Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Úræði ríkisstjórnarinnar v/húsnæðismála ómarkviss - skila engum árangri.

Háir vextir,mikil verðbólga og gengishrun krónunnar hefur grafið undan fyrirtækjum og heimilum.Yfir 40 þúsund einstaklingar eru með neikvæða eignafjárstöðu.Eitt er fullvíst að ekkert brennur þyngra á fjölskyldum í landinu.

Þessum málum verður ekki lengur velt á undan sér,niðurstða  ríkisstjórnar verður að liggja strax fyrir og koma til framkvæmda.Reyndar átti fyrrverandi ríkisstjórn að ljúka við tillögugerðir um aðstoð við heimilin og hefja aðgerðir til úrlausnar.Heimilin eiga ekki að þurfa að hanga lengur í algjörri óvissu og rugli stjórnmálamanna.Það er ekki endalaust  hægt að draga myrkur yfir höfuð varnarlausra fjölskyldna.

Heimilin verða að hafa forgang þar liggja rætur þjóðarinnar,þriðjungur þjóðarinnar býr við sívaxandi fátækt. Kreppulækningar ríkisstjórnarinnar leiða til þunglindis og ótta heimilanna.Þjóðin verður að spyrna við fótum,hætta að greiða vexti og afborganir af lánumm þar til ríkisstjórnin hefur greitt til baka þá fjármuni sem ranglega hafa verið teknir af lántakendum.Það styttist í alvarleg átök fólksins í landinu ef ekki verður strax gengið til verks  að hjálpa íbúðareigendum úr sínum rangsleitna skuldavef.


Ætlar Steingrúmur J.að koma í veg fyrir viðræður um inngöngu í ESB

Þá loksins tókst að fella íhaldið og vinstri flokkarnir náðu meirihluta virðast VG.ætla að koma í veg fyrir aðildarviðræður við  ESB og að þjóðaratkvæðagreiðla fari fram um málið.Afstaða VG er ólýðræðisleg að reyna að fyrirgirða aðkomu þjóðarinnar  að málinu.Maður hefði þó haldið að þeir vildu rýmka lýðræðið og jafnframt efla frelsið.

Persónulega legg ég ekkert mat á inngöngu í bandalagið fyrr en niðurstöður viðræðna liggja fyrir.Ljóst má þó öllum vera að sameignir þjóðarinnar koma ALDREI til greina að verða hluti af slíkum  samningi við bandalagið.

Það ætti öllum að vera ljóst að þjóðin verður að fá nýja örugga mynt til að skapa nýjan grundvöll í viðskipa - og efnahagsmálum.Þessar kreppulækningar á krónunni hafa og munu ekki gera hana nothæfa.

 

 


Kosningagangverk íhalds og framsóknar er að blekkja og falsa fréttir.

'Osannar staðhæfingar og rangar skilgreiningar þessa flokka á mönnum og málefnum andstæðinga sinna er eins og þeir séu að leita sér lausnar innan eigin blekkingavef.Þetta virkar eins og einhver sefjasjúk hræðsluímyndun einhverra trúfífla.Satt besta að segja hrýs manni hugur við að Sjálfstæðisfl. hafi setið samfleytt í ríkisstjórn í 18 ár og Framsóknarfl.í áratug.

Viðskilnaður þessa flokka við land og þjóð í stjórnleysi og spillingu er áður óþekkt í sögu þjóðarinnar,en aðeins lítill hluti af löngum hala meintra brota hefur verið upplýstur.Ruglandi sem stafar af þekkingaskorti má ryðja úr vegi með meiri þekkingu,en djúpstæð afbrotahneigð sem grundvallast  m.a.á sterkri auðhyggju og græðgi ,sem skapar oftar en ekki ávanabindandi hegðunarform ,sem viðkomandi ráða ekki við.Réttlæting afglapaverka og meintra brota er fylgifiskur græðginnar.

Við verðum að vona og treysta núverandi ríkisstjórnarflokkum að þeim takist að lyfta Grettistaki  í stjórnsýslu - og fjármálum þjóðarinnar.Öll þjóðin þarf að takast á við þessi miklu vandamál,sýna dug,samstöðu og þolinmæði.Þar hefur Samfylkingin hlutverki að gegna sem sannur Jafnaðarmannaflokkur.


Blind rangsleitni auðhyggjunnar gerðu íhaldið og framsókn að þrælum græðginnar.


 


Auðhyggjan og græðgin hafa valdið ósvífnum og  hrokafullum  blekkingaráróðri í þjóðskipulagi sérhagsmuna og frjálshyggju kapitalisma um langan tíma .Hinar  innbyggðu meinsemdir auðhyggjunnar græðgin í formi einokrunar og fákeppni hefur stöðugt náð meiri tökum á viðskiptalífi þjóðarinnar.Þegar allt svo hrundi var búið að grafa undan meginefnahagsstoðum þjóðarinnar og nokkrir frjálshyggjumenn með aðstoð ríkisstjórnarinnar búnir að leggja undir sig  stærstu fjármálastofnanir landsins s.s. banka og nánast flest verðmætustu inn - og útflutingsfyrirtæki.

Allt var þetta gert með samþykki  Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.,sem seldu flokksbræðrum sínum öll helstu ríkisfyrirtæki þjóðarinnar á gjafverði.Þessa flokka vill þjóðin nú burt úr íslensum stjórnmálum,sem skilja eftir sig 1100 miljara þjóðarskuld. Viðskilnaði þessa flokka má þjóðin aldrei gleyma.Öll þau meintu fjársvikamál og glæpir sem að baki standa verða aldrei að fullu upplýstir,en af þeim eigum við að læra hvað ber að forðast um alla framtíðgrundvallast á.

 Nú ber að rýmka frelsið og efla lýðræðið,halda í heiðri heiðarlegar rökræður og skynsamlega gagnrýni.Tveir vel mannaðir vinstri flokkar eiga að geta og verða að byggja upp heilbrigðan pólutískan  vegvísir, sem  menningar - og heiðarlegt þjóðfélag grundvallast á.

Loksins er stundin að renna upp,nú verða Jafnaðarmenn hvar í flokki sem þeir standa að sameinast og sigra  með glæsibrag.Látum auðhyggjuna og græðgina renna sitt síðast skeið


Ráðgjöf Evu Joly fyrrv. rannsóknardómara er lögmæt - Verður reynt að gera hana vanhæfa ?

Í Morgunblaðsgrein eftir Brynjar Níelsson hæstaréttatrlögmann telur hann m.a.ummæli Evu Joly um bankahrunið hafa hugsanlega brotið lög um hlutlægnisskyldu ákæruvalds og rannsakara.Mér finnst túlkun lögmannsins gagnvart aðkomu hennar að málinum ekki réttilega skýrð

Í fyrsta lagi er hún beðin að veita ráðgjöf í bankamálinu vegna reynslu sinnar á hvers konar fjársvikamálum,sem gætu gefið góða raun við rannsóknir málsins.Eftir að Joly hafði efnislega kynnt sér málið taldi hún líklegt í viðtali ,að íslenskir fjármálamenn hafi skotið undan fé og líkur væru á því að stjórnendur bankanna hafi gerst brotlegir við lög.Þá lýsti Joly furðu sinni á að eigendur fjármálafyrirtækjanna hafi ekki verið handteknir og gerð hjá þeim húsleit.

 Persónulega er ég sammála hugmyndum Joly, að strax hefði átt að handtaka eigendur fyrirtækjanna,yfirheyra þá og sannprófa og gera víðtækar húsleitir.Í þágu rannsóknarinnar hefði þetta verið hárrétt ákvörðum miðað við aðstæður í þjóðfélaginu og jafnframt hefði þjóðin þá orðið vísari um gang mála og fleiri lagt hönd á plóginn að aðstoða við uppljóstrun mála.

Að fá erlendan reynslumikinn saksóknara sem ráðgjafa til aðstoðar ísl.rannsókaraðilum  var hárétt ákvörðun.Vonandi fara ekki ísl.lögmenn að gera tilraunir til að tefja málið með einhverjum lagaflækjum fyrir skjólstæðinga sína.Joly sem ráðgjafi má hafa sínar skoðanir á ísl.rannsóknarháttum,sérstakur saksóknari mun hins vegar  gæta hlutlægnisreglna rannsakanda og ákæruvalds.

Hæstaréttarmaðurinn telur að með þessum orðum hafi Joly brotið gegn hlutlægnisreglu rannsakanda og ákæruvalds samkvæmt ákvæðum laga þar að lútandi.Það sem skiptir öllu máli að Joly sagði þessi orð áður en hún samþykkti að verða ráðgjafi í málinu.Staða ráðgjafa við rannsóknir meintra sakamála er allt önnur en starfsmanns.Hún ræddi í fjölmiðlum almennt um þessi mál enginn var þar sérstaklega tilgreindur. Hún virðist ekkt  hafa sagt neitt í þessu máli sem gerir hana vanhæfa.Joly furðaði sig á að tekið hafi um þrjá mánuði eftir að neyðarlögum var beitt að hefja rannsókn málsins.Áhugavert væri að rannsaka starfshætti þáverandi dómsmálaráðhr.Björns Bjarnasonar o.fl.hvað olli  töfum á allri málsmeðferð og hvort komið hafi til undanskota sakargagna af þeim sökum.

 Að fá erlendan reynslumikinn saksóknara sem ráðgjafa til aðstoðar ísl.rannsókaraðilum  var hárétt ákvörðun.Vonandi fara ekki ísl.lögmenn að gera tilraunir til að tefja málið með einhverjum lagaflækjum fyrir skjólstæðinga sína.Joly sem ráðgjafi má hafa sínar skoðanir á ísl.rannsóknarháttum,sérstakur saksóknari mun hins vegar  gæta hlutlægnisreglna rannsakanda og ákæruvalds. 


Ræður Alþjóðagjaldeyissjóðurinn (IMF) stýrivöxtum Seðlabankans ?

Þjóðin verður að fá marktæka vitneskju frá ríkisstjórninni um stjórnsýslulega skipan  á samskiptum IMF og Seðlabankans.Það er fyrir neðan virðingu fullvalda ríkis ef stýrivöxtum Seðlabankans er stjórnað af stærstum hluta af IMF.Þjóðin á fullan rétt á að öll skilyrði samningsins séu birt opinberlega.

Hinir háu stýrivextir valda gífurlegu tjóni,þeir ættu að vera komnir niður fyrir 10%.


Er verðtryggingin verstu hagstjórnarmistök ísl.stjórnmála ?

Verðtryggingin var leidd í lög snemma árs 1971 og eru því 30 ára.Höfundur þessa laga eru kennd við Ólaf Jóhannesson fv.formann Framsóknarfl.og hafa í gegnum tíðina gengið undir heitinu Ólafslög.Lögin voru sett á sínum tíma til að hamla gegn hárri verðbólgu,sem var þá um 30%.Þau áttu að verða skammvirk,en urðu eins og oft vill verða hjá löggjafarþingu ein af mörgum vanrægslusyndum,sem festust sessi eins og t.d.með þungaskatt bifr.

Hagstjórnarmistök eða beinlínis spilling Sjálfstæðis - og Framsóknarfl. varðandi lágt söluverð bankanna á sínum tíma , gjafverð á sölu stórra ríkisfyrirtækja til flokksbræðra sinna,setnig laga um breytta fisveiðistjórn l984 (kvótinn) og 1991 um leigu og sölu kvóta,sem hefur leitt til stærstu og ranglátustu fjármagnsflutninga Íslandssögunnar.Þá hafa þessir flokkar unnið gegn eðlilegri samkeppni á tryggingamökuðum og dreifingu eldsneytis o.fl.sviðum efnahagsstjórnunar þ.a.m.gjaldmiðils þjóðarinnar.

Kjósendur ættu að hugleiða vel hvernig þessir flokkar hafa persónulega samnýtt sér bankana til að ná fram sínum fjárhagslegu ávinnningum.Afleiðingarnar og gjörningar þessa aðila hafa að stærstum hluta leitt græðgisvæðingu  bankana í gjaldþrot og reyndar þjóðina líka.Þjóðin hefur þó minnst séð og heyrt um þau pólutísku tengsl glæpamanna við stjórnvöld unanfarinna ára.Græðgisglæpir eru miskunarlausir, rista djúpt og afleiðingarnar ná til flestra þjóðfélagsþegna.

Nú er kominn tími til að gefa Samfylkingunni og VG tækifæri að byggja upp nýtt og siðvætt þjóðfélag. 


Merkið í kosningasjónvarpi RUV breytist við speglun og líkist þá XD - Er það tilviljun ?

Góður vinur minn bendi mér á þetta og taldi sjónvarpið vera á gráu svæði.Á mynd með Boga fréttastjóra kemur þetta greinilega í ljós.Það hefur verið rannsakað að speglaður texti er stundum notaður sem "subliminal messaage "eða skilaboð sem eiga eingöngu  að ná til undirmeðvitundar.

Þið ættuð að spegla merkið á myndinni og dæma um þetta sjálf.Merkileg tilviljun. 


Bar " skynsemisheimskan " Davíð ofurliði eða fíflhyggja fulltrúa á landsfundinum ?

Þjóðin er vön ýmsum upphlaupum hjá Davíð,en framkoma fulltr.á Landsfundi Sjálfstæðisfl.við ræðu hans vöktu bæði undrun og ótta,enda líkari samkomu ofsatrúarmanna. en stjórnmálafundi.Eftir því sem ádeilur Davíðs  á menn og málefni urðu ómálefnalegri og blind rangsleitni virtist yfirtaka hugarheim hans,var honum nánast klappað lof í lófa  við hverja setningu og áheyrendur stóðu upp til að leggja áherslu á aðdáun sína á Davíð.Þessar þróttmiklu, háværu og vel skipulögðu undirtektir mynnti mann á fundi þriðja ríkisins.Svo virðist sem þessar undirtektir væru skipulagðar samtímis á nokkrum stöðum í fundarsal

Nokkrir fundarmenn yfirgáfu salinn þegar Davíð hóf reiðilestur yfir þeim,sem höfðu verið að endurskoða stjórnsýslu flokksins undanfarin ár.Þessi hundavaðslega uppákoma Davíðs var ekki skipulögð í dagskrá fundarins. Það sem vekur mesta furðu mína er að hátt á annað þúsund landsfulltr.skulu hafa tekið þátt í þessari uppákomu.

Hinn ofurmannlegi innblástur Davíðs í ræðunni kom honum í fótspor Jesú Krist að hans mati,en taldi sig hafa verið hengdan með tveimur seðlabankastórum í stað krossfestingar.Davíð verður að sætta sig við að vera ekki lengur á veldisstóli og að frjáshyggja kapitalisma dó með auðhyggju græðginnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband