Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Dóttir mín á þennan hund,sem ber nafnið Tyson,hún átti líka annan smáhund sem hét Ali,en er dáinn.Þegar Ali varð veikur,þá hélt Tyson utan um hann og hlúði að honum langtímum saman.Á jólunum setti dóttir mín skrautbindi um hálsinn á þeim.Það líkaði Tyson ekki tók af sér bindið og síðan af Ali.
Tyson þó lítill sé er mikill varðhundur,hann rak alla hunda burt af landareignni,sem er um l 1/2 hektari.Hann réðs á stóra hunda ef aðrir tilburðir nægðu ekki eins og urr og gelt.Oft vorum við hrædd um örlög Tyson í þessum átökum,að hann myndi láta lífð eða stórskaðast.Tyson gafst aldrei upp,hélt stöðugt áfram að angra stóru hundana þar til þeir fóru.
Nú nýverið þegar ég var í heimsókn hjá dóttur minni var ég ennþá vitni að hæfileikum Tyson.Hún var með þryggja mánaða stúlkubarn hjá sér,sem lá á teppi á góflinu.Sú litla gaf frá sér smáhljóð,þá fór Tyson strax til hennar lagði fæturnar á brjóst hennar og lagðist við hlið hennar,þetta var fögur sjón..Eftir nokkra stund stóð hann upp og tinglaði skottinu framan í telpuna.Það þótti þeirri litlu gaman og hló mikið,svo Tyson endurtók það nokkrum sinnum.
Ég gæti haldið áfram að segja margar sögur af Tysoni,en læt þetta nægja að sinni.Vil þó geta þess að lokum,að allt frá því ég hitti hann fyrst lítinn hvolp, tókst með okkur mikill vinskapur.Hann horfir lantímum saman í augun á manni þegar ég kem í heimsókn,ég tala mikið við Tyson ,hann skilur meira en ég veit og leikur við mig bæði manna - og hundaleiki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Krónubréfaútgáfan fjúki út um gluggann með tilheyrandi veikingu kr.Segir Jón Ásgeir.
19.2.2008 | 19:57
Stýrivaxtalækkunarkerfið hjá Seðlabankanum verði alltof bratt,þar sem það komi alltof seint.
Veiking krónunnar geti orðið mikil,sem myndi þá hleypa verðbólgunni í hæstu hæðir og þeir sem hafa tekið húsnæðislán í erlendri mynt verða mjög illa staddir.Hvað slíkt ástand myndi vara lengi verður ekki séð,ríkisstjórnin verði þá að gera ýmsar ráðstafnir og skýra fyrir þjóðinni hverjar þær eru.Það er ekki hægt lengur að hanga í lausu lofti með stöðu krónunnar,atvinnuvegirnir og þjóðin öll bíður eftir aðgerðum.
Jón Ásgeir telur að við eigum að sækja um inngöngu í ESB og hefja strax samningaumleitanir.Ég tel það rétt skref,en sá ferill getur tekið 5-10 ár.Við getum ekki beðið í nokkur ár eftir að fá nýjan gjaldmiðil,það verður að gerast á næstu mánuðum.
Stimpilgjöld falli niður vegna lána til kaupa á FYRSTU íbúð.
17.2.2008 | 22:50
Ríkisstjórnin var búin að lofa að fella alfarið niður stimilgjöld,nú er það bara vegna kaupa á fyrstu íbúð samk.yfirlýsingu þeirra.
Þá er hækkun á persónufrádrætti 7ooo kr. á næstu þremur árum.Voru ekki báðir ríkisstjórnarfl. búnir að lofa að hækka verulega persónufrádrátt fyrir kosningar ?
Aðkoma ríkisstjórnarinnar að samningunum er að öðru leiti eins og við var að búast,sé miðað við framtíðarhorfur í efnahagsmálum á næstu árum.
Okkur ber að fara eftir tilmælum Mannréttindastofnunar SÞ.Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera ?
16.2.2008 | 21:48
Dómsmála - og forsætisráðhr.hafa báðir opinberlega sagt,að okkur beri ekki að fara eftir tilmælum stofnunarinnar varðandi jafnan aðgang Íslendinga að fiskveiðum innan lögsögunnar.Vísa þeir til laga um uthlutun fiskveiðiheimilda,sem á sínum tíma hafi verið samþ.af Hæstarétti Íslands.Okkur beri að fara að ísl.lögum,þó svo við höfum undirritað Mannréttindasáttmála SÞ á sínum tíma.
Þetta eru mjög alvarlegar yfirlýsingar ráðhr.sem virðast ekki gera sér fyllilega grein fyrir,að alþjóðlegar samþykktir,sem Íslendingar hafa samþykkt gilda , þó þær samrýmist ekki ísl.lögum.Réttast væri að breyta lögum um fiskveiðiheimildir til samræmis við niðurstöðu Mannréttindasáttmálans innan þeirra tímamarka,sem okkur var gefinn.
Á þetta reyndi í Varnarsamningnum við Bandríkin frá 8.maí l951.Í 2.gr.samningsins tl.10 stendur m.a.orðrétt :"Liði Bandaríkjanna er rétt að fara með lögregluvald á samingssvæðunum og gera allar viðeigandi ráðstafanir til að halda þar uppi aga,allsherjarreglu og öryggi." Þessi samningurr gekk gegn Stjórnarskránni ,þar sem Íslendingar fara með lögreglu - og dómsvald.Þennan samning undirritaði Bjarni Benediktsson þáverandi utanríkisráðhr.Engar formlegar lagaskýringar komu fram um þennan gjörning á sínum tíma,en talið var að milliríkjasamningur, sem varðaði öryggi þjóðarinnar þyrfti ekki að falla undir Stjórnarskrána.
Áhugavert væri að fá lagaskýringar núverandi dómsmálaráðhr.í þessum efnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðtryggingar húsnæðislána eru að leggja tugþúsundir heimila í rúst.
15.2.2008 | 21:33
Úrræða - og framtaksleysi ríkistjórnarinnar í verðbólgumálum er með ólíkindum.Þeir vita þó að hver MÁNUÐUR lántakenda af meðalháum húsnæðismálalánum hækkar höfuðstól lánanna um 80 - 100 þúsnund krónur.Húsnæðisverð hækkar ekki og spáð er lækkun á því.
Verðtrygging á húsnæðislánum er hvergi innan ESB ríkja og húsnæðiskosnaður er víðast hvar ekki mældur í neysluvísitölu enda um fasteignir að ræða,sem greidd eru af lögboðin fasteignagjöld.Af hverju þurfum við að búa við svona ranglátt hagkerfi? Svarið hlýtur að vera að undanfarnar ríkistjórnir voru ekki vanda sínum vaxnar,þær eru gjörspilltar af auðhyggju sérhagsmuna ,sem þjóna þeim ríku,en láta sig litlu varða um lífsafkomu annara.Stjórnvöld láta sér í léttu rúmi liggja þó þúsundir heimila einkanlega ungt fólk sé að missa húseignir sínar.
Mér finnst,að allur þingheimur eigi að sameinast um að leysa þessi mál STRAX.Af hverju er þingið.(löggjafarvaldið) óvinsælast samk.skoðunakönnunum(27%) af öllum opinberum stofnunum.Náttúrlega vegna skipulags -og framkvæmdaleysi og aðgerðarleysi við aðkallandi og brýn vandamál. Það nýtur ekki traust lengur,það er búið að bregðast þjóðinni svo oft og illa á örlagastundum eins og t.d.í sjávarútvegsmálum,þegar sameign þjóðarinnar var stolið með aðkomu LÍÚ og forustumanna Sjálfstæðis - og Framsóknarfl. Nú er verið að leggja heimili ungs fólk í rúst með verðtryggingu á húsnæðismálum.Ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru hvergi samstíga af því þau hafa enga heildarsýn á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Ég trúi ekki,sem gamall jafnaðarmaður að Samfylkingin,þá loks hún hefur tækifæri ,taki nú frumkvæði og gangi rösklega fram og afnemi m.a. verðtryggingu af lánum og bæti strax afkomu fátækra í landinu. Samfylkingin verður undir smásjá fólksins,það vita allir af fenginni reynslu að íhaldið verður ekki með neitt frumkvæði í þessum málum.
Nú er kominn tími til a reyna ð hjálpa Vilhjálmi út úr sínum pólutísku raunum.Það er sýnilegt að flokkbræður hans hafa ekkert útspil eða vilja til að hjálpa honum.Á Vilhjálmur enga inneign hjá flokknum eftir að hafa þjónað honum dyggilega í áratugi ?
Maðurinn er að stærstum hluta,það sem umhverfið og þjóðfélagið hefur gert hann.Innlegg okkar til lífsins er ekkert ákveðið lögmál. Eins og þú sáir svo munt þú uppskera.Allir verða fyrr en síðar að leita með rökvísum hætti að eðli og orsökum þess vanda, sem þeir lenda í.Það er ekki alltaf nóg að játa mistök sín með vörunum einum saman og biðjast fyrirgefningar ef heilindin skortir.
Bjargráðin geta verið vandfundin,það er oftast erfiðast að leita úrlausna á eigin vandamálum.Þá verður maður að leiða sjálfan sig á jafnréttis grundvelli.
Vilhjálmur hefur fyrst og síðast skaðað sjálfan sig og flokkinn.Það hafa margir séð villuljós á refilstigum og krókóttum leiðum stjórnmálanna .Ég ætla bara að vona að Vilhjálmur sigli fley sínum milli skers og báru og nái góðri lendingu.Ég hef verið dómharður í þessu máli,meðalvegurinn er oft vandfundinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fangelsin sprungin - samfélagsleg þjónusta tekur við.
6.2.2008 | 23:06
Þegar menn eru dæmdir til fangelsisrefsingar skulu þeir afplána í fangelsi.Nú eru hins vegar fangar látnir í auknum mæli afplána í samfélagsþjónustu t.d. geta fangar dvalið á Vernd í 12. mánuði.Nú er eðlilega spurt,hvort afplánun í samfélagsþjónustu jafngildi samkvæmt hegingarlögum afplánun í fangelsi.
Ég hef ekki séð dómstóla dæma menn til afplánunar í samfélagsþjónustu,hver hefur lagalega heimild til að breyta fangelsisdómum með þessum hætti.Er það Fangelsismálastofnun með leyfi dómsmálaráðhr.sem metur hæfi fanga í afplánun í samfélagsþjónustu ? Hafa þeir lögformlega heimild til að breyta niðurstöðum dómstóla um afplánun í fangelsi ? Fangar voru vistaðir í Byrginu,Sólheimum,Vernd og sjálfsagt á fleiri stöðum í svonefndri samfélagsþjónustu.Hvers konar hæfnismat fer fram á þeim föngum,sem verða þeirrar blessunar aðnjótandi að komast í samfélagsþjónustu veit ég ekki.
Vill ekki dómsmálaráðhr.upplýsa þjóðina hvernig þessum málum er háttað,svo enginn þurfi að velkjast í vafa um að lögformlega sé að þessum málum staðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2008 kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlustaði á forsætisráðhr.í umræðum á alþingi um stöðu krónunnar.Hann taldi að engar breytingar yrðu á gjaldmiðli þjóðarinnar á komandi árum og hann hefði engar áhyggjur af þessum málum.
Allir ábyrgir stjórnnmálamenn,fyrirtæki og reyndar þjóðin öll er mjög kvíðin um stöðu kr.,sem getur haft mikil áhrif á alla þætti efnahagsmála þjóðarinnar.Fyrirtæki eru farin að gera upp í erlendri mynt og bankar innan tíðar.Forsætisráðhr.situr aðgerðar - og stefnulaus í þessum málum.Mér leið illa að horfa á manninn í ræðustól alþingis,hann svaraði engum spurningum málefnalega,reyndar bara rugl.
Hvað ætlar Samfylkingin að gera ? Bíða bara og sjá hver framvindan verður.Allir viðskipaaðilar í inn - og útflutningi, og einnig þúsundir Íslendinga ,sem hafa tekið erlend lán til íbúðarkaupa o.fl.bíða allir með hnút í maga hvað framundan er með örmyntina okkar.Er kannski Sjálfstæðisfl.stjórnað áfram af Seðlabankastj.Davíð Oddsyni a.m.k er línan í gjaldseyrismálum sú sama hjá báðum aðilum.Ég hélt að samstarf tveggja stærstu stjórnmálafl.landins gæfi fyrirheit um sterka stjórn,nú efa ég að svo sé.
Aukning á alvarlegum brotum erlendra manna vekur ugg hérlendis.
31.1.2008 | 21:11
Alvarleg árásar - og kynferðisbrotamál,stórfeldur innflutningur á fíkniefnum og skipulögð þjófnarmál í stórum stíl o.fl.tegundir glæpa tengjast æ oftar erlendum mönnum,einkanlega frá Austur - Evrópuríkjum.Þar virðast mest áberandi um þessar mundir menn frá Litháen.Eftir að Austur - Evrópuríkin gengu í EB á s.l.ári hefur verið frjálst flæði af fólki frá þessum ríkjum til Íslands eins og við var að búast vegna atvinnuleysis og lágra launa í viðkomandi ríkjum.
Fólk af erlendum þjóðernum hérlendis eru nú um 7% þjóðarinnar eða um 22.þúsund manns.Hér búa nú sé miðað við mannfjölda fleiri útlendingar hlutfallslega en á hinum Norðurlöndunum.Ef fram heldur sem horfir munu eftir 5-10 ár 15 - 20% menn(um 50þúsund manns ) af ýmsum þjóðernum hafa búsetu á Íslandi.
Hvernig mun okkur farnast í svona fjölþjóða þjóðfélagi er erfitt að sjá fyrir,en eitt er víst að okkur er mikill vandi á höndum,sérstaklega vegna fámennis okkar.Þá getur miklu ráðið í þessum efnum frá hvaða þjóðum fólk flyts hingað.Menning,trúarbrögð og lífshættir almennt eru jafn breytilegir og þjóðernin eru mörg.Fólk á að ræða þessi mál af ábyrgð og þekkingu og virðingu fyrir öllum þjóðernum,það vill oft verða svo ,að þeir sem eru með einhver varnaðarorð í þessum efnum eru taldir rasistar.
Við erum þegar farin að sjá ákveðin munstur af tegundum afbrota og glæpa eftir löndum,sem rekja má til fyrirmynda afbrotaferla í viðkomandi ríkjum.Lögreglan hér hefur reynt að kynna sér þessi mál eftir föngum,en meira þarf til.Vitað er að erlend mafíu starfsemi hefur náð hingað í einhverjum mæli,en hún má ekki rótfesta sig hér með aðstoð ísl.glæpamanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hættið þessum vandlætingum um Spaugstofuna - Þeir sýnilega hittu í mark.
29.1.2008 | 22:57
Þeir eru ekki aðeins góðir gleðigjafar,þeir eru líka á sinn hátt hárbeittir gagnrýnendur.Þessi spuni þeirra nær nánast öllum hæðum og lægðum,en lognmollan er víðs fjarri.Hér eru á ferðinni bestu grínleikarar landsins,fjölhæfni þeirra,hugmyndflug og skopskin er nánast óendanlegt.
Þeir eru búnir að skemmta okkar í tvo áratugi og hafa mest áhorf allra.Það er ekki góð byrjun hjá nýja borgarstj.að væla undan þeirri meðferð,sem Spaugstofan tileinkaði honum.Hann fékk mikla athygli enda svo sannarlega til hennar unnið að verða borgarstjóri með 6527 atkvæðum.Sama gilti um Björn Inga og Vilhjálms. Þessir þrír menn hafa verið aðalleikendur á hinu pólutíska sviði undanfarna daga,frammistöða þeirra er lýðum ljós.Spaugstofumenn þurftu því að leggja sig alla fram að toppa þeirra eigin aulaskap.