekist að viðhalda kjörfylgi sínu og völdum með þessum hætti.Nú er spilaborgin hrunin a.m.k.tímabundið,en hvað vex upp úr skuldafeninu,tortímir kannski græðgin sér og dregur niður með sér í fallinu tugþúsundir láglaunamanna.
Þegar þjóðin styður ekki lengur auðhyggjuöflin og græðgina og aðeins 13% þjóðarinnar styður alþingi , er kominn rétti tíminn til að velta af sér hinu pólitíska fargi.Það er hægt með samtakamætti og rökréttum aðgerðum að losa sig við núverandi löggjafarvald og koma á utanþingsstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég naut þess í ríkum mæli að sjá hvernig Ómar og hans aðstoðarmenn fléttuðu saman hinni hörðu og heillandi lífsbaráttu Eyvindar og Höllu í hinu harðbýla en tignarlega umhverfi,sem fléttar saman tign fjallanna til hinnar síbreytilegu náttúru.Öll gerð myndarinnar er afar áhrifamikil og nær sterkum tilfynninaríkum tökum á manni,myndartaka góð og mjög gott val á lögum og ljóðum,sem féllu vel að öllum efnistökum og umhverfi.
Enginn hefur gert betur en Ómar að kynna okkur á myndrænan hátt landið okkar og sögu ´fólksins frá fyrri tíð.Þetta mikla framtak hans nýtist ekki aðeins núverandi íbúum þessa lands ungum sem öldruðum, einnig óbornum um alla framtíð.Fegurð landsins verður aldrei fullkomlega lýst með orðum einum.Því meira virði eru þúsundir náttúrumynda Ómars víðsvegar af öllu landinu,sem taka einnig til lífshátta og menningar þjóðarinnar á sínum. tíma.
Til hemingju með sjötíu ára afmælið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)