Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fallið yrði frá refsingu sjómanna og útgerðarmanna fyrir að upplýsa meint brot á fiskveiðilöggjöfinni.

Þjóðin má ekki láta það viðgangast lengur,að augljós meint afbrot ,sem varðar tugi miljarða  árlega  á fiskveiðistjórninni séu látin afskiptalaus af viðkomandi stjórnvöldum.Í hverju byggðalagi umhverfis landið er fólk fullkomlega meðvitað um hversu víðtæk þessi afbrot eru og gera sér fullkomllega grein fyrir alvöru málsins.Sú spilling sem fylgir þessum brotum skapar virðingaleysi fólks fyrir lögum og reglum og reyndar Stjórnarskránni líka,þar sem fiskurinn er lögum samk.sameign þjóðarinnar.

Það er fullreynt ,að stjórnvöld hafa engan vilja eða getu að setja ný lög um fiskveiðistjórnun,en núverandi löggjöf veldur mestu um þau alvarlegu afbrot, sem eiga sér  stað.Þar eru viss ákvæði laganna eins og  framsal og leiga á kvóta o.fl.sem er innbyggt í kerfið ,sem beinlínis opnar smugur til lögbrota.

Í fyrri grein minni hef ég lauslega skýrt frá aðgerðum brota og sagt að sjómenn og útgerðarmenn verði sjálfir að höggva á hnútinn með þeim hætti að staðfesta skriflega allir sem einn,öll meint brot sín á fiskveiðilöggjöfinni, en þær skýrslur verði  ekki afhentar viðkomandi yfirvöldum , fyrr en fyrir  lagi, að  alþingi hefði staðfest að fallið yrði frá refsingu sjómanna og útgerðarmanna  vegna meintra brota á fiskveiðilöggjöfinni.

Sjómenn og útgerðarmenn leggi samtímis fyrir alþingi tillögur um nýja löggjöf á fiskveiðistjórninni,sem m.a.tryggi  óframseljanlegar fiskveiðiheimildir sjávarbyggða og framsal og leiga á kvóta sé bönnuð.Augljóst er að hluti af að núverndi kerfi, er varðar rekstur stærstu útgerðarfyrirtækjanna verður ekki breytt á skömmum tíma,en ríkisstjórnin á strax að tryggja smærri sjávarbyggðum varanlegar fiskheimildir,sem þeir geta byggt framtíð sína á.

Nú hættum við að blaðra um þessi mál og látum verkin tala.Fyrrv.ríkisstjórn hefur aðeins sinnt hagsmunum kvótaeigenda.Þessi mál varða hagsmuni allrar þjóðarinnar og því erum við öll þátttakendur að eyða þessari meinsemd. 


Eru sjómenn og útgerðarmenn í herkví LÍÚ og Fiskistofu?Eiga sjómenn og útgerðarmenn að höggva á hnútinn?

Í mjög athyglisverðum Kompás þætti Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan  kom m.a.fram ,að gýfurlegu magni af fiski væri kastað í sjóinn og aðeins verðmesta fiskinum landað.Þá kom einnig fram ,að landað færi fram hjá vikt í stórum stíl,hluti af lönduðum afla gefið upp sem ís ,magntölum á fisktegundum sé breytt í miklum mæli við löndun  með því að setja verðminni fisktegundir efst í fiskkerin o.fl.Allir sem að þessum málum koma virðast meðvitaðir eða beinir þátttakendur í svindlinu ,enda hagnast flestir vel á því. Eins og kunnugt er,er sökudólgurinn og orsakavaldurinn í allri þessari rúllettu, lögin um fiskveiðistjórnun frá 1991,þegar heimilað var framsal og leiga á kvóta.Þá opnuðust allar gáttir og hver reyndi með sínum hætti að hagnast sem mest á þessu arfavitlausa kerfi.

Þróunin hefur orðið sú, að leiguverð á kvóta  er það hátt,að engin rekstargrundvöllur er fyrir leigutaka, að hún beri sig ,nema þverbrjóta lögin eins og lýst er hér að framan.Þá er kaupverð á kvóta svo hátt,að þar er heldur enginn rekstrargrundvöllur og nýliðun í útgerð óhugsandi.Það sem vekur mesta athygli  nú, er algjört sinnulaysi og þögn stjórnvalda.Það er eins og allir séu múlbundnir eða úrræðalausir um að stíga fram og gera skyldu sína á þessum vettvangi.Er herkví LÍÚ og fiskistofu svo sterk,að allir sjó- og útgerðarmenn séu með skottið á milli fótanna af ótta við þessa aðila.Það hefur ákaflega lítið heyrst til Frjálslyndafl.um þennan Kompás þátt,vekur reyndar furðu mína.

Sjómenn og útgerðarmenn hljóta að gera sér grein fyrir því,að þessu fiskstjórnunarkerfi verður aldrei breytt nema þeir hafi forgöngu um það sjálfir.Er kannski til í dæminu,að það sé flestum í hag að búa til svona svindkerfi,sem allir geti eitthvað hagnast á?Hvar er eftirlit Fiskistofu og lögreglunnar,er búið að segja þeim,að horfa fram hjá afbrotum af þessum toga,sem ætla má að varði fleiri tugi miljarða árlega.

Hvernig væri nú, að hundruð sjómanna og útgerðamanna um land allt myndu kæra sjálfan sig til viðkomandi yfirvalda fyrir að brjóta framkvæmd þessa kolvitlausu laga og myndu þannig reyna að knýja fram nýja fiskveiðilöggjöf.Slík aðgerð væri einsstök í Íslandssögunni og myndi vekja heimsathygli.Þetta þarf að skipuleggja afar vel og gerast samtímist um land allt.Nauðsyn brýtur lög,er gamalt og gott máltæki,sem svo sannarlega á við í þessum málum.Hér er um að ræða umfangsmesta spillingar - og sakamál Íslandssögunnar,sem  daglega siglir á sléttum sjó fyrir framan nefið á ríkisstjórn,alþingi og viðkomandi yfirvöldum.Eru það ekki gjörspillt stjórnvöld,sem láta þetta viðgangast?


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar.Stefnt er að,unnið að,móta skal,áhersla lögð á.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru mörg áhugaverð mál,sem hún ætlar að láta til sín taka.Hins vegar finnst mér fjöldi mála hanga í lausu lofti vegna orðalags,sem ríkistjórnin getur auðveldlega skotið sér undan.

Þarna kemur m.a.fram eftirfarandi setning:"Stimpilgjald verði afnumið á kjörtímabilinu,þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa."En hvað,ef þær aðstæður skapast ekki,er ekki stimilgjaldið líka alfarið gjald sem rennur í ríkisstjóð?

Stefnt skal að því að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga segir einnig í yfirlýsingunni.Af hverju ekki að segja ákveðið , að skattar skulu lækkaðir á kjörtímabilinu.

Fjöldi greina í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar eru mótaðar af þessu þokukennda orðalagi,að stefnt sé að,unnið að,móta skal,áhersla lögð á o.fl.í þeim dúr.Persónulega er mér afar illa við svona vilja yfirlýsingar ,þó meiningin eða hugsunin ,sem að baki liggur  lýsi góðum ásetningi,er þetta opið í báða enda og auðvelt að smokra sér fram hjá slíkum yfirlýsingum.Vonandi fær þessi stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar skýrara tungutak þegar hún verður til umfjöllunar á alþingi.


Geir þorði ekki að rugga skútunni,aðeins ein breyting á ráðherralista flokksins.

Aðeins ein kona á ráðherralista Sjálfstæðisfl.Þorgerður Katrín Gunnarsd.Sturla lætur af ráðherraembætti,samgöngumálaráðhr.og Guðlaugur Þór kemur inn sem heilbrigðismálaráhr.Satt best að segja átti maður von á frekari breytingum. Geir hafði úr að velja hæfileikaríku,velmenntuðu fólki,sem hefði svo sannarlega sett nýjan og ferskan blæ á ríkisstjórnina og jafnframt skapað jöfnun kynjanna innan ríkisstjórarinnar.Þetta virkar á mig,að Samfylkingin verður að draga plóginn.

Ég er mjög ánægður með ráðherraval Samfylkingarinnar.Ingibjörg mun standa sig vel sem Utanríkisráðhr.eins og allt annað ,sem hún tekur sér fyrir hendur.Össur er fjölhæfur og dugmikill og mun skila  góðu starfi sem Iðnaðarmálaráðhr.Kristján Möller er forkur duglegur og fylginn sér og fékk Samgöngumálaráðurneytið og hentar  afar vel í það embætti.Jóhanna Sigurðardóttir á hreinlega heima í Félagsmálaráðuneytini,hún þekkir þar alla innviði ,er afburða dugleg, hefur ávallt jafnræði og réttlæti að leiðarljósi.Björgvin er ungur og fylginn sér og ætti að  skila góðum árangri sem Viðskiparáðherra.Þórunn Sveinbjarnard.þekkir afar vel til umhverfismála,er dugmikil og víðsýn kona.Þrjár konur og þrír karlar,fullkomið jafnræði kynjanna,glæsilegt hjá Samfylkingunni.

Nú bíður maður bara eftir stjórnarsáttmálanum á morgun.


Enn og aftur er sala á kvóta að leggja sjávarbyggðir í rúst.Samfylkingin verður að láta til sín taka í þessum málum.

Nú er það Flateyri,sem er að missa kvótann  að þessu sinni úr sínu byggðalagi.Hátt í helmingur atvinnubærra í manna í bænum missir atvinnu sína og enginn veit hvað við tekur.Á sama tíma verða húseignir óseljanlegar og enskis virði.

Mannlegar hörmungar vega sífellt að fólki,sem byggir atvinnu sína á fiskvinnslu.Framsal og leiga á fiskveiðiheimildum,sem alþingi samþykkti  1991 hefur leitt til þess eins og alþjóð veit,að flestar minni sjávarbyggðir hafa lent í miklum hremmingum.Að heimila sölu og leigu á  fiskinum,eru lög sem gengu gegn ákvæðum fyrri laga frá 1984 um ótvíræðan rétt þjóðarinnar á sameigin alls fisks innan fiskveiðilögsögunnar.Allt kjaftæði fyrrv.ríkisstjórnar ,að um nýtingarrétt fiskveiðihafa sé að ræða eru blekkingar,enda sjá það allir að meðhöndlun útgerðaraðila á öllum fiskveiðiheimilidum eru nýttar,sem um hreint eignarhald sé að ræða.

Samfylkingin getur ekki gengið til samstarfs við Sjálfstæðisfl.án þess að lögum um fiskveiðiheimildir verði breytt.Fyrsta aðgerð gæti verið að setja á byggðakvóta,sem væri óheimilt  að selja eða leigja út úr byggðalæginu.Ríkissjóður leggði byggðalögunum til fiskveiðiheimildir fyrir hæfilegt gjald,sem væri  að hluta til viðbót við heildarkvóta landsmanna í dag.Nýliðun í greininni væri hluti af þessum aðgerðum.Hér verður ekki greint frá þeim heildarbreytingum ,sem þarf að gera á þessu helsjúka kerfi,það tekur sennilega mörg ár.Við eigum að taka okkur til fyrirmyndar sjávarútvegsstefnu frænda okkar Færeyinga sóknarmarkið.


Þingvallastjórnin skal hún heita.Samfylkingin mun verða trú hugsjónum jafnaðarmanna.

Þingvallastjórnin mun verða full sköpuð innan þriggja daga,eru nýjustu innanveggja fréttir frá samningum flokkanna,sem ganga vel.Sú ríkisstjórn,sem nú kveður fær falleinkun á flestum sviðum efnahagsmála,verðbólgu,háa vexti með tilheyrandi verðbótum,útflutningsgreinar á heljarþröminni vegna sterkrar krónu,velferðakerfið með þúsundir sjúklinga á biðlistum, jafnréttismál í kyrrstöðu og kvótinn heldur áfram að rústa litlu sjávarbyggirnar.Það verður mikið verk að vinna að hreinsa upp eftir þessa ríkistjórn.Þar treystum við best Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur form.SF,hún sýndi hvað í henni bjó ,sem borgarstjóri Reykjavíkur í 12.ár.Vonandi hressist  Sjálfstæðisfl.að fá að njóta samstarfs við hugsjónaríka jafnaðarmenn. 

Íhaldið sendir Framsóknarfl. út í kuldann,allt traustið farið út í veður og vind.

Tólf feit ár Framsóknarfl.í faðmi íhaldsins er lokið.Þeir misstu 8.þingmenn í samstarfi við íhaldið frá 1995.Þeir ætluðu samt að sitja áfram í ráðherrastólunum,þó 5. þingm.færu nú fyrir borð þ.m.form.flokksins og ráðherra.Halda kjósendur Framsóknarfl.að þingmenn þeirra og ráðhr.hafi í þessu samstarfi verið eitthvað að hugsa um málefnalega stöðu flokksins.Nei svo sannarlega ekki,þeir hugsuðu bara um eigið skinn og budduna sína.

Hugstjónamönnum í stjórnmálum fer stöðugt fækkandi,stjórnarsáttmálar flokka er oftar en ekki innrömmun í orði en ekki á borði.Margsvikin kosningaloforð er það sem kjósendur verða vitni að við hverjar kosningar og menn verða undrandi ef einhver flokkur stendur við gefin loforð.Almenningur treystir afar illa stjórmálamönnum eins og skoðanakannanir hafa leitt í ljós,en lætur samt draga sig á kjörstað af einhverjum gömlum vana.

Nú fá Framsóknarmenn góðan tíma til að stoppa í götin og leita að nýjum formanni.Það virðist ekki henta Framsóknarfl.að vega salt á miðjunni.Þeir þurfa að endurnýja sín pólutísku markmið ,vera ekki með þennan hrærigraut til hægri og vinstri.


Karlinn síbrosandi með ruslatínuna og kerruna,heldur bænum hreinum.

Ég hef árum saman horft á grannvaxinn,síðhærðan og síbrosandi starfsmann í Garðabæ,sem er á ferðinni um allan bæ með ruslatínuna sína og litla handvagninn.Ég hef nokkrum sinnum talað við hann og síðast í dag.Það er hreinlega mannbætandi að tala við þennan heiðursmann,sem búinn er að gegna þessu starfi í 12.ár.Hann segist vera mjög ánægður með þetta starf,vera sjálfs síns húsbóndi,anda að sér fersku lofti og þekkja mikið af góðu fólki.

Ef maður gerir ekki of miklar kröfur í lífinu þá er maður alltaf sæll og kátur,sagði hann.Hvað finnst þér um allt þetta rusl,sem fólk er að kasta frá sér? Ég væri ekki hér Kristján,ef þessir sóðar væru ekki til.Þetta leiðir hvort af öðru tilveran er svo breytileg,sagði hann og hló.Þú veifar oft til vegfarenda þegar þeir fara fram hjá þér,af hverju gerir þú það,spurði ég.Hann svaraði að bragði,ég vil vera vingjarnlegur og kurteis við alla,svo er líka gott að þeir taki eftir hvað ég er að gera,þá vonandi fækkar eitthvað þeim sem kasta ruslinu.

Það er mannbætandi að tala við svona mann,lífsgleðin, jákvæðnin,tillitssemi og kurteisin eru hans leiðarvísar í lífinu.Hann brosir og veifar til vegfarenda  hvernig sem viðrar og heldur stöðugt áfram að tína upp ruslið,það er náttúran sem geldur sóðaskapar,við verðum að vera umhverfisvæn,erum við ekki öll orðin græn,sagði hann brosandi um leið og hann kvaddi mig.Ætli nokkur maður vinni betra starf fyrir bæinn sinn,en þess maður? 


Samfylkingin lítur á Sjálfstæðisfl.sem höfuðandstæðing sinn í stjórnmálum.

Framsóknarfl.fékk verstu kosningaúrslit  í 90 ára sögu sinni rúm 11%.Formaðurinn féll og einn ráðhr.flokksins einnig.Á Stór - Reykjavíkursvæðinu fékk flokkurinn aðeins einn þingmann.Góð kosningaúrslit Sjálfstæðisfl.leiddu hins vegar  til þess, að ríkisstjórnin hélt velli með 1.sæta þingmeirihluta.Framsóknarfl.er varla búinn að sleikja sárin,þegar hann lætur að því liggja, að hann vilji halda áfram samstarfi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisfl.Hefur flokkurinn enga sjálfsvirðingu fyrir sjáfum sér eða kjósendum.Þjóðin gat ekki sent flokknum skýrari skilaboð um að halda sig utan ríkisstjórnar.

Ég ætla ekki að koma fram með á þesssari stundu neinar ákveðnar tillögur um samsetningu næstu ríkisstjórnar.Eitt get ég þó sagt strax,að mér hugnast ekki samstarf Samfylkingarinnar við Sjálfstæðisfl.Það yrði til að sundra ágætu samstarfi stjórnarandstöðunnar.Íhaldið mun leggja áherslu á að ná samstarfi við SF eða VG til að splundra þeirra samstarfi eins og þeir hafa áður gert.Það getur reynst erfitt að koma saman sterkri stjórn.Við teflum Samfylkingunni í dag fram, sem aðalvalkost og mótvægi fyrir kjósendur gegn Sjálfstæðisfl.um forustuhlutverk í stjórmálum framtíðarinnar , og viljum ekki eiga neina aðild með þeim að ríkisstjórn .Stæðarmundur flokkanna í 2.síðustu alþingiskosningum hefur verið frá 4 - 10%,sem er minni munur en á breska Íhaldsfl. og Verkamannafl.Þeir flokkar  hafa farið með ríkisstjórn landsins til skiptis,þeir myndu aldrei fara saman í ríkisstjórn nema á ófriðartímum.

Sjálfstæðisfl.hefur látlaust allt s.l.kjörtímabil. verið með róg og níð um ISG ,af því hann lítur á Samfylkinguna vera sinn megin andstæðing.Við  jafnaðarmenn lýtum  hins vegar á Sjálfstæðisfl.  höfuðandstæðing okkar í stjórnmálum,enda eru stefnumál flokkanna grundvölluð, sem kunnugt er  á gjörólíkum lífsgildum,annarsvegar félagshyggju grundvallaða  á jafnarðarstefnu  og frjálshyggju kapitalisma íhaldsins.


Falli ríkisstjórnin,hlýtur stærsti stjórnarandstöðufl.að fá umboð til stjórnarmyndunar.

Samfylkingin á raunhæfa möguleika að fá umboð  forseta Íslands til stjórnarmyndunar falli ríkisstjórnin.Þjóðin  hefur þá kveðið upp sinn dóm og hafnað núverandi stjórnarflokkum.Á s.l.vetri var eins og kunnugt er gert samkomulag milli Samfylkingarinnar,VG og Frjálslyndra ,að fengu þeir meirihluta í kosningunum myndu þeir fyrst reyna stjónarmyndun.Það væri því eðlilegt,að forsetinn gæfi Samfylkingunni tækifæri á slíkri stjórnarmyndun.

Það er löngu tímabært,að Sjálfstæðisfl.fái hvíld frá stjórnarmyndun eftir samfelld 16. ár í ríkisstjórn og lengstan hluta s.l.aldar.Það er hollt fyrir lýðræðið,að breyta um stefnumál og hugsjónir í atvinnu - efnahags - félags -heilbrigðis og menntamálum.Það er komin ákveðin þreyta og framkvæmdaleysi í þessa ríkisstjórn.Nú þurfum við flokka sem standa m.a. vörð um lýðræðið,janfréttis - og umhverfismál og sýna sjálfstæði og ábyrgð á alþjóðavettvangi.

Hvert atkvæði,sem Samfylkingin fær, færir hún okkur nær því , að fá umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningar og fá þannig möguleika í stjórnarsáttmála við aðra flokka að koma okkar veigamestu málum á framfæri s.s.velferðarmálin o.fl.Jafnaðarmenn um land allt klárum dæmið , við erum komin í innsiglinguna , það eru bara sárafá áratök í lendingu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband