Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Bankarnir eru búnir að græða 150 miljarða á veikingu krónunnar.

Var ekki öllum ljóst þegar krónan stóð undir 60 kr.gangvart dollara,að mikil ásókn yrði í hana,þar sem vænta mætti milli 20 - 30 % lækkunar á henni.Það er eins og Seðlabankastj. og forsætisráðhr.komi ofan af fjöllum undrandi á þessari þróun.

Menn ná náttúrlega ekki neinni lendingu þegar báðir skipsherrar þjóðarskútunnar eru með slíkar ranghugmyndir um stöðu krónunnar,að þeir halda að stöðug hækkun stýrivaxta slái á verðbólguna þó hún hafi hækkað stöðugt s.l.ár.Stýrivextir eru hér rúmlega þrefalt hærri en hjá ESB ríkjum og verðbólgan einnig þrefalt meiri og sama gildir um okurvexti hér og tvöfaldir heimsmeistarar í matarverði og skuldsettum heimilum.

Forsætisráðhr.hefur sagt þjóðinni tvennt,annars vegar að engin þörf væri á aðgerðum v/veikingar krónunnar og nú, að uppsveiflunni í efnahagsmálum væri tímabundið lokið.Þetta gerist á sama tíma og kaupmenn spá milli 20 og 30 % hækkun á innkaupum vöruverðs erlendis frá ,síhækkandi bensínsverði og verðbólgu yfir 10%

Við erum sýnilega eins og vanþróað ríki í efnahagsmálum með allt á hælunum.Gæti ekki Ingibjörg Sólrún  fækkað eitthvað utanlandsferðum sínum og lesið yfir loforðalista sinn fyrir kosningar.


Tuttugu daga námskeið hjá HR kosta hvern nemanda 1,9 miljónir kr.

Verið er að sérflytja   svonefnt  AMP nám til landsins í samstarfi við erlenda prófessora m.a.EISE viðskipaháskóla í Barcelona.Námið á að nýtast æðstu stjórnendum,forstjórum og framkvæmdastjórum. Þessi MBA nám hjá HR geta kostað allt að  2,6 miljónir kr. fyrir stutt námskeið á hvern nemanda.

Er þetta ,sem við megum eiga von á með einkaskólum framtíðarinnar,að búa til svona viðskiptanámskeið,þar sem okrað er á fyrirtækjum og látið að því liggja,að hér sé um að ræða það flottasta sem í boði sé.

Svo virðist sem verið sé að féfletta ísl.fyrirtæki  með svona tilboðum.Við eigum ekki að innleiða svona okurnámskeið  á vegum  okkar háskóla.Við eigum að bera virðingu fyrir háskólum okkar,en ekki opna þá fyrir  erlendum viðskipaháskólum,sem hafa þau megin markmið að afla fjármuna fyrir sína skóla og prófessora á kosnað minni háskóla eins og okkar.


Ísl.krónan vinsæl hjá erlendum bankaþjófum .

Ekki liggur fyrir en hvað miklum peningum var stolið úr hraðbönkum.Þær 3 - 4  miljónir sem funndust  í ferðatöskum hjá þjóðverja og rúmena við brottför í Leifsstöð gefur tilefni til frekari rannsóknar á slíkum þjófnaði.Við erum sýnilega ekki viðbúin þjáfluðum þjófaflokkum né ofbeldismönnum sem sýnilega hafa hreiðrað um sig hér.

Vissulega hefur lögreglan verið að kynna sér ýmsar nýjar rannsóknaleiðir afbrotamála  m.a.vegna síaukins fjölda nýbúa hér á landi,en þeir eru nú um 22.þúsund manns. Ísl.afbotamenn sem hafa dvalist oft langtímum erlendis hafa líka aukið færni sína í hvers konar tegundum afbrota.

Það vekur furðu mína,að ekki skuli hafa verið aukið verulegu fjármagni til löggæslu,einkanlega þó til fíkniefnamála.Loforð stjórnmálafl. fyrir síðustu kosningar að efla stórlega aðgerðir í fíkniefnamálum virðist sem oft áður ekkert að marka. 


Ríkissjóður geri þegar í stað aðgerðir til að hjálpa heimilum í landinu.

Boðaðar hækkanir á vörum og þjónustu eru á næstu grösum.Verðbólgan er að nálgast 10%,einkum vegna veikingar krónunnar.Hækkun á styrivöxtum Seðlabankans leiðir til hækkunar á bankalánum,en sem kunnugt eru yfirdráttarlán bankanna komin yfir 25% og almenn lánakjör ein þau verstu sem boðið er upp á  hjá ríkjum sem hafa þróaða fjármálamarkaði.Vextir sem bjóðast t.d. frá  VÍSA Íslandi eru á bilinu frá 20 - 22 % eftir hvaða innheimtuaðgerð er valin hverju sinni.Áður fyrr voru svona lán nefnd okurlán og voru menn sakfelldir fyrir.

Frjálshyggjan leikur okkur grátt,lánakjör á Íslandi eru ein þau verstu í víðri veröld og matvaran ein sú hæsta einnig.Við sitjum í forarpitti langvarndi óreiðu og óstjórnar í fjármálum þjóðarinnar.Þjóðin er lengi búin að bíða eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar,en forsætisráðhr.telur engra aðgerða þörf og Samfylkingin situr aðgerðarlaus og lofar upp í hástert samvinnuna við Sjálfstæðisfl.


Ég tel að mennirnir hafi skapað Guð ,en ekki öfugt - Er það guðlast ?

Tók mér bíblíuna  í hönd og reyndi sem oftar að öðlast skilning á innihaldi hinnar helgu bókar.Enn er ég að reyna að trúa á eilíft líf eftir dauðann, að eitthvað sé eftir þegar við hættum að draga andann.Þekkingarleysi okkar á víddum alheimsins og reyndar eigin sálarheimi gerir okkur vanhæf að meta kenningar og trúarleg viðhorf bíblíunnar. 

Í heilagri bók stendur,að guð hafi skapað  himinn og jörf og einnig manninn í sinni eigin mynd. Sannarlega er bíblían meistaraverk,sem heldur utan um alla þessa guðsspeki.Sköpun himins og jarðar er okkur öllum ráðgáta og verður væntanlega aldrei upplýst,þrátt fyrir allar þær vísindalegu rannsóknir með fullkomnustu tækjum og tólum,sem nýtt er í þessum tilgangi.

Ég tel að mennirnir hafi skapað guð,en ekki öfugt og sömdu svo bíblíuna í áföngum með guð að leiðarljósi.Þessi skoðun mín hefur gert mig vantrúaðan á innihald hinnar helgu bókar og kynstrin öll af hvers konar kenningum og fræðiritum um trúarbrögð.Skoðun mín um gildi bíblíunnar um hinn kristilega boðskap er varðar góðverk,liðsinni við snauða, fátæka og sjúka og hvers konar blessun verður alltaf fylgifiskur trúarinnar,þó deilt sé um sjálfa sköpunina.

Árekstrar deilur og styrjaldir milli ólíkra trúarflokka hefa alla tíð verið til staðar,reyndar þurfa ekki trúarbrögð til eins og báðar heimsstyrjaldir á s.l.öld sýndu.

Áður fyrr var því haldið að fólki færi til Himnaríkis,þar sem það nyti dýrðar og eilífðar hvíldar eða til Helvítis og byggi þar við eilífa kvöl og pínu.Ég ætla  að trúa því að kærleikurinn og allt það góða  í sjálfum þér,sé okkar guð.Vonin um annað óskilgreint líf eftir síðasta andatak verður þá guðleg opinberun,sem allir horfa til með stóru ? 

 


Hauskúpa sem skrautmunur í hjólhýsi.

Þá hefur einnig komið  í ljós, að höfuðkúpan hafi verið notuð um árabil sem öskubakki.Það sem vekur athygli manns í þessu furðulega máli er,að engin hafi lagt sig fram að upplýsa af hverjum hauskúpan væri.Af myndinni að dæma ætti það ekki að fara á milli mála,að hér sé um mannshöfuð að ræða

Ég ætla ekki neinum neitt ljótt í þessu máli,en að fólk geri sér ekki grein fyrir hvers konar skrautmuni það hefur til daglegra nota er afar óvenjulegt.Sé höfuðkúpan komin frá lækni eins og nú er rætt um,ætti hún tæpast að vera í hlutverki öskubakka.Vonandi tekst að upplýsa þetta mál og  höfuðkúpan fari  í vígða mold.


Þjónusta við tveggja sæta stólalyftur í Kóngs - og Suðurgili í Bláfjöllum ábótavant.

Það hefur árum saman verið kvartað yfir því að stólalyftur komi harkalega að þeim ,sem eru að setjast í lyfturnar.Tveir starfsmenn eru við hverja lyftu,annar þeirra á að hægja ferð stólanna meðan fólk sest  í þá.Því miður er það oftar en ekki,að þessari starfsskyldu sé sinnt og fær maður stólanna aftan í kálfa og rass á fullum krafti nái maður ekki sjálfur handfestu í stólunum til að hægja ferð þeirra.Stundum falla menn úr stólunum við þessar aðstæður og geta hæglega slasað sig eins og dæmin sanna.

Ég hef stundað Bláfjöllin í áratugi og oft verið vitni að því að fólk hafi meiðst og reyndar gerðist það hjá mér í dag að fá fá þungt stólahögg á hægri fót og geng nú haltur í einhverja daga.

Lagið þetta strax,við þurfum og eigum ekki að sætta okkur við svona vinnubrögð.Mér þykir vænt um Bláfjöllin og starfsmenn,við eigum þarna fjöldskylduparadís,sem við skulum bera virðingu fyrir.


Erlendu húsnæðis - og bílalánin þyngjast ört - Ráðgjafir bankanna hafa brugðist.

Nú er svo komið,að húsnæðislántakendur eru afkróaðir í vítahring innlendrar verðbólgu og erlendum myntkörfulánum.T.d.hefur svissneski frankinn hækkað um 38% og jenið um tæp 35 % á seinustu 12.mánuðum.

Húsnæðislánin stefna í 15 - 18 % fari verðbólgan í 8 - 10 % eins og spár bankana benda til.Þá er ljóst að höfuðstóll meðalhárra lána ( 14 - 16 milj.) munu hækka í 110 - 120 þúsund á mánuði.

Við þessar aðstæður ætlar forsætisráðhr.ekki að grípa til aðgerða til að bregðast við lækkuninni,sem orðið hefur á krónunni né ofurvöxtum og verðbólgu húsnæðismála.Hann telur að við þurfum ekki að búa okkur undir langvarandi kreppu.Hvað þarf að gerast til að ráðherrann vakni.Aðgerðir Seðlabankastj.gegn verðbólgunni eru engar,örmyntin okkar flýtur fram hjá honum.Stjórn Sjálfstæðisfl.á fjármálum þjóðarinnar með fjármálaráðhr.forsætisráðhr.og seðlabankastj.sem aðalmenn hefur sýnt okkur ljóslega hvert auðhyggjan  leiðir okkar.


Steingeld ríkisstjórn - forsætisráðhr.telur gengishrunið ekki gefa tilefni til aðgerða.

Ríkisstjórnin ætlar ekki að aðhafast neitt sérstaklega þó gengi ísl.kr. hafi lækkað yfir 20% síðustu daga  segir forsætisráðhr.Hann segir ennfremur,að engin ástæða sé til endurskoðunar á flotgengisstefnuninni ,en rétt sé þó að hafa opin augun.Það sýnir þó smálífsneista með ráðhr.

Geir var einnig spurður,hvort endurskoðun gjaldmiðilsmála væri fýsileg í ljósi ástamdsins nú.Hann sagði það langtímamál,sem SKAMMTÍMAMÁL mættu ekki trufla.

Forsætisrráðhr.ræðir ekkert um hvernig eigi að ná tökum á verðbólgunni og lækka vextina né styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.Stjórnvöld eru ekki með neina tilburði að senda mikilvæg skilaboð til þjóðarinnar varðandi verðtryggingu íbúðarlána  og lána í erlendri mynt , þó greiðslubyrgði þeirra aukist hröðum skefum og séu orðin óbærileg fyrir þúsundir lántakenda.Fólk leitar í auknum mæli til Rauða Krossins vegna þunglindis og áhyggjur vegna fjármálastöðu sinnar og einnig til  Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Skerið niður útgjöldin segja valdherrarnir og lendið ekki í vanskilum.Steingeld ríkisstjórn á ekki nein önnur úrræði.Eins og ljóst má vera af skrifum mínum er ég afar óhress með aðgerðarleysi Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni , til íhaldsins stóðu engar væntingar.


Yndislegir skíðadagar í sól og logni í Bláfjöllum.

Hvað er skemmtilegra  en vera á skíðum í faðmi fannhvítra fjalla,þar sem fjölskyldur með börnin sín ljóma af gleði.Ætli maður geti verið nánari náttúrinni en við svona aðstæður.Þegar fjöllin bera við heiðbláan  himininn og af toppi Bláfjalla,sem er víðsýnasti staður hér suðvestanlands má augum líta óendanlega fegurð,þar sem tign fjallanna flettast saman við hafflötinn og eyjarnar.Höfuðborgarsvæði með nesjum,eyjum og vogum verður svo lítið af heildarmyndinni sem við blasir.Reykjanesfjallgarðurinn klæddur sinni hraunskykkju með ótal gígum og gufustrókum,sem stíga til himins.

Breytileiki náttúrunnar er svo óendanlegur,fagur og tígnarlegur,maður beinlínis festist við þessa stórfenglegu sýn. Það er okkur öllum svo mikils virði að skoða hið fjölbreytilega leiksvið náttúrunnar,sem er í reynd óendanlegur æfintýraheimur.

Ég er alltaf jafn heillaður og þakklátur fyrir hvern dag,sem við upplifum við slíkar aðstæður.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband